Morgunblaðið - 26.03.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Ranglæti í
skattheimtu
Naumast er talað um annað meir þessa dagana en þá miklu og
ranglátu skattheimtu, sem ríkisstjórnin gengur nú svo röggsam-
lega fram í að leggja á þjóðina. Raunar má segja, að varla líði svo dagur,
að nýjar skattahækkanir séu ekki boðaðar. Fyrir helgi snerist allt um
12. útsvarsprósentið, að koma því í gegnum neðri deild, á mánudaginn
voru nýju tekju- og eignarskattsstigarnir lagðir fram og í gær var lagt
fram frumvarp um 60% hækkun á flugvallargjaldi. Nýjar bensínhækk-
anir eru í deiglunni með tilsvarandi hækkunum opinberra gjalda. Á
sama tíma kveður við þann undarlega tón hjá ráðherrunum gagnvart
öllum öðrum, að þeirra hlutur verði að liggja eftir: Atvinnuvegirnir eiga
að láta sér nægja minna og almenningur verður að láta sér nægja
minna. Á meðan tekur ríkissjóður að sama skapi meira til sín og vel það.
Eins og fram hefur komið minnkuðu þjóðartekjur á sl. ári og sama
þróunin heldur áfram á þessu. Frá ársbyrjun 1979 til ársloka hækkaði
almennt verðlag um 61% en launatekjur um 51% eða svo. Þetta gefur í
grófum dráttum mynd af þeirri kjaraskerðingu, sem orðin er síðan í
fyrra og áfram sigur á ógæfuhliðina. Við þvílíkar kringumstæður mætti
ætla, að ríkisstjórnin legði sig fram um að halda skattaálögunum a.m.k.
innan sama ramma og í fyrra, en það er síður en svo. Fjárlagaafgreiðsl-
an sýnir, að eyðslustefnan er alls ráðandi og að þrátt fyrir verulegar
skattahækkanir minnka framlög rikisins til verklegra framkvæmda.
Það kostaði mikla baráttu fyrir frjálshyggjumenn að koma beinu
sköttunum niður. í því sambandi var einkum bent á, að skattskráin er í
engu samræmi við líferni fólks og felur raunar í sér, að stighækkandi
tekjuskattar eru fyrst og fremst launþegaskattar, sem leggjast þyngst á
þá, sem vinna mest. Af þessum sökum draga þeir úr sjálfsbjargarvið-
leitni og verðmætasköpun. Miklu heilbrigðara er að skattleggja
eyðsluna. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka 50% tekjuskattsþrep
upp að nýju, þannig að heildarálögurnar fari upp í 64%. Þá eru 36
krónur eftir af hverjum 100 hjá þeim, sem aflaði teknanna. Ekki sýnir
þetta rausn eða sanngirni hjá stjórnvöldum enda hlýtur það
óhjákvæmilega að leiða til aukinna skattsvika, þar sem menn þykjast
illa haldnir í svikamyllu mikillar vinnu og svimandi skatta. Allra verst
er þó, að þetta bitnar harðast á þeim, sem sízt skyldi, ungu fólki, sem
leggur dag við nótt til þess að koma undir sig fótunum. Þetta fólk fær
sannarlega að kenna á nýju tekjuskatts- og útsvarsstigunum síðari
hluta þessa árs, þegar ráðstöfunartekjurnar verða orðnar enn minni en
nú vegna verðlags- og launaþróunarinnar í iandinu.
Sannleikurinn er að sjálfsögðu sá, að fólk getur ekki unað þessari
skattpíningu áfram. Hún var mikil í fyrra, og hún verður enn meiri í ár.
50% skattþrepið er kornið sem fyllir mælinn. Nóg var samt. Ekki sízt,
þegar hliðsjón er af því höfð, að það skiptir sáralitlu máli fyrir ríkissjóð,
en öllu frá mannlegu sjónarmiði og sanngirnis.
Bensínið drýp-
ur í ríkissjóð
Enn ein bensínhækkunin er yfirvofandi. Hún hefur verið samþykkt
í verðlagsráði, en bíður afgreiðslu í ríkisstjórninni og felur í sér, að
lítrinn muni hækka úr 370 kr. í 423 kr. Af því rennur mikill meiri hluti
eða nær 70% af hækkuninni beint í ríkissjóð í formi margvíslegra skatta
og eykur tekjur ríkissjóðs um 3,5 milljarða á þessu ári, eins og fram kom
í ræðu Birgis Isleifs Gunnarssonar alþingismanns í umræðunni utan
dagskrár á Alþingi í gær.
