Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 4

Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Skólaskákmót S-Múlasýslu: Unnu alla and- stæðinga sína Skólaskákmót S-Múlasýslu 1980 var haldið á Eskifirði 15. mars s.l. Kcppt var í eldri flokki, 7.-9. bekk og yngri flokki, 1,— 6. bekk. í eldri flokki voru keppendur 10 frá 7 skólum í sýslunni. Skólaskákmeistari varð Þor- valdur Logason. Ncskaupstað, sigraði alla andstæðinga sína 9 að tölu. Röð efstu manna: Vinningar Þorvaldur Logason, Nesk. 9 Magnús Steinþórsson, Egilss. 8 Óskar Bjarnason, Nesk. 6 Guðjón Antoníuss. Eiðum 6 í yngri flokki voru keppendur 9 ' frá 5 skólum. Hermann Hlöðvers- son, Eskifirði, varð skólaskák- meistari, sigraði alla andstæðinga sína. Röð efstu manna: Vinningar Hermann Hlöðversson, Eskif. 8 Hlynur Áskelsson, Eskif. 5 Helgi Hansson, Nesk. 5 Stefán Guðjónsson, Stöðvarf. 5 Tveir efstu menn í hvorum flokki halda áfram í Kjördæmis- mót sem haldið verður í apríl. Þar verða einnig meðal keppenda 2 úr A-Skaftafellssýslu og 2 úr N-Múlasýslu. Sigurvegari í Kjör- dæmismóti vinnur sér rétt til þátttöku i landsmóti þar sem keppt verður um titilinn Skóla- skákmeistari íslands. Við upptöku á fimmtudagsleikriti útvarpsins; leikstjórinn, Stefán Baldursson, er lengst til hægri á myndinni. Ljósm. Kristján Einarssun. Mars-hefti Heima er best komið út Flutt af leiklistanemum ÚT ER komið mars-hefti tíma- ritsins Heima er bezt. sem er þjóðlegt heimilisrit og kemur út mánaðarlega. Meðal efnis er forsíðuviðtal við Soffíu Gísladóttur frá Hofi í Svarfaðardal, frásögn eftir Svein 48 fórust Mexico-borg, 8. apr. AP. FJÖRTÍU og átta manns létust á þriðjudag þegar fólksflutningabíll á leið frá Tijuna til Mexicoborgar fór út af veginum og þeyttist niður grýtta fjallshlíð og niður í á. Þrjátíu og sex manns slösuðust, þar af sumir alvarlega. Einn þeirra sem komust af sagði að alltof margir farþegar hefðu verið í vagninum og bílstjórinn keyrt mjög ógætilega. frá Elivogum ásamt mörgum öðr- um frásögnum, ljóðum, fram- haldssögu, bókadómum og fleiru. í hverju hefti Heima er bezt eru kynntar bækur sem meðlimum Bókaklúbbs Heima er best stendur til boða að kaupa á sérstöku tilboðsverði. í mars-heftinu eru tvær bækur boðnar saman á 5000 krónur, en þær eru Um margt að spjalla eftir Valgeir Sigurðsson og Maðurinn frá Moskvu eftir Gre- ville Wynne. Bækur þessar fást aðeins hjá Bókaklúbbi Heima er bezt, eins og gildir reyndar fyrir allar bækur sem þar eru á boðstól- um. Utgefandi Heima er bezt er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, ritstjóri er Steindór Steindórsson frá Hlöðum og blaðamaður Guðbrandur Magn- ússon. I kvöld, fimmtudags- kvöldið 10. apríl klukkan 20.30 verður í útvarpi leik- ritið „Börn mánans" (Cancer) eftir Michael Weller. Þýðinguna gerði Karl Ágúst Ulfsson, en leikstjóri er Stefán Bald- ursson. Nemendur úr Leiklistarskóla íslands fara með öll stærstu hlut- verkin. Meðal leikenda eru: Jóhann Sigurðsson, Karl Ágúst Úlfsson, Guð- jón Pedersen, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Tæknimaður er Friðrik Stefánsson. Flutningur leiksins tekur rúmar 100 mínútur. Leikritið fjallar um ungt fólk í leiguíbúð í New York á tímum Viet- namstríðsins. Þar ríkja ekki viðteknar skoðanir á málum líðandi stundar, þar er frjálsræði í ástum, og sameiginleg er óbeitin á öllum valdsmönnum, hverju nafni sem þeir nefnast. En þrátt fyrir alvarlegan undirtón, bregður víða fyrir glettni og léttleika, enda kallar höfundur verk sitt gam- anleik. Michael Weller er bandarískur, en verk hans vöktu fyrst athygli á sviði í Englandi, og þar var líka „Börn mánans“ frumsýnt sumarið 1970. Af öðrum leikritum hans má nefna einþáttungana „Now There’s Just the Three of us“, „The Bodybuilders" og „Grant’s Movie“. Útvarp ReykjaviK FÖSTUDM3UR 11. apríl MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Jón Gunnarsson heldur áfram að lesa söguna „Á Ilrauni" eftir Bergþóru Páls- dóttur frá Veturhúsum (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.15 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðúr- fregnir. 