Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Slysavarnafélagið gefur út handbók fyr ir björgunarmenn SLYSAVARNAFÉLAG íslands hefur gefið út upplýsinga- og fræðsluhandbók, sem aðallega er ætluð björgunarmönnum félags- ins en kemur öllum að gagni, sem að björgunar- og slysavarnamál- um vinna. Ákveðið var í fyrra að hefjast handa við samningu bókarinnar en brýn þörf var orðin á slíkri bók. Bókin er í lausblaðaformi og er meiningin að bæta inn í hana efni eftir þörfum og laga einstaka kafla að breyttum tímum. Er bókin á fimmta hundrað vélritað- ar síður og margar skýringar- myndir fylgja. Bókinni verður til að byrja með dreift til allra björgunarsveita en í sveitunum eru um 2500 skráðir félagar. í SVFÍ eru um 30 þúsund félagar. Bókinni er skipt í kafla og heita einstakir kaflar: Upplýsingar um SVFI og björgunarsveitir, reglur björgunarmanna, merkjagjafir, fjarskipti, notkun áttavita og korta, sjóbjörgun, landbjörgun, skyndihjálp, flutningur slasaðra, fjallamennska, rústabjörgun, björgun úr snjóflóðum og ýmsar upplýsingar. Símamál Kjalnesinga: „Alls ekki við Póst og síma að sakast“ segir Jón Skúlason póst- og simamálastjóri „ÞAÐ ER alls ekki við Póst og sima að sakast um hvernig er háttað símamálum Kjalnesinga," sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri er Mbl. innti hann álits á framkomnum mót- mælum íbúa á Kjalarnesi vegna slælegrar símaþjónustu. „Ef við fengjum að ráða væru Kjalnesingar fyrir löngu búnir að fá sjálfvirkan síma, en það er hið háa Alþingi sem skammtar okkur Kynnir jóga og hugleiðslu DAGANA 25.—31. mars er staddur hér á landi jóginn Ac. Sarvabodhan- anda Avt. Hann mun dveljast í miðstöð Þjóðmálahreyfingarinnar (PROUT) að Aðalstræti 16 og kenna þeim er áhuga hafa Aantríska hug- íeiðslutækni og jógaæfingar. Öll kennsla er ókeypis og opin fyrir alla. Sarvabodhananda mun einnig halda fyrirlestur um PROUT í Aðalstræti 16 fimmtudag 27. mars kl. 20:30. Helgina 28.—31. mars verður hald- ið mót í Ölfusborgum þar sem kynntar verða þjóðfélagshugmyndir hreyfingarinnar. Mót þetta er öllum opió sem áhuga hafa á jóga eða hugnyndafræði PROUT. fé og það sem við fáum á fjárlög- um hrekkur hvergi til, auk þess sem stefnt er að niðurskurði samkvæmt fyrirliggjandi fjár- lagafrumvarpi. í rauninni má segja að áhugi þingmanna á þess- um málum sé afskaplega lítill ef marka má aðgerðir þeirra," sagði Jón. Jón sagði aðspurður að ef vel gengi væri hugsanlegt að koma mætti upp fjölsíma á Kjalarnesi með haustinu, en það byggðist auðvitað á því að nægileg fjárveit- ing til framkvæmdanna fengist. I því sambandi væri vert að geta þess að fjárlög ársins hafa enn ekki verið samþykkt þannig að ekki væri neitt vitað með vissu. „Varðandi mótmæli Kjalnes- inganna tel ég þau komin til föðurhúsanna þar sem þingmönn- um voru send afrit af þeim. Þeir eiga næta leik,“ sagði Jón Skúla- son að síðustu. © INNLENT ískappreiðar á Akureyri Akureyri, 22. mars. ÍÞRÓTTADEILD hestamanna- félagsins Léttis á Akureyri gekkst fyrir ískappreiðum á Leirutjörn við Aðalstræti í dag, og er ætlun félagsins, að siikir kappleikar fari fram áriega eftirleiðis. Gallery