Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 3 Fyrri fyrirlestur Iris Murdoch í dag EINS og írá sagði í blaðinu í gær, miðvikudag. komu í fyrradag til landsins rithöfundahjónin John Bayley og Iris Murdoch. Þau koma i boði brezka sendiherrans Kenneth East og með styrk frá British Council. Þau hjón munu taka þátt í málstofuumræðum um skáld- sagnagerð á vegum heimspeki- deildar Háskóla íslands í dag fimmtudag kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði og er umræðuefnið „The Novel“. Iris Murdoch heldur síðan fyrirlestur daginn eftir, föstudag, kl. 17.15 í sömu stofu og nefnist fyrirlesturinn „The Truth of Art“. Fyrirlestrarnir verða á ensku og er öllum heimill aðgang- ur. Þau hjón dveljast hér fram á helgi og munu m.a. hitta ýmsa kollega og skoða sig nokkuð um. John Bayley er prófessor í enskum bókmenntum við háskól- ann í Oxford og hefur samið rit um bókmenntaleg efni, m.a. um rómantísku stefnuna, Tolstoy, Pushkin og Hardy. Iris Murdoch hefur á síðari árum einvörðungu ritað skáldsögur og orðstír hennar vaxið með hverri bók. Síðasta bók hennar, „The Sea the Sea“, hlaut afburða viðtökur í fyrra og í vor kemur nýjasta bók hennar, „Nuns and Soldiers". w Oskar Clausen rit- höfundur látinn ÓSCAR Clausen, rithöfundur, er látinn í Reykjavík, 93 ára að aldri. Hann var fæddur i Stykk- ishólmi 7. febrúar 1887 og voru foreldrar hans Holgeir Peter Clausen, kaupmaður og Guðrún Þorkelsdóttir. Óscar stundaði nám í Lærða skólanum í þrjá vetur áður en hann gerðist verzlunarmaður i Stykkishólmi og síðar á Kvíabryggju í Grundarfirði. Síðar tók óscar til við ritstörf og var afkastamikill á því sviði. Óscar fluttist til Reykjavíkur árið 1949 og bjó hann þar til dauðadags. Auk ritverka sinna er Óscar kunnur fyrir afskipti sín af fangahjálp, en hann aðstoðaði fanga við að komast út í atvinnu- lífið eftir að hafa afplánað fang- elsisvist einhverra hluta vegna. Óscar var á sínum tíma einn aðalhvatamaðurinn að byggingu sjúkrahúss í Stykkishólmi, en hann sat í hreppsnefnd þar um nokkurt skeið. Frægustu ritverk Óscars eru Sögur af Snæfellsnesi I, II, 1935— 1937 og 1950, Saura-Gíslasaga 1937, Prestasögur 1939 og 1941, Aftur í aldir 1942 og 1950, Sögur og sagnir 1946, Skyggnir íslend- ingar 1948, Ævikjör og aldarfar 1950, Fangahjálpin á íslandi 1954, íslenzkar dulsagnir 1954—55, Með góðu fólki 1958, Á fullri ferð 1959 og Við yl minninganna 1960. Sjómannafélag ísfirðinga: Skorar á vestfirzka sjómenn að dagsetja aðgerðir 20. apríl „ÉG hugsa að menn meti stöðuna þannig, að málin hreyfist ekkert fyrr en fleiri koma með okkur í slaginn og þess vegna samþykkt- um við áskorun á sjómenn ann- ars staðar á Vestfjörðum að dagsetja aðgerðir sínar 20. apríl,“ sagði Gunnar Þórðarson, formaður Sjómannafélags ísfirð- inga, er Mbl. spurði hann í gær um fund félagsins í fyrradag. Gunnar sagði dagsetninguna miðast við það eitt, að verkfall þyrfti að boða með viku fyrirvara og eðlilega þyrftu menn einhverja daga til að koma á fundum í félögunum. ofsagt sé að eigna mér þetta. Við höfðum fyrirmyndina í Kanada og það sem skákin þarfnast eru stór- mót sem þessi. Þarna myndu sterk- ustu skákmenn heims tefla, teflt yrði í fjórum til fimm borgum fyrsta árið, að minnsta kosti. Sá, sem hlyti flest stigin samanlagt yrði handhafi heimsbikarsins. Þessi stórmót myndu vekja mikla athygli, meiri peningar streymdu inn sem þýddi hærri verðlaun til keppenda. Það er einmitt það sem sterkustu skákmenn heims þarfnast og ekki má gleyma, að keppnin yrði gífur- lega hörð, skákmönnum til góðs.“ Nú er Friðrik Ólafsson forseti FIDE — studdir þú framboð hans? „Nei, ég studdi ekki framboð hans en hann bað mig heldur aldrei. Ég studdi Rabell Mendez, hafði lofað honum stuðningi löngu áður og Friðrik vissi stöðuna. Þess vegna varð hann meiri maður af og ég þurfti ekki að hafna honum. Nú er Friðrik orðinn forseti — því er mál að bretta upp ermarnar og hefjast handa. Friðrik er maður nýrra tíma, hann hefur sýnt að hann þorir að taka ákvarðanir. Þess þarf, hvort sem þær eru vinsælar eða óvinsælar og það er einmitt það sem FIDF. þarfnast en ekki eilífar málamiðlan- ir, sem að lokum enginn er ánægður með. Friðrik er að mínu mati gott efni í góðan forseta og hann er á réttri leið með sambandið. Hann er opinn fyrir nýjum leiðum til að leiða skákina á réttar brautir." Hve mikils virði er skákin þér? „Skákin er mér trúarbrögð — og af mínum strákum þá krefst ég trúar- legrar undirgefni ef menn ætla að ná árangri. Það má segja að skákin hjá mér sé nokkurs konar vonlaust ástarævintýri því þegar upp verður staðið þá er það skákin sem lifir — en ég fell. Ég vonast til að geta stuðlað að því, að skákin verði tefld um allan heim, af sem allra flestum. Að þessu vinn ég, af ánægju — þannig þjóna ég skáklistinni, jafn- framt að hún þjónar mér og það veitir mér ómælda ánægju." Teflir þú? „Eigum við að reyna með okkur? Jú, ég tefli og hef teflt á fimm Ólympíuskákmótum auk þess að hafa orðið meistari Filipseyja — en alls hef ég verið viðriðinn 11 Ólympíumót, fimm sem keppandi, sex sem liðsstjóri. Byrjaði á 1. borði, síðan á 2. borði, þá þriðja borði og loks 4. borði — síðan datt ég út úr liðinu." Af ástæðum, sem ekki þarf að skýra, var skákin, sem Campomanes bauð blaðamanni í, aldrei tefld. H Halls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.