Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
Milljarðagjá milli eyðslu og tekna:
Brúuð með stórauk-
inni skattheimtu
skuldasöfnun og halla ríkissjóðs
Stefna sú í ríkisfjármál-
um, sem mótuð var í fjár-
lögum vinstri stjórnar
1979 hafði hörmulegar af-
leiðingar fyrir efnahags-
þróun og þróun fjármála í
landinu. sagði Lárus
Jónsson, alþingismaður, í
fjárlagaumræðu á Al-
Úr fjárlagaræðu
Lárusar Jónssonar
þingi. Ríkisumsvif voru
stóraukin, einkum rekstr-
ar- og millifærsluútgjöld,
skattar voru stórhækkaðir
en framkvæmdaframlög
skorin niður. Þetta reynd-
ust ^mestu verðbólgufjár-
lög íslandssögunnar, enda
hækkaði framfærsluvísi-
tala um 61% frá upphafi
til loka árs.
Vondur, verri,
verstur
Svo slæm sem fjárlög ársins
1979 voru gekk þó fjárlagafrum-
varp Tómasar Árnasonar fyrir
árið 1980, sem lagt var fram sl.
haust, ennþá lengra í skatta- og
eyðsluhækkunum. Það gerði ráð
fyrir stórhækkun bæði söluskatts
og vörugjalds. En það frumvarp,
sem Ragnar Arnalds ber nú fram,
er þó sýnu verst, enda fer Ragnar
hvorki meira né minna en 25
milljörðum fram úr Tómasi í
rekstrar- og millifærsluútgjöld-
um, þó bæði frumvörpin fjalli um
sama fjárlagaárið.
Til að framkvæma þessa eyðslu-
stefnu er gripið til fjögurra ráða:
1) Skattar eru hækkaðir um 10
milljarða frá frumvarpi Tómasar,
auk þess sem boðaður er 5 millj-
arða nýr orkuskattur; 2) Markaðir
tekjustofnar eru teknir til ríkis-
sjóðs og fjárfestingarsjóðafram-
lög enn rýrð um 5 milljarði; 3)
Fjárveitingar til hafna, skóla,
sjúkrahúsa o.s.frv. eru ekki hækk-
aðar, þrátt fyrir breyttar verð-
lagsforsendur, og því rýrðar að
raungildi; 4) Lækkuð eru greiðslu-
áform til Seðlabanka um 5 millj-
arða króna.
Þetta er sama meginstefnan og í
síðustu fjárlögum vinstri stjórnar,
aðeins gengið mörgum skrefum
lengra í sömu átt eyðslu og
skattheimtu.
Verðbólgufjárlög
Fjárlagafrumvarp þetta er og
sýnu meiri verðbólguhvati en fjár-
lög liðins árs. í því sambandi hlýt
ég að minna á gagnrýnisatriði
mín, Pálma Jónssonar og Ellerts
Schram, á fjárlög fyrra árs, en við
sátum þá í fjárveitinganefnd í
nafni Sjálfstæðisflokksins. Þau
voru þessi:
• — Aukning skattheimtu væri
um of.
• — Ríkið ráðstafaði of stórum
hluta þjóðartekna.
• — Aukning fjármagnstil-
færslna og niðurgreiðslna.
• — Ríkisbáknið væri þanið út á
sama tíma sem fram-
kvæmdir á landsbyggðinni
væru skornar niður.
— Milljarðagjá væri milli
tekna og útgjalda, sem
líklega yrði brúuð með auk-
inni skattheimtu.
• — Fjárlagastefnan væri verð-
bólguhvati.
Þessi gagnrýni, sem við settum
fram sameiginlega á sl. ári, á enn
frekar við um fjárlagafrumvarp
það sem við nú ræðum, enda
gengur það í öllum atriðum lengra
í þá átt, sem við töldum aðfinnslu-
verða. Því miður fór reynslan af
vinstri stjórnar fjárlögunum fram
úr gagnrýni okkar. I kjölfar þeirra
kom nýtt verðbólgumet. Það
reyndist milljarðagjá milli eyðslu
og tekna. Þrátt fyrir stórauknar
álögur nægðu þær ekki í brú milli
stólpa eyðslu og tekna. Niðurstað-
an varð því stórtækur hallarekst-
ur. Þrátt fyrir þessa reynslu, sem
gerði meir en að staðfesta gagn-
rýni okkar á fjárlög fyrra árs, skal
halda lengra út í svaðið, ef dæma
má af frumvarpi Ragnars Arn-
alds.