Þessi hækkun er enn eitt dæmið um það, hvernig ríkisstjórnin grípur
hvaða tækifæri sem til er til þess að draga meira fé í ríkissjóð en ella.
Hinar gífurlegu hækkanir á olíuvörum, sem yfir hafa dunið á síðustu
misserum, gefa vissulega ekki tilefni til þess, að skattheimta ríkissjóðs
verði hlutfallslega jafn mikil og áður. Það hlýtur að auka á margvíslegt
misræmi og ranglæti í þjóðfélaginu, þar sem einkabílar eru farnir að
teljast til munaðar, eins og nú horfir. Það er lýsandi um ástandið, að
árið 1971 runnu 50% af bensínverði í vegasjóð en aðeins rúm 20% nú
eins og fram kom í ræðu Sverris Hermannssonar í gær. Það var svo ekki
nema eftir öðru að fjármálaráðherra skyldi nota þetta tækifæri, þegar
bensínhækkanirnar voru ræddar á alþingi, til þess að lýsa því yfir, að
dregið yrði úr framkvæmdamætti vegaáætlunar miðað við það sem áður
hafði verið ákveðið. Ekkert sýnir ljósar en þetta, hvers konar
ginnungagap ríkissjóður er orðinn og hversu fjármál hins opinbera eru
komin í illt efni.
Breytingar á lögreglusamþykktinni:
Starfsemi knattborðs- og
leiktækjastofa háð leyfum
STARFSEMI knattborðs- og
leiktækjastofa verður háð leyfi
lögreglustjóra, að fengnu sam-
þykki borgarstórnar, svo sem
nú er varðandi útgáfu vínveit-
ingaleyfa og fleiri leyfa. Borg-
arstjórn samþykkti tillögu að
þessum breytingum á fundi
sinum á fimmtudagskvöld.
Tillagan er árangur nefndar
sem komið var á laggirnar að
tilhlutan borgarráðs, en í
nefndinni áttu sæti, auk full-
trúa borgarinnar, fulltrúi lög-
reglustjóra og fulltrúi frá
dómsmálaráðuneytinu.
Upphaf þessara breytinga er
það að íbúar í nágrenni við
tiltekna staði þar sem rekin eru
leiktæki og spilakassar, hafa
ítrekað kvartað vegna ónæðis
af völdum starfseminnar. Auk
BORGARSTJÓRN ákvað á fundi
sínum nýlega að semja við Húsa-
smiðjuna h.f. um kaup á timbur-
húsi með tveimur kennslustofum
sem settar verða niður á lóð
Breiðholtsskóla. Þá verður einn-
ig færanlegri kennslustofu komið
fyrir við skólann. Þetta er gert
til þess að 9. bekkur í Breiðholti I
geti stundað nám í Breiðholts-
skóla næsta vetur.
Á síðasta ári sóttu nemendur 9.
bekkjar í Breiðholti I tíma í
Hólabrekkuskóla en í ár verður
ekki rúm fyrir þá nemendur í
skólanum. Lítilsháttar ágreining-
ur varð í borgarstjórn um þetta
mál og lýsti Albert Guðmundsson
þeirri skoðun sinni að sú upphæð
sem áætluð er til framkvæmdanna
sé ekki nægilega sundurliðuð.
Taldi hann ekki rétt að bera fram
tillögu um 40.000.000.- kr. framlag
til framkvæmdanna og taka þar
með inn í væntanlegar byggingar-
framkvæmdir hugsanleg kaup á
lausamunum, án undangengins út-
boðs eða frekari áætlana um
leyfisskyldunnar var samþykkt
að afgreiðslutími þessara staða
yrði takmarkaður við tímann
frá kl. 09.00 til kl. 23.30, þannig
að lokunartíminn er sá sami og
nú gildir varðandi kvöldsölur.
Breytingar þær sem hér um
ræðir eru þær að fellt er niður
upphafsákvæði 2. mgr. 79. gr.
lögreglusamþykktar Reykja-
víkur, en í staðinn kemur:
„Ákvæði 1. mgr. þessarar
greinar svo og 77. og 78. gr.
taka til knattborðsstofa eftir
því sem við á.“
Við 81. gr. kemur ný máls-
grein, 2. málsgrein, svohljóð-
andi: „Knattborðs- og leik-
tækjastofur, þar sem rekstur
knattborða, spilakassa og leik-
tækja er meginhluti starfsem-
innar, má ekki starfrækja
innbúsþarfir hússins. Að öðru
leyti lýsti Albert sig samþykkan
húsakaupum þessum.
