Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Greinargerð og athugasemdir til stjórnar SVR vegna tilboðs Sam- afls í 20 strætisvagna fyrir SVR Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá Samafli vegna strætisvagnamálsins: Eftir að tilboð í 20 strætisvagna fyrir SVR voru opnuð fyrr á árinu og í ljós kom, að tilboð Samafls á vegum IKARUS og MOGURT í Ungverjalandi var langlægst eða 115.000 DM fyrir hvern vagn og í heildarkaupum nær 500 til 6Q0 milljónir króna fyrir neðan næsta tilboð, undirbjó Samafl eftir föng- um öflun frekari gagna svo og heimsókn fulltrúa Reykjavíkur og Kópavogs til Ungverjalands í því skyni að skoða framleiðslu IKAR- US verksmiðjanna, en þessi vagn- ar eru óþekktir hér á landi. Var þetta í hæsta máta eðlilegt og nauðsynlegt. Hins vegar bregður svo við, þegar heim er komið, að umsagnir tæknimanna um vagnana ganga í gagnstæðar áttir, og eru fulltrúar Reykjavíkurborgar mjög neikvæð- ir og finna vögnunum allt til foráttu en fulitrúi Kópavogs gefur þeim mjög góða umsögn. Kaup á strætisvögnum fyrir Reykjavíkurborg er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál borgarbúa og hefur málið að vonum fengið allmikla umfjöllun í dagblöðum borgarinnar. Samafli hefur verið gefinn kost- ur á að sjá skýrslu tæknimanna Reykjavíkurborgar, þeirra Ög- mundar Einarssonar og Jans Jen- sen, sem lögð var fram á fundi í stjórn SVR hinn 17. mars sl., og þar sem félaginu finnst gæta í þeirri skýrslu svo rangra staðhæf- inga og mikils misskilnings, ósk- um við þess að fá að setja skriflega fram leiðréttingar og athugasemdir gagnvart stjórn SVR. Það er engum til góðs að taka ákvörðun í svo veigamiklu máli, sem hér er um að ræða, án þess að freista þess að hafa forsendur svo traustar og réttar, sem frekast verður á kosið. Skýrsla þeirra félaga, Ögmund- ar og Jans, er samantekt á veiga- mestu atriðunum að þeirra mati, unnin upp úr viðameiri fráskýrslu um ferðalagið til Ungverjalands. Með í förinni þangað var borgar- stjóri, Egill Skúli Ingibergsson, og hefur Samafl átt þess kost að halda fund með borgarstjóra, þar sem farið var mjög nákvæmlega niður í fráskýrslu þremenn- inganna um skoðunarferðina til Ungverjalands. Var það sameiginleg niðurstaða fulltrúa Samafls og borgarstjóra að flest þau atriði sem gagnrýnd voru í skýrslunni um almennan búnað IKARUS vagnanna væru minni háttar, sem auðvelt væri að fá lagfært. Það er því okkar álit, að þau ættu ekki sem slík að standa í vegi fyrir því að taka hinu óvenjulega hagstæða boði IKARUS. Hér vildi borgarstjóri þó undan- skilja vél og búnað henni tengdan, sem honum hefur verið sagt að sé gamaldags og gallaður. Sjálfur vildi hann ekki kveða upp dóm um þessi atriði, en vísaði því til þeirra tæknimanna sem hér hefur verið getið að framan. Eftir þennan gagnlega fund með borgarstjóra, er hér fyrst og fremst ástæða til að gera athuga- semdir gagnvart stjórn SVR við fyrrgreinda skýrslu tæknimann- anna frá 17. mars. Áður vill þó Samafl til upplýs- ingar rifja upp eftirtalin atriði, sem félagið telur mikilvæg: 1. IKARUS verksmiðjurnar í Ungverjalandi eru langstærstu strætisvagnaverksmiðjur í heimi. Ársframleiðslan er nú um 14.000 vagnar og vöxtur framleiðslunnar síðastliðin 7 ár hefur eingöngu farið til útflutnngs, en flutt er út til 42 landa. 2. Um almenna viðurkenningu á gæðum og hönnun vagnanna, sem að sjálfsögðu eru af margvíslegum gerðum, má benda á, að fram- leiðsla IKARUS hefur fengið gull- verðlaun fyrir hönnun og búnað á strætisvagnasýningum í Evrópu. Hinn 10. febrúar sl. skýrir New York Times frá því, að einn af stærri framleiðendum strætis- vagna í Bandaríkjunum, Crown Coach Corporation í Los Angeles hafi stofnað til samstarfs við IKARUS (joint-venture) um fram- leiðslu á strætisvögnum af IKAR- US gerð fyrir Bandaríkjamarkað. Eru sölur þegar hafnar. 