Háhóli, Lög- fræðiskrifstofa Benedikts Ól- afssonar, Oddur Carl Thorar- ensen og Cæsar, tískuverslun unga fólksins, gáfu bikara, sem unnust til eignar i einstökum greinum, en Matthías Gestsson gaf ískeppnisstyttuna, sem er farandgripur, sem besti knapi Léttis í 200 m skeiði hlýtur hverju sinni. í þetta sinn hlaut gripinn Jón Matthíasson. I efstu sætunum urðu: Töltkeppni 1. Albert Jónsson á Fálka 5 v., brúnskjóttur, eyfirskur. Eig- andi Óli G. Jóhannsson. 2. Jón Matthíasson á Reyk 8 v., grár, eyfirskur. Eigandi knapi. Gæðingaskeið: 1. Björn Þorsteinsson á Blæ 8 v., frá Húsey, 160 stig. Eigandi Valdimar Kjartansson. 2. Stefán Friðgeirsson frá Dalvík á Þrym 8 v., frá Garðsauka, Rang, 145 stig. Eigandi Friðrik Bergmann. 150 metra nýliðaskeið: 1. Björn Þorsteinsson á Rebekku 7 v., frá Kolkuósi. Tími 16,9 sek. Eigandi Lúther Harðar- son. 2. Reynir Hjartarson á Skjónu 5 v., frá Skálpagerði. Tími 17,3 sek. Eigandi Áskell Harðar- son. 3. Örn Grant á Sporði 6 v., úr Borgarfirði. Tími 17,4 sek., Eigandi Magnús Halldórsson. Alls voru sex hross í þessari keppni. 150 metra skeið, opinn flokkur: 1. Örn Grant á Gretti 9 v., eyfirskur. Tími 17,8 sek. Eig- andi knapi. 2. Björn Þorsteinsson á Þór 7 v., frá Húsey. Tími 18,5 sek. Eigandi Valdimar Kjartans- son. 200 metra skeið: 1. Jóhann Þorsteinsson úr Skagafirði á Nikka 8 v., Rang. Tími 20,4. Eigandi knapi. 2. Jón Matthíasson á Gráskegg 10 v., eyfirskur. Tími 20,6 sek. Eigandi knapi. Sv.P. Ljóxm. PÉTUR. Halla (Snædis Gunniaugsdóttir) og Kári (Konráð Þórisson). í fyrsta sinn sem leikritið er sýnt í heimahéraði höfundar Leikfélag Húsavikur frumsýndi sl. föstudagskvöld FJALLA- EYVIND eftir Jóhanr. Sigur- jónsson. Þetta er 2. verkefni félagsins á þessu leikári og sérstaklega valið með tilliti til þess að hinn 19. júní í sumar verða 100 ár liðin frá fæðingu skáldsins frá Laxamýri. Leikstjóri er Sigurðu Hall- marsson en leikmynd eftir Birgi Engilberts. Með aðalhlutverk fara Snædís Gunnlaugsdóttir, sem leikur Höllu, Konráð Þórisson leikur Kára, Þorkell Björnsson, Arnes, og fara þau öll vel með hlutverk sín. Aðrir leikendur eru Svavar JónSson, Herdís Birgis- dóttir, Hörður Jónasson, Ása Gísladóttir, Elín Sigtryggsdóttir, Óðinn Valsson, Einar Þorbergs- son, Sverrir Jónsson, Fífa Kon- ráðsdóttir, Bjarni Sigurjónsson, Steinunn Áskelsdóttir, Gunnar Straumland, Hrönn Káradóttir og Sveinn Freysson en alls vinna að sýningunni yfir 30 manns. Sýningunni var mjög vel tekið af áhorfendum og leikarar hylltir í leikslok með miklu lófataki og blómum. Önnur sýning var á sunnudag fyrir fullu húsi og má búast við mikilli aðsókn, því þetta er í fyrsta sinni sem Fjalla-Eyvindur er sýndur í heimahéraði höfundar, þó um sjötíu ár séu liðin frá því að hann var fyrst sýndur í Kaup- mannahöfn og hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þetta er verðugt viðfangsefni hjá leikfélagi Húsavíkur í tilefni af 80 ára starfsferli félagsins og um 100 ára afmæli þess, að fyrst var sýndur sjónleikur á Húsavík. Formaður leikfélagsins er Anna Jeppesen kennari. Fréttarltari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.