10.25 „Ég man ])að enn“. Um- sjónarmaður þáttarins: Skeggi Ásbjarnarson. Sagt írá Ilalldóri Vilhjálmssyni skóiastjóra á Ilvanneyri og skólanum þar. 11.00 Morguntónleikar. Shmuel Ashkenasi og Sinfón- íuhljómsveitin í Vín leika Fiðlukonsert nr. 1 í D-dúr op. 6 eftir Noccoló Paganini; Heribert Esser stj. / Suisse Romande-hljómsveitin leikur „Le Carnaval", balletttónlist op. 9 eftir Robert Schumann; Ernest Ansermet stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Dans- og dægur- lög og léttklassísk tónlist. 14.30 Miðdegissagan: „Helj- arslóðarhatturinn" eftir Richard Brautigan. Hörður Kristjánsson þýddi. Guð- björg Guðmundsdóttir les (4). 15.00 Popp. Vignir Sveinsson kynnir. 15.30 Lesin dagskrá næstu viku. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. SÍDDEGID 16.20 Litii barnatíminn. Heiðdís Norðfjörð stjórnar barnatíma á Akureyri. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Glaumbæingar á ferð og flugi" eftir Guðjón Sveins- son. Sigurður Sigurjónsson les (9). 17.00 Síðdegistónleikar. James Galway og Konunglega fíl- harmoníusveitin í Lundún- um leika Sónötu fyrir flautu og hljómsveit eftir Francis Poulenc í útsetningu eftir Berkeley; Charles Dutoit stj. / Leontyne Price og Placido Domingo syngja óperudúetta eftir Verdi / Sinfóníuhióm- sveit íslands ieikur Rapsód- íu op. 47 fyrir hljómsveit eftir Hallgrím Helgason; Páll P. Pálsson stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.45 Til- kynningar. 20.00 Sinfónískir tónleikar. Sinfóníuhljómsveitin í Malmö leikur. Einleikarar: Einar Sveinbjörnsson, Ing- var Jónasson, Hermann Gib- hardt og Ingemar Pilfors; Janos Fiirst stj. a. Konsertsinfónía eftir Hild- ing Rosenberg. b. „Hnotubrjóturinn", ball- ettsvíta eftir Pjotr Tsjaí- kovský. 20.45 Kvöldvaka. a. Einsöngur: Margrét Egg- ertsdóttir syngur lög eftir SKJANUM FÖSTÚDAGUR 11. april 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Augiýsingar og dagskrá. 20.40 Sjaldan er ein báran stök s/h. Syrpa úr gömlum gaman- myndum með Stan Laurel og Oliver Hardy (Gög og Gokke). Sýndar eru myndir, sem gerðar voru meðan Laurei og Hardy léku hvor í sínu lagi, þá er fjallað um upp- haf samstarfsins og sýnt, V hvernig persónur þeirra taka á sig endaniega mynd. Margir kunnir leikarar frá árum þöglu myndanna koma við sögu'. m.a. Jcan Ilarlow, Chariie Chase og Jimmy Finlayson. Þýðandi Björn Baldursson. 22.15 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Omar Ragnarsson fréttamaður. 23.15 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynn- ir vinsæl dægurlög. 23.45 Dagskrárlok. Sigfús Einarsson. Guðrún Kistinsdóttir leikur á píanó. b. Á aldamorgni í Hruna- mannahreppi. Síðara samtal Jóns R. Hjálmarssonar við Helga Haraldsson á Hrafn- kelsstöðum. c. Heimur í sjónmáli — og handan þess. Torfi Þor- steinsson í Haga f Hornafirði segir frá Þinganesbændum á 19. öld og hestum þeirra. Kristín B. Tómasdóttir les frásöguna. I tengslum við þennan lið verður lesið Ijóða- bréf Páls Ólafssonar til Jóns Bergssonar í Þinganesi. d. Haldið til haga. Grímur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar landsbóka- safnsins segir frá Jóni Jóns- syni á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði; síðari hluti. e. Kórsöngur: Karlakórinn Geysir syngur. Söngstjóri: Ingimundur Árnason. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.40 Kvöldsagan: „Oddur frá Rósuhúsi". Nokkrar stað- reyndir og huglciðingar um séra Odd V.Gíslason og lífsferil hans eftir Gunnar Benediktsson. Baldvin Hall- dórsson leikari byrjar lestur- inn._ 23.00 Áfangar. Umsjónar- menn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.