Skattahækkanir
Um skattahækkanir frá haust-
inu 1978 sagði Lárus:
I fyrsta lagi eru hækkaðir eign-
arskattar, og hækkaðir tekju-
skattar 6.3 milljarðar kr., en eins
og menn muna voru þessir skattar
hækkaðir haustið 1978 og hafa
haldist síðan og þetta er byggt á
upplýsingum, sem ég hef fengið
frá Þjóðhagsstofnun um það hvað
þessir skattstofnar gefi meira
núna vegna þessarar stefnu. Það
eru 6.3 milljarðar. Hækkun sölu-
skatts um tvö prósentustig, er
gefa 10.3 milljarða. Hækkun vöru-
gjalds, sem var hækkað með
mörgum ákvörðunum, sú hækkun
gefur 7.7 milljarða. Gjald á ferða-
lög til útlanda 1700 millj. kr.
Nýbyggingargjald 250 millj. kr.,
skattur á verslunarhúsnæði 1700
millj. kr., aðlögunargjald 1840
millj. kr., verðjöfnunargjald á
raforku 1220 millj. kr. og hækkun
skatta á bensín umfram verð-
lagshækknair 10.1 milljarð kr., en
skattur á bensín vorið 1978 9
milljarðar en eru samkv. tekju-
áætlun þessa frv. 29 milljarðar kr.
og það sem sagt umfram verð-
lagshækkanir gefur 10.1 milljarð í
ríkissjóð. Orkuskattur áætlaður
samkv. frv. 4—5 milljarðar og
markaðar tekjur, sem eru teknar í
ríkissjóð samkv. frv. 4.7 milljarð-
ar. Samtals eru þetta 50 milljarð-
ar kr. og frá dregst síðan niður-
felling söluskatts af matvælum og
tollalækkanir og þá kemur út
talan 36—37 milljarðar kr.
Athyglisvert er, að núv. hæstv.
ríkisstj. ber ábyrgð á verulegum
hluta þessarar skattahækkunar.
Hún ætlar að viðhalda hækkun
söluskatts um tvö prósentustig og
vörugjaldshækkuninni allt árið
1980. Þessir skattar lögðust ein-
ungis í nokkra mánuði 1979. Af
þeim sökum lögðust einungis 2.7
milljarðar í skáttbyrði á almenn-
ing í fyrra vegna þessarar skatta-
hækkunar, ep á þessu ári greiðum
við skattborgarar ríkissjóð 18
milljarða kr. vegna þessarar
hækkunar. Orkuskatturinn kemur
þar til viðbótar, 5 milljarðar og
útsvarshækkun um 10%, ef að
líkum lætur. Núv. hæstv, ríkisstj.
verður búin að gera fyrrv. vinstri
stjórn að hreinum englabörnum í
skattamálum áður en þetta ár er
liðið ef þetta gengur allt fram.
Framkvæmdir og
fjárfestingarsjóðir
Síðan ræddi Lárus skerðingu
flestra framkvæmdaþátta fjár-
laga, einkum að því er lýtur að
landsbyggðinni. Að auki væri um
stórfelldan niðurskurð að ræða til
fjárfestingarlánasjóða. Hvort
tveggja til að standa undir út-
þenslu ríkisútgjalda á öðrum svið-
um.
Niðurskurður vinstri stjórnar á
fjárfestingarsjóðum 1979 var 5%.
Nú eru sumir þessara sjóða skorn-
ir niður allt upp í 30—40%. Ég
skal ekki þreyta ykkur á löngum
talnalestri. En ég minni á sjóði
eins og Fiskveiðasjóð, Aflatrygg-
ingarsjóð, Stofnlánadeild land-
búnaðar, Byggingasjóð verka-
manna, Lánasjóð sveitarfélaga,
Bjargráðasjóð, Byggðasjóð og
fjölda annarra sem þessi stefna
bitnar á.
Þó er sú staðreynd einna alvar-
legust að frumvarpið er óraun-
hæft í viðnámi gegn verðbólgu.
