Morgunblaðið - 26.03.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
Stefnuræða forsætis-
ráðherra felld niður?
Stefnuræðu frestað með afbrigðum:
— Deilt um þingskaparákvæði
Forseti sameinaðs þings, Jón Helgason, fékk sam-
þykki Alþingis 18. desember sl. (42 samhljóða atkvæði)
til að fresta stefnuræðu forsætisráðherra, sem flytja ber
samkvæmt 58. grein þingskapa, unz ný ríkisstjórn yrði
mynduð. I upphafi fundar í sameinuðu þingi í gær
úrskurðaði forseti, að þar sem stjórnarmyndun hefði
dregist „fram á mitt þing taki við ákvæði þingskapa um
almennar útvarpsumræður, sem fram muni fara síðar á
þessu þingi, en ákvæði þingskapa um stefnuræðu eigi
ekki lengur við.“
Svipmynd írá Alþingi: Páll Pétursson (F), Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (S) og Olaíur G. Einarsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Landbúnaðarráðherra:
Samkomulag við bændur
Þingsins að kveða á
um frestun eða niður-
fellingu stefnuræðu
Geir Hallgrímsson (S) minnti á
ákvæði þingskapa um flutning
stefnuræðu forsætisráðherra ár
hvert. Sameinað þing hefði að
tillögu forseta frestað þessari
stefnuræðu í atkvæðagreiðslu
hinn 12. desember sl. Einsætt sé,
bæði með hliðsjón af meðhöndlun
málsins í desember og þingskap-
arákvæðum, að þingið sjálft hljóti
að kveða á um, ef stefnuræðu skuli
algerlega sleppt á þessu þingi, á
sama hátt og það kvað á um
frestun hennar. Afbrigði þurfti til
að sleppa ræðunni á sama hátt og
um frestun hennar.
Úrskurður forseta
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra sagði að ákvæði þing-
skapalaga fjölluðu um stefnuræðu
í upphafi þings, en ættu ekki
lengur við. Þessum skilningi
sínum hefði að vísu verið mótmælt
en nú hefði forseti skorið úr um
þetta efni, hvern veg skilja bæri
ákvæðin. — Þennan skilning hafa
þingmenn heyrt og vafalaust allir
skilið nema síðasti ræðumaður.
Urskurður forseta er staðfesting á
þeim skilningi, sem ég hafði áður
látið í ljósi.
ótvírætt
að þingsköpun
Vilmundur Gylfason (A) sagði
ótvírætt af þingsköpum að forsæt-
isráðherra bæri að flytja stefnu-
ræðu ár hvert, í upphafi þings eða
þegar ríkisstjórn hefði verið
mynduð. — Þetta er ótvírætt andi
þingskapalaga. Það kann að vera
eðlilegt að verða við tilmælum
þess efnis, að fella ræðuna niður
nú, sagði VG, en þar um þarf
meirihluti þings að gjöra sam-
þykkt — á sama hátt og þegar
frestun stefnuræðu var samþykkt
í desember. Ég tek því eindregið
undir sjónarmið Geirs Hall-
grímssonar í þessu efni.
Málfrelsi ráðherra
ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
gerði fyrirspurn um fyrirkomulag
útvarpsumræðna með hliðsjón af
ákvæðum 53. gr. þingskapalaga en
nú hagaði sérstaklega til um
skipting ræðutíma milli flokka
vegna : msetningar stjórnarinn-
ar.
Þessu svaraði forseti (JH) svo,
að ákvæði um stefnuræðu segðu
til um að fyrst talaði forsætisráð-
herra og síðan fulltrúar frá öðrum
flokkum en forsætisráðherra og í
síðari umferð fulltrúar flokkanna
með jafnan ræðutíma. Eins og nú
háttaði væri augljóst að ekki yrði
samkomulag um þetta efni.
Andi laganna
Friðrik Sophusson (S) sagði
Alþingi hafa frestað stefnuræðu
með samþykkt afbrigða frá þing-
sköpum. Hverjum manni væri
ljóst að á sama hátt þyrfti sam-
þýkkt þings að koma til ef horfið
væri frá flutningi ræðunnar. En
full ástæða væri til að stjórnin
gerð grein fyrir stefnu sinni í
ýmsum aðkallandi málum.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra sagði menn tala eins og
þeir hefu ekki lesið þingsköpin.
