Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
Olíugjald til fiskiskipa:
Vandi veiða
og vinnslu
Matthias Bjarnason
Pétur Sigurðsson
Umræður um lækkun olíugjalds til fiskiskipa var
fram haldið í gær í neðri deild Alþingis, en þeim þurfti
að fresta í önnum þin&s á síðasta starfsdegi fyrir
páskahlc. Þingmenn stjórnarandstöðu gerðu harða hríð
að formönnum þingflokka Alþýðuhandalags og Fram-
sóknarflokks, sem fullyrt höfðu í Tíma og Þjóðvilja, að
málþóf hefði tafið framgang þingmála á síðustu
starfsdögum fyrir páska. Bæði á mánudag og þriðjudag
í vikunni fyrir páska hefði þurft að fresta þingfundum,
þvívegis hvorn daginn um sig, vegna beiðni stjórnar-
liða, sem ekki höfðu samstöðu um mál sín. Síðan hafi
verið ætlast til að mál væru afgreidd án umræðna eða
þinglegrar meðferðar. Hér á eftir er lauslega rakinn
efnisþráður úr þingræðum Matthíasar Bjarnasonar og
Péturs Sigurðssonar við 1. umræðu málsins.
Staða fiskvinnslu
og fiskveiða
Matthias Bjarnason (S) sagði í
umræðu um olíugjald á Alþingi að
staða fiskveiða og fiskvinnslu
kæmi m.a. fram í vanskilum við
Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð.
Heildarvanskil um áramót við
Fiskveiðasjóð einan hafi nálgast
7700 milljónir króna, auk vaxta og
dráttarvaxta. Heildarvanskil við
Byggðasjóð vóru hvorki meira né
minna en rúmlega einn milljarður
króna — og vextir í vanskilum án
dráttarvaxta vóru um 600 m.kr.
Þegar vanskil við Fiskveiðasjóð
verða öll fram komin, vextir og
dráttarvextir, hugsa ég að ekki
verði fjarri að þau fari hátt í 14
milljarða króna.
Fiskverð
MBj sagði forsætisráðherra
hafa orðið á í messunni er hann
sagði hraðfrystiiðnaðinn það vel í
stakk búinn að hann þyldi kostn-
aðarauka án bóta. Og viðskipta-
ráðherra hefur orðið sér til stór-
skammar vegna gagnstæðra yfir-
lýsinga og framkvæmdar í gengis-
ákvörðunum.
Almennar launabætur 1. marz
sl. urðu 6.67%. Sjómenn töldu sig
eiga rétt á samskonar verðbótum
— enda búa þeir við sömu verð-
bólgu og aðrir. Skiptaverð til
sjómanna hækkaði hins vegar um
4%. Hlutur útgerðar í fiskverði
hækkar um 0.6% — það er allt og
sumt. Nú spyr ég sjávarútvegsráð-
herra, sagði MBj, hvort hann telji
þetta nægja til að útgerðin geti
staðið undir öllum tilkostnaðar-
hækkunum, m.a. vegna áhrifa
gengislækkunar á verð erlendra
aðfanga og gengistryggðra skuld-
bindinga? Og telur hann ekki að
sjómenn eigi sama rétt og aðrir
landsmenn í verðbótum á laun?
MBj sagði að þessi fiskverðs-
hækkun flytti vanda fiskvinnsl-
unnar yfir á útgerðina. Vegna
launahækkana 1. marz vegna
gengissigs, sem senn yrði 8%,
breyttist afkoma útgerðarinnar
nú úr 1% hagnaði í 4% tap af
veltu. Þetta er því hressilegt spor
aftur á bak. Og þetta er „niður-
talning" sem vægi hefur.
Samkomulagi rift
MBj vitnaði til bókunar fulltrúa
útgerðarinnar í verðlagsráði sjáv-
arútvegsins: „Þegar fiskverð var
ákveðið 24. janúar sl. var
samkomulag um að olíugjald yrði
5% allt árið 1980. Og það staðfest
með lagasetningu á Alþingi með
samhljóða atkvæðum. ... Með
þessari ákvörðun er því samkomu-
lagi rift af oddamanni yfirnefndar
að kröfu ríkisstjórnarinnar.
Samningar við ríkisstjórn virðast
ekki halda, þó bundnir séu af
lögum. Lækkun á olíugjaldi úr 5%
i 2'A% lækkar tekjur útgerðarinn-
ar um 3000 m.kr. á ári.
MBj sagði stjórnvöld vera að
ganga á bak orða sinna í þessum
efnum. Sumum sé máske sama
um, hvort efnd séu orð gefin
útgerðarmönnum og sjómönnum,
en það hljóti þó að vera hagur
ríkissjóðs ekki síður en almenn-
ings að haldið verði uppi eðlilegri
framleiðslu í landinu og hjól
atvinnulífsins snúist. Ríkisstjórn-
in „veður áfram í villu og svima.
