Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 19

Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 1 9 Magnús Erlendsson bæjarfulltrúi, Seltjarnarnesi: „Vel lýgur sá er með vitnum lýgur" sll.A - I.JOOVOJINi.----■ ----' Milgasn -ósialis^; hrev*'in9ar Þ'0ðf í t r m* m‘rí«’u*U''n K-*r‘ yy Ekki leyfi ég konu að kenna fiokkor og .S,fr"h3Ta svo miög tordsnn'^Pn ^„ars. ssSwSsSmssSÖssí hæli siöltum ,rfulltrúi vinstri # Guörún K. port* iTeUl'of anTf s^álfhóli Si^ •anna á 'SaW™"® Xh*rrieni ; slæöismanna ^ ^Seltiarnarnesseru *^*ar meö 1 11 ÞV";ænf i Mrúm sveitarfélogum f*uru’sia9n,ngar- I te írZ n®r '2% “JSJThlf.Hlotfalliö W* °9 Þv' 1 grunnur gerir mogulegt aö ha prd5entu. getur Seltiarnarnes stært g ítram nina. ^ r------- " _ «iitltrCii meirihlutans é Og hvernig svarar sv° bæiarstiórnarmanns ur •arnarnes, rötatuMn ■ffS Tsel.iarnarnesi Ue.ur minnihlutanum? B*|ars |0 sem svarar rok málgagnsitt Morgunblað'ö 1Dir « Guörun K. semdunum með S kvenmaöur Vegna Þorbergsdóttir er ^^.‘^„Tk! svara verö. h.Tttu þessara tveggia eigmleik* er ^ ömarktæk vegna ieg lýðræöinu vegna þess fy ff , sem fram kemur I hTns siöarnefnda Su kvenf yrirh.n^g aumkunarverö 4 svari bæiarstiórans er (we hÆg, hefur miöað i okkar timum og ber þes er ekk, 4,m að vorn lair.réttismáluro u i.wi vni sé að sæma menn Siálfstæðismanna gegn 4 5^ ,remst sýmr svar kommúnistaheitinu. cn, r ■ ineirihiu,a Það hefur lengi verið samdóma álit allra lýðræðis- og frjáls- hyggjumanna að fái þeir á sig rógburð eða skítkast í Þjóðviljan- um, séu þeir vissulega á réttri leið. Hafandi þau sannindi í huga, má gjarnan líta það sem tímasóun að svara ósannindum sem birtast í Þjóðviljanum, sér í lagi þar sem allur almenningur veit af áratuga reynslu, að hin gömlu vísdómsorð Ara fróða, að „hafa það sem sannara reynist" hafa aldrei verið í heiðri höfð á ritstjórnarskrif- stofum Þjóðviljans. Þegar hins- vegar birtist í Þjóðviljanum leið- ari skrifaður af Einari Karli Haraldssyni ritstjóra, og sjáan- legt er að uppistaða leiðarans er fengin að láni frá illa upplýstum bæjarfulltrúa kommúnista, kemur upp sú staða, að rétt væri að leiða ritstjórann í sannleikann, ef til vill þó, í borinni von um að hann í framtíðinni leiti sér réttra upplýs- inga áður en hann sest til leiðara- skrifa. Hverjir standa undir byggingar- framkvæmdum bæjar- félaga? Leiðari Þjóðviljans miðvikudag- inn 2. apríl, er helgaður Seltjarn- arnesbæ. Þar segir ritstjórinn m.a. „Bærinn hefur á eigin vegum ekki staðið í neinum meiriháttar byggingarframkvæmdum og ríkið hefur greitt 85% af kostnaði við þær stofnanir sem risið hafa í bænum.“ Trúir Einar Karl Har- aldsson þessu sjálfur? Er hann virkilega svo illa upplýstur að álíta að ríkið greiði 85% af t.d. byggingu barna- og unglingaskóla eða íþróttahúsa og félagsheimila? Trúir hann í raun, að ríkið greiði 85% af byggingu barnaheimila, bókasafna, tónlistarskóla og sundlauga? Sé svo, að þekking hans á kostnaðarskyldum sveit- arfélaga nái ekki lengra en téð leiðaraskrif bera með sér, skal hann hér og nú upplýstur um, að öll áður nefnd mannvirki greiða sveitarfélögin sjálf, frá helming og upp í tvo þriðju hluta alls kostnaðar viðkomandi bygginga. I upplýsingaleit framtíðarinnar, ætti ritstjóri Þjóðviljans að leita þekkingar hvað þennan málaflokk varðar t.d. hjá bæjarfulltrúum kommúnista í rauða bænum Nes- kaupstað, en byggja ekki upplýs- ingagrunn sinn á fáfróðum bæj- arfulltrúa flokksins á Seltjarnar- nesi. Aðeins vinstra augað opið Enn magnast geðillska ritstjór- ans og nú má lesa: „í stað þess að Ritstjóra- rugli Þjóð- viljans svarað stefna að því að veita íbúunum velferðarþjónustu er gripið til niðurskurðar á útgjöldum og frestað er úrlausn helstu vanda- mála, svo sem ófremdarástands í hitaveitumálum, málefnum aldr- aðra, gatnamálum og dagvistar- málum, svo eitthvað sé nefnt.