Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Sinfónian að æfingu Hrafn Gunnlaugsson: Fyrir nokkrum árum heyrði það til undantekninga að leik- húsin sviðsettu ný íslenzk leik- rit, og ef það var gert, hafði kvisast úr skúmaskotum að „þetta nýja íslenzka leikrit væri alveg vonlaust" og menn biðu bara eftir því að hakka það í sig. Aðsókn varð síðan engin og menn sögðu: Það er svo erfitt að skrifa leikrit á íslenzku. Þegar Sveinn Einarsson tók við leik- hússtjórastarfi hjá Leikfélagi Reykjavíkur varð hér nokkur breyting á. Sveinn markaði þá menningarpólitísku stefnu að setja upp sem flest íslenzk leik- rit og gefa ungum höfundum tækifæri til að spreyta sig — því fái höfundur aldrei verk sín leikin, er næsta vonlaust að honum fari fram eða þrói skiln- ing sinn á leiksviðinu. Segja má að með tilkomu þessarar stefnu leikhússtjórans hefjist nýtt blómaskeið í íslenzkri leikritun og það heyrir nú ekki til stórtíðinda, þótt fjöldi íslenzkra leikrita sé frum- sýndur á hverju ári og fái sömu eða meiri aðsókn en þau erlend verk sem hér eru á boðstólum. Þessi stefna sem Sveinn markaði á sínum tíma er eitt af fáum dæmum um markvissa menning- arpólitíska hugsun hjá stjórn- anda menningarstofnunar hér á landi. Eg rakti þessa sögu hér að framan til að skýrgreina lítillega hvað ég á við þegar ég slengi saman orðunum pólitík og menningu, í orðið menningarpól- itík. Þegar ég segi menningarpól- itík, á ég ekki bara við þá menningarstefnu sem rekin er af stjórnvöldum eða hagsmunahóp- um listamanna á hverjum tíma, heldur allt val á list sem er til staðar í þjóðfélaginu, og þá sérstaklega val þeirra menning- arstofnana sem þjóðfélagið hef- ur reist og háðar eru breytingum nýrrar tækni og fjölmiðlunar. Hér verður minnst á tvær stofnanir og reynt að skýrgreina stöðu þeirra út frá menningar- pólitísku hlutverki þeirra í íslenzkri listsköpun og skoða séríslenzkan tilverurétt þeirra í síbreytilegum nútíma. Ég hef valið mér Leiklistar- deild hljóðvarpsins og Sinfóníu- hljómsveit íslands sem dæmi, ekki vegna þess að þar sé frekar pottur brotinn en á öðrum vígstöðvum, heldur vegna þess að auðvelt er að setja þær í það samhengi sem skýrir frekar nauðsyn þess að rekin sé mark- viss íslenzk menningarpólitík. Útvarpsleikrit Fyrir örfáum árum voru út- varpsleikrit og sviðsetningar leikhúsanna, auk fáeinna kvik- mynda í bíó, þeir einu gluggar sem fólk gat horft út um til að sjá hvað var að gerast í leikritun og leiklist erlendis. Á síðari árum hefur hins vegar orðið hér mikil breyting á, því sjónvarpið sýnir að jafnaði fjöldann allan af sjónvarpsleikritum og kvik- myndum sem er bútur af því bezta sem gert er á þessu sviði í útlöndum. Tilkoma sjónvarpsins ætti því að hafa haft afgerandi áhrif í þá veru að breyta leik- ritavali leikhúsanna. Ef út- varpsleikritin eru skoðuð ein sér er hægt að benda á ýmis málsrök fyrir því að leikritaval ætti að hafa tekið meiri stakkaskiptum en raun hefur orðið á. Nú er það staðreynd að til- koma norrænnar sjónvarpssam- vinnu hefur haft í för með sér, að hingað berst rjóminn af þeim leikritum og sjónvarpsupptökum sem frændur okkar gera. Spurningin er því hversu mik- illi orku á að sólunda í að hita upp skandinavísk útvapsleikrit í íslenzku hljóðvarpi, þegar rjóm- inn berst hingað til sýningar í sjónvarpinu, og menningar- tengsl okkar við landssvæði eins og t.d. Suður-Ameríku, Austur- Evrópu, Asíu og aðra heims- hluta, eru svo til engin. Hafi erlend útvarpsleikrit hlutverki að þjóna í nútímanum, liggur beinast við að álykta að út- varpsleikritin geti fyllt upp í það menningarlega skarð sem drepið hefur verið á. Höfuðtilgangur útvarpsleik- listar hlýtur að vera að stuðla að aukinni grósku í íslenzkri leik- ritun. Islenzk útvarpsleikrit, ættu að vera hin eina og sanna réttlæting þess að hér sé rekið útvarpsleikhús. Það er samt fremur sjaldgæft að flutt séu íslenzk útvarpsleikrit og hlutur höfunda í þeim fjármunum sem Leiklistardeild útvarpsins eyðir er aðeins örfá prósent. Þær þjóðir sem hafa meínað til að bera í útvarpsleikhúsi Sveinn Einarsson — markaði stefnu, sem leiddi tii blómaskeiðs i íslenzkri leikritun. leggja grundvallaráherslu á inn- lenda útvarpsleikritagerð. Allan fyrirslátt um að Leiklistardeild hljóðvarpsins berist fá innlend verk læt ég lönd og leiðir, því ef Útvarpinu berast ekki leikrit, á það að efna til námskeiðs í útvarpsleikritagerð og örva höf- unda til að skrifa sérstaklega fyrir útvarp. Nú gefur það auga leið að án leikrita er ekki hægt að