Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 15 Margt vandlœtingarorðið hefur komið frá Svíum í sambandi við kyn- þáttamisrétti. En nú hafa þeir gert þá óskemmtilegu uppgötvun að... Þrír Arabar sem meiddust í átökum við unga sænska ofbeldisseggi í grennd við Stokkhólm. Þeir eru ekki barnanna bestir STOKKHÓLMUR - Ekki var þetta mikill blaðamatur, nokkrar málsgreinar og lítil mynd af tveim- ur dökkhærðum ungum mönnum, er sátu i framsætinu í bil og hnipruðu sig saman í kuldanum. Frásögnin var einföld. Ungu mennirnir tveir voru innflytjendur frá Tyrklandi, sem voru að leita sér að atvinnu í Nyköping. Þeir sváfu í bílnum sínum, vegna þess að þeir gátu hvergi fengið húsnæði, en úti fyrir var hiti um frostmark. Þeim hafði verið vísað frá mörgum íbúð- um. Leigusali í einu húsinu skýrði ástandið fyrir blaðamanninum: „Við héldum fund með leigjendafélaginu og þeir vilja þá ekki. I fyrsta lagi er ekki hægt að tala við þá. Og þeir drekka, slást og stela. Svo að við leigjum bara Svíurn." Britt Rosmark, embættismaður hjá borginni, sagði blaðamanninum, að væri lítið hægt að hafast að. Haft var eftir henni, að reyndar væri þetta einkamál. Dagblaðið Express- en, hið stærsta á Norðurlöndum, skýrði frá atvikinu án athugasemda. En nokkrum vikum áður hafði verið spurt í ritstjórnargrein þess: „Hvers vegna gat stórfenglegt efnahags- undur ekki gert kleift að skapa hlýlegt og mannúðlegt þjóðfélag? Sænska fyrirmyndin virkar ekki lengur og er ekki haldið á loft til eftirbreytni. Erlendir vinir okkar, þeirra á meðal hinir allra tryggustu, eru farnir að spyrja áhyggjufullir, hvert við stefnum?" „Ósænskt“ athæfi Á sjöunda áratugnúm og framan af þeim áttunda, höfðu þjóðfé- lagsskipuleggjendur Svía á tak- teinum svör við svo til öllum hugs- anlegum afbrigðum mannlegrar breytni. En þeir hugleiddu aldrei kynþáttahatur. Það var svo ósenni- legt, svo „ósænskt". Núna eru allir sammála um, að það sé fyrir hendi, nokkuð sem innflytjendur og börn þeirra, en þeir eru 1,25 milljón af 8,5 milljóna heildarmannfjölda, verða að horfast í augu við á degi hverjum. „Með einni kynslóð hefur svo mikið breyst," segir Kjell Oberg, formaður stjórnskipaðrar nefndar um fordóma og mismunun. „Við kynnum að stefna í ófremdarástand, ef skilningur eykst ekki fljótlega." Hann sagði, að þegar Svíar fluttu inn vinnuafl á velmegunarárunum, hafi helmingur þess komið frá Finnlandi, sem að vísu tilheyrði Norðurlöndum, en hefði gerólíka menningu, og hinir hefðu komið frá Suður-Evrópu. Þegar efnahagslegur vöxtur var á enda, urðu innflytjend- urnir eftir og kepptu um atvinnu, húsnæði og félagslega þjónustu. Erlent vinnuafl er um 5% af heild- arvinnuafli landsins og um 10% þeirra, sem þiggja atvinnuleysis- styrk og eru í endurmenntun. „Og það er vafalaust rétt, að erlendir þegnar fremja fleiri glæpi en inn- fæddir Svíar,“ sagði Oberg. „Vandamálið er,“ hélt hann áfram, „að fjölmargir Svíar halda, að straumur þeirra til lands- VJ ííeUrJ!orkSxnte0 John Cinocour ins hafi valdið atvinnúleysinu. Það er geysilega erfitt að fá þá til að skipta um skoðun á þessu.