Morgunblaðið - 26.03.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
15
Átti að
ráða
Pinochet
af
dögum?
Manila, 25. marz, AP.
STJÓRNVÖLD á Filips-
eyjum tilkynntu í dag, að
þau hefðu aflýst opin-
berri heimsókn Pinoch-
ets Chileforseta til Man-
ila, þar sem þau hefðu
komist á snoðir um að
útlendir hryðjuverka-
menn hefðu komið til
eyjanna í þeim tilgangi
að ráða af dögum forset-
ann og helztu fylgdar-
menn hans.
Tilkynningin var gefin
út eftir að Pinochet sagði
í Santiago, að hann væri
móðgaður vegna fram-
komu Filipseyinga og að
tengsl landanna yrðu
skert.
Brezka timaritið NOW birti þessa teiknuðu mynd aí Magnúsi
Magnýssyni i sjónvarpskynningu, þar sem getið er um Vikinga-
þættina sem Magnús hefur gert fyrir brezka sjónvarpið, BBC, og
teknir voru nýverið til sýninga þar í landi. Flokkar timaritið
sjónvarpsefni i fjóra flokka, þar sem gefnar eru ráðleggingar um
gildi efnisins, og eru þættirnir um vikingana settir i þriðja flokk,
sem segir að þeir séu þess verðugir að fylgst sé með þeim.
Solzhenitsyn um fangelsun presta:
„Allsherjarsókn“
gegn trúarbrögðum
New York, 25. marz. AP.
SOVÉZKI rithofundurinn Alexand-
er Solzhenitsyn sagði i dag að
fangelsun tveggja presta rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar fyrir
skömmu væri liður í „allsherjar-
sókn“ sovézkra yfirvalda gegn
trúarbrögðum.
Hann sagði að þeir hefðu verið
bornir ýmsum röngum sökum, svo
sem kynvillu og að hafa efnt til
drykkju- og svallveizlna í vistarver-
um sínum.
London. 25. mars. AP.
BREZKIR iögreglumenn hafa fund-
ið tvær bifreiðar sem sýnt þykir að
ræningjarnir, sem rændu í gær
silfri að andvirði fjögurra milljarða
kr., hafi notað við iðju sina.
Að öðru leyti hafa þeir ekki fengið
neinar grunsemdir um hvar silfrið,
Solzhenitsyn sagði að prestarnir,
Dmitri Dudko, sem er 58 ára og Gleb
Yakunin, sem er 46 ára, hefðu staðið
fyrir óformlegum vikulegum rabb-
fundum um trúmál í litlu þorpi fyrir
utan Moskvu. Hefðu þeir gefið út rit
um trúmál, sem komið hefði út á
Vesturlöndum undir nafninu „Vonin
okkar". Dudko hefði verið fangels-
aður 15. janúar og Yakunin 1.
nóvember. Væru þeir taldir vera í
haldi í Lefortovo-fangelsinu í
Moskvu.
alls tíu smálestir, sé niðurkomið.
Beinist rannsóknin að því að finna
þann sem skýrt hefur glæpamönn-
unum frá silfurflutningunum. Ránið,
sem sjö menn framkvæmdu, þykir
hafa verið vel skipulagt, þar sem
aðgerðirnar tóku innan við eina
mínútu.
Veður
Akureyri 0 hálfskýjaö
Amsterdam 12 skýjað
Aþena 20 heiðskírt
Barcelona 17 hálfskýjað
Berlín 5 skýjaö
BrUssel 8 skýjað
Chicago 2 skýjað
Dublin 10 heiöskírt
Feneyjar 11 þokumóöa
Frankfurt 9 heiðskírt
Genf 10 skýjað
Helsinki 0 heiðskírt
Jerúsalem 24 léttskýjað
Jóhannesarborg 22 rigning
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Las Palmas 19 skýjað
Lissabon 16 heiöskírt
London 11 heiðskírt
Los Angeles 19 heiðskírt
Madríd 15 skýjað
Malaga 17 skýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Miami 25 heiðskírt
Moskva 0 heiöskírt
New York 12 skýjað
Ósló 0 heiðskírt
Parfs 15 heiðskírt
Reykjavík 1 skýjað
Rio De Janeiro 37 heiðskírt
Rómaborg 8 skýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Tel Aviv 26 lóttskýjað
Tókýó 11 heiðskírt
Vancouver 10 heiöskírt
Vínarborg 4 skýjað
Fundnir bílar
silfurræningja
Þetta geróist 26. marz
1979 — Fyrsti samningur um
frið í Miðausturlöndum á síðari
tímum undirritaður í Washing-
ton.
