Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 16

Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 V Þjóðarbúinu kostnaðarsamt ef náttúruvernd er vanrækt — segir Árni Reynisson framkvæmdastjóri „Á næstunni mun á það reyna hvort náttúruvernd og umhverfismálum verði ætlað- ur varanlegur sess í þjóðlífinu eða hvort menn hneigist til að líta á þessi mál öll sem eina af þessum tízkubylgjum, sem rísa öðru hvoru með miklum gný, en renna svo hljóðlega út í sandinn og skilja lítið eftir sig.“ Þessa setningu er að finna í formála að nýlegri skýrslu Árna Reynissonar, íramkvæmdastjóra Náttúru- verndarráðs, um störf ráðsins og stöðu mála í janúar 1980. í niðurlagi þessarar 20 síðna skýrslu finnst Árna ástæða til ofangreindra ummæla. Og í niður- lagi segir hann: Náttúruverndar- ráð hefur nú starfað í tæp 8 ár eftir núgildandi lögum, en þá var því breytt, í samræmi við kröfur nútímans, úr hreinni ráðgjaf- arnefnd í vísi að. stofnun, með víðtækum möguleika til að koma sjónarmiðum náttúruverndar í verk. Á þessum stutta tíma hefur mikilvægur árangur náðst á ýms- um sviðum, m.a.: 1. Fundin er virk og ódýr leið til. að leysa ágreining um umhverf- isáhrif mannvirkjagerðar, með samrðasnefndum og fulltrúa- kerfi, sem lítið kostar að styrkja til þess að hæfileg tök náist í vandamálum á þessu sviði. 2. Langt er komið að mynda kerfi friðlýstra svæða, sem tekur til helstu gersema landslags og lífríkis, án þess að þurft hafi að beita eignarnámi eða kosta miklu til kaupa á löndum og réttindum. 3. Framkvæmdir í þjóðgörðum t.d. Skaftafelli og hliðstæðar umbætur á friðlýstum svæðum hafa mælst vel fyrir og eru vinsælar meðal almennings. Þrátt fyrir þessa ávinninga hafa fjárveitingar til Náttúruverndar- ráðs rýrnað óðfluga og voru 1979 aðeins helmingur af því sem þær voru að kaupmætti árið 1973 og nú virðist enn eiga að rýra kost ráðsins. Slík þróun getur aðeins leitt til þess, að það sem unnist hefur, fer forgörðum og almenn- ingur missir trú á forsjá ríkisins í þessum mikilvægu málum. At- burðir liðinna ára sýna, að það getur orðið þjóðarbúinu ærið kostnaðarsamt, ef náttúruvernd er vanrækt og jafnvel hlotist af óbætanlegt tjón, og að almennur vilji er fyrir því að frægar nátt- úruminjar landsins falli ekki í órækt og vanhirðu. • Umhverfisáhrif mannvirkja — slysavarnir Árni Reynisson gerir grein fyrir 10 þáttum í störfum Náttúru- verndarráðs. Einn þeirra er um- hverfisáhrif mannvirkja. En í náttúruverndarlögum er mælt svo fyrir að leita skuli álits Náttúru- verndarráðs, áður en hafnar eru framkvæmdir, sem valdið gætu spjöllum. Ennfremur að ýmis stór mannvirki, svo sem virkjanir og verksmiðjur skuli hanna í samráði við ráðið. Einnig koma til skyldur á sviði sumarbústaðamála og efn- istökumála, sem hvort tveggja eru þýðingarmiklir þættir í landslags- vernd. Þarna hefur Náttúruverndarráð mótað starfshætti, sem byggjast á viðræðum við fulltrúa hinna ýmsu greina mannvirkjagerðar í þeim tilgangi að sjá fyrir umhverfis- vandamál og leysa þau. í sam- starfsnefndum á hverju sviði eru tekin upp og rædd á skipulegan hátt öll þau verkefni, sem fyrir- huguð eru af hinum ýmsu aðilum og líkleg áhrif þeirra á umhverfi. Er farið yfir hönnun fyrirhugaðra mannvirkja og málsatvik könnuð gaumgæfilega. Leitað er álits kunnáttumanna, sem besta að- stöðu hafa að meta áhrif á líf og land í hverju tilviki. Ef þörf krefur er óskað sérstakrar nátt- úrukönnunar og nánari rannsókn- ar á tilteknum þáttum (t.d. I íf- ríkis) í meiri háttar málum. I niðurstöðum er síðan fjallað um endanleg áhrif og hugsanlegar breytingar í hönnun mannvirkja. Segir Árni óhætt að fullyrða að sú vinna, sem hingað til hefur verið unnin á þessu sviði hafi orðið