Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
25
Frá Svalbarða.
Samningahorfur
á norðurslóðum
Skömmu eftir að íslendingar og Norðmenn hafa
átt viðræður sínar um Jan Mayen málið hér í
Reykjavik 14. og 15. apríl n.k. mun sendinefnd
undir forystu Jens Evensens hafréttarfræðings
halda frá Ósló til Moskvu tið viðræðna við
stjórnvöld þar um óleyst deilumál Norðmanna og
Sovétmanna á norðurslóðum.
Þessar viðræður sovéskra og norskra embætt-
ismanna hafa legið niðri um nokkurra ára bil, en
1977 tókst samkomulag um skiptingu veiðisvæða í
Barentshafi milli landanna og þykir mörgum, að í
því efni hafi Norðmenn látið um of undan
sovéskum kröfum. Auk markalínunnar milli land-
anna hafa þau ekki komið sér saman um yfirráðin
yfir landgrunninu umhverfis Svalbarða, sem Norð-
menn telja sína eign en Sovétmenn telja hluta af
eyjaklasanum og þar með, að þeir hafi rétt til
olíuvinnslu á því samkvæmt vildarkjörum alþjóða-
samningsins um hann.
í grein þeirri, sem hér birtist fjallar John C.
Ausland um þau atriði, sem upp kunna að koma í
væntanlegum viðræðum. Hann er gjörkunnugur
þessu máli og hefur kynnt sér alla þætti í
viðræðum við þá embættismenn, sem um það f jalla.
Greinin birtist upphaflega í Verdens Gang.
Bj.Bj.
Úr því að Sovétmenn lögðu til,
að á ný yrðu teknar upp viðræður
um ágreining þeirra og Norð-
manna á norðurslóðum, hljóta
menn að velta því fyrir sér, hvað
fyrir þeim vaki og hvaða líkur séu
á að samkomulag takist.
Vegna þeirrar leyndar, sem yfir
öllu hvílir í lokuðu samfélagi
ráðstjórnarinnar, er fátt jafn
vonlaust og reyna að geta sér til
um það, hver séu áform Sovét-
manna.
í því máli, sem hér um ræðir,
eru álitaefnin mörg. Tillaga Sov-
étmanna um að hefja samninga-
viðræður gæti einfaldlega verið
þáttur í viðleitni þeirra til að sýna
Vestur-Evrópubúum, að það sé
þeim og Bandaríkjamönnum í hag
að láta eins og ekkert hafi í skorist
í sambúð þeirra og Sovétríkjanna,
þrátt fyrir innrásina í Afganistan.
En í tilmælum Sovétmanna kynni
einnig að felast, að þeir séu loks til
þess búnir af einhverjum sérstök-
um ástæðum að ganga til alvar-
legra samningaviðræðna um þau
flóknu vandamál, sem bíða úr-
lausnar í norðurhöfum.
Sé seinni tilgátan sú rétta,
stendur norska ríkisstjórnin
frammi fyrir erfiðri þraut. Fram
til þessa hefur það verið afstaða
ríkisstjórnar Noregs, að leysa beri
vandamálin á norðurslóðum hvert
fyrir sig. Hún hefur viljað, að
aðilar einbeittu sér fyrst að því að
ná samkomulagi um markalínuna
í Barentshafi. Norska stefnan
byggist á því, að dregin verði
miðlína milli Noregs og Sovétríkj-
anna í Barentshafi, en Norðmenn
hafa lýst sig reiðubúna til að ræða
málamiðlun, þar sem hugað veri
að línu milli miðlínunnar og svo-
nefndrar „sektor-línu“, sem Sovét-
menn krefjast að verði markalín-
an (þ.e. dregin verði lína frá
landamærum Sovétríkjanna og
Noregs beint á Norðurpólinn og
hún látin skipta yfirráðasvæðum
þeirra. Innsk. þýðanda).
Sovétmenn hafa lýst sig and-
víga því, að fjallað verði um
markalínuna eina sér, og segjast
vilja finna „heildarlausn". Hug-
myndir þeirra liggja ekki enn
Ijósar fyrir, en augljóst er, að þær
muni ná til landgrunnsins um-
hverfis Svalbarða og taka mið af
öryggishagsmunum Sovétríkj-
anna.
Ástæðurnar fyrir því, að Sovét-
menn krefjast heildarlausnar eru
bæði augljósar og skiljanlegar.
Þeir gruna Norðmenn (á röngum
forsendum) um að vinna nú þegar
að því með bandamönnum sínum
að finna leiðir til að nýta auðæfin
á landgrunninu umhverfis Sval-
barða. Sovétmenn líta á þetta sem
samsæri gegn sínum hagsmunum
og óttast, að þeir tapi trompi í
samningaviðræðunum semji þeir
sérstaklega um markalínuna í
Barentshafi.
Norðmenn eru greinilega and-
vígir heildarlausn á þeim grund-
velli, að hún myndi hafa í för með
sér, að þeir yrðu að láta af
lögmætum kröfum sínum um
einkaeign á landgrunninu um-
hverfis Svalbarða. Þessum kröfum
er þó erfitt að halda til streitu
með skipulegum athöfnum. Þótt
Norðmenn séu farnir að fram-
fylgja olíustefnu sinni af meiri
festu en áður, get ég trauðla
ímyndað mér, að norsk ríkisstjórn
ráðist í að bora eftir olíu á svæði,
sem bæði bandamenn hennar og
Sovétmenn telja vafasamt, að hún
hafi eignarhald á. Yrði í olíu-
vinnslu ráðist við þessar aðstæð-
ur, mætti búast við margþættum
gagnráðstöfunum Sovétmanna.