“ Magnús Erlendsson Hvað veldur slíkri heift, hatri og ósannindum? Það skyldi þó ekki vera sú stefna ráðandi meirihluta sjálfstæðismanna að setja ein- staklinginn ofar kerfinu — að gefa einstaklingnum kost á aukn- um rauntekjum, öfugt við það sem gerist í þeim bæjarfélögum þar sem kommúnistar eru ráð- andi afl? — En tökum lið fyrir lið það sem ritstjórinn telur upp. Seltirningar hafa nú um rúman áratug haft sína eigin hitaveitu. Með framsýni og fyrirhyggju ásamt blessun náttúruaflanna, hefur hitaveita Seltjarnarness sparað íbúum bæjarins ótalda tugi milljóna gegnum árin. Fyrir nokkrum árum komu upp erfið- leikar vegna of lágs sýrustigs heitavatnsins. Þessi vandamál hafa nú verið að mestu leyti leyst, og ekki er þessi stofnun bæjar- búum dýr í rekstri, við hitaveituna starfar aðeins 1 starfsmaður í fullu starfi, og gjöld til hitaveit- unnar með þeim lægstu sem þekkjast á landinu. má þar nefna, að meðan Suðurnesjamenn mega greiða yfir 10 þúsund krónur á mínútulítra. greiða Seltirningar rúmar 3 þúsund krónur. Þetta kallast á máli Þjóðviljaritstjórans „ófremdar- ástand í hitaveitumálum" — Ekki að furða þó fáar séu þær sálir er leggja trúnað á skrif Þjóðviljans. Seltjarnarnesbær mun á yfir- standandi ári hafa forgöngu um byggingu íbúða fyrir aldraða. Verður unnið að því máli á tvennan hátt. Þeim eldri íbúum bæjarins sem eiga húsnæði fyrir en óska eftir að smækka við sig með því að kaupa íbúð í þessum þjónustuhúsum aldraðra mun verða gert það kleift, hinir sem ekki hafa fjárhagslegan grund- völl eða áhuga til ibúðakaupa á þennan hátt mun bæjarfélagið hlaupa undir bagga með og veita aðstöðu í þessum íbúðum. Hvað gatnamálum viðvíkur má hafa fá orð. Ritstjórinn ætti að aka út á Seltjarnarnes, og þá mun hann komast að raun um að nær allar íbúðargötur bæjarins eru með varanlegt slitlag. Sjái hann sér ekki fært að taka þennan ökutúr, verður honum virt það til vork- unnar — skoðanabræður hans í ríkisstjórninni eru að gera öllum almenningi ókleift að aka um í farartækum sínum vegna Evrópu- mets i benzinokri. Og að lokum hvað viðvíkur dagvistunarmálum, skal ritstjórinn upplýstur um, að til skamms tíma hafa verið laus pláss í leikskólum bæjarins — nokkuð sem ekki þekkist almennt meðal bæjarfélaga. Stefna sjálfstæðis- manna í skattamálum Á þessum dögum þegar yfir þjóðina dynja nýir skattar næst- um á degi hverjum, fyrir tilstuðl- an þeirra manna sem ritstjóri Þjóðviljans prísar sem mest, er athyglisvert fyrir allan almenning að sjá, að nú eru að verða afar skörp skil milli stefnu og ákvarð- ana vinstri manna annarsvegar og sjálfstæðismanna hinsvegar, og koma þessi skil skýrast fram í þeim bæjarfélögum þar sem sjálf- stæðismenn hafa hreinan meiri- hluta. Það mun vafalaust lítt gleðja ritstjóra Þjóðviljans, er höfundur þessarar greinar upplýs- ir hér og nú, að honum er kunnugt, að í þeim bæjarfélögum þar sem sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta, mun að óbreyttu ástandi efnahagsmála, hvergi verða nýtt hámark ný- leyfðra útsvarshækkana — og ástæðan er einföld, sjálfstæðis- menn vilja vera trúir þeim hug- sjónum sem þeir byggja lífsskoð- anir sínar á — AÐ SETJA EIN- STAKLINGINN í ÖNDVEGI. „Ekki leyfi ég konu að kenna“ Þjóðviljaritstjórinn kastar ónotum í bæjarstjóra Seltjarnar- neskaupstaðar og ber honum á brýn kvenfyrirlitningu. Bæjar- stjóri er maður til að svara fyrir sig, en leyfist höfundi þessarar greinar að lokum að minna rit- stjóra Þjóðviljans á, að konur eru líka menn, og mannanna börnum er gefinn misjafn hæfileiki til að bera sannleikanum vitni. Það vitni sem Einar Karl Haraldsson notaði sem uppistöðu leiðara þess sem hér hefur verið gerður að umræðuefni, virðist ekki enn hafa lært að ganga að fullu á vegum sannleikans — megi