Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
Guðfinnur Einarsson:
Munum ræða við
verkalýðsfélagið
— en samningsréttur beggja er hjá heildarsamtökunum
„VIÐ munum að sjálfsöKðu
ræða við fulltrúa Vorkalýðs- «g
sjómannafólaKs BolunKarvík-
ur. !>að tel óg aðeins eðileKt, en
hitt er Ijóst. að samninKsróttur-
inn fyrir háða er í höndum
heildarsamtakanna." sagði
Guðfinnur Einarsson forstjóri
Einars Guðfinnsonar hf. í Bol-
unKarvík. er Mbl. spurði hann í
Kær um viðhröKð fyrirtækisins
við ósk Verkalýðs- ok sj«>-
mannafólaKs BolunKarvíkur
um sórviðræður.
„Við Bolvíkingar erum ekkert að
fara á bak við félaga okkar annars
staðar á Vestfjörðum, þótt við
tölum saman,“ sagði Guðfinnur.
„Slíkar viðræður eru aðeins eðli-
legar miðað við þau samskipti, sem
hér hafa verið milli verkalýðs- og
sjómannafélagsins og vinnuveit-
enda. En verkalýðsfélagið er aðili
að Alþýðusambandi Vestfjarða,
sem fer með heildarsamningsrétt-
inn. Við erum í Útvegsmannaféiagi
Vestfjarða, sem fer með samnings-
réttinn fyrir hönd félaga sinna og
ég á sæti í samninganefnd útvegs-
mannafélagsins."
Karvel Pálmason, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Bol-
ungarvíkur, sagði í samtali við Mbl.
í fyrrakvöld, að í þeirri kröfugerð,
sem félagið hefði lagt fram, hefði
ekki verið um að ræða breytingar á
skiptaprósentu, hækkun kauptrygg-
ingar eða greiðslur varðandi
frívaktir, sem hefðu orðið „megin-
málin í stóru samningaviðræðunum
á ísafirði." Af kröfum félagsins í
Bolungarvík nefndi Karvel frítt
fæði, nánari skilgreiningu á frídög-
um hjá togaramönnum, uppgjör
hálfsmánaðarlega hjá línubátum,
aflaskiptingu í einn stað færri en
menn væru á bátunum og sólar-
hringsfrí í kringum sjómannadag-
inn.
Pétur Sigurðsson, formaður Al-
þýðusambands Vestfjarða, sagði er
Mbl. leitaði álits hans á sérviðræð-
um i Bolungarvík: „Ég lít ekki á
þessar viðræður sem sér samninga-
viðræður, heldur sem eins konar
aukafundi í samningamálunum.
Verkalýðs- og sjómannafélag Bol-
ungarvíkur er aðili að sameigin-
legum kröfum okkar og þeir eiga
fulltrúa í okkar samninganefnd."
INNLENT
BSRB og ríkið:
Byrjað á
kröfunum á
þriðjudag
„ÞAÐ var ákveðið að byrja yfirferð á kjarasamningnum lið fyrir lið «g
kröfum okkar á fundi í húsakynnum sáttasemjara ríkisins á
þriðjudagsmorgun.“ sagði Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri
BSRB er Mbl. ræddi við hann eftir fund Vilhjálms Hjáimarssonar
sáttasemjara með fulltrúum BSRB og ríkisins í gær. Haraldur sagði.
að fundurinn í gær hefði farið í umræður um vinnubrögð. Sérstök
undirnefnd BSRB undir forystu Kristjáns Thorlacius formanns BSRB
mun fjalla um félagslega þætti. en Haraldur verður í forsvari fyrir
þeirri undirnefnd, sem fjallar um launaliði. Haraldur sagði, að
fyrirhugað væri að félagsmálanefndin hitti fulltrúa ríkisins að máli á
föstudaginn. Meðfylgjandi mynd tók Ól.K.M. í gær, er Vilhjálmur
Hjáimarsson sáttasemjari ræddi við þá Harald og Kristján í kaffihléi á
samningafundinum í gær.
Verða togararnir frá
veiðum i 4 V2 mánuð á
VERÐI þeim reglum fyigt, sem
settar voru í upphafi ársins um
takmarkanir á þorskveiðum tog-
araflotans, má gera ráð fyrir að
togurunum verði óheimilt að
stunda þorskveiðar i hálfan
fimmta mánuð á þessu ári. Um
þessar mundir er stór hluti togara-
flotans i 27 daga þorskveiðibanni,
en þorskur má þó vera allt að 15%
Afskipun hefst í dag upp
í stóran skreiðarsamning
AFSKIPUN hefst i dag á Höfn í
Hornafirði upp í mjög stóran
sölusamning á skreið, sem Sjávar-
afurðadeild Sambandsins og Sam-
lag skreiðarframleiðenda gerðu
fyrir nokkru við svissneskt fyrir-
tæki, sem á fyrirtæki í Nígeríu, en
þangað fer skreiðin. Er hér um að
ræða samning upp á 150—220
þúsund pakka af skreið að verð-
mæti 16—21 milljarða króna.
