Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
Þórir S. Guðbergsson:
U ppeldishlut-
verk skólans
ÆSKULÝÐSSTARF
kirkjunnar heldur sinn
20. æskulýðsdag á morg-
un, fyrsta sunnudag í
marz. Að þessu sinni er
það fjölskyldan sem þár
situr í fyrirrúmi. Þess
vegna verða fjölskyldu-
guðsþjónustur þennan
dag í kirkjum landsins
og hefur messuformum
verið dreift í 15 þúsund
eintökum um land allt.
Er ætlunin að halda fjöl-
skylduhátíð í kirkjunni á
æskulýðsdeginum og
þannig benda á mikil-
vægi fjölskyldunnar í
trúarlegu uppeldi æsku-
lýðs landsins. Eru for-
eldrar hvattir til að láta
þá ánægju eftir sér að
fara með börnum sínum
til kirkju á æskulýðsdeg-
inum, segir í fréttatil-
kynningu sem Mbl. hefur
borist og fer hér á eftir:
Margbreytileg dagskrá
Guðsþjónustur verða í flestum
söfnuðum, nema þar sem prestar
þjóna mörgum kirkjum. Þar
verður æskulýðsdeginum einnig
framhaldið næstu sunnudaga.
Unglingar stíga gjarnan í stól-
inn, sýna helgileiki og kynna
nýja söngva. Víða eru kvöldvök-
ur á sunnudagskvöldið, t.d. á
ísafirði, þar sem boðið verður
„Breyttar aðstæður í
þjóöfélaginu leggja
skólanum aukið uppeld-
ishlutverk á herðar.
Hann verður í samvinnu
við heimilin að búa
nemendur undir líf og
starf í lýöræðis-
þjóðfélagi, sem er í
sífelldri þróun.“
1
upp á „systkinamáltíð". A Seyð-
isíirði bjóða unglingar foreldr-
um sínum til samveru. I Ytri-
Njarðvíkurkirkju verður fjöl-
breytt samkoma, einnig í
Bústaðakirkju. í Grundarfirði
ganga unglingar í hús og selja
nýútkomna bænabók, bænirnar
mínar.
I nokkrum söfnuðum eru að
hefjast umræðuhópar um fjöl-
skyldumál og er þar stuðnings-
lesefni hausthefti Kirkjuritsins
1979, sem fjallaði einmitt um
fjölskylduvernd.
Æskulýðsstarfið
Séra Ingólfur Guðmundsson
gegnir nú starfi æskulýðsfull-
trúa þjóðkirkjunnar en með hon-
um starfa Hrefna Tynes, Stína
Gísladóttir BA og Oddur Al-
bertsson, sem nýkominn er heim
úr sérnámi í safnaðarstarfi, og
Hinrik Hilmarsson sem annast
að mestu skiptinemana.
Æskulýðsstarf kirkjunnar
gengst fyrir námskeiðum í fé-
lagsstörfum og leiðtogaþjálfun
ár hvert. Upp á síðkastið hefur
dramaáhugi vaxið mjög meðal
félaga í æskulýðsstarfi og hafa
verið haldin námskeið í mímu-
leikjum, helgileikjum og spuna.
Er árangur þess víða að sjá á
æskulýðsdaginn. Þá er nokkur
útgáfa á vegum Æ.Þ. Gefin hafa
verið út tvö fermingarkver, Líf
með Jesú og Kristin trúfræði,
sem eru nú í notkun. Bænabók,
sérstaklega ætluð til kvöldbæna
fjölskyldunnar, kom út nú fyrir
jólin. Nefnist hún Bænirnar
mínar.
Æskulýðsstarfið gefur einnig
út söngbækur með jöfnu millibili
sem í eru söngvar með kristnum
textum við léttari lög.
Öll ár barnaár
Enginn aðili hérlendis gengst
fyrir svo víðtæku barnastarfi
sem kirkjan. I flestum söfnuðum
landsins er barnastarf eftir því
sem aðstæður leyfa og hefur svo
verið um langan aldur. Þúsundir
barna koma til kirkjunnar í
hverri viku. I ýmsum söfnuðum
fer barnastarfið fram á laugar-
dögum og kallast jafnan laugar-
dagsskólinn.