Ekki bæri að skilja þau svo að
nýjum forsætisráðherra bæri að
flytja stefnuræðu. Ákvæðin ættu
við um hverja ríkisstjórn í upp-
hafi þings innan 2ja vikna frá
þingsetningu. GTh. minnti á að
hann hefði lesið Alþingi stjórnar-
sáttmála hinn 11. febrúar sl.
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
sagðist sammála lögskýringu for-
sætisráðherra.
Afstaða
forseta fyrr og nú
Halldór Blöndal (S) las upp
ákvæði þingskapa: „Þá skal og
útvarpa innan 2ja vikna frá þing-
setningu stefnuræðu forsætisráð-
herra og umræðu um hana. En
eftirrit af ræðunni skal afhent
þingmönnum sem trúnaðarmál
eigi síðar en vikuna áður en hún er
flutt." Forseti þingsins fékk sam-
þykkt afbrigði um frestun á flutn-
ingi stefnuræðu 18. desember sl.,
„þar til síðar á þessu þingi er ný
stjórn hefur verið mynduð" eins
og segir í þingtíðindum. Þessi
afbrigði voru samþykkt með 42
atkvæðum. Rökrétt framhald af
þessu væri að sami háttur væri
hafður á nú, er forsætisráðherra
víkst undan stefnuræðunni. Fróð-
legt væri þó að fá einhverja stefnu
frá stjórn hans.
Fara ber
að þingsköpum
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S) sagði rétt vera að stefnu-
ræðu bæri að flytja í upphafi
þings, samkvæmt þingsköpum.
Þingsköp kvæðu hins vegar ekki á
um að ræðan félli niður þó sér-
stakar kringumstæður seinkuðu
heni — með afbrigðum er Alþingi
samþykkir. Kjarni þessara þing-
skapaákvæða væri, að ræðuna
skyldi flytja á hverju þingi. Þessi
skilningur hefði verið viðurkennd-
ur af þinginu sjálfu, þegar það sá
ástæðu til að veita afbrigði til
frestunar á flutningi ræðunnar, en
einungis frestunar á flutningi. Á
sama hátt þyrfti samþykki þings-
ins til að fella hana niður, ef slíkt
stendur til.
Geir Hallgrímsson (S) beindi
því nú til forseta að hann tæki sér
umhugsunarfrest í málinu og at-
hugaði sinn gang. Varhugavert
væri að skapa fordæmi sem gengi
gegn ákvæðum hér að lútandi.
Máli frestað
Jón Helgason, forseti s.þ.,
sagðist reiðubúinn til að leita
atkvæða um þann skilning sinn á
ákvæðum þingskapa, að þau ættu
ekki lengur við varðandi stefnu-
ræðu, svo áliðið þings sem nú
væri. Gunnar Thoroddsen forsæt-
isráðherra tjáði sig samþykkan
atkvæðagreiðslu í þessa veru.
Gagnrýnendur töldu hins vegar að
þingið þyrfti að samþykkja af-
brigði um niðurfellingu ræðunnar.
Pétur Sigurðsson (S) sagði
þann mun á stjórnarsáttmála, að
hann næði til ráðgerðs stjórnar-
samstarfs og kjörtímabils, en
þingsköp kvæðu á um árlegan
flutning stefnuræðu, sem þing
ætti heimtingu á til að skýra
stjórnarstefnu viðkomandi starfs-
árs, hver verkefni stjórnarsátt-
mála og viðfangsefni komi til
framkvæmda á starfsárinu.
Að lokum tók forseti málið út af
dagskrá og sagðist mundu leggja
það fyrir að nýju síðar.
í umræðu um hækkunarheim-
ild útsvara í 12.1% af brúttótekj-
um í efri deild Alþingis 24. marz
sl. sagði Salóme Þorkelsdóttir (S)
m.a.:
Þetta frumvarp er búið að fá
mikla umræðu bæði í háttvirtri
Neðri deild, þar sem það hefur
verið til umfjöllunar og í fjölmiðl-
um og er það að vonum. Það sem
mesta umræðu og athygli hefur
vakið er breytingin á álágn-
ingarprósentunni vegna útsvars.