það þó verða — „því sannleikurinn er sagnafár, en lygin langorð". Svanhildur Þorsteinsdóttir: Norðlendingar nær og f jær Þeim sem fylgjast með fréttum er kunnugt um byrjunarfram- kvæmdir að byggingu hressingar- hælis Náttúrulækningafélags Ak- ureyrar í Kjarnalandi. Sl. sumar var hafist handa og unnið fyrir það fé sem til var sem hrökk þó skammt sem vonlegt var í þeirri óðaverðbólgu sem hér geysar. Vonir félagsins beinast að því að næsta sumar verði hægt að ljúka við kjallarann, en til þess að það takist þurfa margir að rétta fram hjálpandi hendur. Alltaf bíða margir norðlendingar eftir dvöl í heilsuhælinu í Hveragerði, sumir árum saman. Það meðal annars ætti að sýna hve mikil þörf er á svona hæli hér á Akureyri, mætti einnig taka inn í dæmið háan ferðakostnað milli landshlutanna. Sumum finnst óþarfi að byggja hælið þar sem Sjálfsbjörg er með sína stöð í byggingu, en þetta er annars eðlis. Sjálfsbjörg verður með vinnuaðstöðu fyrir fatlað fólk, einnig endurhæfingu, en að- eins sem göngudeild. Hæli N.L.F.A. verður dvalarheimili þar sem fólk býr meðan það fær sína þjálfun. Fólk sem nýtur þjálfunar í Bjargi eða við líkar aðstæður, hefur ekki full not af meðferðinni vegna þess að flest stundar það vinnu jafnframt og þá er miklu minni von um árangur. Þegar aftur á móti er um dvalarheimili að ræða þar sem sj.úklingar njóta algerrar hvíldar milli þjálfunar- aðgerða, næst miklu betri og varanlegri árangur. Margir eru vantrúaðir á að takist að afla fjár til slíkrar byggingar sem ekki er kostuð af ríkissjóði og tal um að hvergi séu til peningar á þessum verðbólgu- tímum, fólk hafi varla fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum. Óneitanlega finnast manni svona yfirlýsingar oft stangast á við raunveruleik- ann. Mætti aðeins minnast á flugeldakaupin um síðustu áramót og svimandi háar upphæðir til áfengiskaupa. Þegar maður hugleiðir að Kristneshæli var byggt á miklum krepputímum árin 1925—1927, að hálfu leyti fyrir samskotafé, sem að miklu leyti var safnað á norðurlandi, finnst manni að þetta hljóti að takast nú á tímum. íbúar Kópavogskaupstaðar hafa sett sér það mark að byggja hjúkrunarheimili aldraðra, aðal- lega fjármagnað af framlögum bæjarbúa. Söfnunin gengur sam- kvæmt áætlun svo allar líkur eru á að markinu verði náð. Hress- ingarhælið okkar verður dýrari bygging, en við vonumst til að ALLIR norðlendingar leggi eitt- hvað af mörkum svo það ætti að jafna metin. Búið er að skrifa öllum sveitastjórnum, forsvars- mönnum fyrirtækja, stéttarfélög- um og yfir 200 öðrum félagasam- tökum á norðurlandi og biðja um fjárframlög. Sveitastjórnum og stéttarfélögum er gefinn kostur á að leggja fram í áföngum andvirði eins herbergis sem viðkomandi hefði svo forgang að. 4 kvenfélög hafa sent peningaupphæðir hvert eftir sinni getu og 2 sveitarfélög fjárframlög. Það má segja að þessi framlög séu eins og dropi í hafið miðað við áætlaðan byggingar- kostnað en málshátturinn: „Margt smátt gerir eitt stórt“ er enn í fullu gildi. EF við hugsum okkur t.d. að 200 félög sendi kr. 100.000,00 hvert eru það 20 millj- ónir. Ef við hugsum okkur að hver meðlimur þessara félaga legði fram 1—2000 kr. á ári á meðan á byggingu stendur yrði það stór upphæð. Komið til liðs við okkur sem fyrst, því á því veltur hve mikið verður hægt að þoka framkvæmd- um áleiðis í sumar. Félagar í N.L.F.A. munu ,ekki liggja á liði sínu. Fyrirhugaðar eru ýmiskonar fjáröflunarleiðir sem auglýstar verða þegar þar að kemur. Það er afar mikilvægt fyrir fólk að geta fengið dvöl á svona hæli t.d. meðan það er að safna kröft- um eftir sjúkrahúsdvöl. Vonandi tekst sem fyrst að Ijúka þessari byggingu til blessun- ar bæði fyrir núlifandi og kom- andi kynslóðir. 21. 3.1980, Svanhildur Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.