Með því að lækka áætlaðar af-
borganir til Seðlabanka um 5
milljarða króna frá frumvarpi
Tómasar Árnasonar, er teflt á
tæpara vað um raunverulegan
greiðslujöfnuð ríkissjóðs. Skulda-
hallinn í Seðlabanka er orðinn
hátt í 30 milljarðar króna en
áætlaðar afborganir aðeins 3,5
milljarðar.
Lárus sagði að lokum að sú
eyðsluaukning, sem fjárlagafrum-
varpið fæli í sér, væri gerð á
kostnað almennings í landinu — í
formi skattahækkana og lífskjara-
skerðingar; kostnað atvinnuupp-
bygginar með niðurskurði á fram-
lögum til sjóða atvinnuveganna; á
kostnað lífsnauðsynlegra fram-
kvæmda um allt land í höfnum,
skólum, sjúkrahúsum, vegagerð
o.s.frv.
Þessi fjárlagastefna er andstæð
grundvallarhugsjón sjálfstæðis-
stefnunnar um að stilla skatt-
heimtu í hóf og setja ríkisumsvif-
um skynsamleg takmörk — og
nýta fjárlög sem stjórntæki í
viðnámi gegn verðbólgu.
Steinþór Gestsson alþingismaður:
V atnagangur veldur
stórskaða á gróðurlendi
Heildstæð varnaráætlun gegn landbroti
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 1974 var samþykkt gróður-
verndaráætlun. í framhaldi af þeirri áætiun voru sett lög um heftingu
landbrots af völdum vatnagangs. Steinþór Gestsson hefur nýlega lagt
fram á Alþingi tillögu sem felur i sér að matsnefndir, sem starfa i
hverjum landshluta. geri úttekt,, hver í sínu kjördæmi, á hættu á
landspjöllum af völdum vatna. Á grundvelli þeirra kannana verði
síðan gerð heildaráætlun. framkvæmda- og kostnaðaráætlun, um
varnaraðgerðir og röðun varnarverkefna.
Landbrot stór
í sniðum
Steinþór Gestsson (S) sagði í
framsögu á Alþingi eðlilegt og
sjálfsagt að láta varnaraðgerðir
til að hefta landbrot haldast í
hendur við aðgerðir til að verjast
uppblæstri og til að endurheimta
gróðurlönd, sem hafi eyðst af
veðrum, þ.é. að græða upp örfoka
land. Landbrot eru miklu stærri í
sniðum, sagði Steinþór, en svo að
varnir hafi reynzt nægilegar, þó
til nokkurs gagns hafi orðið.
Viðkomandi nefndir hafa hvorki
haft næga hvatningu né aðstöðu
til aö sinna hlutverkum sínum.
Lögin gera heldur ekki fortaks-
laust ráð fyrir heildarumsjón né
eftirliti með störfum nefndanna,
þó að Vegagerð ríkisins annist
verkfræðilegan undirbúning þegar
um meiriháttar framkvæmdir er
að ræða. Og þess er kannski ekki
að vænta að mönnum sé fullljóst,
að hér er um stórvirki að ræða.
Stórir skaðar
í flestum tilfellum er landbrot
hægfara, þar sem aðeins fellur í
vatn hálfs eða eins metra breið
spilda árlega, en verður þó stór
landeyðing meðfram ám, sem falla
langan veg um gróið land. Annað
veifið verða stærri skaðar, einkum
eftir að mikil ísalög og stórar
íshrannir, þegar vetrar- og vorflóð
mala niður bakkana, þar sem
klakahrönnin gerist mikilvirk
kvörn.
Steinþór vitnaði til erindaflokks
Sigurjóns Rist, „Árnar okkar“,
sem hefur að geyma mikinn fróð-
leik þetta mál varðandi. Nefndi
hann Jökulsá á Dal sem dæmi um
afkastamikla á í jarðvegsflutn-
ingi, einnig Jökulsá á Fjöllum,
sem talin er flytja 5 milljónir
tonna af aur á ári. Þjórsá er
svipuð að afköstum. Hún rennur
síðustu 80 km um gróin byggðar-
lög og veldur þar skaða, oft í
stórum stíl, enda er hún það fljót
landsins, sem ber í sig mestar
íshrannir sem gjarnan geta orðið
allt að 18 m þykkar mestu ísárin.
Hjá Þrándarholti hefur Þjórsá
unnið svo stór spjöll, sagði Stein-
þór, að menn óttuðust að hún
kynni að brjóta sér leið vestur yfir
Gnúpverjahrepp og Skeið og sam-
einast Hvítá sunnan Vörðufells.