1978 — Belgíska iðnrekandan-
um Empain barón sleppt heilum
á húfi nálægt París, tveimur
mánuðum eftir rán hans.
1977 — Banni við tónlist Beet-
hovens aflétt í Kína.
1976 — Nýr herstöðvarsamning-
ur Bandaríkjamanna og Tyrkja.
1972 — Nýr varnarsamningur
Bretlands og Möltu.
1971 — Awami bandalagið
bannað og Pakistan rambar á
barmi borgarastyrjaldar.
1962 — Hvíslherferð í Kína
gegn Krúsjeff og öðrum leiðtog-
um Rússa.
1953 — Jonas Salk segir frá
bóluefni sínu gegn lömunarveiki.
1933 — Ný stjórnarskrá í Port-
úgal.
1918 — Foch marskálkur yfir-
maður herja Bandamanna.
1917 — Fyrri Gaza-orustan.
1913 — Búlgarar taka Adrían-
ópel af Tyrkjum.
1895 — Japanir taka Fiski-
mannaeyjar á Formósusundi.
1871 — Parísarkommúnan
formlega stofnuð.
1854 — Karl III, hertogi af
Parma, myrtur.
1793 — Austurríki segir Frakk-
landi stríð á hendur — Uppreisn
franskra konungssinna í La
Vendee.
Afmæli. Robert Frost, banda-
rískt skáld (1854-1965) - Will-
iam C. Westmoreland, banda-
rískur hershöfðingi (1914— —)
— Tennessee Williams, banda-
rískur leikritahöfundur (1914 —
—) — A.E. Housman, enskt
skáld (1859-1936).
Andlát. 1827 Ludwig van Beet-
hoven, tónskáld — 1892 Walt
Whitman, skáld — 1902 Cecil
Rhodes, stjórnmálaleiðtogi —
1923 Sara Bernhardt, leikkona
— 1945 David Lloyd—George,
stjórnmálaleiðtogi — 1957
Edouard Herriot, stjórnmála-
leiðtogi — 1973 Noel Coward,
leikritaskáld.
Innlent. 1130 d. Sigurður kon-
ungur Jórsalafari — 1860
„íslendingur" hefur göngu sína
— 1960 Mesti afladagur í sögu
Vestmannaeyja — 1968 Eld-
flaugar úr þotu sem fórst leitað
— 1973 Fimm fórust með TF-
Vor Björns Pálssonar nálægt
Langjökli — 1973 Húsmæður
mótmæla hækkunum — 1975
Samkomulag í vinnudeilum.
Orð dagsins. Ást er eins og
mislingar — miklu verri þegar
hún grípur um sig seint á ævinni
— Douglas Jerrold, enskur rit-
höfundur (1803-1857).
Fréttir í stuttu máli
Snjókoma á
Bretlandi
London. 25. marz. AP.
Ofanhríð var um gjövallar Bret-
landseyjar í gær, fimmta daginn í
röð, og . hefur þetta vetrarríki
einkum gert mönnum erfitt fyrir í
norðurhluta Englands og í Skot-
landi. Vegir eru þar margir teppt-
ir og fólk hefur orðið að yfirgefa
bifreiðar sínar á vegum úti þar
sem þær hefur fennt í kaf.
Afram verkfall
í stálinu
London, 25. marz. AP.
Talsmenn stálverkamanna, sem
nú hafa verið 12 vikur í verkfalli,
sögðu í dag að lausn deilunnar
væri ekki í augsýn og ljóst að
hún mundi dragast á langinn,
þar sem atvinnumálaráðherr-
ann, James Prior, hefði í dag
hafnað beiðni um opfnbera íhlut-
un í deilunni.
Verkfalli á
Kastrup aflétt
Kaupmannahöfn. 25. marz. AP.
Hlaðmenn á Kastrupflugvelli af-
léttu í gær verkfalli, sem staðið
hafði í fjóra daga og valdið
verulegum truflunum á flugsam-
göngum. Afléttu hlaðmennirnir
verkfallinu þegar verkalýðsfélag
þeirra lýsti aðgerðirnar ólögleg-
ar.
Sterkur skjálfti
í Alaska
Palmer, 25. marz. AP.
Jarðskjálfti að styrkleika 6,6
stig á Richterkvarða skók Ale-
útaeyjar í Alaska í gærkvöldi, en
fregnir herma að skjálftinn hafi
ekki valdið umtalsverðu tjóni.
Upptök skjálftans voru um 900
mílur suð-vestur af Anchorage.
Sterling Moss
keppir á ný
Mallory Park. 25.marz. AP.