Þeir kynnu að efna til skotæfinga
á svæðinu, þar sem Norðmenn
ætluðu að bora, eða Sovétmenn
kynnu sjálfir að ráðast í olíubor-
anir á þessum slóðum eins og þeir
telja sig hafa rétt til með vísan í
alþjóðasamninginn um Svalbarða.
Fram til þessa hafa Norðmenn
komist hjá því að kröfur þeirra
um að hver þáttur deilumálanna á
Norðurslóðum verði leystur fyrir
sig leiddu til beinna árekstra. En
þetta hefur þeim tekist, af því að
Sovétmenn hafa enn ekki lagt
fram fastmótaðar tillögur. Nú á
eftir að koma í ljós, hvort slíkar
sovéskar tillögur koma fram í
viðræðunum, sem fyrir dyrum
standa. Verði þær lagðar fram,
getur norska ríkisstjórnin ekki
auðveldlega neitað að taka þær til
athugunar. Hún gæti að vísu eftir
að hafa kynnt sér þær haldið fast
í kröfu sína um að hver þáttur
málsins yrði leystur fyrir sig, en
málið hefði tekið nýja stefnu —
ekki síst ef Sovétmenn birtu
tillögur sínar opinberlega.
Komi til þess með einum eða
öðrum hætti, að alvarlegar samn-
ingaviðræður um norðurslóðir
hefjist, þurfa Norðmenn að
ákveða, hvernig þeir ætla að fara
með hagsmuni bandamanna
sinna. Með hliðsjón af því, sem
gerst hefur síðustu ár, ætti þetta
ekki að verða erfitt. Helsti vandi
Norðmanna verður í því fólginn að
sætta kröfur Sovétmanna um að
olíuumsvifum bandamanna Nor-
egs verði settar þröngar skorður í
Barentshafi, og óskum vestrænna
olíufélaga, um að þau fái að
athafna sig þar. Þessi olíufyrir-
tæki hafa þegar látið sér lynda að
sæta margvíslegum takmörkunum
og minnkandi hlutdeild í norska
landgrunninu, svo að þau ættu
ekki að vera óviðráðanleg í norð-
urhöfum.
Til álita kemur, hvort Sovét-
menn muni leitast við að tengja
viðræðurnar um norðurslóðir and-
stöðu sinni við þær aðgerðir, sem
Norðmenn hafa gripið til í því
skyni að efla varnir sínar. Þótt
ekki sé unni að útiloka, að Sovét-
menn muni gera þetta, finnst mér
það harla ólíklegt.'Áróðursherferð
þeirra er þegar farin að hafa öfug
áhrif, þar sem hún hefur flýtt
fyrir því, að Norðmenn og Banda-
ríkjamenn geri samning um
geymslu á hergögnum í Noregi
fyrir bandaríska landgönguliða.
Það myndi hvetja Norðmenn til að
auka varnarviðbúnað sinn enn
frekar og koma í veg fyrir samn-
inga um norðurslóðir, ef þssi tvö
mál yrðu tengd saman.
eftir John C. Ausland
Hayek
áritar
sma
Út hafa verið gefin 50
innbundin eintök af bókinni
LEIÐINNI TIL ÁNAUÐAR
eftir Friedrich A. Hayek, nób-
elsverðlaunahafa í hagfræði.
Eru þau árituð og tölusett af
höfundi og kosta 25 þús. kr.
eintakið.
Bókin Leiðin til ánauðar
kom út á vegum Almenna
bókafélagsins og Félags frjáls-
hyggjumanna í tilefni komu
Hayeks til landsins í byrjun
mánaðarins. Að sögn Skafta
Harðarsonar, sem sér um
bókaþjónustu Félags frjáls-
hyggjumanna, hefur mikill
áhugi verið á því að kaupa
þessi árituðu eintök, og aðeins
örfá eru eftir. Þeir, sem vilja
kaupa þau , sem eftir eru, geta
snúið sér til Skafta í síma
21850 eða 85298 á kvöldin.
Skafti sagði, að engum kæmi á
óvart þessi mikli áhugi, því að
Hayek væri þegar einn kunn-
asti stjórnmálahugsuður tutt-
ugustu aldarinnar og ætti
vafalaust eftir að verða enn
frægari og þá væri vitanlega
mikill fengur að áritaðri bók
eftir hann.
Skipað í
Jan Mayen-
nefndina
VIÐRÆÐUNEFND íslands vegna
væntanlegra viðræðna íslend-
inga og Norðmanna varðandi Jan
Mayen í Reykjavík dagana 14. og
15. þ.m. hefur verið skipuð og
eiga þessir sæti í nefndinni:
Ólafur Jóhannesson,
utanríkisráðherra, formaður,
Steingrímur Hermannsson,
sj ávarútvegsráðherra,
Matthías Bjarnason,
alþingismaður,
Ólafur R. Grímsson,
alþingismaður,
Sighvatur BjörgVinsson,
alþingismaður,
Hans G. Andersen,
þjóðréttarfræðingur,
Pálí Ásg. Tryggvason,
sendiherra,
Jón Arnalds,
ráðuneytisstjóri,
Ólafur Egilsson,
sendifulltrúi, ritari,
Guðmundur Eiríksson,
deildarstjóri,
Már Elísson,
fiskimálastjóri,
Gunnar G. Schram,
prófessor,
Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur,
Björn Ó. Þorfinnsson,
fulltrúi sjómanna,
Kristján Ragnarsson,
fulltrúi útvegsmanna.
Viðræðurnar munu hefjast á
mánudagsmorgun og fara fram í
Ráðherrabústaðnum við Tjarn-
argötu.