Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Tannlækna- félag íslands 2. grein. Fyrsta stóráhlaupiö var gert á Los Angeles, þar sem borgar- stjórnin haföi áriö 1974 sam- þykkt aö flúorblanda drykkjar- vatn. Vopn NHF var rannsókn gerö af dr. Yiamouyannis, sem gaf í skyn, aö samhengi væri milli flúorblöndunar og aukinna dauösfalla af völdum krabba- meins. Ýmsir í heilbrigöisþjón- ustunni kynntu sér rannsóknirnar og bæklinga þá sem á eftir komu. Meöal þessara manna var dr. Thomas Mack í Los Angeles, kennari í samfélagslækningum og sérfræöingur í faraldsfræði krabbameinssjúkdóma, en far- aldsfræði er sú grein læknis- fræöinnar sem rannsakar tíðni sjúkdóms, orsök og varnir í þjóöfélagshópum. Vinnubrögö- um dr. Yiamouyannis er best lýst meö úrdrætti úr greinargerð dr. Macks: „Ég get ekki látiö vera aö minnast á uppsetningu skjalanna sem þér senduö mér," skrifaöi dr. Mack. „Þrátt fyrir hve alvar- legt viökomandi mál er, minnir útlitiö á þessum blöðum meir á áróöursflugrit en vísindalegt alvörumál. Ekkert gefur til kynna, aö efni sem um er fjallað sé skrifaö meö þaö fyrir augum aö birta það í vísindaritum. Víða rekur maöur augun í niöurstööur sem mestmegnis eru slagorð, sem sett eru fram ógætilega og án varnagla. Af þessum ástæö- um hlýtur lesandinn fljótlega aö álykta aö hlutlægni hafi ekki verið gætt. Þessi rangfærsla er svo yfirþyrmandi og augljós og röksemdafærslan svo gróf og barnaleg, aö lesarinn ályktar að höfundinum séu gjörsamlega framandi grundvallarreglur far- aldsfræðinnar, þrátt fyrir hæfi- leika á vissu sviði.“ Almenningur þekkir yfirleitt ekki grundvallaratriði faralds- fræöinnar og doktorsnafnbót í heimspeki getur vakið traust fólks enda þótt um einbera endileysu sé aö ræða. Þau voru áhrifin í Los Angeles. Hrollvekjan sem NHF og aörir andstæöingar flúorblöndunar notuöu í sínum áróðri sigraöi tannheilbrigöis- sjónarmiðin. í byrjun ársins 1975 hófu dr. Yiamouyannis og dr. Burk sam- starf. Eins og NHF er dr. Burk mikill baráttumaður fyrir hinu gagnslausa krabameinsmeöali, Lactrile og hann og NHF hafa sömu andúö á flúorblöndun. í grein, sem var ávöxtur þessa samstarfs, var því haldiö fram að 25 þús. fleiri dauösföll ættu sér staö árlega af völdum krabba- meins í þeim borgum Bandaríkj- anna þar sem vatn væri flúor- blandaö. Fullyrðingin var byggö á samanburöi á dánartölum vissra tegunda krabbameins á nokkrum stööum þar sem flúor- blöndun drykkjarvatns fer fram og þar sem þaö er ekki flúor- blandað. í júlí 1975 lét þingmað- urinn Delaney skrá rannsóknina í þingtíöindi og heimtaði aö öll flúorblöndun yrði stöövuö þegar í staö. Krabbameinsstofnunin (National Cancer Institute, NCI) kynnti sér rannsóknina meö lítilli hrifningu. Ekki haföi veriö tekiö tillit til þekktra áhættuþátta, sem hafa áhrif á dánartíðni af vissri tegund krabbameins, eins og faraldsfræöilegri rannsókn bar. NCI rannsakaði allar heimildir á nýjan leik meö tilliti til kynþátta- legra, landfræðilegra og efna- hagslegra atriöa, og annarra grundvallarþátta í faraldsfræöi- legum rannsóknum. Og áöur- nefndur mismunur á dánartölu af völdum krabbameins hvarf meö öllu. Óbugaöir komu Burk og Yiam- ouyanni aftur fram á ritvöllinn meö enn eina rannsókn. Aö Krabbameins- draugurinn vakinn upp þessu sinni báru þeir saman dánartölur af