Að þyngd er hér um 7—10
þúsund tonn af þurrkuðum fiski að
ræða eða 50—70 þúsund tonn af
fiski upp úr sjó. Er hér um
ársframleiðslu framleiðenda fyrr-
nefndra aðila að ræða, en magnið
er nokkuð óvisst þar sem ekki er
ljóst hver framleiðsla þeirra verð-
ur á árinu.
Um miðjan febrúar gerðu Sam-
bandið og Skreiðarsamlagið samn-
inga við annað fyrirtæki um sölu á
20 þúsund pökkum af skreið, en þar
sem það fyrirtæki stóð ekki við
skuldbindingar sínar var þeim
samningi rift. Samningar tókust
síðan við fyrirtæki í Sviss og verður
byrjað að lesta skreið héðan upp í
þann samning í dag.
Að sögn Magnúsar G. Friðgeirs-
sonar hjá Sambandinu er um 15—
17% meðalhækkun á verði skreiðar-
innar að ræða frá því sem var í
fyrrahaust. Hann sagði ennfremur,
að framleiðsla í skreið væri nú
hagkvæmasta verkunaraðferðin og
fjárhagslega hagstæðari en bæði
söltun og frysting. Hins vegar hefðu
menn haldið nokkuð að sér höndum
í skreiðarframleiðslunni undanfarin
ár vegna óvissu og erfiðleika á
Nígeríumarkaði.
af afla. Þetta 27 daga bann áttu
togararnir að taka á tímabilinu frá
áramótum til aprílloka, en vegna
góðs afla i vetur hefur aðeins lítill
hluti togaranna lokið þessu 27
daga banni.
Samkvæmt þeim reglum, sem
Kjartan Jóhannsson þáverandi
sjávarútvegsráðherra lagði fram í
byrjun ársins, var gert ráð fyrir 27
daga þorskveiðibanni fjóra fyrstu
mánuði ársins, 18 daga banni í mai
og júní, 36 daga banni frá 1. júlí til
15. ágúst og loks 18 daga þorskveiði-
banni í desembermánuði.
Auk þess var gert ráð fyrir, að ef
þorskafli togara færi yfir 65 þúsund
tonn fyrir lok aprílmánaðar þyrftu
togararnir að fara á aðrar veiðar en
þorskveiðar í maí og júní í 1 dag
fyrir hver 750 tonn fram yfir 65
þúsund tonnin. Sömuleiðis var gert
ráð fyrir að skrapdögum fjölgaði um
1 fimm síðustu mánuði ársins fyrir
hver 500 tonn fram yfir 108 þúsund
tonn af þorski hjá togurunum fyrstu
7 mánuði ársins eða til loka júlí.
Um síðustu mánaðamót var afli
togaranna orðinn um 74 þúsund
tonn samkvæmt bráðabirgðatölum
þorsk-
árinu?
Fiskifélagsins og það þýðir 9 daga á
skrap í maí og júní. Þá er eftir að
reikna með afla togaranna í apríl-
mánuði. Ef hann yrði t.d. um 16
þúsund tonn þýddi það 21 dags bann
í tveimur næstu mánuðum til við-
bótar og með 18 daga banninu, sem
ákveðið var í ársbyrjun, gætu skrap-
dagar í maí og júní orðið samtals 53.
Að þeim mánuðum loknum tæki við
36 daga bann frá 1. júlí til 15. ágúst,
þannig að ef þessum reglum verður
ekki breytt er ekki að vænta mikils
þorskafla frá togurunum á næstu
mánuðum.
An þess að reikna með takmörk-
unum 5 síðustu mánuði ársins,
vegna mikils afla til loka júlímánað-
ar má ætla að togurunum verði leyft
að vera á þorskveiðum í Vk mánuð
óhindrað, í A'k mánuð megi hlutfall
þorsks aðeins vera 15% af afla. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um
breytingar á þessum reglum, en
hins vegar er að vænta í dag
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar á
framhaldi þorskveiða bátaflotans.
Þau mál voru rædd á ríkisstjórnar-
fundi í gær og verða aftur á dagskrá
í dag.
Skákin sem aldrei var tefld
— rætt vié
Florencio
Campomanes
Florencio Campomanes — einn
af varaforsetum FIDE.
