Morgunblaðið - 26.03.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
27
Fundur
Norræna
félagsins í
Hafnarfirði
Norræna félagið í Hafnarfirði
heldur almennan félagsfund í
Gafl-inum við Reykjanesbraut í
kvöld og hefst hann kl. 20.30. Á
fundinum flytur dr. Gylfi Þ.
Gíslason prófessor ræðu um nor-
ræn málefni og Ingveldur Hjalte-
sted óperusöngvari syngur við
undirleik Jónínu Gísladóttur.
Gylfi Þ. Gislason
Félagsmenn eru hvattir til þess
að fjölmenna og er þeim heimilt
að taka með sér gesti.
Ferðamálin munu skapa
aukin atvinnutækifæri
Á FUNDI samtaka ferða-
málaráða 23 Evrópuríkja
var samþykkt yfirlýsing
um ferðafrelsi, „Freedom
to travel“. Á vetrarfundi
samtakanna sem haldinn
var í Portúgal fyrir
skömmu var ákveðið að
kynna þessa yfirlýsingu
sérstaklega stjórnvöldum.
Hér fara á eftir nokkrir
kaflar úr yfirlýsingunni:
Vér trúum því að ferðalög séu
mikilvægur þáttur mannlegs
frelsis, að meðfædd löngun
mannkynsins til ferðafrelsis hafi
nú öðlast alþjóðaviðurkenningu
sem sjálfsögð réttindi með
mannréttindayfirlýsingu SÞ,
með ályktun ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna um alþjóða ferða-
lög og ferðamál frá 1976 og með
endurteknum yfirlýsingum
margra þjóðhöfðingja.
að ferðamálin munu vera ómiss-
andi þáttur í því að skapa aukin
atvinnutækifæri — þar sem
efnahagslíf heimsins óhjákv-
æmilega fjarlægist því að vera
háð frumhráefnisöflun og þróuð-
um iðnaði og þjónustugreinarnar
öðlast meira og meira gildi, svo
og breytingar þær sem ný tækni-
öld hefur í för með sér.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Skipulags-
mál á Há-
skólasvæðinu
Á FUNDI hagsmunanefndar
Stúdentaráðs Háskóla íslands. er
haldinn var 10. marz. sl., var
samþykkt ályktun varðandi
skipulagsmál á Háskólasvæðinu.
t ályktuninni eru átalin þau
vinnubrögð sem verið hafa í
skipulagsmálum á svæði Háskól-
ans á undanförnum árum.
Er átalið, að einum aðila sé
fengið það verkefni að skipuleggja
svæðið svo að segja án forsendna,
eins og segir í ályktuninni. Væri
eðlilegra að kanna áður þarfir
einstakra deilda og námsbrauta og
meta aukna þörf þeirra fyrir
húsnæði og aðstöðu í framtíðinni.
Einnig er gagnrýnt, eins og
segir ennfremur í ályktuninni, að
verið sé að skipuleggja Háskóla-
svæðið sem séreinangruð fyrir-
bæri og án tengsla við nánasta
umhverfi sitt. Þeim tilmælum er
beint til skipulagsnefndar Há-
skólasvæðisins, að efnt verði til
samkeppni um skipulag svæðisins.
Kökubasar
vorboðans
ÁRLEGA, laugardaginn fyrir
pálmasunnudag, efnir Vorboð-
inn í Hafnarfirði til kökubas-
ars og hefur hann ávallt verið
vel þeginn og vel sóttur af
Hafnfirðingum.
Kökubasarinn verður nú í
Sjálfstæðishúsinu kl. 2 á laug-
ardag og er þar á boðstólum
mikið úrval af kökum og sæl-
gæti. Eru félagskonur, sem
vilja gefa kökur, beðnar um að
koma þeim í Sjálfstæðishúsið
sama dag.
Verzlunarskólakórinn
40—50 nemendur Verzlunarskólans koma auk
hljóófæraleikara í Hollywood í kvöld og syngja
nokkur létt og skemmtileg lög undir stjórn Jóns K.
Cortes.
a..i# ..sju
ÞAU ERU KOMIIM
ITT HEIMILISTÆKIN
GLÆSILEGIR
ÍSSKÁPAR
Þér getið valið um ísskápa, stóra og smá,
forðabúr fjölskyldunnar, köllum við þá
vegna þess hversu vel rýmið er notað og
miklu er hægt að koma í skápana, (en það
fer auðvitað eftir stærð).
ÞV OTTAVÉLAR OG
ÞURRKARAR
ITT þvottavélin er búin ýmsum
þægindum. Spamaðarrofa, 15 þvotta-
kerfum, sérstakt ullarkerfi, bamalæsing
og fleira.
ELDAVÉLAR
NÝTTÚTLIT
ITT eldavélar em búnar þeirri nýjung að
hita endurkast er í hurðinni þannig að
glerið helst hreint og gegnsætt. Hitinn
verður stöðugri í ofninum auk þess að
spara rafmagn. Fáanlegar í 4 litum.
Bræóraborgarstig1-Simi 20080 (Gengiö inn frá Vesturgötu)