Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
Höfn:
Liðlega 6350 lestir
á land á vetrarvertíð
Ilófn. IIornafirAi. 2. apríl.
AFLAST hefur sæmilega hér það
sem af er vetrarvertíð. Allflestir
vertíðaf'bátar tóku upp net dag-
inn fyrir þorskveiðibannið, þ.e.
28. marz s.l.
Heildaraflinn frá 2. janúar til
29. marz s.l. var liðlega 6350 lestir
í 781 róðri. Frystihús Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga tók á móti
liðlega 6138 tonnum og nýstofnað
saltfiskverkunarfyrirtæki á Ilöfn,
sem ber nafnið Hellir h.f., tók á
móti liðlega 211 tonnum. Meðalafli
í róðri var 8.132 kíló.
Þegar mest aflaðist bárust á
land á einum degi 287 tonn. Fjórir
aflahæstu bátarnir eru Garðey SF
22 með liðlega 563 tonn í 43
róðrum, Hvanney SF 51 með
liðlega 532 tonn, Freyr SF 20 með
liðlega 513 tonn og Þórir SF með
liðlega 433 tonn. UÁ sama tíma
fyrra höfðu borizt á land liðlega
7183 tonn í 859 róðrum. Meðalafl-
inn í fyrra var 8.352 kíló.
— Einar.
F jalakö ttur inn sýnir
„Hugrekki f ólksinsu
FJALAKÖTTURINN í Tjarnar-
bíói sýnir í kvöld, fimmtudag, kl.
21, á laugardag kl. 17 og sunnudag
kl. 17, 19.30 og 22 kvikmyndina
„Courage of the People" (Hug-
rekki fólksins) eftir Jorge Sanjin-
es en myndin er frá árinu 1971.
Mynd þessi fjallar um fjölda
morð á námuverkamönnum í tin-
námum Bólivíu 1967.
Páskahelgin á Ólafsfirði:
Varla litið upp
úr fiskvinnunni
Ólafsfirfli, 9. apríi.
MJÖG mikil atvinna hefur verið
hér í allan vetur og um páskana
var unnið af kappi alla dagana
ncma föstudaginn langa og
páskadag. Segja má að allir, sem
vettlingi gátu valdið, hafi lagt
sitt af mörkum til að bjarga
verðmætum og skipti þá engu
hvort um var að ræða fólk úr
öðrum atvinnugreinum eða
námsfólk, sem var í páskaleyfi.
Allir voru á kafi í fiskvinnslunni
nema þeir kappar, sem unnu til
glæstra verðlauna á skíðalands-
mótinu á Akureyri.
Mánudaginn fyrir páska kom
Sigurbjörgin inn með um 250
tonn, Sólbergið kom með um 200
tonn í gær og Ólafur Bekkur er
væntanlegur á morgun með um
150 tonn. Allir eru togararnir á
skrapi og er uppistaðan í afla
þeirra blálanga, sem er unnin í
skreið, fryst eða söltuð, karfi og
ýsa, sem töluvert hefur verið af.
Eru þetta fyrstu túrar togaranna
á aðrar veiðar en þorskveiðar og
þeir því að byrja sitt 27 daga
þorskveiðibann, sem þeir eiga að
ljúka fyrir lok þessa mánaðar.
— Fréttaritari.
Þær una greinilega glaðar við sitt þessar hressilegu stúlkur frá
Olafsfirði og þær hafa tæpast Iegið á liði sínu í törninni um
páskahelgina. (Ijósm. Loftur ÁsKoirsson).
Þessir ungu skíðagarpar tóku báðir þátt i páskaeggjakeppninni á Seljalandsdal, ísafirði á páskadag.
Hvorugur þeirra vann þó til verðlauna, en ánægjan af þátttökunni var ekki minni fyrir það, enda
happdrætti hverjir unnu. Ljósm. Mbl. F.P.
Hljómplötuútgáfan sækir
um útvarpsrekstrarleyfi
„ÁSTÆÐAN fyrir því að Hljóm-
plötuútgáfan hefur nú sótt um
leyfi til reksturs útvarpsstöðvar
er einfaldlega sú, að íslenzkir
hljómplötuútgefendur búa ekki
við sömu skilyrði og erlendir
starfsbræður í sínum heimalönd-
um,“ sagði Jón Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Hljómplötuútgáf-
unnar h.f. í samtali við Mbl.
„Til samanburðar má nefna, að
hlutur útgefenda hér af spilaðri
tónlist í útvarpinu hefur verið um
10% af heildartónlistarflutningi,
en í Svíþjóð er þetta hlutfall um
50%. Þá hefur okkur borizt það til
eyrna að umsjónarmönnum ein-
stakra þátta sé hreinlega uppálagt
að leika ekki íslenzka tónlist,"
sagði Jón ennfremur.
Þá kom það fram hjá Jóni, að
þar sem íslenzkir hljómplötuút-
gefendur hefðu ekki getað náð
neinu samkomulagi við útvarpið,
sæju þeir sér ekki fært annað en
að sækja um rekstrarleyfi fyrir
útvarpsstöð sjálfir til þess að
koma íslenzkri tónlist á framfæri.
