Morgunblaðið - 26.03.1980, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
Sigríkur Sigríksson
Akranesi — Minning
Fæddur 18. ágúst 1900.
Dáinn 17. mars 1980.
Sigríkur lést mánudaginn 17.
mars á borgarspítalanum í
Reykjavík eftir skamma dvöl þar
og áður á Sjúkrahúsi Akraness.
Sigríkur var fæddur á Krossi í
Innri-Akraneshreppi og ólst upp
þar í hreppi, og reyndar mun hann
alla tíð hafa átt heima á Akranesi,
ef það er í víðri merkingu skilið.
Hann ólst upp í fátækt í 12
systkina hópi og misst föður sinn
á barnsaldri, svo kröpp hljóta
kjörin að hafa verið á þeim árum.
Hann stundaði landvinnu fyrst'u
árin, en rúmlega tvítugur fór hann
að stunda sjó og var lengst af á
fiskibátum, en einnig á togurum
og öðrum skipum, svo sem „Fagra-
nesinu", sem var í fólksflutningum
milli Akraness og Reykjavíkur.
Hann var oft stýrimaður en skip-
stjóri ekki nema eina vertíð.
Sjóinn stundaði hann, þar til
hann hóf störf við Sementsverk-
smiðju ríkisins árið 1957 og vann
þar næstu nítján árin eða þar til
hann lét endanlega af störfum
árið 1976, og var hann þá við góða
heilsu, en úr því fór heilsu hans
mjög að hraka, og leit svo út sem
atvinnu- og aðgerðaleysið hefði
átt þar drjúgan þátt í.
Sigríkur var mikill félagsmaður
og oftast í forystusveit. Hann var
stofnandi Verkalýðsfélagsins á
Akranesi árið 1924, og þegar
sjómannadeild var stofnuð við það
félag 1931, var hann í fyrstu
stjórn hennar og svo var til 1960,
en formaður hennar var hann í 14
ár.
Hann var um tíma í stjórn
Sjómannasambands íslands og oft
var hann fulltrúi á þingum Al-
þýðusambands íslands. Einnig var
hann mjög oft í samninganefndum
um kaup og kjör sjómanna.
í Alþýðuflokksfélaginu var
hann alla tíð frá því að það var
stofnað, og á þeim vettvangi
kynntist ég Sigríki fyrst í hófi
félaga á Siglufirði sumarið 1947,
en þá var hann á síldveiðum en ég
vann við síldarbræðslu. Eftir að
ég kom til Akraness rúmum ára-
tug síðar endurnýjaðist þessi fé-
lagsskapur okkar.
Eftir að Sigríkur hóf störf í
Sementsverksmiðjunni, varð hann
vitanlega virkur félagi í starfs-
mannafélagi verksmiðjunnar, og í
2 ár var hann formaður þess
félags. Einnig var hann í ýmsum
+
EÐVARÐ BLÓMQUIST HELGASON
lést þann 24. marz.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Móöir okkar LUISE WENDEL, lædd Rickert, Sörlaskjóli 26 lést þann 24. marz í Borgarspítalanum. Adolf Wendel,
Ragna Wendel, Svanhild Wendel, Kristjén Wendel.
t
Föðurbróöir minn,
STEINGRÍMUR MATTHÍASSON,
loftskeytamaöur
fré Holti,
Skólavöröurstíg 22c,
lést 25. marz.
Fyrir hönd vandamanna,
Skúli Matthíasson.
t
Móöir mín, tengdamóðir og amma okkar,
SYLVÍA HANSDÓTTIR,
fré Vestmannaeyjum,
verður jarösett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. marz kl.
10.30.
Svanur Kristjénsson, Álfhildur Kristjénsdóttir
og börn.
t
Maðurinn minn, faöir, tengdafaðir og sonur,
GUNNAR BJARNASON,
fré öndverðarnesi,
Ásgaröi 9,
veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn 28. marz kl. 1.30
e.h.