Kappaksturshetjan Sterling
Moss, sem var nærri dauða en
lífi eftir óhapp á kappaksturs-
brautinni fyrir 19 árum, tók á ný
þátt í kappakstri í gær. Ekki
byrjaði vel hjá kappanum fræga,
því hann varð að hætta keppni
vegna vélarbilunar. Moss sigraði
í 19 Grand prix aksturskeppnum
á sjötta áratugnum.
Jafntefli
Velden, Bad LaoterberK. 25. marz. AP.
Jafntefli varð í sjöundu og átt-
undu skák áskorendaeinvígis
þeirra Petrosian og Korchnois,
en skákirnar voru tefldar um
helgina. Um tíma leit út fyrir að
Petrosian væri að vinna sjöundu
skákina, en Korchnoi náði að
jafna stöðuna og þáði jafnteflis-
boð Petrosians í 38. leik. Korc-
hnoi þáði einnig jafnteflisboð
Petrosians í áttundu skákinni á
sunnudag, en þá höfðu þeir leikið
20 leiki, og hafði Petrosian
hvítt.Korchnoi varð 49 ára gam-
all á sunnudag.
í öðru áskorendaeinvígi gerðu
stórmeistararnir Robert Híibner
frá V-Þýzkalandi og Andras
Adorjan frá Ungverjalandi jafn-
tefli eftir að þeir höfðu setið að
tafli í 70 mínútur og leikið 13
leiki. Staðan í einvígi þeirra er
sú að Hiibner hefur 2,5 vinninga
en Adorjan 1,5.
Kínverjar
ekki á Ól?
Kínverskur íþróttafrömuður
skýrði frá því í dag að stjórnvöld
í Peking hefðu farið þess á leit
við ólympíunefnd Kína, að engir
kínverskir íþróttamenn yrðu
sendir á Olympíuleikana í
Moskvu í sumar, ef Sovétmenn
hyrfu ekki skilyrðislaust með
’-erafla sinn frá Áfganistan.
Verkfall
Helsinki, 25. marz. AP.
ÁHAFNIR finnsku ísbrjótanna
tíu fóru íverkfail í dag, þar sem
ekki hefur orðið við launakröf-
um þeirra.
Tal frestar
Moskvu, 25. marz, AP.
MIKHAIL Tal bað í dagum að
annarri skákinni í áskorenda-
einvígi hans og Polugaevskys
yrði fresta, en fyrsta skákin fór í
bið eftir 41 leik og verður hún til
lykta leidd á morgun, miðviku-
dag.
Gengishœkkun
Helsinki, 25. marz, AP.
SEÐLABANKI Finnlands til-
kynnti í dag tveggja prósenta
gengishækkun finnska marks-
ins.
Sökktu
njósnabáti
Seoul, 25. marz, AP.
SKIP úr sjóher og flugvélar úr
flugher S-Kóreu sökktu í dag
„hraðskreiðum, vopnuðum
njósnabáti" frá Norður-Kóreu
eftir sjóorrustu undan Pohang á
suðausturströnd Kóreu í dag.
Dœmdur fgrir
Rússanjósnir
Singapore, 25. marz, AP.
FYRRUM dulmálssérfræðingur
sendiráðs Singapore í Moskvu
var í dag dæmdurí 10 ára
fangelsi fyrir að hafa afhent
starfsmanni sovézku leyniþjón-
ustunnar, KGB, leynilegar upp-
lýsingar á tímabilinu frá því í
maí í fyrra og þar til í febrúar sl.
íhaldi í
A-Berlín
París, 25. marz, AP.
AUSTUR-Þjóðverja, sem er
háttsettur starfsmaður Barna-
hjálpar Sameinuðu" þjóðanna,
Unesco, er haldið í stofufangelsi
í Austur-Berlín og hefur honum
verið meinað að hverfa til sinna
starfa í aðalstöðvum Unesco í
París. Hermt er að hann hafi
verið neyddur til að fara til
A-Berlínar er hann var í emb-
ættiserindum í V-Berlin. Kona
hans og dóttir eru nú i felum í
París, þar sem austur-þýzkir
embættismenn þar hafa gert sig
heimakomna í íbúð fjölskyld-
unnar þar.
Lœkka
olíuverö
New York, 25. marz, AP.
VENEZÚELA hefur ákveðið að
lækka verð á hráolíufati um tvo
dollara, og er það í fyrsta skipti
að aðildarríki Opec tilkynnir
verðlækkun á ólíu frá því bylt-
ingin í íran var gerð, en í kjölfar
hennar varð mikil verðhækkun á
olíu. Lækkunin er sögð vera
vegna markaðsástandsins.