“ Margir Svíar eru ákaflega vand- ræðalegir yfir þessu, því að þeir voru um langa hríð sérlega strangir í dómum sínum um kynþáttahatur í Bandaríkjunum, Rhódesíu og Suð- ur-Afríku. „Það var auðvelt fyrir okkur að fordæma aðra,“ sagði Oberg, „því að við höfðum enga hugmynd um, hvað gæti gerst hérna, þegar við yrðum ekki lengur allir af einni þjóð." Gríski húsvörðurinn í einu gisti- húsa Stokkhólms, sem býr í bænum Södertalje, en þar ólst Björn Borg upp og þar eru nú 17% íbúanna af erlendu þjóðerni, segir, að viðhorfin hafi breyst á síðastliðnum tíu árum. „Árið 1970 var litið á mig sem framandi að Vissu leyti, en þó í rauninni í lagi,“ sagði hann. „Nú eru breyttir tímar. Fari maður inn á veitingastað, vínstúku, hvert sem er, mætir manni kannski þetta fyrir- litningaraugnaráð. Það, sem mér fellur verst, er hið tvöfalda siðgæði þeirra. Ef maður er grískur læknir, þá er maður undir verndarvængn- um, í uppáhaldi. Sá, sem er grískur verkamaður, er vesalings ræfill." Nýlega varð sjónvarpsviðtal við Shadrach Odhiambo, innflytjanda frá Uganda, sem er í sænska hnefa- leikalandsliðinu, til að færa fólki heim sanninn um daglegt líf hör- undsdökks manns. Odhiambo — sem blöðin í Svíþjóð kalla „hambo“ af einhverri gáfnatregðu — sagði frá því, er hann beið í röð effir strætis- vagni dag nokkurn í Gautaborg. Kona ruddist fram fyrir hann og sagði: „Svíar ganga fyrir.“ Hann bætti við: „Og hún leit út fyrir að vera viðkunnanleg." Kjell Oberg, en hann er fyrr- verandi forstjóri Innflytjenda- skrifstofu Svíþjóðar, sagði, að í Svíþjóð vantaði virk stjórnunartæki til að annast kvartanir um kyn- þáttamismunun. Síðan 1974 hafa aðeins 100 mál endað með lögreglu- skýrslu sagði hann, og af þeim hafa aðeins sjö farið til dómstóla. Ðómur féll í þeim öllum, en þau vörðuðu veitingahús og gistihús, sem neituðu að hleypa inn svertingjum. Sektir voru úrskurðaðar í mesta lagi 100 sænskar krónur, u.þ.b. 10 þúsund ísl. krónur, en það merkir, sagði Oberg, „að hótelstjóri getur sagt við sjálfan sig, að mismunun sé dágóð fjárfest- ing.“ En meiri áhyggjum veldur þó lögreglan, að hans áliti. „Það er augljós tregða af hennar hálfu áð sinna málum er tengjast mismunun. Komi einhver með kvörtun, reyna þeir að sannfæra hann um að fylgja henni ekki eftir, því að það sé svo erfitt að sanna mismunun." Skólarnir Hann telur, að almennt hafi sænsk skólabörn ekki verið frædd um það, hversu mikilvægt framlag innflytjenda er, enda þótt verið sé að hefja áætlun um það. Hið dapur- legasta er, að rannsóknir í skólum hafa leitt í ljós, að innflytjendanem- endur hafa lfið álit á sjálfum sér. „Það voru listar með jákvæðum og neikvæðum eiginleikum og prófanir sýndu, að nemendur, jafnt sænskir sem innflytjendur, notuðu marga neikvæðu eiginleikana til að lýsa Tyrkjum, Sígaunum og öðrum. Það er ömurlegt. Innflytjendabörnin eru ekki hænd að Svíum, en þau dást að þeim.