Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 15 Magnús H. Skarphéðinsson vagnstjóri: Karl Árnason og aðstoð- in sem aldrei var boðin Um strætisvagnakaup SVR og SVK Þaö er erlaust að bera í bakka- fullan lækinn að fara að stinga niður penna gagnvart athuga- semdum Karls Arnasonar for- stjóra SVK í Mbl. laugardaginn þann 22. mars við athugasemdir undirritaðs við athugasemdir fyrrgreinds Karls um athuga- semdir tæknimanna Reykjavíkur- borgar um hin margræddu gæði Ikarusstrætisvagnanna að austan. En því miður finnst mér rétt að tvö eða þrjú atriði fái að líta dagsins ljós í þessu sérstaka máli til viðbótar hinum fyrri. Rót á skynseminni Eins og vel kunnugt er orðið þá hefur tilboð Samafls (Samvinnu- félgs iðnaðarmanna) í 20 strætis- vagna SVR komið ýmsu róti á tilfinningar og skynsemi manna. Karl Árnason forstjóri SVK finn- ur að þeirri fullyrðingu minni þess efnis að SVK geri greinilega lægri kröfur í strætisvagnamálum en SVR gerir í dag. Röksemdir fyrir fullyrðingunni En bíðum aðeins við. Á hvaða röksemdum var sú staðhæfing byggð? Jú, hún var byggð á þeim röksemdum sem svo greinilega koma fram í skýrslu Ungverja- landsfaranna þriggja frá Reykja- víkurborg um tæknibúnað og frá- gang Ikarusvagnanna. Hvert ein- asta atriði er talið upp lið fyrir lið þar og útskýrt greinilega. I skýrsku Karls Árnasonar kemur hins vegar fram að þetta sé ekkert „óyfirstíganlegt." Viður- kenna skal ég þau rök Karls að mörgu leyti.En allir tæknilegir vankantar Ikarusvagnanna eru fyrir hendi þrátt fyrir það og kaup á þeim eru sannanlega afturför í tæknibúnaði SVR i dag. Um það snýst málið. Eg vil undirstrika það hér aftur að telji Karl Árnason þetta „smá- vægilegt" og kannsi fleiri „stræt- isvagnasérfræðingar" einnig, þá er annar gæðastaðall þar til viðmiðunar en tæknimenningu Reykjavíkurborgar finnst hægt að gangast undir á því herrans ári 1980. Og ég endurtek það einnig að við því er ekkert að gera. Ef við gerum flókið mál einfalt og setjum þetta fram í dæmisögu fyrir lesendur sem eflaust eru flestir leikmenn í svona málum þá * Astand vega á Snæfells- nesi með versta móti Stykkishólmi. SUNNAN úr sveitum berast þau tiðindi að vegir séu með versta móti og einn tjáði mér að ástand þeirra hefði ekki verið verra um þetta leyti í mörg ár. Lítið eða ekkert um heflanir og veghefill sem verið hefir í sveitun- um í mörg ár var fjarlægður. Hefir verið farið fram á lagfær- ingar en það gengur hægt. Kerl- ingaskarð var ófært um skeið og því farið Heydal. Fékkst skarðið ekki mokað en skafl var þar nokkuð erfiður. Liggur við að skólahald falli niður vegna erfiðra vega. Tíðin hefir verið það mild að fljótt myndast holur og hvörf í vegi og þeim mun meira þarf að líta eftir þeim. Vonandi ræður vegagerðin bót á þessum vanda því margir telja bílum sínum vart óhætt um vegina og hafa holur þeirra ekki bætt um fyrir bílun- um. Fréttaritari. getum við ef til vill sagt sem svo: Margir bíleigendur gera sig ánægða með að eiga Moskvitchbíl. En aðrir, sem t.d. hafa átt Volvo eða Merzedes Bens-bifreið, finnst það afturför upp á nokkra áratugi að fara aftur á „Mosvitchstigið." Á stig sem þeir voru kannski á fyrir 20—30 árum. (Með þessu er ég ekki að gera lítið úr Moskvitch- bifreiðum heldur einungis nota hann til