María Árnadóttir,
Anna Gunnarsdóttir, Þréinn Tryggvason,
Jón Kristinn Gunnarsson, Kristrún Pétursdóttir,
Kristín Halldórsdóttir.
t
Faöir okkar,
SIGRÍKUR SIGRÍKSSON,
Akranesi,
veröur jarösunginn frá Akraneskirkju miövikudaginn 26. marz kl.
14.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Dvalarheimiliö
Höföa, Akranesi.
Béra Sigríksdóttir, Ingibjörg Sigríksdóttir,
Hreggviöur Sigríksson.
nefndum þess félags og oft for-
maður þeirra, svo sem öryggis-
nefndar, sumarbúðanefndar og
spilanefndar, og keppti hann oft í
bridge fyrir verksmiðju sína gegn
öðrum verksmiðjum. Hann var
stofnandi Stangveiðifélags Akra-
ness, og einnig var hann félagi í
Frímúrarastúkunni hér á Akra-
nesi. Þessi upptalning á félags-
málastarfsemi Sigríks er vafa-
laust ekki tæmandi enda skiptir
það ekki öllu máli, heldur sýnir
hún eingöngu dálitla mynd af því,
hversu mikilvirkur félagsmála-
maður Sigríkur var.
Hann var mjög snjall fundar-
maður, harður ræðumaður og
bráðfyndinn, og var ekki frítt við,
að sumum sviði undan skeytum
hans. Hann var fljótur til svars og
stundum óvæginn.
Eins og margir greindir menn
fyrri kynslóða var Sigríkur vel fær
í þeirri þjóðaríþrótt Islendinga að
yrkja stökur, en því miður kannég
ekki frá miklu að segja í þeim
efnum, en þó eru hér aðeins
sýnishorn:
Lifið má við likja orm
laginn jarðveg kanna.
eða bjðrk sem berst við storm
á bakka freistinganna.
Vinur Sigríks greiddi honum
fjargjald með „Fagranesinu", sem
þá var 2 krónur, og skaut að
honum vísuparti:
Keypti ég fyrir krónur tvær
kuída og slagvatnsfýlu.
En Sigríkur var fljótur til svars
að vanda og botnaði vísuna þann-
ig:
Frekt er logið fyrir þær,
fórstu á tólftu mílu.
Sennilega er það síðasta trúnað-
arstarfið sem Sigríki var falið,
þegar hann var árið 1971 skipaður
í undirbúnings- og byggingar-
nefnd dvalarheimilis aldraðra.
Hann gegndi því starfi með
miklum áhuga og dugnaði og var
ótrauður við að ýta á okkur hin, ef
honum fannst við vera full hæg-
geng.
Hann tók síðan fyrstu skóflu-
stungu að því heimili árið 1972 og
síðan varð hann einn fyrstu vist-
manna, sem þangað fluttu fyrir
nær því réttum tveimur árum. En
sem dæmi upp á einlægni Sigríks í
því máli má geta þess, að hann
átti íbúð sem hann gaf dvalar-
heimilinu, þegar hann flutti þang-
að inn.
Það er kvöldfagurt á Sólmund-
arhöfða, hvort sem rauðgullin
sólin sést við sjávarbrún út af
Faxaflóanum eða hefur flotið yfir
Snæfellsjökul og hverfur í aftan-
eldi bak við fjallgarðinn.
Eins er tilkomumikið að sjá
vellandi brimið við Langasand í
útsynningsrosa, hvort sem kvöld-
sólin fyllir það eða ekki. Þarna
stendur Dvalarheimilið Höfði og
þar naut Sigríkur ævikvölds síns
við útsýn yfir æskustöðvarnar á
Innnesinu, hafði sem svo lengi var
starfsvettvangur hans, Akranes-
höfn og Sementsverksmiðjuna.