Tíðkast það æ meir að foreldr-
ar og aðstandendur komi með
börnum í barnastarfið. Æsku-
lýðsfélög þjóðkirkjunnar voru
fyrst stofnuð fyrir tuttugu árum,
er fyrsti æskulýðsfulltrúi kirkj-
unnar, sr. Ólafur Skúlason, hóf
störf. Síðan hafa gegnt því
embætti sr. Hjalti Guðmunds-
son, sr. Bernharður Guðmunds-
son (3), sr. Jón Bjarman (2), sr.
Guðjón Guðjónsson, sr. Þorvald-
ur Karl Helgason og nú sr.
Ingólfur Guðmundsson. Þau
Unnur Halldórsdóttir safnaðar-
systir, Jóhannes Tómasson
blaðamaður, Guðmundur Ein-
arsson framkvæmdastjóri og Jó-
hann Baldvinsson kennari hafa
starfað á liðnum árum við æsku-
lýðsstarf kirkjunnar auk fjölda
sjálfboðaliða.
Samstarf
Samstarf er á milli æskulýðs-
starfs þjóðkirkjunnar og hinna
ýmsu kristnu æskulýðshópa, svo
sem KFUM & K, Kristilegu
skólahreyfingarinnar og Ungs
fólks með hlutverk. Eiga þeir
fulltrúa í æskulýðsnefnd kirkj-
unnar sem skipuð er prestum og
leikmönnum víðs vegar að af
landinu.
Rafiðnaður á íslandi
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá Rannsóknaráði ríkis-
ins:
Rafiðnaður er talinn lykilgrein
nútíma iðnþróunar. Rafiðnaður er
oft grundvöllur tækniþróunar í
öðrum atvinnugreinum og erlend-
is hefur þessi iðnaður verið í örum
vexti. Með hliðsjón af þessum
atriðum og einnig vegna hinnar
öru þróunar rafiðnaðar sem sjá
má fyrir á næstu árum, m.a. vegna
aukinnar útbreiðslu örtölvunnar,
skipaði Rannsóknaráð ríkisins
starfshóp um rafiðnað í lok ársins
1978 og skyldi hann m.a. gera
könnun á þýðingu þessarar grein-
ar við hérlendar aðstæður og setja
fram rökstuddar tillögur um efl-
ingu hennar á íslandi.
I starfshópnum voru: Stefán
Guðjohnsen-, tæknifræðingur —
formaður, Björn Kristinsson,
prófessor, Halldór Kristjánsson,
verkfræðingur, Þorvaldur Jóns-
son, yfirverkfræðingur, Reynir
Hugason, verkfræðingur — ritari.
Skýrsla starfshópsins kom út
síðla árs 1979 og var hún síðan
kynnt á fundi í janúar síðastliðn-
um, þar sem ýmsir aðilar voru
fengnir til að segja álit sitt á
skýrslunni og fjalla um þróun-
armöguleika rafiðnaðar í landinu
og fundarmenn tjáðu sig um
skýrsluna.
Fram kom að það virðist sam-
dóma álit manna að rafiðnaður sé
mjög lífvænlegur, en til þess að
hann geti þróast öfluglega þurfi
að efna til sérstaks átaks til að
greiða úr ýmspm vandamálum
sem standa honum fyrir þrifum.
Er nú verið að vinna að undirbún-
ingi slíks verkefnis.
Helstu niðurstöður starfshóps-
ins eru eftirfarandi:
Við rafiðnað starfa nú 37 fyrir-
tæki með samtals 165 starfsmenn
og þar af eru ófaglærðir 71,
faglærðir 71 og sérfræðingar 23.
Framleiðsluverðmæti þessara
fyrirtækja er um 1,5 milljarður á
ári.