„VIKTOR Kortchnoi leitaði vand-
ræða í hverju horni í einvígi sínu við
Anatoly Karpov í Baguio á Filips-
eyjum en ég held að svo hafi ekki
verið í byrjun. Petra Leeuwerik,
framkvæmdastjóri Kortchnois, var
ákaflega erfið og hún var að baki
vandræðunum. Við gerðum allt hvað
við gátum til að gera þeim dvölina
sem ánægjulegasta á Filipseyjum —
þau fengu einbýlishús með 13 her-
bergjum til umráða og þaðan var
mjög fagurt útsýni. Ég held að
aldrei fyrr í sögunni hafi verið gert
jafn mikið fyrir keppendur og í
Baguio. Við horfðum ekki í pening-
inn, hvort heldur var gagnvart
Kortchnoi eða Karpov — og það sem
við höfðum upp úr var vanþakklæti
Kortchnois." Maðurinn, sem þessi
orð mæiir er Florencio Campoman-
es, einn af varaforsetum FIDE, en
hann er nú staddur í Reykjavík þar
sem hann sækir fund framkvæmda-
ráðs FIDE — alþjóðaskáksam-
bandsins. Blaðamaður sat stund úr
degi í gær með Campomanes og
ræddi við hann um einvígi þeirra
Kortchnois og Karpovs, FIDE, Frið-
rik Ólafsson, skák í Asíu,
heimsbikarkeppni í skák — sem
sagt skák.
Floreneio Campomanes var harð-
lega gagnrýndur af Kortchnoi eftir
einvígið í Baguio. Kortchnoi sagðist
aldrei framar tefla á Filipseyjum
vegna eins manns — Florenció
Campomanes. Kortchnoi ber þér
söguna illa — og hann virðist bera
haturshug til þín. Hatar þú Kort-
chnoi? „Nei, ég hata ekki Kortchnoi
— fjarri því. Ég hef samúð með
honum. Hann er fórnarlamb að-
stæðna og hann hefur gert sjálfum
sér mjög erfitt fyrir með yfirlýsing-
um sínum. Hann er undir miklu
álagi, fjarri fjölskyldu sinni. En
hann er undir slæmum áhrifum og
þá á ég við framkvæmdastjóra hans,
Petru Leeuwerik. Mér fannst hún
nota einvígið sjálfri sér til fram-
dráttar pólitískt og eigin sjálfum-
gleði."
Kortchnoi sakaði Sovétmenn um
að beita sig dáleiðsluáhrifum og
þess vegna komið með dr. Vladimir
Zoukhar. Telur þú, að Kortchnoi
hafi verið beittur dáleiðsluáhrifum?
„Ég veit ekki. Rússarnir kunna að
hafa komið með dr. Zoukhar til
Baguio til þess að angra Kortchnoi
vegna fyrri kynna þ^irra. Það kann
að vera að Sovétmenn hafi verið að
leggja gildru fyrir Kortchnoi með
þessu og hafi svo verið þá féll
Kortchnoi flatur í þá gildru. Hann
lét Zoukhar fara í taugar sér og á
þann hátt kann Zoukhar að hafa
haft áhrif á Kortchnoi. Rússar
sögðust hafa komið með dr. Zoukhar
til Baguio Karpov til móralsks
stuðnings. En ein af grundvallar-
kenningum dáleiðslunnar er, að sá
sem beittur er dáleiðsluáhrifum
verður að falla viljugur undir vald
dáleiðarans. Ég fæ ekki séð hvernig
dr. Zoukhar á að hafa haft
dáleiðsluáhrif á Kortchnoi."
Var þá einvígið alveg misheppn-
að? „Nei, fjarri því. Einvígið var
mikil auglýsing fyrir skák, og lyfti-
stöng skáklífi í Asíu og Filipseyjum.
Auðvitað eiga langtímaáhrif þess
eftir að koma í ljós en um aukinn
áhuga þá er rétt að benda á, að af 11
mönnum, sem unnu sér rétt til að
keppa um filipseyska meistaratitil-
inn þá voru hvorki fleiri né færri en
7 á aldrinum 14 til 19 ára. Einvígið
skapaði mikinn áhuga á skák. Skák
á auknu fylgi að fagna í Asíu og
fyrir aðeins 2 vikum var haldin
tæknileg ráðstefna í Filipseyjum
um hinar ýmsu hliðar til að hefja
skáklistina til frekari vegs og virð-
ingar, og hvernig halda skal skák-
mót. Þar voru fulltrúar allt frá
Jórdaníu til Ástralíu."
Friðrik Ólafsson, forseti FIDE,
skýrði frá því, að í burðarliðnum
væri heimsbikarkeppni, FIDE
World Cup, og hann kallaði það
hugarfóstur þitt. Hvernig hafið þið
hugsað þetta mót? „Ég held að