Þarna leit hann starfsdag lífs síns
svo til í einni sjónhending, og ég
veit, að þarna leið Sigríki vel, og
hann naut þar skammrar hvíldar
eftir erilsaman dag.
Alþýðan á Akranesi á nú á bak
að sjá einum af stórbrotnustu
félögum sínum, en lengi mun
minning hans lifa.
Þessar línur eru kveðja mín og
Alþýðuflokksmanna á Akranesi til
látins félaga okkar, Sigríks Sig-
ríkssonar.
Bragi Níelsson
Hann var ósvikinn Innnesingur
og Akurnesingur. Fæddur á
Krossi og þar ólst hann upp með
foreldrum sínum og systkinum,
uns faðir hans dó og móðir hans
ásamt systkinunum sem enn voru
heima fluttist að Hjallhúsi á
Akranesi, sem stóð á svipuðum
slóðum og nú stendur Trésmiðjan
Akur. Sigríkur var næst elstur
systkina sinna og byrjaði snemma
að vinna heimilinu sem var barn-
margt og fátækt. Hann stundaði
vinnu á sjó og landi innan frá
Krossi áður en þau fluttust í
Hjallhús og trúað gæti ég að
stundum hafi þreyttur drengur
labbað Langasandinn og inn að
Krossi þegar lokið var sjóferð og
fiskaðgerð niðri í bæ.
Hann kvæntist ungur stúlku úr
sveitinni, Elku Aradóttur frá Sól-
mundarhöfða, og eignuðust þau
saman tvö börn, Báru og Hreggvið
sem bæði eru búsett í Reykjavík.
Sambúð þeirra varð stutt, þau
slitu samvistir. Síðar eignaðist
hann dóttur, Ingibjörgu, sem einn-
ig er búsett í Reykjavík.
Sigríkur gerðist snemma sjó-
maður og stundaði sjó á bátum og
skipum frá Akranesi uns hann
nokkru fyrir 1960 hætti á sjónum
+
Þökkum innilega öllum þeim er hafa sýnt okkur samúö og vináttu,
viö andlát og útför
BOGA Ó. SIGURÐSSONAR.
Sigurlaug Eggertsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir,
Birgir Bogason, Þórhildur Krístjénsdóttir,
Eggert Bogason,
Elín Jóhannesdóttir, Péll Samúelsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega veltta samúö viö fráfall föður okkar, stjúpfööur,
tengdafööur, afa og langafa,
ODDSTEINS GÍSLASONAR,
Efstasundi 13. ^
Innilegar þakkir tfl hjúkrunarfólks Borgarspítalans og til Kristínar
og Vilborgar á DAS.
Börn, stjúpdóttir, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR,
fré Hvammstanga.
Sigríöur Þóröardóttir,
Debóra Þóröardóttir,
Þuríöur Þóröardóttír,
Sveinn Þóróarson,
ÞórMagnússon,
Karvel Sigurgeirsson,
Ásvaldur Bjarnason,
Þórunn Helgadóttir,
María Heiödal,
barnabörn og barnabarnabörn.
og gerðist starfsmaður í Sements-
verksmiðjunni þegar byggingar
hennar þyrjuðu að rísa og þar
vann hann síðan óslitið þar til
heilsa og aldur leyfðu ekki lengri
vinnudag.
Þegar Verkalýðsfélag Akraness
var stofnað 1924 varð hann einn af
stofnendum þess og síðar þegar
félagið varð deildaskipt varð hann
strax einn af forystumönnum Sjó-
mannadeildarinnar. Síðan verður
hann formaður Sjómannadeildar
og er hann fyrst kosinn í það starf
1939. í bókum félagsins sést að
með smáhvíldum er hann oftast
formaður en þó ævinlega í stjórn
til ársins 1960 að hann lætur af
formennsku, enda þá hættur að
stunda sjóinn og orðinn starfs-
maður í Sementsverksmiðjunni
eins og áður segir og þar hélt hann
áfram störfum fyrir vinnufélaga
sína, var um margra ára skeið
' trúnaðarmaður verkamanna og í
forystu í félagsmálum vinnu-
staðarins.
