Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
i
*
I heilan áratug var Heinz Linge herbergisþjónn Hitlers.
Hann vissi betur en nokkur annar hvad einrædisherrann
hugsadi, hvað hann hræddist og hver urðu örlög hans.
Hér segir hann frá síðustu dögum stryjaldarinnar
Nokkrum dögum eftir afmæli sitt lét Hitler sækja mig
á skrifstofu sína. Hann sagði við mig vafningslaust að
hann vildi að ég færi til fundar við fjölskyldu mína. Ég
tók fram í fyrir honum í fyrsta skipti og mælti að ég
hefði verið með honum þegar allt lék í lyndi og myndi
ekki yfirgefa hann núna. Hitler leit á mig og sagði
rólega: „Ég bjóst við þessu af yður.“
Síðan bætti hann við, þar sem hann stóð við
skrifborðið: „Ég hef enn eitt verkefni að fela yður. Um
mig gildir sama og um aðra hermenn, að berjast til
hinztu stundar, því ég er æðsti maður varna Berlínar-
borgar. Sjáið um að ullarteppi og nægilegt bensín til
þess að brenna tvær manneskjur séu í svefnherbergi
mínu. Ég mun skjóta mig ásamt Evu Braun. Þér eigið að
vefja lík okkar í ullarteppi og bera út í garðinn. Þar
eigið þér að bera eld að líkunum“.
Ég varð allur máttvana og gat aðeins stunið upp: „Já,
foringi“. Meira gat ég ekki sagt. Ég yfirgaf hann
titrandi og skjálfandi. Það hringsnerist allt í höfðinu á
mér.
Við kvöldtedrykkjuna í loft-
varnarbyrginu var nú mest rætt
um dauðann. Aðallega um hinar
ýmsu sjálfsmorðsaðferðir. Allir
yfirveguðu hvernig þeir vildu
binda endi á líf sitt. Að minnsta
kosti létust menn vera að gera
það. Allt virtist skyndilega vera
orðið tilgangslaust. En það er
ekki satt, sem svo oft hefur verið
haldið fram, að menn hafi lagzt í
drykkju og viljað hlaupast undan
merkjum. Meðan Hitler var enn í
lifenda tölu gekk allt sinn vana-
gang. Hins vegar veit ég ekki
hvað gerðist í loftvarnarbyrgi
sjórnarráðsins, en þar höfðu þeir
leitað hælis sem ekki þurftu að
búa í foringjabyrginu.
Það kom fyrir maður rakst á
skrifstofustúlku eða einhvern
þjón sofandi á gólfinu, en vafa-
samt er að Hitler hafi nokkurn
tíma séð slíkt. Hitler og Eva
Braun höfðu verið gefin saman
þann 29. apríl. Borgardómarinn,
Walter Wagner, hætti lífi sínu til
þess að geta komið á staðinn og
gefið þau saman, og framkvæmdi
hann athöfnina klukkan eitt um
nóttina í fundarsal byrgisins.
Það er argasta lygi að Hitler hafi
þurft að klöngrast við staf yfir
dauðadrukkna menn sem höfðu
skipanir hans að engu, eins og
haldið hefur verið fram. Ég hafði
alltaf ímyndað mér brúðkaup
Hitlers á arman veg. Þegar Walt-
er Wagner birtist, klæddur
stormsveitarbúningi, var allt til-
búið. Hitler hafði látið útbúa
salinn fyrir athöfnina. Salurinn
var venjulega notaður til fund-
arhalda, og hafði fjórum hæg-
indastólum verið komið fyrir
öðrum megin við fundarborðið.
Voru tveir þeirra handa brúð-
hjónunum, en hinir tveir handa
vottunum, Goebbels og Bormann.
Wagner, sem var í jafnmiklu
uppnámi og Eva Braun, hóf upp
raust sína og sagði titrandi
röddu: „Ég kem nú að hinu
hátíðlega atriði hjónavígslunnar,
og spyr ég því yður, Foringi minn
Adolf Hitler, hvort þér viljið
ganga að eiga ungfrú Evu Braun.
Ef svo er bið ég yður um að svara
játandi,,. Það gerði Hitler og
einnig Eva Braun, en hana hafði
Wagner spurt hins sama. Eftir
nokkur lokaorð og undirskrift
allra viðstaddra var vígslunni
lokið.
Hitler og kona hans tóku á
móti hamingjuóskunum. Eftir
hálfa aðra klukkustund yfirgáfu
brúðhjónin okkur, en
Goebbelsfjölskyldan, Bormann,
Burgdorf, Hewel, Axmann, von
Below, einkaritari Hitlers, Gerda
Christian, sérlegur aðstoðar-
maður Hitlers og ég héldum upp
á brúðkaupið. A boðstólum var
kampavín, smurt brauð og te. Að
morgni hins 30. apríls fór ég á
fund Hitlers, en hann lauk upp
hurðinni í þann mund sem ég var
að koma. Hafði hann legið full-
klæddur á rúmi sínu og ekki
orðið svefns auðið, en hið sama
hafði gerzt nóttina áður. Bor-
mann, Krebs og Burgdorf húktu
hálfsofandi í hægindastólum vjð
herbergisdyr hans með skamm-
byssurnar í seilingarfjarlægð, en
skrifstofustúlkurnar lágu á dýn-
Heinz Linge og Bormann
báru lík Hitlers og Evu
Braun sveipuð teppum gegn-
um neyöarútganginn (efst til
vinstri á myndinni).
um og biðu þess sem verða vildi.
A hverri stundu gátu Rússarnir
birzt. Hitler lagði fingur á munn
sér og gaf mér merki um að
fylgja sér. Hitler talaði símleiðis
við yfirmann hersins, og var
honum tjáð að vörnin hefði verið
brotin á bak aftur. Rússar hefðu
slegið órjúfandi hring um borg-
ina og ekki væri hægt að vænta
liðsauka. Að vísu bauðst Axmann
til þess að flytja Hitler frá Berlín
með einn skriðdreka til fulltingis
og í fylgd 200 unglinga úr
Hitler-æskuhreyfingunni. En
Hitler neitaði boðinu með þeim
ummælum að það væri hvort sem
er tilgangslaust.
Síðan fórum við í setustofuna,
þar sem Goebbels sárbændi Hitl-
er að láta tilleiðast að yfirgefa
Berlín. En Hitler sagðist ekki
hnika frá fyrri ákvörðun sinni,
en bætti við að Goebbels væri
auðvitað frjálst að yfirgefa borg-
ina með fjölskyldu sinni. Goebb-
els svaraði því til að það myndi
hann ekki gera. Síðan studdum
við Hitler báðir í herbergi sitt.
Mér sortnaði fyrir augum. Brátt
myndi ég verða að framkvæma
hinztu skipunina. Ég var skelf-
ingu lostinn, og mér varð litið til
mannsins sem ég hafði þjónað
dyggilega í meira en heilan
áratug. Hann stóð álútur. Hárið
féll niður á fölt ennið. Hann var
orðinn gráhærður. Hann leit á
mig og gaf mér í skyn að hann
vildi draga sig í hlé. Klukkan var
kortér yfir fimm.
Hann mælti rólegri röddu, rétt
eins og hann væri að tala um
daglega hluti: „Linge, brátt mun
ég skjóta mig. Þér vitið hvað
gera skal.“
Hitler gekk til mín og rétti
mér hendina, og í síðasta skipti í