völdum krabba- meins í tíu stórum borgum, sem höföu flúorblandaö drykkjarvatn, viö samsvarandi tölur í öörum 10 borgum, sem ekki höföu blandað flúori í drykkjarvatn sitt. Borg- irnar meö flúorblönduöu drykkj- arvatni höföu aftur fleiri krabba- meinsdauðsföll. Á því 20 ára tímabili, sem athugunin náöi til, var dánartala af völdum krabba- meins 10% hærri í borgum meö flúorblandað drykkjarvatn en í þeim sem voru án þess. í des- ember 1975 kom rannsóknin í þingtíöindum og var heimtaö að allri flúorblöndun væri hætt. Þessi nýja rannsókn var enn óvísindalegri en sú fyrri. Eftir því sem einn starfsmaöur NCI sagði, sýndi hún „Þau lélegustu vinnu- brögð sem hingaö til höföu verið viöhöfö varöandi flúorrann- sóknir." Doktorunum Burkley og Yiam- ouyanni haföi einhvern veginn tekist aö viröa aö vettugi þýö- ingarmestu grundvallaratriöin varöandi dánartölu af völdum krabbameins: aldur, kyn og kynþátt. Gamalt fólk dreyr frem- ur af krabbameini en ungt fólk. Dánartalan af völdum krabba- meins er hærri hjá karlmönnum en hjá kvenfólki, og hjá svörtum tíðari en hjá hvítum. Ef ekki er tekiö tillit til þessara atriöa verö- ur samanburður á dánartölum af völdum kraþbameins út í bláinn. Þegar vísindamenn frá NCI yfirfóru aftur heimildir Burk- Yiamouyannis, komust þeir að því aö mismunurinn á dánartöl- um krabbameins átti eingöngu rætur sínar aö rekja til aldurs og kynþáttar fólksins. Áfram til Evrópu Þar sem vísindamenn hjá NCI höföu nú hafnað rannsóknum dr. Burk, sem hann haföi unniö að aö undirlagi National Health Fed- eration, hélt hann meö þær til Hollands og Englands. Sem fyrr sagði var Hollandsferöin mesta frægöarför. En Bretar héldu ró sinni. Bæði læknasamtökin og Háskólinn í Oxford höföu þá nýlega lokiö við rannsóknir á hugsanlegu sambandi milli flúor- blöndunar og krabbameins. í janúar 1976 komst Royal College of Physicians að þeirri niður- stööu „aö engar sannanir væru fyrir því aö flúor yki tíöni krabba- meins eöa dánartíöni af völdum krabbameins í neinu líffæri". Ox- fordrannsóknin komst aö svip- aöri niðurstööu. Þar aö auki höföu Bretar heyrt, aö NCI hefði hafnaö rann- sóknum Burk-Yiamouyannis. Þeim var einnig kunnugt um að sjálfstæöar rannsóknir vísinda- stofnunar Háskólans í Rochester höfðu staöfest niðurstööur NCI. „Ef málið heföi fengiö aö þróast á eðlilegan hátt,“ sagöi einn úr rannsóknarhópnum frá Oxford, „heföi málinu veriö lokiö þar meö. En því miður var því ekki aö heilsa.“ Bresku vísinda- mennirnir sáu aö staöreyndir giltu ekki eins og á málum var haldiö. „Þaö sem vakti fyrir andstööu- mönnum flúorblöndunar," segir fulltrúi Bandaríska tannlæknafél- agsins, „er að láta í veöri vaka aö vísindamenn séu ósammála.“ „Hinar svokölluöu rannsóknir“ eru einungis til aö villa um fyrir fólki. Sannleikurinn kom síöar fram. Grein, sem birtist í breska læknaritinu, The Lancet, upplýsti aö doktorarnir Burk og Yiam- ouyannis heföu byrjaö dreifingu á fullyröingum sínum í Bretlandi. Með hjálp andstæöinga flúor- blöndunar í Bretlandi voru hinar villandi upplýsingar þeirra send- ar þingmönnum, heilbrigðisyfir- völdum og vatnsveitustjórnum til aö sýna þeim fram á aö flúor- blöndun ylli mörgum krabba- meinsdauösföllum. Á meðan á þessu stóð hélt NHF í Bandaríkjunum því fram aö fulltrúarnir frá NCI leyndu heimildum, ákæra