Hún getur ekki sagt satt frá degi
til dags eins og gengisyfirlýsingar
hæstvirts viðskiptaráðherra vitna
um. Þetta frumvarp er eitt af
mörgum svikum við atvinnulífið
og varnarræða sjávarútvegsráð-
herra er rökleysa. Þetta fiskverð
er ákveðið af minnihluta yfir-
nefndar og í fullri andstöðu við
útgerðina almennt í landinu, sjó-
mannastéttina og meginhluta
fiskvinnslunnar."
Fiskimenn
sviknir
Pétur Sigurðsson (S) sagði
fiskimenn hafa verið svikna, hvað
viðvéki „félagsmálapakka" fyrri
vinstri stjórnar. Sú millifærsla
Frumvarp sjálfstæðismanna:
Hlutfallskosning-
ar í stéttarfélögum
Pétur Sigurðsson, Matthías Bjarnason, Steinþór Gestsson,
Eggert Haukdal, ólafur G. Einarsson og Sverrir Hermannsson
hafa lagt fram á Aiþingi frumvarp til laga um hlutfallskosningu
innan stéttarfélaga með 300 félagsmenn eða fleiri til stjórnar- og
trúnaðarstarfa. við kosningu fulitrúa til landssambandsþinga og
þinga heildarsamtaka, ef 1/5 hluti félagsmanna krefst þess. Við
kjör stjórna á iandssambandsþingum og á þingum heildarsamtaka
skal viðhafa hlutfallskosningu.
í greinargerð segir m.a.:
„Sú lýðræðiskrafa hefur lengi
verið uppi, að hlutfallskosningar
verði teknar upp í stéttarfélög-
um. Hafa frumvörp í þá átt verið
borin fram á Alþingi. Nú nýlega
hefur þessi kráfa verið ítrekuð.
Á fundi verkalýðsráðs Sjálf-
stæðisflokksins, sem haldinn var
að Hellu á Rangárvöllum 14. og
15. október 1978, var gerð eftir-
farandi samþykkt:
„Ráðstefnan felur stjórn
verkalýðsráðs að hefja nú þegar
undirbúning að gerð lagafrum-
varps um hlutfallskosningar við
stjórnar- og fulltrúakjör í laun-
þegasamtökunum. Stóraukið
vald samtaka þessara og beiting
þess á sviði efnahags- og at-
vinnumála þjóðarinnar gerir þá
kröfu til Alþingis, að það setji
slík lög. Slík löggjöf mun draga
úr hættu á því, að valdi samtak-
anna sé misbeitt í pólitískum
tilgangi, og tryggja eftirlit og
gagnrýni lýðræðislega kjörins
minni hluta."
Á fundinum var samþykkt að
óska eftir því við þingflokk
Sjálfstæðisflokksins að taka mál
þetta til flutnings á Alþingi.
Nokkru síðar var haldinn sam-
eiginlegur fundur verkalýðsráðs
og þingflokks um þetta mál og
önnur, sem rædd voru á Hellu-
fundinum.
I febrúar 1979 sendi þingflokk-
ur og miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins frá sér ítarlega stefnu-
yfirlýsingu um efnahagsmál o.fl.
og ber hún heitið „Endurreisn í
anda frjálshyggju". 1 áttunda
kafla þessarar stefnuyfirlýs-
ingar er fjallað um kjaramál og
skyld atriði. Þar er því lýst yfir,
að Sjálfstæðisflokkurinn skuli
stuðla að því „að koma á hlut-
fallskosningum í stéttarfélög-
um“.
Með þessu frv. er lagt til, að
innan stéttarfélaga með 300 fé-
lagsmenn eða fleiri geti fimmti
hluti félagsmanna krafist þess,
að hlutfallskosning sé viðhöfð til
stjórnar og annarra trúnaðar-
starfa og við kosningu fulltrúa
til landssambandsþinga og þinga
heildarsamtaka. Á þingum
slíkra heildarsamtaka skal kjósa
stjórnir með hlutfallskosningu.
Hlutfallskosningar er einn
þáttur lýðræðis. Þær miða að því
að tryggja rétt minnihluta. Hér
á landi er hlutfallsfyrirkomulag-
ið viðhaft við kosningar til
Alþingis og til sveitarstjórna, en
einnig til dæmis við kosningar
til Búnaðarþings."
innan sjávarútvegs 1978/1979,
sem m.a. hafi komið niður á
sjómönnum, hafi í engu verið
bætt, þrátt fyrir gefin loforð. Þá
áttu sjómenn enn að fá 13.1%
fiskverðshækkun um sl. áramót,
sagði PS, til samræmis við launa-
hækkun annarra stétta, en fengu
11%. Er öðrum vóru mældar
6.67% verðbætur á laun 1. marz sl.
fengu þeir, seint og um síðir, 4%.
PS vitnaði til mótmæla fagsam-
taka sjómanna vegna seinagangs
um fiskverðsákvörðun og hvern
veg hefði verið að þeim málum
staðið nú — í tíð þessarar ríkis-
stjórnar.