Á innanlandsmarkaði munu á
næstu tuttugu árum skapast mörg
framleiðslutækifæri sem eru að
meira eða minna leyti aðgengileg
fyrir íslenskan rafiðnað. Á með-
fylgjandi mynd sést að verðmæti
þessara framleiðslutækifæra er
áætlað á bilinu 150—400 milljarð-
ar króna, sem skiptast á ýmis svið
raf- og rafeindatækni.
Stærsti hlutinn er vegna tækja
til orkuvinnslu úr innlendum
orkulindum, 60—180 milljarðar
króna og er þar átt við m.a.
spenna, afriðla, stjórnbúnað og
rafgreiningartæki. Orkuvinnslu-
tæki s.s. rafalar, hverflar og
spennar eru áætluð að verðmæti
24—67 milljarðir króna.
Miklir möguleikar skapast einn-
ig á sviði hugbúnaðar fyrir tölvur,
sérhæfðra rafeindatækja og fjar-
skiptatækja. .
Talið er að 650 atvinnufyrirtæki
geti skapast í nýjum rafiðnaði
árið 1985 og að framleiðsluverð-
mæti þess árs geti numið 5—10
milljörðum króna á verðlagi árs-
ins 1979. Verulegur hluti hinna
nýju atviiínutækifæra væri meðal
tæknimenntaðra manna, við
hönnun og þróun tækja og hug-
búnaðar. Hér er því um hálauna-
iðnað að ræða.
Til þess að þetta megi verða
leggur starfshópurinn til að gripið
verði til markvissra aðgerða til
eflingar rafiðnaði m.a. eftirfar-
andi:
— Þróun framleiðs^i rafeinda-
tækja og raftækja verði hvött t.d.
með fjárhagslegum sttjðningi við
hönnunar og vöruþróun,
— ráðgjöf um framleiðsluað-
ferðir, hagræðingu, gæðaprófanir,
stofnsetningu fyrirtækja og fleira
verði efld,
— samvinna rafiðnaðarfyrir-
tækja verði efld og einnig sam-
vinna við aðrar iðngreinar svo
sem málmiðnað,
— aðgangur að tæknilegum
upplýsingum um rafiðnað og raf-
tækni verði aukinn,
— menntun á sviði raftækni og
rafiðnaðar verði efld,
— aðföng til rafiðnaðarfram-
leiðslu verði tollfrjáls án aðflutn-
ingsgjalda,
— opinberir aðilar verði hvattir
til viðskiptalegs stuðnings við
innlendan rafiðnað m.a. með
hvetjandi innkaupastefnu og þátt-
töku í þróunarkostnaði vegna ein-
stakra þróunarverkefna.
Framkvæmdanefnd Rannsókna-
ráðs ríkisins hefur nú lagt til við
iðnaðarráðuneytið að ofangreind-
um aðgerðum verði hrundið af
stað í formi átaks með samvinnu
Iðntæknistofnunar, Útflutnings-
miðstöðvar, Félags ísl. iðnrekenda
og Landssambands iðnaðarmanna
og ráðuneytisins. Markmið verk-
efnisins yrði að auka framleiðslu
rafbúnaðar og rafeindatækja í
landinu með hliðsjón af þeirri
aukningu sem fyrirsjáanleg er
hérlendis í hagnýtingu hvers kyns
rafbúnaðar og hugbúnaðar sem
honum tengist. Hæfilegt er að
stefna að þreföldun framleiðslu-
verðmætis á næstu 5 árum.
Verkefnisstjóri yrði ráðinn til
að sjá um framkvæmd áður-
greindra aðgerða, en hann nyti
aðstoðar starfsliðs stofnana og
samtaka iðnaðarins. Stuðningur
af hálfu his opinbera við slíkt átak
fjármagnsfyrirgreiðslu, aukinni
menntun og þjálfun starfsliðs og
opinberri innkaupastefnu, er
nauðsynlegur þáttur í átakinu.
Það er von framkvæmdanefndar
Rannsóknaráðs fíkisins, að með
slíku samstilltu átaki megi örva
þróun þessa iðnaðarsviðs.