Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
Súveren
Leifur Jóelsson
Þannig sit jið þið
alla nóttina
Leifur Jóelsson:
SÓLARÁTT:
Letur 1980
Ekki er langt síðan Leifur
Jóelsson sendi frá sér Einstigi í
mannhafinu, að mörgu leyti
ferska og athyglisverða frumsmíð.
Nú er hann aftur á ferðinni með
Sólarátt.
í Sólarátt eru fjórtán ljóð. Tvö
þeirra skera sig úr: París og
Kleppur. Parísarljóð er skemmti-
leg ferðaminning „févana og
stefnulauss" manns sem hrífst af
því sem mætir augum hans, en
getur ekki slitið sig að fullu frá
heimaslóðum:
Þrestirnir við KanKstéttarkrána
eru þér nákomnari
en fólkid á strætinu
og hera kveÓju að heiman,
sá fyrsti minnir á þennan vininn,
sá næsti á þessa vinstúlku
(>K þannÍK koll af kolli
(IV)
Það hvarflar að skáldinu að
„hingað mætti flytja nokkra vini/
dansa alþjóðlega stéttabaráttu á
götunum“. Jafnvel Guð er ekki
langt undan: “ — Þú horfir á
fólkið með Guði“. Og í lokakafla
ljóðsins verða heimþrá og eftir-
vænting nýs umhverfis eitt:
Á brautarstödinni „Les Grande Lignes“
sefur stúlka ofan á ferðatöskum,
hún er eins klædd og stúlka
sem þú þekkir að heiman.
Húfan sky^KÍr á andlitið
en vöxturinn er hinn sami.
Þú situr lenjfi andspænis
of huglaus til að ganga
úr skugga um hið sanna.
Loks ferðu út
sezt á járnKrind
þar sem heitt loft streymir upp úr Kötunni.
Arabi kemur ojí sezt krosslöjfðum fótum
við hlið þér.
ÞannÍK sitjið þið alla nóttina
án þess að ræðast við.
Bílarnir aka hjá í nóttinni
mismunandi litir þeirra
skapa viðunandi atburðarás.
(X)
Kleppur er háttbundnara ljóð
en París, skortir þann einfaldleik
sem er kostur ferðaljóðsins. Ort er
um „lítið lokað samfélag" sem
verður tákn þeirra afla „sem
ráðskast með þitt líf“:
Hér bresta þeirra vonir smátt ok smátt
sem komu ei hér í heilsubótarleit
en voru inn í valdsins krafti leiddir.
París og Kleppur segja nokkuð
um þær leiðir til tjáningar sem
togast á í huga Leifs Jóelssonar.
Honum lætur vel að draga upp
myndir í beinskeyttum stíl, en
þegar honum er hvað mest niðri
fyrir verður ljóðstíllinn hátíðlegur
og boðskapurinn vanabundinn.
Sólarátt vitnar um trúhneigð, en
þó fremur trúarþörf samanber
ljóðið Kristur þar sem talað er um
„ljós er lýstir sálu minni“.
í Sólarátt eru misjafnari ljóð að
gæðum en í Einstigi í mannhaf-
inu, sum þeirra eiga varla erindi í
bók, en París er fyrirheit.
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
SNORRI
átta alda minning.
Sögufélag 1979.
Síðasti kafli bókarinnar um
Snorra Sturluson sem Sögufé-
lagið sendi frá sér í fyrra
nefnist Hvernig var Snorri í
sjón? og er eftir Helga Þor-
láksson. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að ólíklegt sé að
Snorri hafi verið hávaxinn og
þrekvaxinn, heldur gildi frem-
ur um hann lýsingin „ekki hár
meðalmaður". Okkur er tamt
að hugsa okkur Snorra breið-
vaxinn og ábúðamikinn sam-
anber ýmsar myndir lista-
manna af honum. En kannski
var hann ekki fjarri sjálfslýs-
ingu Steins Steinarrs: „lítill
maður og lágur til hnésins"?
Hugleiðingar Helga Þor-
lákssonar eru bráðskemmti-
legar eins og fleiri kaflar
bókarinnar. Helgi hefur einnig
samið myndatexta við hinar
fjölmörgu myndir sem birtar
eru í bókinni og sýna hug-
myndir innlendra og erlendra
listamanna um útlit Snorra og
skapgerð. Allur er frágangur
þessarar bókar hinn smekk-
legasti svo að maður stingur
henni að lestri loknum með
glöðu geði í bókaskápinn við
hlið bókar Sigurðar Nordals
um Snorra, en torvelt mun
reynast að hrekja það sem
Nordal hefur að segja um
Snorra.
Annars er það svo að hver
öld eða jafnvel sérhver kyns-
lóð getur búið sér til skoðanir
um Snorra Sturluson, bækur
hans og manninn sjálfan án
þess að skyggja á það besta
sem er eignað honum. Menn
geta stundað slíka fræði-
mennsku af íþrótt, því betra
sem hugmyndaflugið er meira.