til góðs. Sýnt hafi verið fram á að mörg árekstrarefni, sem gætu leitt til háværra deilna og alvar- legra truflana í opinberri starf- semi sé hægt að setja niður með tiltölulega einföldum aðferðum. Komið hafi verið upp eftirlits- kerfi, en vandaða vinnu á þessu sviði megi bera saman við slysa- varnir, tryggingar og aðra fyrir byggjandi starfsemi. Orkumál eru þarna einn mikil- vægasti þátturinn, en þar er samstarfsnefnd iðnaðarráðuneyt- isins og Náttúruverndarráð skipuð 3 frá hvorum aðila. Fjallað er um staðarval iðnaðar, virkjanir og raflínur sem ákveðnar hafa verið og almenna stefnumótun og áætl- anir til langs tíma. Mikilvægt er að leiða í ljós líkleg ágreiningsefni sem fyrst, og helst áður en nokkr- um teljandi kostnaði og dýrmæt- um tíma hefur verið varið til forrannsókna. Því ályktaði nátt- úruverndarþing 1975 að flokka skyldi vatna- og jarðhitasvæði landsins eftir náttúruverndar- gildi. Eru fyrstu álitsgérðir sér- fræðinga ráðsins komnar fram og eru til umræðu í nefndinni, þ.á m. viðkvæm vandamál eins og Gull- foss, Þjórsárver og Jökulsárgljúf- ur, þar sem hagsmunir eru miklir á báða bóga. Iðjuver og verksmiðjur eru háð- ar starfsleyfi, ef þar eru notuð eiturefni og hættuleg efni. Hefur tekist góð samvinna Heilbrigðis- eftirlits og Náttúruverndarráðs. Sá háttur var tekinn upp að setja á fót „verkefnisráð", þegar meiri háttar iðjuver er í undirbúningi. Eiga þessir tveir aðilar fulltrúa þar auk þeirra stofnana, sem annast umhverfisrannsóknir og loks fyrirtækið sjálft. Leggur Náttúruverndarráð áherslu á að Við Illjóóakletta í þjóðgaröinum við Jökulsárgljúfur, en næsta stórverkefni Náttúruverndarráðs er bygging þjónustumiðstöðvar þar. Við Ilerðubreið. Náttúruverndarráð vinnur þar að skipulagi á útilífi, þar á meðal að merkingu ökuslóða. Ljósm. Mats. Árni Reynisson umsögn þess liggi fyrir áður en starfsleyfi er veitt, og heilbrigðis- yfirvöldum þannig gefinn kostur á að hafa til hliðsjónar sjónarmið þess um kröfur til mengunar- varna. Helsta ágeiningsefni við stóriðjuframkvæmdir hingað til er hversu naumur tími hefur gefist til rannsókna á umhverfi áður en starfsemi hefst, segir Árni, Staður valinn án tillits til umhverfissjónarmiða, og jafnvel ekki svigrúm til annars en afla gagna til samanburðar síðar, ef meta þarf áhrif starfseminnar á umhverfið. Til að ráða bót á því hefur áðurnefndri samstarfsnefnd verið falið að meta hvaða staðir í landinu teljast álitlegir til að reisa þar stóriðju og hverjum þeirra þurfi að hlífa sérstaklega við röskun. Vinna við það var hafin fyrir nokkrum árum, en liggur nú niðri. í vegamálum er samstarfsnefnd I hverju umdæmi vegagerðarinn- ar, sem í eru umdæmisverkfræð- ingur, fulltrúi Náttúruverndar- ráðs og venjulega heimamaður úr héraði. Áætlun um framkvæmdir er yfirfarnar og rætt um þá staði, þar sem lega vegar eða efnistaka getur verið vafasöm frá umhverf- issjónarmiði, vettvagnsferðir farnar og í vikulok er viðskilnaður kannaður og mælt fyrir um end- anlegan frágang. Vegagerðin hef- ur að ósk Náttúruverndarráðs kostað rannsóknir á nokkrum svæðum, einkum fjarðarbotnum, þar sem fyrirhugað hefur verið að leggja vegi og talið að lífríki gæti stafað hætta af. Málefni fjallvega og fjallaslóða hafa af ýmsum ástæðum orðið útundan á þessu sviði og hefur það leitt til þess að alvarleg spjöll hafa þrásinnis orð- ið, einkum á miðhálendinu. Stefn- ir Náttúruverndarráð í samvinnu við Vegagerð og Landmælingar að átaki í merkingu þeirra slóða í óbyggðum, sem ferðamönnum eru ætlaðar, en lokun þeirra sem valdið hafa spjöllum. Efnistaka og spjöll af námi jarðefna er vandmeðfarin, einkum vegna þess hve erfitt er að koma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.