“ Nefnd Obergs er að vinna að skilgreiningu á mismunun og tillög- um um úrræði til að bregðast við henni. Sem hluti í könnuninni hafa Finnar, Italir, Suður-Ameríkubúar, Tyrkir og svertingjar átt viðtöl við landa sína, unnið úr svörum þeirra og mælt með leiðum til úrbóta. Torsten Carlsson, ritstjóri dag- blaðsins í Södertalje, segist aðeins eygja eina lausn á ástandi, sem allar spár segja tvímælalaust að boði síaukinn fjölda innflytjenda: „Svíar verða einfaldlega að breyta afstöðu sinni, ella lendum við í vandræðum til lengdar. Við verðum að fá Svía til að sætta sig við innflytjendurna. Það er ekki nein önnur leið fær.“ Þorgils Jónsson, Ægissíöu: Verðbólgan á íslandi Nú til dags er helst ekki talað um annað meir en verðbólgu, enda er það ekki ástæðulaust að íslensku þjóðinni finnist hún vera orðin nokkuð þung og erfið í allri framleiðslu hér á landi, bæði til sjós og lands. Það hefur alltaf verið hægara að eyða krónunni en að afla hennar. Af hverju skapast verðbólgan og hverjir hafa ýtt undir hana. Þeir sem þar hafa mest unnið að verður þjóðin sjálf að gera upp við sig. Þarna ha£a allir stjórnmálaflokkar á íslandi unnið að, misjafnlega nokkuð, en eru þó allir samsekir í þessum vinnubrögðum. Verðbólgan hjá okkur vinnur að því að gera okkur ósamkeppnishæfa að framleiða af- urðir okkar bæði til sjós og lands fyrir erlendan heimsmarkað, hvað snertir verðlag vörunnar, sem við framleiðum. Þar sem við verðum að byggja alla okkar fjárhagsaf- komu á heimsmarkaðinum eða á erlendum gjaldeyri. Hér þarf að verða alger stefnu- breyting á öllu okkar viðskipta- kerfi, sem við byggjum afkomu- okkar á. Við erum svo lítil þjóð, að við gerum okkur ekki grein fyrir hversu vöitum fótum við stöndum í allri stjórn landsins. Hér verður að koma til breyting og öll þjóðin verður að taka þátt í henni. Það er búið að sýna og sanna, að hér duga ekki orðin tóm og loforð um að stöðVa verðbólg- una. Verkin sýna merkin. Þessi óðaverðbólga stafar mikið af því, að við eyðum meira en við öflum. Verkalýðurinn gerir sífellt hærri kröfur um meira kaup vegna verðbólgunnar, sem fram- leiðslan er ekki fær um að greiða eða getur staðið undir. Framsókn- artímabilið hefur unnið dyggilega að verki verðbólgunnar síðasta tug þessarar aldar. Það þarf enginn að láta sér detta í hug, að verðbólgan stöðvist af sjálfu sér. Hér þarf öflugt átak að verki sem ölljjjóðin verður að taka þátt í. Eg legg til, að ríkisstjórnin hætti að greiða allar uppbætur á útfluttar vörur, en taki þátt í flutningskostnaði á þeim vöruteg- undum, sem þess þurfa vegna framleiðslukostnaðar, bæði iðnað- arvörum, landbúnaðar- og sjávar- afurðum, meðan þjóðin verður að glíma við verðbólguna. Islenzka þjóðin getur ekki haldið uppi eða haft nein áhrif á heimsmarkaðinn, hún er of fámenn til þess. Þess vegna er það hlægilegt að heyra þegar ríkisstjórnin á að fara sjálf að ákveða verð á afurðum okkar. Hún þarf ekkert annað en segja: Það er heimsmarkaðurinn sem ræður verðinu á hverjum tíma en ekki