samanburðar þar sem t.d. Volvoframleiðslan er af öðrum gæðaflokki). En það breytir ekki þeirri staðreynd að sumir gera ekki meiri kröfur til gæða eða öryggis en svo, að þeim finnst ágætt að kaupa sér nýjan og ódýran Moskvitch. Og jafnvel þó að það fari ekki eins vel um bílstjórann og farþegana í þeim síðastnefnda. Og við því er heldur ekkert að gera. Ollu flóknari er nú kjarni málsins ekki. Fullyrðingin óhrakin Koma hér ekkert þessu máli við fyrri vagnakaup SVK. Hvort þau hafi verið af háum eða lágum staðli, sbr. kaupin á Leylandvögn- unum. í dag getur Karl Árnason sætt sig við þessar gæðakröfur og stendur því fullyrðing mín um annan gaeðastaðal en er hjá SVR í dag óhögguð enn. Hvaða með álit farþega og vagnstjóra SVK? Gaman væri einnig að fá að heyra álit væntanlegra eldri far- þega SVK um að stíga upp í og út úr 20—30 sm hærri vagni en önnur vagnakaup hefðu í för með sér? Og fróðlegt væri einnig að heyra í væntanlegum vagnstjórum SVK um hvað þeim fyndist um að aka vögnum með flötu liðstýri í 18 tíma á dag? Auk þess sem þeir væru með reimdrifnar stýrisdælur með tilheyrandi svanasöng stund- um tímunum saman? Að sjálf- sögðu gerir það ekkert alvarlega til þótt reimdrifna stýrið festist stundum í beygjum svo vagnstjór- inn þurfi að skorða sig af og taka á honum stóra sínum svona við og við. Þetta venst allt saman, að því sagt er. Elstu vagnstjórarnir hér hjá SVR muna eftir svona vögnum fyrir um 20 árum svo þeir gætu því kannski kennt hinum yngri hjá SVK á kramið. 1 s»targ"i’vRB£.rnd«' t»'" 1 til að SNara _.vOIIiUaup«taftur ,918 k.vP' ,„d ’ vel, u hfjni t»R»oðum bamk' t*'™ . vera HSSwssss in-tur ekki ataftið f>rir • K.rl , uyr ■ > notfær' ja vugna uf) ganga mn 11»“'' ...-t'ajrerTi-jk • ru. ':u • w1„1n ,igskaup#að ' ^ S \ K iuv mii nót“*’r ' að sk°ða °fl > vagnanna F-H bv, hugarfari að *koða f>nr nS'tegund af 'Ognum. sr n.li.1." m'"""bOÍ- *"?n vi6 br..a nikv*n,“ .1-0»“" En 10 i. > iftræður sftt' « ,t,',:j''*ikn,mrnn vr.Wsmií)- ,nna. .annlmrO, > * . rndanlf|rvi bónaínn ‘ " a brrj'llnR' ,ilb°«'. oímo^ slum íin5 *m*,"„mub'vl,StrnV.«'»'il ' bTJLJjSlHSli^ierft f> nr kaupa^J^T ‘ ' fvlUteW'fóm- #£ran a þann búnað *«" > "kun;u « Þan' 'Vf' inssonar '*Jj2J,al4,u nuna halda við aWv a u1r;vU ,„a| ^ Wmii •’" liWnift ' - frá minm honöi. — Aðstoðin sem aldrei var boðin Karl vinur minn Árnason er að afþakka kurteislega aðstoð mína í strætisvagnakaupum sínum sem ég hefi aldrei boðið, ennþá a.m.k. En betra er kannski seint en aldrei. Þar sem ég er mikill áhugamaður um bættar almenn- ingsvagnasamgöngur og sakir menntunar minnar og reynslu á þessu sviði ætla ég hér með að bjóða títtnefndum Karli aðstoð mína gegn mjög vægu gjaldi ( 8. launafl. borgarstm.) Læt ég þetta vera útrætt mál af minni hendi, en tilefnið var gefið. Magnús H. Skarphéðinsson vagnstjóri SVR. Hár í hátízku á Hótel Sögu Hárgreiðsiumeistarar í Ha- ute Coiffure Francaise á íslandi efna til vorsýningar á há- tiskunni í hárgreiðslu í Súlna- sal Hótel Sögu þriðjudagskvöld- ið 25. marz og hefst sýningin kl. 9. Tekur hún um 2 klst. og verður vönduðum skemmti- atriðum skotið inn í dagskrána. en veitingar eru á boðstólum. Fagmenn frá Blómum og ávöxt- um munu skreyta salinn. og vandað er til hljómlistar og lýsingar á sýningunni. Þetta