Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
11
lífi sínu rétti hann fram arminn í
Nazistakveðju. Þetta var óhugn-
anlegt. Ég snerist á hæl og hljóp
að útgöngudyrunum þar sem
verðirnir hímdu. En ég dvaldi
ekki lengi þar, því ég bjóst við að
Hitler myndi á hverri stundu
binda endi á líf sitt. Ég skundaði
í fordyri skrifstofunnar og fann
þar púðurlykt. Það hafði þá
þegar gerzt. Þótt ég væri við öllu
búinn, gat ég ekki fengið mig til
þess að fara einn inn í herbergið.
Ég gekk í setustofuna, þar sem
menn höfðu safnazt saman um
Martin Bormann.
Ég gaf Bormann merki og bað
hann að fylgja mér inn til
Hitlers. Ég opnaði dyrnar, og við
gengum inn. Hann fölnaði og
starði hjálparvana fram fyrir
sig. Á legubekknum sátu Hitler
og Eva Braun. Þau voru andvana.
Hitler hafði skotið sig í gagnaug-
að með 7.65 mm skammbyssu
sinni. Bæði hún og 6.35 mm
skammbyssa, sem hann hafði til
vara, lágu á gólfinu. Höfuð hans
sneri örlítið til veggjar, og blóð
háfði dropið á gólfteppið. Honum
á hægri hönd sat kona hans. Hún
hafði dregið að sér fæturna.
Krampakenndir andlitsdrættirn-
ir báru vitni um að hún hefði
fyrirfarið sér á blásýru. Askjan
sem eitrið hafði verið í var á
borðinu. Ég ýtti henni til hliðar
til þess að fá svigrúm. Meðan
Bormann fór fram til þess að
sækja burðarmenn sveipaði ég
líkin ullarteppum.
Þegar Rússarnir yfirheyrðu
mig, mundi ég eftir því að ég
hafði alls ekki horft framan í
Hitler, og vissi því ekki hvar
kúlan hafði hæft hann. Mér var
það efst í huga að forða mér sem
fljótast.
Fyrst báru menn Evu Hitler
út. Bílstjóri Hitlers, Erick
Kempka, bar hana í fanginu, en
varð að láta annan taka við, af
því að hann gat ekki valdið
henni.
Ég tók undir höfuðið á Hitler,
og tveir liðsforingjar báru líkam-
ann vafinn inn í teppi út úr
byrginu.
Við lögðum líkama hans við
hliðina á líkama Evu, rétt við
innganginn. Við helltum bensíni
yfir þau og reyndum að kveikja í
úr nokkurri fjarlægð. Það reynd-
ist ómögulegt vegna sogsins sem
myndaðist við eldhafið allt um
kring. Stórskotahríð Rússanna
gerði það ennfremur að verkum
Hinztu leifar Hitlers og Evu
Braun geymdu Rússarnir í
þessari kistu. Sérfræðingar
rannsökuöu leifarnar, en
skýrsla frá þeim hefur
aldrei verið birt.
að ómögulegt var að komast að
líkunum. Þá gekk ég inn og bjó
til skutlu úr fréttatilkynningum
sem Hitler voru ætlaðar. Bor-
mann kveikti í skutlunni, og ég
kastaði henni að líkama Hitlers
sem stóð samstundis í ljósum
loga. Við hófum að lokum hand-
legginn að Nazistasið í hinztu
kveðju. Síðan héldum við aftur
inn í loftvarnarbyrgið. Fyrst
Hitler hafði falið mér að brenna
allar persónulegar eigur sínar,
gat ég ekki skipt mér af líkunum
frekar, en það logaði ennþá í
þeim um hálfáttaleytið. Ég
brenndi gólfteppið með blóðinu,
einkennisbúning Hitlers, og lyfin
fóru sömu leið.
Tveimur dögum síðar var ég
tekinn til fanga af Rússunum.
Um 150 manns sóttu skemmtunina.
F élagslíf aldraðra á Suð-
urnesjum í miklum blóma
Gardi. 31. marz.
MIKILL fjöldi aldraðs fólks eða
nálægt 150 manns voru saman
komin i samkomuhúsinu sl. laug-
ardag. Það var Styrktarfélag
aldraðra á Suðurnesjum sem stóð
fyrir skemmtuninni en alls eru
haldnar sex slíkar skemmtanir á
vetri hverjum. Scrstakt félag er
starfrækt hér i Garðinum,
Styrktarfélag aldraðra í Garði,
og eru í því um 60 meðlimir.
Stendur það fyrir ýmsum
skemmtunum til að stytta gamla
fólkinu stundir og sá það einnig
um skemmtunina scm fram fór
sl. laugardag.
Skemmtunin hófst með því að
þrjár ungar stúlkur spiluðu á
blokkflautur en síðan bauð sókn-
arpresturinn, sr. Guðmundur
Guðmundsson, fólkið velkomið og
hélt stutta tölu. Þá voru bornar
fram veitingar og á meðan á þeim
stóð sungu innansveitarmenn
nokkur lög við harmoniku- og
gítarundirleik. Þá var farið með
stuttan leikþátt sem fólkið hafði
mjög gaman af. í lokin kom Rútur
Hannesson með harmonikkuna og
var stiginn dans.
Síðasta skemmtun gamla fólks-
ins verður vorfagnaður 26. apríl í
Grindavík.
í sumar mun styrktarfélag
aldraðra gangast fyrir sólarferð
til Porto Roz og verður lagt af
stað 22. maí. Þá eru fyrirhugaðar
ferðir innanlands. Éinnig eiga
nokkrir kost á því að dvelja á
Löngumýri í Skagafirði í júní í
sumar.
Arnór. Þessar ungu dömur spiluðu fyrir gamla fólkið.
Skeggrætt yfir kaffibolla.
Dansinn dunar. Ljósm. Arnór.