PS minnti á loforð í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsen varðandi samráð við
launþegasamtök. Hann sagði
fögru orðin um fyrirheit hafa í
öllu verið svikin, hvað sjómenn
varðaði. Furðu mína vekur, sagði
PS, hve þeir, sem hæst töluðu um
„samninga í gildi“ meðan ríkis-
stjórn Geirs Hallgrímssonar var
og hét, eru kaldrifjaðir nú í að
svíkja allt það, sem þeir töldu þá
helgast.
Að segja upp
lögum út í bæ
PS lýsti undrun sinni á þeirri
rangtúlkun sjávarútvegsráðherra,
Steingríms Hermannssonar, að
uppsögn aðila í sjávarútvegi á
fiskverði þýddi uppsögn á ákvæð-
um laga um olíugjald til fiski-
skipa. Lögum, sem Alþingi sam-
þykkti, væri ekki hægt að segja
upp út í bæ. Löggefin fyrirheit ber
að standa við — út gildistíma
laganna. Þegar lögin um olíugjald
vóru samþykkt í janúar þá reikn-
uðu aðilar, er lögin snerta, með
því, að hægt væri að reikna með
þessu lögákveðna olíugjaldi a.m.k.
út þessa vertíð; að löggjafinn
myndi standa við þessa skuldbind-
ingu sína.
Tekjur sjómanna
PS vék að ummælum viðskipt-
aráöherra, Tómasar Árnasonar,
þess efnis „að ráðstöfunartekjur
sjómanna hafi aukizt meira á
undanförnum árum en hjá launþ-
egum í landi ...“. Þá hafi sami
ráðherra gert mikið úr „róttækum
breytingum um borð í skipum til
betri vinnuaðstöðu". Hér sé í engu
tekið tillit til þess vinnutíma og
vinnuálags, sem aflahrotur leggi á
sjómenn, fjarvista frá heimili né
þess að mismunandi aflabrögð og
veiðitakmarkanir setji strik í tekj-
uöflun þeirra. PS vitnaði til þess
Reykjavíkurtogara, sem aflahæst-
ur var 1979, Bjarna Benediktsson-
ar. fagmaður um borð í þessu
toppskipi í afla (netamaður) hafði
sem svarar 600 þús. krónur í
mánaðarkaup að meðaltali. En
þessi maður skilar 494 dagvinnutí-
maeiningum í mánuði, sem þýðir
þá kr. 1.235,- í tímakaup — eða
kr. 214.125,- á mánuði ef miðað er
við 40 klukkustunda vinnuviku.
PS ráðlagði stjórnarherrum að
fara með þetta má af fullri gát,
hafa samráð við aðila í sjávarútv-
egi, þ.a.m. samtök sjómanna.
Fjórir nýir
varaþingmenn
Ellert SÍKKeir
Sveinn GuAmundur
Fjórir varaþingmenn tóku sæti á Ai-
þingi í gær:
• — Ellert B. Schram, 2. varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, í fjarveru Geirs Hall-
grímssonar, erlendis. 1. varaþingmaður
flokksins í Reykjavík, Ragnhildur
Helgadóttir, gat ekki tekið sæti á
Alþingi vegna meiðsla í slysi.
• — Siggeir Björnsson bóndi, í fjar-
veru Eggerts Haukdals.
• — Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, í
fjarveru Helga F. Seljan (Abl).
• — Guðmundur Gíslason. kaupfé-
lagsstjóri, í fjarveru Tómasar Árna-
sonar viðskiptaráðherra (F).
Þrenn lög í efri deild:
Sjúkratryggingargjald á
gjaldstofn útsvara — Land-
flutningasjóður
Efri deild Alþingis afgreiddi
þrenn lög 2. apríl sl.
• í fyrsta lagi lög um sjúkra-
tryggingargj ald. Gjaldstofn
sjúkratryggingargjalds skal vera
hinn sami og gjaldstofn álagðra
útsvara 1980, að frádregnum bót-
um samkvæmt lögum nr. 67/1971
og 650 þús. krónur í viðbót við þær
fjárhæðir elli- og örorkulífeyris-
bóta, sem frá eru dregnar sam-
kvæmt 23. grein laga nr. 8/1972.
Skal gjaldið vera 1.5% af fyrstu
4'A m. kr. gjaldstofni og 2% af því
sem umfram er hjá hverjum
gjaldanda. Um álagningu og inn-
heimtu gilda sömu reglur og um
tekiuskatt.
— Ekknabætur
• í öðru lagi lög um að einstæð
móðir, ógift systir eða sambýlis-
kona, sem annast hafa heimili
viðkomandi um árabil, eða ekki
skemur en 5 ár fyrir andlát hans,
geti, ef stjórn lífeyrissjóðs sjó-
manna metur svo, fengið greiddan
lífeyri svo sem um „ekkju væri að
ræða.“
• í þriðja lagi lög um landflutn-
ingasjóð (breyting á lögum frá í
maí 1979) þ.e. um 1% gjald á allan
rekstur vöruflutningabifreiða (á
aðstöðugjaldsstofn) í stofnlána-
sjóð vörubifreiða á flutningaleið-
um.