3. Eins og tilboð IKARUS bar með sér var í því vikið frá standard vagni til samræmis við útboðskröfur. I tilboðinu var sagt að nánari lýsing (specification) mundi koma síðar. Hún hefur nú borist og hefur íslenska gerðin af IKARUS hlotið kenninúmerið 260/62.80—3 og fylgir þessi lýsing hér með. 4. Miklu máli skiptir um rekstur strætisvagna, að nægir varahlutir séu tiltækir og ódýrir. Verðlagn- ingu varahlutanna verður að skoða sem hluta af heildardæminu bæði hvað snertir stofnkostnað og rekstur. Með greinargerð þessari fylgir varahlutalisti með verð- lagningu og sýnir hann hagstætt verð varahluta. 5. Einnig skal bent á, að RABA MAN vélin er sparneytin og hefur það mikið rekstrarhagræði í för með sér á tímum hækkandi olíu- verðs. 6. Að lokum skal bent á,að þegar sendinefndin var í Búdapest, fór Samafl fram á, að IKARUS veitti greiðslufrest á kaupverðínu, ef samið yrði við þá. Eftir staðfest- ingu síðar höfum við tilkynnt borgarstjóra, að í boði eru mjög hagstæð lánakjör, eða 75% kaup- verðs lánað til 5 ára með 8% vöxtum. Þessi kjör ættu að gera SVR kleift að fjölga fyrr en ella strætisvögnum og auka þjónust- una við borgarbúa. Hér á eftir verður vikið að athugasemdum Ögmundar Ein- arssonar og Jans Jensen Iið fyrir lið eins og þær koma fram í skýrslu þeirra til stjórnar SVR, dags. 17. mars 1980. Til hægðar- auka og glöggvunar eru efnisatriði þeirra félaga hér birt innan gæsa- lappa, svo að þau verði auðveld- lega borin saman við umsagnir Samafls og upplýsingar og yfirlýs- ingar annarra: I. Staðsetnir.g kælis Ögntundur og Jan: „Komið hefur fram, að frá hendi verk- smiðjanna er ekki um aðra stað- setningu að ræða. Að okkar áliti veldur þessi staðsetning því að hætta á yfirhitun vélar eykst stórlega vegna hættu á því að kælieliment fyllist af óhreinindum eða verði fyrir hnjaski þannig að kælivatn leki af. Staðreynd er að dieselvél þarf ekki að yfirhitna nema einu sinni til að fyrirliggi ástæða til skemmda af stimplum, slífum og topplokspakkningum". Um þetta efni höfum við aflað okkur upplýsinga frá 2 aðilum. (a) Annar aðilinn er vestur- þýska verksmiðjan MAN en vélin í IKARUS vagnana er framleidd í Ungverjalandi samkvæmt leyfi MAN verksmiðjanna, enda þótt það sé nú útrunnið og MAN verksmiðjurnar eigi í samkeppni við IKARUS. í skeyti, sem fylgir segir m.a.: „Strætisvagnar framleiddir af Ikarus, eru í notkun í fjölmörg- um borgum, og sem dæmi skal nefna Varsjá, Prag, Búkarest, Sofía, Moskva, Aþena, Istanbúl, Trípolis og Hamborg. Við könnumst ekki viða að við yfir- hitun mótors sé vandamál. Auk ofangreindra staða má geta þess að yfir 1000 svona vélar af original MAN gerð eru í ýmsum borgum Júgóslavíu". Þessu til viðbótar má geta þess, að fulltrúi MAN verksmiðjanna, hr. Wúhe, staðfesti í samtali við fulltrúa Samafls, að allir strætis- vagnar framleiddir af MAN í V-Þýskalandi, með miðjumótor, en þeir eru nú í notkun um allan heim, hefðu samskonar staðsetn- ingu á kæli. (b) Hinn aðilinn er forstöðu- maður Strætisvagna Kópavogs, en þar er fyrir hendi reynsla af áþekkri staðsetningu kælis. Hann segir svo í yfirlýsingu dags. 17. mars sl., en hún fylgir hér með: „Þegar Strætisvagnar Kópavogs keyptu þrjár Leyland grindur 1968 til yfirbyggingar hér heima, voru í þeim kælar sem staðsettir voru lóðrétt framan við framöxul. Eng- inn sérstakur varnarbúnaður var settur upp tii að verja kælana óhreinindum. Reynslan hefur sýnt að þessi staðsetning hefur ekki komið að sök. Þó kallar þetta á meiri þrifnað heldur en ef kælarn- ir væru staðsettir framan eða aftan í vögnunum, og höfum við þrifið þá þrisvar eða fjórum sinn- um á ári. Ég tók sérstaklega eftir stað- setningu kælanna í Ikarus 260, en í þeim bílum er kælirinn staðsett- ur rétt aftan við framöxul. Ég tel að hann sé ekki verr staðsettur en í Leylandinum, auk þess sem staðsetningin gefur góða mögu- leika á að setja aurhlífar fyrir kælinn og vélina, innan og aftan við framhjólin. Ég hef því af reynslu minni, í 12 ár hjá SVK, engar áhyggjur af staðsetningu kælisins í Ikarus 260“. II. Bygging vélar Ögmundur og Jan: „Vélin er sögð þurfa mikinn snúningshraða í lausagangi til að halda fullum smurþrýstingi. Þetta atriði er líklegt til að stytta endingartíma vélarinnar, því gangi vél við of lítinn snúningshraða er hætta á úrbræðslu. Þá