Vernduðum vinnustöðum hefur
ekki f jölgað i borginni síðastliðin
fjögur ár, þrátt fyrir samþykkt
borgarstjórnar þar að lútandi, en
samþykkt sú er frá árinu 1976.
Þetta kom fram í svari Egils
Skúla Ingibergssonar borgar-
stjóra við fyrirspurn frá Birgi
ísl. Gunnarssyni, en Birgir
spurði hvað liði framkvæmd til-
lögunnar.
nema með leyfi lögreglustjóra,
að fenginni umsögn borgar-
stjórnar. Borgarstjórn ákveður
gjald fyrir leyfið, sem veitt skal
til fjögurra ára. Knattborðs- og
leiktækjastofur mega vera opn-
ar frá kl. 09.00 til kl. 23.30.
Ákvæði 77. og 78. gr. taka til
þeirra eftir því sem við á.“
Samkeppni
um veggspjald
Morgunblaðinu hefur borist
fréttatilkynning frá Samtökum
herstöðvaandstæðinga, þar sem
segir frá samkeppni um vegg-
spjald, sem ætlað er að túlka á
myndrænan hátt þann atburð er
brezkur her sté á land á Islandi,
en 10. maí eru 40 ár liðin frá því
aö það átti sér stað.
Veitt verða þrenn verðlaun, 1.
verðlaun nema 300.000 krónum og
2. og 3. verðlaun verða 100.000
krónur hvor.í dómnefnd sam-
keppninnar verða Kjartan Guð-
jónsson listmálari, Árni Berg-
mann ritstjóri og Hjálmtýr Heið-
dal teiknari. Skilafrestur er til 5.
maí og verða niðurstöður dóm-
nefndar kunngjörðar 10. maí.
Borgarstjóri sagði í svari sínu
að ljóst væri að mjög mikil
nauðsyn væri á slíkum vinnu-
stöðum fyrir vissan hóp öryrkja.
Borgarstjóri nefndi ýmsar hug-
myndir sem til umræðu væru og
ætlaðar til úrbóta á þessum mál-
um. Hins vegar undirstrikaði
borgarstjóri að rekstur verndaðra
Vinnustaða kostaði mikið fé og
væri það á valdi borgarstjórnar að
taka ákvörðun um slíkt.
Kennslustofum f jölgað
við Breiðholtsskóla
Verndaðir vinnustaðir:
Ekki fjölgað
í fjögur ár
Vagnakaup SVR:
Tveir vagnar fy
— síðan 1 á 45 <
STJÓRN Strætisvagna
Reykjavíkur samþykkti á
fundi sínum í fyrrakvöld að
gengið yrði til samninga við
Volvo og Nýju bílasmiðjuna
um kaup á 20 strætisvögnum
er væru afhentir á næstu
misserum, eins og fram hefur
komið í fréttum Mbl.
Eins og
kunnugt er af fréttum hafa
margir fundir stjórnar SVR
að undanförnu snúizt um
þessi kaup og hefur verið
mikið fjallað um ungverskt
tilboð frá Ikarus-verksmiðj-
unum, en þær buðu nokkuð
lægra í vagna, en fram kom
nokkur munur á tilhoði
þeirra og útboðslýsingu. Mbl.
íeitaði í gær til nokkurra
aðila er mál þetta varðar og
innti álits á ákvörðun stjórn-
ar SVR.
— Ég er sammála formanni
stjórnar SVR, sem lét bóka að
taka yrði mun meiri tíma til
að skoða þessi mál, sagði
Ólafur Ólafsson framkvæmda-
stjóri Samafls, er hefur umboð
fyrir Ikarusvagnana. Sagði Ól-
afur að munurinn á útboðslýs-
ingunni og tilboði Ikarus hefði
verið hverfandi og einkum
varðað hjörulið á stýrisstöng.
Sagði hann Ungverjana hafa
sagt, að útboðslýsingin ætti
nánast við um Volvo og sagði
hann að tilboð Ungverjanna
væri hið eina er hefði fast
verð, hinir hefðu tiltekið
ákveðnar hækkanir á af-
greiðslutímanum. Sagði Ólaf-
ur Ikarus hafa boðið að greitt
yrði 15% við pöntun, 10% við
afhendingu vagnanna og 75%
yrði síðan lánuð til 5 ára með
8% vöxtum og væri það áreið-
anlega hagstæðustu greiðslu-
kjörin.