við. Þeir sem flytja vöruna til annarra landa og selja hana þar ættu að vita hvaða verð þeir fá fyrir hana. Eftir því verði sem þeir fá gætu þeir reiknað út hvað hátt kaup væri hægt að greiða fyrir framleiðsluna á hverjum tíma. Það er leiðinlegt að þurfa að segja það, að þeir sem reka sjávarútveginn þurfi alltaf að vinna að verðbólgunni. Það gera þeir með því að vera sífellt að biðja um að fella krónuna. Þeim finnst hún allt of stór og aldrei geta gert hana nógu litla. En þeir gera sér ekki grein fyrir því, að fyrir hverja prósentu sem krónan fellur, hækkar allt verðlag í land- inu. Þannig hafa forstjórarnir og fylgdarlið þeirra, sem stjórna fyrirtækjunum, unnið mest að verðbólgunni hér á landi. í mörg skipti sem þeir gera upp reikninga sína geta þeir sýnt taprekstur. En það kemur ekki að sök hjá þeim. Þeir þurfa ekki annað en segja við ríkisstjórnina, að við þurfum að fá krónuna lækkaða um nokkrar prósentur, svo að endarnir nái saman á reikningshaldinu hjá þeim. Það hafa þeir fengið. Þessi sífellda lækkun krónunnar er einn stærsti liður í dýrtíðinni, sem allur iðnaður hér á landi á erfitt með að rísa undir og gerir okkur ósamkeppnishæfa að fram- leiða okkar afurðir fyrir erlendan markað. Útgerðarfyrirtækin og afkvæmi þeirra hafa skapað að miklu leyti dýrtíðardrauginn, sem þau fá nú sjálf að glíma við, ekki síður en þjóðin í heild. borgils Jónsson, Ægissíðu. Svæðismót Austurlands í skák: Eskfirðingar í efstu sætum SVÆÐISMÓT Austurlands 1980 var haldið á Eskifirði 14. —15. mars. í eldri flokki voru kepp- endur 6. frá Eskifirði, Stöðvar- firði, Egilsstöðum og Fáskrúðs- firði. Sigurvegari varð Hákon Sóf- usson. Eskifirði, en hann hlaut 4lk vinning af 5, og þar með nafnbótina; Svæðismeistari Aust- urlands 1980. Sigur í þessu móti veitir jafnframt rétt til þátttöku í Áskorendaflokki á Skákþingi íslands um páskana. Röð: 1. Hákon Sófusson Eskifirði 4'/2 vinn. 2. Auðbergur Jónsson, Eskifirði 3 lk vinn. 3. Viðar Jónsson, Stöðvarfirði 2V2 vinn. 4. Þór Jónsson, Eskifirði 2 vinn. 5. Einar M. Sigurðsson, Fáskrúðs- firði 1 '/2 vinn. 6. Guðmundur Ingvi, Egilsstöðum 1 vinn. í yngri flokki voru 22 keppendur frá Eskifirði, Neskaupstað, Egils- stöðum, Stöðvarfirði, Eiðum og Djúpavogi. Keppni var mjög jöfn og spenn- andi. Þrír urðu efstir og jafnir, þeir Grétar Guðmundsson og Þorvaldur Logason, Neskaupstað og Magnús Steinþórsson, Egils- stöðum, allir með 5*/2 vinning af 7 mögulegum. Grétar Guðmundsson varð sig- urvegari þar sem hann var hæstur á stigum. Röð efstu manna: 1. Grétar Guðmundsson, Nes- kaupstað 5'á vinn. 2. Magnús Steinþórsson, Egils- stöðum 5% vinn. 3. Þorvaldur Logason, Neskaup- stað 5'/2 vinn. 4. Óskar Bjarnason, Neskaupstað 5 vinn. 5. Guðmundur Hjartarson, Djúpavogi 5 vinn. 6. Guðjón Antoníusson, Eiðum/ Vopnafirði 4xk vinn. 7. -9. Hlynur Áskelsson, Eskifirði 4 vinn. 7.-9. Guðný Jónsdóttir, Eskifirði 4 vinn. 7.-9. Hermann Hlöðversson, Eskifirði 4 vinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.