ber þess að geta að snúningshraði verkar mjög á gírkassa og getur stytt endingar- tíma hans, auk þess að valda rykk þegar sett er í gír“. Ekki er ljóst, hvaðan þessar upplýsingar um snúningshraða og endingartíma vélarinnar eru fengnar, því að þær eru ekki frá IKARUS verksmiðjunum. í skýrslu sinni um skoðunarferð til Ljósm. Gunnlauicur RUKnvaldsuon. Allharður árekstur varð um hálfsexleytið í gær á mótum Kaplaskjóisvegar og Hagamels. Þar rákust saman Mini-bifreið og Datsun-leigubifreið. Ökumaður Mini-bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild tii rannsóknar. Ungverjalands halda þeir félagar því fram, að samkvæmt upplýs- ingum frá IKARUS þurfi RABA MAN vélin gagngerða yfirferð eftir 150 þúsund kílómetra akstur. Allt er þetta mikill misskilningur á grundvallaratriði. (a) Um snúningshraðann í laus- agangi upplýsa IKÁRUS verk- smiðjurnar, að vélin snúist 500 per mínútu og það nægi til að halda uppi 0.8 atm. olíuþrýstingi. Við spurðumst fyrir um þetta hjá þýsku MAN verksmiðjunum og efirfarandi svar er að finna í hjálögðu skeyti: „Það er ekki rétt, að vél af þessari tegund þarfnist meiri hægagangssnúningshraða en aðrar sambærilegar vélategund- ir“. Við leituðum einnig upplýsinga hjá Jóhanni Péturssyni, verkstæð- isformanni hjá Krafti h.f. og staðfesti hann að vélin þyrfti ekki sérstaklega háan snúningshraða til að halda uppi eðlilegum þrýst- ingi, og hafi þessi vél reynst hér mjög vel. (b) Um endingartímann er það að segja, að IKARUS menn hafa staðfest við okkur að þeir gefi sínar vélar upp fyrir 500—700.000 km endingu. Jafnframt höfum við fengið staðfest víða frá, að mjög sé mismunandi hvenær vélar séu teknar í fyrsta yfirlit, allt eftir því hvaða eftirlitskerfi er haft með þeim, eða allt frá 150.000 til 500.000. Hér ræður mat aðila um það, hversu mikið vélarnar eru látnar slitna fyrir fyrstu skoðun. Sú regla hjá Strætisvögnum Bú- dapest (ekki IKARUS) að skoða vélina eftir 150 þúsund km akstur er notuð af reksturshagkvæmnis- ástæðum en ekki af því að vélin sé búin og eru þá notuð mælitæki við skoðunina og vélin ekki tekin úr bílnum. Um endingartíma segja MAN verksmiðjurnar þýsku svo í sínu skeyti: „Með góðri meðferð á MAN vélum má búast við að 500.000 km líftíma eða meira. Við vitum til þess að RABA MAN er tekin til yfirferðar í Sovétríkjunum eftir 350.000 km eða meira". Hér til samanburðar má geta þess, að hjá forstjóra Strætis- vagna Kópavogs höfum við fengið þær upplýsingar, að Leyland vélar þeirra fari í fyrstu yfirferð við 350.000 og er þá einungis um að ræða leguskipti, en heddið ekki tekið af nema vélin sé farin að brenna óeðlilega mikilli olíu. Við höfum í þessu sambandi einnig snúið okkur til Sviss, en þar eru IKARUS vagnar í notkun og fengum 8. mars sl. eftirfarandi umsögn í skeyti frá Basel, sem hér fylgir með: „Við höfum keyrt okkar RABA MAN vélar í 5 ár í u.þ.b. 400.000 km og þær eru í mjög góðu ástandi. Þessi fjárfesting hefur reynst hárrétt frá hagrænu sjón- armiði". Ennfremur höfum við í þessu efni snúið okkur til Grikklands, þar sem 300 IKARUS vagnar hafa verið í notkun í rúmlega eitt ár og þeir eru að panta 200 vagna til viðbótar. í skeyti frá Aþenu II. mars sl., sem hér fylgir með, er að finna eftirfarandi umsögn: „Þeim hefur nú verið ekið 70 þúsund til 110 þúsund km og reynst mjög vel.“. III. Bygging vélar, smærri viðgerðir Ögmundur og Jan: „Uppbygg- ing vélarinnar er þannig að búast má við verulega lengri viðgerð- artíma við smærri viðgerðir, s.s. skipti á topplokspakkningu og viðgerð á ventlum og stimplum". Við höfum leitað upplýsinga hjá fjölmörgum vélaframleiðendum um fyrirkomulag og frágang topploks og hefur komið í ljós, að þar er um margar útfærslur að ræða og mjög algengt er að fleiri en einn strokkur sé undir sama loki, t.d. tveir til þrír, jafnvel má finna dæmi um að sex strokkar séu undir sama loki, svo sem hjá Caterpillar. Hjá RABA MAN er um að ræða tvískipt topplok eins og t.d. á mörgum M-Benz vélum og Leyland vélum. Þeir tæknimenn, sem spurðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.