Okkur sem höfum átt samleið
með Sigríki Sigríkssyni í Verka-
lýðsfélagi Akraness um áratugi,
verður hann æ minnisstæður.
Dökkur á brún og brá, snarlegur
og dálítið harður í augum. Hann
var ófeiminn að segja meiningu
sína og ófeiminn a segja okkur
hinum til syndanna ef honum
líkuðu ekki vinnubrögðin. En
ævinlega vissum við að það var
gert vegna þess að honum þótti
vænt um okkur og hann vildi veg
félagsins sem mestan og bestan.
Hann tók mikinn þátt í og leiddi
samningamál sjómanna hér
heima á árum áður, þegar ævin-
lega var samið árlega um kaup og
kjör fyrir hverja vetrarvertíð og
síðan fyrir síldar- og sumarvertíð.
Þegar Sjómannasamband íslands
var stofnað gekk Sjómannadeild
Verkalýðsfél. Akraness til sam-
starfs og var Sigríkur þá formað-
ur í deildinni og hvatti mjög til
skipulegra samstarfs sjómanna en
áður hafði verið.
Hann var heiðursfélagi í Verka-
lýðsfélaginu og var vel að þeirri
virðingu kominn.
Á seinni árum þegar Sigríkur
var farinn að minnka við sig vinnu
átti hann oft leið um á skrifstofu
Verkalýðsfélagsins og leit þá jafn-
an inn og ræddi málin. Sagði
eitthvað skemmtilegt við okkur
sem stóðum þar í daglega þrasinu,
skammaði okkur stundum ef hon-
um líkaði ekki hvernig við tókum
á málum, fór með vísur fyrir
okkur, því hann var hagorður
sjálfur og hafði gaman af ljóðum
og staldraði við dálitla stund.
En einhvern tíma hafði einhver
fundið upp á því að koma með
pönukökur, kleinur eða jafnvel
tertu og bjóða upp á þetta góðgæti
með kaffi þegar buið var að loka
skrifstofunni og kölluðum við
þetta að halda afmæli. Á vissu
árabili var oft haldið afmæli á
skrifstofunni að loknum starfs-
degi, farið með gamanmál, haldn-
ar ræður fyrir minni ímyndaðs
afmælisbarns í gamansömum stíl,
farið með ljóð og stökur, skemmti-
leg smástund áður en farið var
heim. Ef einhver tími leið, sem
ekki var hist á þennan hátt var
Sigríkur til með að líta inn og
segja: Á ekki að fara að halda
afmæli, eruð þið kannski hætt að
nenna að halda afmæli. En afmæl-
unum smá fækkaði. Góðir afmæl-
isgestir höfðu horfið yfir móðuna
miklu og margt tekið breytingum.
Og eftir að hann flutti úr ná-
grenninu og inná Dvalarheimili
fækkaði þeim þó allverulega. Þó
kom fyrir að efnt var til afmælis,
einhver ók inn á Höfða og sótti
Sigrík meðan kaffið vár hitað og
síðan var sest að kaffidrykkju og
gamanmálum. En þrekið og fjörið
hafði minnkað á síðustu misserum
og fyrir nokkru þegar ráðgert
hafði verið að efna til afmælis
fréttist að Sigríkur hefði verið
fluttur á sjúkrahús þar sem hann
andaðist 17. þ.m. Ekkert afmæli
var haldið og máske er þeirra tími
líka liðinn ásamt félaga okkar og
vini.
Þegar fyrir lá ákvörðun bæjar-
yfirvalda á Akranesi árið 1970 um
að hefja byggingu Dvalarheimilis
fyrir aldraða, var Sigríkur enn vel
ern og hress, enda valdist hann í