„Þetta er sem sagt fyrst og fremst
hugsað til að rétta hlut íslenzkrar
hljómplötuútgáfu," sagði Jón
ennfremur.
Þá sagði Jón að ef af rekstri yrði
myndu þeir sjálfsagt líta sömu
augum á „æðri“ tónlist og stjórn-
endur útvarpsins litu létta tónlist.
Stefnumarkandi dómur Hæstaréttar:
Bætur dæmdar fyrir land,
sem tekið var eignarnámi
vegna hraðbrautarlagningar
NÝLEGA var kveðinn upp í Hæsta-
rétti stefnumarkandi dómur um
bætur vegna eignarnáms, sem
Vegagerð ríkisins framkvæmdi
vegna hraðbrautarlagningar í
landi Leirvogstungu í Mosfells-
sveit. Var hin lögfræðilega spurn-
ing sú hvort annað land en það sem
undir veginn fór hækkaði svo
mikið við vegarlagninguna að eng-
ar bætur ættu að koma til eða bæta
ætti landeigendum missi landsins,
sem undir veginn fór. Varð niður-
staða Hæstaréttar sú að greiða ætti
bætur fyrir veginn og var fjárála-
ráðherra f.h. Vegagerðar rikisins
dæmdur til að greiða landeigend-
um kr. 1.020.000,- auk vaxta.
Landspilda sú sem um ræðir er í
landi Leirvogstungu og markast af
Köldukvísl að sunnan og Leirvogsá
að norðan. Þarna hefur þjóðvegur
legið um í áratugi en þegar hrað-
brautarlagning á Vesturlandsvegi
frá Korpúlfsstaðaá í Kollafjörð var
undirbúin var ákveðið að færa
veginn. Vegna þess var landspilda
sú, sem málið fjallar um, tekin
eignarnámi 1971 en landeigendum
skilað aftur því landi, sem gamli
vegurinn stóð á.
Matsnefnd var tilkvödd til að
meta landið, sem undir veginn fór.
Komst hún að þeirri niðurstöðu að
vegna hraðbrautarlagningarinnar
myndi annað land í landareigninni
hækka svo mikið að engar bætur
þyrftu til að koma. Málið fór síðan í
yfirmat, sem gaf valkosti í niður-
stöðum sínum.
Landeigendur höfðuðu mál fyrir
dómstólum og kröfðust bóta fyrir
landið en ríkið neitaði öllum kröfum
um bætur. Landeigendur töldu
ósanngjarnt að draga frá bótum
hugsanlega verðmætaaukningu
annars lands í landareigninni. M.a.
væri ósannað að svo væri og ef um
slíka verðmætaaukningu væri að
ræða fengju aðrir landeigendur í
nágrenninu hana án þess að leggja
neitt af mörkum.
Niðurstaða Hæstaréttar varð sú
að vegalög bæri að túlka þannig, að
ekki ætti að draga frá bótum þá
verðhækkun lands, sem aðrir njóta
einnig. Hins vegar bæri að draga frá
þann hagnað, sem landeigandanum
einum hlotnaðist, í þessu tilfelli
aðallega gamla veginn og malarefni,
sem hafði bundist í honum, en í
landi Leirvogstungu fer fram mal-
arnám.
Sem fyrr segir var fjármálaráð-
herra f.h. Vegagerðar ríkisins
dæmdur til þess að greið landeig-
endum kr. 1.020.000,- í bætur auk
vaxta. Er þetta sama upphæð og
landeigendum voru dæmdar í bæj-
arþingi Reykjavíkur. í Hæstarétti
voru dæmdir hæstu innlánsvextir á
hverjum tíma og er dómurinn einnig
stefnumarkandi að þessu leyti.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Logi Einarsson, Ár-
mann Snævarr, Benedikt Sigur-
jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór
Vilhjálmsson. Lögmaður landeig-
enda var Jón Steinar Gunnlaugsson
hdl. og lögmaður ríkisins Gunnlaug-
ur Claessen hdl. og var þetta
prófmál beggja fyrir Hæstarétti.
Garðar Gíslason borgardómari kvað
upp dóminn í bæjarþingi Reykja-
víkur.
„Svört á
brún og
brá“ í
Dalabúð
Búðardal, 9. apríl.
LEIKKLÚBBUR Laxdæla frum-
sýnir annað kvöld I Dalabúð
gamanlcikinn „Svört á brún og
brá“ eftir Philip King í þýðingu
Svandísar Jónsdóttur.
Leikendur eru átta og leikstjóri
er Þröstur Guðbjartsson og er
þetta annað leikstjóraverkefni
hans. Frumraun hans var á
Hvammstanga er hann leikstýrði
leikritinu „Sunneva og sonur ráðs-
mannsins".
Næstu sýningar á „Svört á brún
og brá“ verða 19. og 20. apríl n.k.
Þá eru fyrirhugaðar sýningar á
Skagaströnd 26. apríl, Hvamms-
tanga 27. apríl, Hellissandi 3. maí
og Stykkishólmi 4. maí.
„Svört á brún og brá“ er fimm-
tánda verkefni Leikklúbbs Lax-
dæla, en hann var stofnaður 1971
og verður því 10 ára á næsta ári.
Núverandi formaður klúbbsins er
Melkorka Benediktsdóttir.
— Kristjana