sem aö lokum haföi sín áhrif í Bretlandi. í þinginu ásakaöi einn af þing- mönnunum bresk heilbrigöisyfir- völd um aö leiða yfirvöld á villigötur hvaö varöaöi flúor- blöndun og einnig um aö leyna sannleikanum og „væri þagnar- skyldu borið ''iö“. Uppljóstrun NCI Að sögn vitna í nefnd fulltrúa- deildarinnar neitaöi NCI aö gefa NHF vissar upplýsingar. Synjunin var þó ekki nærri eins alvarleg eins og þingmönnum var síöar talin trú um. NCI sendi dr. Burk fyrst eintak af ritinu „U.S. Cancer Mortality by County, 1950—1969", sem hann notaöi seinna til úrvinnslu viö fyrstu Burk-Yiamouyannis skýrsluna. Eftir aö NCI haföi endurskoðaö þá skýrslu, fór dr. Yiamouyannis fram á aö fá afrit af endurskoöunargögnum NCI. Þau voru send honum. Notaöi dr. Yiamouyannis þau gögn aftur til gagnárásar á endurskoöun NCI. Þegar hann vildi fá næstu skýrslugögn urðu fulltrúar frá NCI ekki viö þeim tilmælum. Þeir bentu á að heimildirnar væru úr hagtíðindum og heilbrigöis- skýrslum og sögöu honum bein- línis aö gera sína eigin útreikn- inga. Dr. Robert N. Hoover frá NCI sagði viö nefnda vitnaleiðslu, „aö þessar tölur væru auðfengn- ar öllum sem eiga venjulegt bókasafnskort". Til aö athuga sannleiksgildi þessa fór fulltrúi frá Neytenda- samtökunum (Consumers Union) á almenningsbókasafn staöarins. Öll bindin nema tvö, bæöi frá árinu 1950, voru í bókasafninu, spölkorn frá skrifstofunum. Símtal bókavaröar viö næsta bókasafn nægöi til aö hafa upp á bindunum tveim sem í vantaöi. Vegna ásakananna og þeirrar miklu auglýsingar sem NHF fékk í Stóra-Bretlandi ákváöu lækn- arnir Richard Doll og Leo Kinlen, læknaprófessorar í Oxford, aö hefja nýja rannsókn. Þeir sögöu þetta vera í þeim tilgangi aö „fullvissa sig um sannleikann í málinu, því þeir óttuöust aö misnotkun Burk og Yiamouyann- is á tölulegum upplýsingum gæti orðiö heilsu breskra skólabarna til tjóns í framtíðinni“. Á sama tíma fór Konunglega breska læknafélagiö fram á þaö viö Konunglegu tölfræðistofnunina að hún léti í té formlega umsögn um dánartíöni af völdum krabba- meins. Umsögn þessi birtist í „The Lancet" og víöar áriö 1977. Læknarnir Doll og Kinlen skrif- uðu í „The Lancet" aö ekkert gagnanna „gefi neir.a ástæöu til aö álíta aö neitt samband sé milli flúorblöndunar og krabbameins- dauöa, því síður aö hún gæti orsakað krabbamein". Rann- sóknin sem framkvæmd var af bresku tölfræöistofnuninni var víðtækari en sú sem áöur hafði verið gerö. Niðurstaðan varö þó á sama veg. Síöar hafa rannsóknir veriö framkvæmdar af Sjúkdóma- varnastöö Bandaríkjanna (U.S. Center for Disease Control) og Hjarta, lungna og blóörann- sóknarstofnuninni (National Heart, Lung and Blood Institute). Ekki tókst aö sýna fram á neitt samband milli flúorblöndunar og krabbameins. í stuttu máli sagt, þá hafa sjálfstæöar rannsóknir sjö fremstu læknisfræði- og vísindastofnana í Bretlandi og Bandaríkjunum komist aö sömu niðurstööu og fullyröingar NHF um krabbamein. Þrátt fyrir þetta hafa fullyrö- ingar um óholl áhrif flúors á öörum sviöum náð aö breiöast út, þ.e. aö flúor valdi ofnæmi, meöfæddum vanskapnaöi, erföasjúkdómum, kransæöa- sjúkdómum, og krabbameini hjá dýrum. Um þaö veröur fjallaö í síðari grein. II ■ <*. % If 1 / Atlagan gegn flúorblöndun Sjá 3. grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.