er í annað sinn sem HCF á íslandi stendur fyrir slíkri sýningu, en 1. sýningin var sl. haust. Þótti hún takast vel og komu fram áskoranir um að endurtaka hana. Það var ekki gert, en áformað er að halda sýningu sem þessa vor og haust í framtíðinni í þeim tilgangi að kynna fagfólki í hárgreiðslu og viðskiptavinum hárgreiðslustofa það sem nýjast er hverju sinni. Félagar í HCF eru nú nýkomnir frá París, en þar var þessi sumartíska, sem kynnt verður hér, sýnd í fyrsta sinn í febrúar sl. Islenzku félagarnir í HCF, sem í byrjun var klúbbur fær- ustu hárgreiðslumeistara í Frakklandi en er nú orðinn alþjóðlegur klúbbur, eiga beinan og milliliðalausan aðgang að frumuppsprettu hártískunnar hverju sinni. En HCF er leiðandi í sköpun hártískunnar á hverjum tíma og leggur áherzlu á að þar sé um að ræða hárgreiðslu sem hinn al- menni viðskiptavinur notar, en ekki óraunhæfar keppnis- og sýningargreiðslur. Guðriður Þorsteinsdóttir. Guðríður Þor- steinsdóttir form. Jafnréttisráðs SAMKVÆMT lögum nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla skal Jafnréttisráð skipað 5 mönnum til þriggja ára í senn. 1. desember 1979 var nýtt Jafn- réttisráð skipað og eiga eftirtaldir aðilar nú sæti í ráðinu: Guðríður Þorsteinsdóttir, for- maður skipuð af Hæstarétti, Jó- hann H. Níelsson, varamaður, skipaður af Hæstarétti, Ásthildur Ólafsdóttir, skipuð af félagsmála- ráðherra, Ragna Bergmann, vara- maður, skipuð af félagsmálaráð- herra, Gunnar Gunnarsson skip- aður af B.S.R.B., Ingibjörg K. Jónsdóttir, varamaður, skipuð af B.S.R.B., Kristín Guðmundsdóttir, skipuð af A.S.Í., Guðmunda Sig- urðardóttir, varamaður, skipuð af A.S.Í., Einar Árnason, skipaður af V.S.Í., og Gunnar Guðmundsson, varamaður, skipaður af V.S.Í. Meinleg prentvilla — leiðrétting í fyrirsögn listdóms Braga Ás- geirssonar í sunnudagsblaðinu um sýningu feðginanna Sigrúnar Steinþórsdóttur og Steinþórs Marinós Gunnarssonar stóð Feigðin í stað Feðgin. Þá gleymd- ist texti undir mynd með nöfnum listamannanna. Eru hlutaðeigend- ur beðnir velvirðingar á mistökun- um. MYNDAMOT HF. PRENTMVNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 arcockm loftnetskerf i ■ arcodan lof tnetskerf i ■ llt efni til loftnetsuppsetninga hvort sem er fyrir: — Einbýlishús — Raöhús — Stór sambýlishús — — Kaplakerfi fyrir heil ibúóahverfi eóa bæi. Loftnet TV—FM—AM Loftnetsfestingar Kaplar Filter Deilibox— Magnarar— Tengidósir— Loftnetsplöggar. Getum innan skamms útvegað íslenska útgáfu af vöru og verðlistum yfir efnisúrval okkar. — Hringið eða heimsækið okkur til nánari upplýsinga. Aðstoðum við val efnis fyrir hvert einstakt kerfi — Kerfisuppbygging, sem byggð er á áratuga reynslu loftnetssérfræðinga Arcodan. Danska fyrirtækið Arcodan er stærsti aðili Norðurlanda í framleiðslu og uppsetningum á loftnetskerfum. Þeir hafa meðal annars leyst pað verkefni að tengja 25.000 notendur við sama loftnetiö og þá að sjálfsögðu með möguleika á að tengjast sameiginlegu myndsegulbandi og FM-músik-útsendingum. Dönsk lög um loftnetskerfi eru þau ströngustu í heiminum í dag, og að sjálfsögðu fullnægir Arcodan þeim gæðakröfum í einu og öllu. Kjörorö okkar er „Gæöin fyrir öllu“. heimilistæki hf SÆTÚNI8.SÍMI 24000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.