Þeir fræðimenn sem fjalla um
Snorra í fyrrnefndri bók (auk
Helga Þorlákssonar eru þar
kallaðir Halldór Laxness,
Gunnar Karlsson, Óskar Hall-
dórsson, Ólafur Halldórsson
og Bjarni Guðnason) skrifa
allir af viti og lærdómi um
höfðingjann og skáldið, en án
þess að bæta verulega við
öðrum þræði vönduð skemmtisaga
er kannski varasamt að nota
reyfaranafnið um hana.
Birni Th. Björnssyni tekst
prýðilega að skapa dramatískt
andrúmsloft og sagan er mjög
læsileg. Hún nýtur þekkingar höf-
undar á tímabilinu, lifnaðarhátt-
um, siðum og klæðaburði svo að
eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki
síst er það ætlun höfundar að
draga upp mynd þess samfélags
myndina sem við eigum af
honum. Samt tel ég að þessi
bók hafi átt erindi á prent,
enda yljar hún þeim sem hafa
yndi af fornri sögu og bók-
menntum. Það má vel taka
undir orð Halldórs Laxness til
dæmis að Snorri hafi verið
súveren, þ.e.a.s. maður sem
„hefur vald til að segja hverj-
um sem er fyrir verkum,
einnig konúngum; en tekur
ekki við skipun frá neinum".
Eins og Óskar Halldórsson
bendir á virðist markmið
Eddu Snorra Sturlusonar „að
blása lífi í skáldskap sem
þegar hafði látið undan síga,
m.a. fyrir sagnagerð, hefja
hann til nokkurrar virðingar á
ný“. Það voru dróttkvæði og
dýrt form sem Snorri mat. Ars
poetica Snorra eða Skáldskap-
armál gera okkur samt ekki að
nei.num aðdáendum stefnu
hans. Að öllum líkindum var
Snorri íhaldssamur maður og
vildi halda í gömul menning-
arverðmæti, en hann kunni
öðrum fremur að fara bil
beggja í túlkun sinni, láta
umburðarlyndi ráða í skiln-
ingi sínum á lífi og list.
Framlag Snorra til skáldskap-
arins er einkum á hinu epíska
sviði, það skiptir hann mestu
að segja sögu með trúverðug-
um hætti. Það sem aðrir höfðu
áður sagt og skrifað betrum-
bætir hann í prósaverkum
sínum, gæðir það nýjum vídd-
um og eykur við það lærdómi
sínum og því sem hann hafði
hugsanlega frá samstarfs-
mönnum við ritun sagnanna.
Ég get ekki betur séð en
Gunnar Karlsson beri blak af
stjórnmálamanninum Snorra
í kafla sínum Stjórnmála-
maðurinn Snorri. Með því að
setja okkur í spor miðalda-
höfðingja verður allt skiljan-
legra að mati Gunnars. Sjálf-
sagður hlutur var að þjónusta
við sér tignari höfðingja færði
manni ófrelsi, en gat líka fært
meiri völd og upphefð. Menn
stefndu að því að fá „mest gott
og minnst illt hverju sinni".
Þótt Snorri væri súveren var
hann kannski fyrst og fremst
maður og stærstur í bókum
sínum.
sem hann lýsir. Danir og Englend-
ingar keppa um yfirráð yfir land-
inu. Það reynir á Andrés Guð-
mundsson að taka afstöðu til þess
hvort hann vill veita Englending-
um liðveislu til að ná landinu
smám saman undir sig, bæði með
aukinni verslun og aðstöðu til
fiskveiða. Af tvennu illu kýs hann
óbreytt ástand þótt það valdi
endanlegum sigri Skarðsmanna.
Stoltið víkur fyrir ást hans á landi
og þjóð, voninni um að betri tímar
séu framundan. Samúð hans er
með hinum snauðu bændum sem
gengu til liðs við hann í baráttu
við ofurefli valds og auðs. Hann
verður að sætta sig við eigin
niðurlægingu til þess að þeir haldi
lífi á þeirri stundu þegar hann á
að mæta dauða sínum eftir fall
virkisins á Reykhólum.
Virkisvetur er saga um hetjur
og höfðingja, menn sem einskis
svífast til að verja heiður sinn. En
eins og dómnefndarmennirnir
fyrrnefndu bentu á eru aukaper-
sónurnar ekki síður eftirminni-
legar. Ein þeirra er Sigmundi sulli
sem Kjartan Guðjónsson gerir skil
á kankvísan hátt í teikningu sinni
á bls. 59: Er Andrés Guðmundsson
heimavið? Kjartan hefur
myndskreytt ýmsar fornar sögur
og lætur vel að túlka heim Virkis-
veturs.