Það er heimildin um 10% hækkun
til viðbótar þeim 11 sem fyrir
voru, þannig að sveitarfélögin
gætu þá nú lagt á 12,1% útsvar á
brúttótekjur í stað hámarks 11%.
Nú geta allir verið sammála um
um það, að ekki veitir sveitarfél-
ögunum mörgum hverjum a.m.k.
af, að fá rýmkun á tekjumöguleik-
um og helst ætti það að gerast
með þeim hætti, að slíkar ákvarð-
anir væru ekki bundnar hámarki
með lögum heldur á valdi ein-
stakra sveitarstjórna hverju sinni,
það eru jú heimamenn, sem best
þekkja þarfir þegna sinna og vita
hvar skórinn kreppir hverju sinni.
í Morgunblaðinu 25.
marz sl. var haft eftir
Pálma Jónssyni, landbún-
aðarráðherra, að það vant-
aði kannski 6—7 millj-
Kostnaður ríkissjóðs:
Búnaðarþing
kostaði 18 millj.
Heildarkostnaður ríkissjóðs
vegna nýafstaðins Búnaðarþings
nam rúmlega 18 milljónum
króna, að sögn Pálma Jónssonar,
landbúnaðarráðherra, en hann
svaraði fyrirspurn frá Vilmundi
Gylfasyni um þetta efni í samein-
uðu þingi í gær.
Laun þingfulltrúa vóru, sam-
kvæmt upplýsingum ráðherra, 7,6
m.kr., ferðakostnaður 1,9 m.kr. og
uppihaldskostnaður 7,4 m.kr.
Miklar umræður urðu um málið,
hvort rétt væri að ríkissjóður
stæði straum af kostnaði við
Búnaðarþing.
Og aðhaldið er heima í héraði. Vel
rekin sveitarfélög fá umbun hjá
kjósendum sínum á 4 ára fresti og
illa rekin fá sinn dóm.
Núverandi ríkisstjórn hefur boð-
að, að hún ætli ekki að auka
skattaálögur á þegnanna, þvert á
móti að stefna að skattalækkun.
arða, sem yrði að brúa, í
rekstrarvanda landbúnað-
ar. Úm þetta efni sagði
ráðherra orðrétt:
„í tengslum við þá vinnu,
sem nú er verið að fram-
kvæma um stefnumótun
ríkisstjórnar í landbúnað-
armálum, verður leitað
samkomulags um það milli
fulltrúa bænda annars veg-
ar og fulltrúa ríkisstjórn-
arinnar hins vegar að ná
viðunandi lausn í þessu
máli.
Vafalaust verður það
að vera með þeim hætti að
þar verði farinn einhver
millivegur, á þessu stigi
skal ég ekki segja hvaða
millivegur, en það verður
án efa ekki með þeim hætti
að það sem á vantar verði
að fullu bætt.“
Það sýnist því nokkur þversögn í
því, að á sama tíma stuðla stjórn-
arliðar að aukinni skattbyrði, eins
og því miður er nú augljóst, að
fyrir liggur bæði hvað varðar
skattheimtu ríkissjóðs sjálfs og
svo nú með þessari heimild til
handa sveitarfélögunum, sem ég
tel að hefði verið eðlileg og
sjálfsögð á þann hátt, að þarna
hefði ríkisstjórnin sýnt alvöru á
bak við fyrirheitin, þannig að
jafnhliða því að heimila sveitar-
félögunum hækkun álagningar-
prósentu, þá hefði verið dregið úr
skattheimtu ríkisins. Þetta hefði
ég talið eðlilega leið, þar til fyrir
liggur niðurstaða á könnun þeirri,
sem verið er að gera á verkaskipt-
um ríkis og sveitarfélaga og
hæstvirti félagsmálaráðherra hef-
ur lofað að muni ljúka á þessu ári.
Þá væntanlega verður hlutur
sveitarfélaganna, þegar þeirri
könnun er lokið og niðurstöður
fengnar, þá væntanlega verður
hann bættur þannig að þeir fái
leiðréttingu mála sinna með
auknu sjálfsforræði um staðbund-
in verkefni og að tekjustofnar
fylgi verkefnunum."
Salóme Þorkelsdóttir:
Útsvörin og álög-
ur ríkisvaldsins