leika. Leikhúsið varð endanlega til þegar leikskáldin skrifuðu fyrstu leikritin, þ.e. án leikrita og leikritahöfunda er ekkert leik- hús til. Þetta vill þó ærið oft gleymast og séu útvarpsleikritin skoðuð sérstaklega, virðist látið gott heita að þýða í gríð og erg „einhver verk“, bara til að fylla upp í útsendinartíma. Væri ekki nær að fækka útsendingarmín- útum og setja markið hærra: Örva íslenzka leikritun og leggja áherzlu á að upp vaxi innlend leikrit sem fást við sögu og samtíma, og flytja erlend verk frá fjarlægum menningar- svæðum. Leikrit sem eiga erindi við vettvang dagsins. Hér vantar meiri metnað, því hvaða tilgangi þjónar það að leika þýdd verk í hljóðvarpi, sem hægt er að fá frá erlendum sjónvarpsstöðvum á myndsegul- böndum. Skýrasta dæmið um þetta er eflaust, að jólaleikrit hljóðvarpsins í ár var Konan og hafið, en það var jafnframt sýnt í Sjónvarpinu um áramótin og þá í upptöku Norska Sjónvarps- ins. Nú nýlega markaði Leiklist- arþing 1980 þá stefnu að íslenzk útvarpsleikrit verði ekki undir 50% af útsendingartíma leikrita. Þetta er spor í rétta átt og sýnir að íslenzkir leiklistarmenn eru að vakna til menningarpólitískr- ar vitundar um hlutverk hljóð- varpsins. En jafnframt þyrfti að móta þá stefnu í vali erlendra leikrita að þau verði valin með það í huga að víkka sjóndeildar- hringinn og opna potta heims- menningarinnar. Sinfónían og íslenzk tónverk í rauninni ætti þessi stefna að sitja í fyrirrúmi á öllum sviðum menningarlífsins. Grundvallar- réttlæting þess að hér er starf- rækt sinfóníuhljómsveit ætti að vera, að hún flytji íslenzk tón- verk, og örvi íslenzka tónsköpun. Það er frumsköpunin sjálf, sem er undirstaðan; túlkunin er af- leiðing frumsköpunarinnar. í heimi tækni sem býður Sinfóníu- hljómsveit Lundúna inn í stofu hjá hverjum og einum á hi-fi- stereógræjum, hljóta íslenzk tónverka að vera grundvallar- réttlæting þess að hér er starf- rækt sinfóníuhljómsveit. Ný fjölmiðlunartækni hefur breytt þýðingu og hlutverki hverrar menningarstofnunar á fætur annarri, og aukið kröfur sem við gerum á hendur þeim. Ég held að flestir vilji frekar hlusta á löngu heimsþekkt tón- verk í fullkomnum hljómflutn- ingsrtækjum í friði og ró heima hjá sér, heldur en að fara upp í Háskólabíó. Þetta er ekki sagt með það í huga að sinfónían eigi ekki að leika útlenda tónlist — þvert á móti. Spurningin er bara, á hvað á að leggja höfuðáherzlu og hver er grundvallar tilgangur hljóm- sveitarinnar, því það er aðeins ein leið opin til að kynnast nýjum íslenzkum tónverkum, þ.e. að hlusta á íslenzku sinfóní- una flytja þau. Og ef við ræktum ekki sjálf okkar tónlistargerð, gerir það enginn. Hins vegar er hægt að kaupa erlenda sigilda tónlist á óteljandi hljómplötum í flutningi beztu hljómsveita. Tónlist hans er löngu alþjóðleg söluvara. Það ætti því að vera aðalsmerki sveitarinnar að flytja íslenzka tónlist og vinna ónumin lönd. Sá fyrirsláttur að enginn mæti á tónleika með íslenzkum tón- verkum er tilkominn vegna skorts á vilja og trú. Myrkir músikdagar sýna að fólk vill hlusta á íslenzka tónlist. Blóma- skeið það sem nú ríkir í leikrit- un, er tilkomið vegna vilja og vegna þess að leikhússtjórinn trúði því, að hægt væri að skrifa íslenzk leikrit fyrir íslenzka áhorfendur. Nú þarf sama vakn- ing að verða hjá Sinfóníunni. Hér er ekki verið að boða neina einangrun, því vissulega er tónlistin alþjóðlegt tungumál og ekki háð túlkunarvandamálum ritlistarinnar. Og það er einmitt þess vegna sem metnaður okkar ætti að vera margfaldur á því sviði að skapa tónlist sem getur tjáð íslenzka tilfinningu og hugsun, án þess að þurfa að ganga í gegnum þá hakkavél sem ritlistin þarf að fara í gegnum þegar þýtt er úr einu tungumáli á annað. Og þar gegnir Sinfóní- an lykilhlutverki. Menningarleg einangrun er miklu fremur fólg- in í því að hengja tómar eftir- prentanir á veggina. Ég á sömuleiðis afskaplega erfitt með að trúa á íslenzka óperu, nema að samdar séu íslenzkar óperur sem ástæða er til að flytja. Framtak íslensku óperunnar var gott, en nú vantar bara efni að vinna úr: höfunda sem hafa eitthvað að segja okkur. Öflugt listalíf byggir á því að fram komi verk sem eigi erindi við samtíðina og eiga því heimtingu á að verða flutt. Listalífið má aldrei breytast í forngripasafn þar sem dregin eru fram gömul verk og dustað af þeim rykið, aðeins vegna þess að ekkert nýtt er að gerast. (Úrdráttur úr erindi fluttu á ráðstefnu Lífs og Lands.) Útvarpshúsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.