Ast og auður
VIRKISVETUR
Skáldsaga.
Teikningar og kápa: Kjartan
Guðjónsson.
Önnur útgáfa, Menningarsjóður
1979.
Virkisvetur er verðlaunaskáld-
saga frá árinu 1959, en tilefnið var
þrjátíu ára afmæli Menntamála-
ráðs í apríl 1958. Efnt var til
verðlaunasamkeppni um nýja
íslenska skáldsögu og skipaðir í
dómnefnd þrír gagnrýnendur dag-
blaðanna: Bjarni Benediktsson frá
Hofteigi, Helgi Sæmundsson og
Sigurður A. Magnússon.
I niðurstöðu dómnefndar er
farið miklum viðurkenningarorð-
um um Virkisvetur. Meðal annars
er sagt að atburðalýsingar séu
ljósar og tíðum áhrifamiklar, sag-
an rituð á auðugu og þróttmiklu
máli, náin staðþekking geri sög-
una trúverðuga, ýmsar persónur
mótaðar skýrum og föstum drátt-
um, frásögnin öll sé heiðrík að
yfirbragði.
Virkisvetur er söguleg skáld-
saga, greinir frá ytri og innri
átökum sem verða við Breiðafjörð
þegar höfðinginn Guðmundur
Arason á Reykhólum missir auð
sinn í hendur Skarðsmanna. Guð-
mundur Arason stundar verslun
við Englendinga. Einar Þorleifs-
son á Skarði er gerður hirðstjóri
norðan lands og vestan og að
skipun Danakonungs er honum
falið að framfylgja verslunar-
banni. Guðmundur er mágur
þeirra Einars og Björns Þorleifs-
sonar á Skarði og hefur farið vel á
með þeim, en landsmálin haga því
svo til að þar sem áður ríkti
einhugur taka óvinátta og hefnd-
arhugur völd. Eftir að Björn
hirðstjóri Þorleifsson er veginn af
Englendingum undir Jökli hefst
stríð milli sona hans og Andrésar,
laungetins sonar Guðrnundar
Arasonar, en hann er í tygjum við
Solveigu, systur þeirra bræðra.
Ástir þeirra Andrésar og Solveig-
ar gæða söguna rómantík og
spennu sem gefur engum reyfur-
um eftir, en þótt Virkisvetur sé
Jakobína Sigurðardóttir
rithöfundur
Bókmennta-
kynning
hjá BSRB
Nú í kvöld, fimmtudaginn
10. apríl, verður framhaid á
bókmenntakynningu BSRB.
í þetta sinn er það rithöf-
undurinn Jakobina Sigurð-
ardóttir, sem heimsækir op-
inbera starfsmenn á Grettis-
götu 89 kl. 20.30.
í upphafi mun Helga Kress
bókmenntafræðingur segja
frá kynnum sínum af skáld-
inu. Þá mun Þóra Friðriks-
dóttir leikari lesa úr Dæg-
urvísu og Gísli Halldórsson
leikari les úr Snörunni, en
þessar bækur eru meðal
þekktari verka rithöfundar-
ins. Jakobína Sigurðardóttir
mun síðan fjalla um verk sín
og svara fyrirspurnum.
Tíu sónötur
Beethovens
á þrennum
tónleikum á
Akureyri og
í Reykjavík
GUÐNÝ Guðmundsdóttir
fiðluleikari og Philip Jenk-
ins píanóleikari flytja allar
10 sónötur Beethovens fyrir
fiðlu og píanó á þrennum
tónleikum á Akureyri og í
Reykjavík á næstu dögum.
Fyrstu tónleikarnir verða á
Akureyri í kvöld.
Sónöturnar eru allar samd-
ar á því tímabili, sem
Beethoven var hvað afkasta-
mestur, þ.e. á árunum
1797—1812, og eru margar
þeirra meðal þess þekktasta
sem Beethoven lét frá sér
fara.
Fyrstu tónleikarnir verða,
eins og áður segir, á Akureyri
í sal Gagnfræðaskólans í
kvöld, þ.e. 10. apríl og hefjast
kl. 20.30, næstu tónleikarnir
fara fram á sama stað sunnu-
daginn 13. apríl kl. 17, og
síðustu þrjár sónöturnar
verða síðan fluttar laugar-
daginn 19. apríl og hefjast
þeir kl. 17.
Tónleikarnir í Reykjavík
fara fram í Norræna húsinu
og verður sagt frá þeim síðar.
Áskriftarmiðar Tónlistarfé-
lagsins gilda á alla þessa
tónleika, einnig er hægt að
kaupa áskrift á Beethoven-
tónleikana og lokatónleika
félagsins, þ.e. píanótónleika
Berkofskis í maí, og nemur
afsláttarverð í áskrift um
40%.