Með stórátaki, byggingu varnar-
garða, hefur tekizt að bægja
hættunni frá. I Skeiðahreppi hef-
ur Þjórsá gengið á gróðurlönd
fleiri bæja. Nokkurt fé hefur verið
lagt til varnargarða en hvergi
fullnægjandi, enda verður verkið
varla unnið til fullra nota nema
tekið sé stærra undir og litið til
heildarvandans á stærra svæði
allar götur suður að Þjótanda.
Nefndi Steinþór ýmis dæmi um
bæi á þessu svæði, fyrr og síðar,
sem orðið hefðu fyrir ágangi
Þjórsár.
Dæmi sem
taka þarf eftir
Loks sagði Steinþór orðrétt:
Til skýringar máli mínu hef ég
tekið mið af því stórfljóti lands-
ins, sem ég þekki best og bent á þá
hættu, sem af eyðingarmætti þess
getur leitt ef ekki er með skipuleg-
um hætti snúist til varnar. Að
sjálfsögðu er þvílíkt víða um land,
hver sá sem ferðast hér um
breiðar byggðir verður þessa var.
Slíkt leynir sér ekki á fjölmörgum
stöðum. Ég get minnt á margar ár
í því efni t.d. Markarfljót, Hafursá
og Klifanda, Kúðafljót, Kolgrímu,
Hornarfjarðarfljót, Héraðsvötn
og fleiri og fleiri. Hér hef ég
aðeins nefnt nokkur dæmi, en það
má ekki heldur láta sér sjást yfir
staði, sem vissulega líta út fyrir að
vera ekki í hættu, en lítill lækur
eða meinleysisleg á veldur þó
búsifjum og brýtur niður frjóar
lendur ef betur er að gáð.
Ég get ekki stillt mig um að
benda á eitt dæmi, sem ég hef,
sem sannar slíka fullyrðingu
mína. Þegar farið er úr Landbrot-
inu niður í Meðalland liggur leiðin
yfir Eldvatnið hjá Syðri-Fljótum.
Fljótið streymir undir brúna tært
og lygnt. Engum dettur í hug, að
svo sakleysisleg á, þótt allvatns-
mikil sé, orsaki landbrot. Þó er
það svo. Eldvatnið ber undir sig
sand og því hærra sem það
stendur, því ákafar nauðar það á
sendnum bökkum með þeim af-
leiðingum, að leitt hefur til stór-
fellds landbrots að því er kunnugir
tjá mér. Af þessu má sjá, að brýna
nauðsyn ber til, að hafa vakandi
auga á því, að lönd spillist ekki af
vatnagangi.
Tilgangur
tillögunnar
Þessi till. er flutt til þess, að
herða á því, að skipulega verði
unnið að þeim varnaraðgerðum,
sem lög gera ráð fyrir að hið
opinbera hafi afskipti af. Tillögu-
flutninginn má ekki skoða sem
gagnrýni á störf matsnefndanna.
Þau verk sem þær hafa fjallað um
hafa að því er ég ætla komið að
þeim notum, sem gert var ráð
fyrir og þær hafa gert athuganir
og áætlanir um aðgerðir, þar sem
þess hefur verið óskað.
Hér er beinlínis lagt til, að
stjórnvöld leggi fyrir matsnefnd-
irnar að kanna það og meta,
hversu víða sé hætta á landspjöll-
um af vatnagangi, en þær fjalli
ekki aðeins um þau mál eftir
beiðni landeigenda.
I öðru lagi miðar till. að því, að
landbrn. láti bera saman álits-
gerðir matsnefndanna og sam-
ræma þær með það fyrir augum,
að fjárveitingar til þessa verkefnis
verði metnar í heild, heildarfjár-
þörf liggi sem ljósast fyrir hjá
fjvn. og samhliða því verði af
ráðuneytisins hálfu leitast við að
raða framkvæmdum eftir vægi
þeirra.
Það er trú okkar flutnings-
manna, að vinnuaðferðir sem
beint væri í þennan farveg myndu
fljótlega skila árangri þannig, að
heildarátakið yrði í samræmi við
heildarvandann og að fyrst yrði
gengið til verka þar sem bráðustu
verkefnin biðu og mestur vinning-
ur yrði af framlagi þess opinbera.