Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
31
Rætt um bætur vegna
verðrýrnunar peninga-
krafna á fundi lögmanna
Lögíræðingafélag íslands
heldur fund í kvöld 10. apríl i
Lögbergi og verður þar fjallað
um efni sem mjög er mikilvert í
öllum viðskiptum. Er þar um að
ræða nýtt lagafrumvarp um
bætur vegna rýrnunar á verð-
gildi gjaldkræfra peninga-
krafna og um dráttarvexti.
Frumvarp þetta hefur nýlega
verið samið á vegum dómsmála-
ráðuneytisins. Munu höfundar
þess flytja framsöguerindi á
fundinum um málið. Þeir eru
héraðsdómslögmennirnir Jón
Steinar Gunnlaugsson og Baldur
Guðlaugsson. Þá munu þeir
einnig fjalla um gildandi laga-
reglur um dráttarvexti.
Fundurinn verður haldinn í
stofu L 101 í Lögbergi og hefst
hann kl. 20.30.
Síðasta sýning á Kirsi-
blómum á Norðurfjalli
NÚ ER aðeins ein sýning eftir á
hinni nýstárlcgu leiksýningu
KIRSIBLÓM Á NORÐUR-
FJALLI á Litla sviði Þjóðleik-
hússins. Kirsiblómin voru frum-
sýnd í nóvember siðast liðnum og
hafa verið ágæta vei sótt, enda
var það einróma álit gagnrýn-
enda fjölmiðlanna að hér væri á
ferðinni sýning sem enginn
mætti láta fram hjá sér fara.
Kirsiblóm á Norðurfjalli eru
tveir gamansamir einþáttungar
frá Japan, færðir upp í hinum
hefðbundna Kabuki-stíl, en Hauk-
ur J. Gunnarsson leikstjóri hefur
einmitt sína menntun frá Japan.
Egill Ólafsson samdi tónlistina
sem flutt er í sýningunni og flytur
hann hana sjálfur. Með hlutverk
fara Sigurður Sigurjónsson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Jón
Gunnarsson, Þórhallur Sigurðsson
og Árni Ibsen.
Síðasta sýning er fimmtudaginn
17. apríl.
1NNLENT
Unnið er nú við smiði Hallgrimskirkju af fullum krafti og stefnt er að því að hún verði fokheld fyrir
lok næsta árs. Ljósm. Emiiia.
Hallgrímskirkja gerð fok-
held f yrir lok næsta árs
FRAMKVÆMDIR við byggingu
Hallgrímskirkju i Reykjavík
hafa nú staðið yfir í nærfeílt 35
ár, en þær hófust í desember
1945.1 Iok þessa árs verða liðin
40 ár frá því Hallgrímssöfnuð-
ur var stofnaður, en þá var
Reykjavík skipt í 4 söfnuði. Tók
þá söfnuðurinn við því verki,
sem hafinn var undirbúningur
á, að byggja stóra kirkju er
vera skyldi minningarkirkja sr.
Hallgríms Péturssonar á Skóla-
vörðuhæð í Reykjavík.
Aðilar kirkjubyggingarinnar
koma reglulega saman til að
fjalla um framkvæmdir og und-
irbúning þeirra og var í síðustu
viku efnt til fjölmennari fundar
þar sem m.a. biskup Islands, hr.
Sigurbjörn Einarsson, var
viðstaddur. Lét hann m.a. þau
orð falla að Hallgrímskirkja
hefði tapað mörgum orustum, en
unnið stríðið, hún væri þegar
byggð í hugum fólksins. Her-
mann Þorsteinsson sem sæti á í
byggingarnefnd kirkjunnar
kvaðst í samtali við. Mbl. vera
sammála þessum orðum biskups
og þótt kirkjan hafi verið mörg
ár í smíðum og gengi mishratt,
væri það jafnan gleðiefni að
finna stuðning svo margra vel-
unnara kirkjunnar. Hefur Kven-
félag kirkjunnar t.d. nýlega af-
hent 2 m.kr.
Á þessu og næsta ári er stefnt
að því að gera kirkjuna fokheida,
þ.e. ljúka gerð útveggja og loka
þakinu. Samkvæmt verðlagi í
marz 1980 er gert ráð fyrir að
það kosti kringum 81,4 m.kr., en
að undanförnu hefur verið unnið
við útveggina og verið er að
steypa þaksperrur og verður
vinnu haldið áfram næstu vikur
og mánuði. Kvað Hermann nú
vera greitt í vinnulaun á viku um
ein milljón króna. Á síðasta ári
veittu ríki og borg til kirkju-
byggingarinnar 15 m.kr. samtals
og kvaðst Hermann vona að
nokkur fjárhæð fengist einnig á
þessu ári, en þó væri kirkjubygg-
ingasjóður Reykjavíkur kannski
ekki til stórræða með tæpar 30
milljónir króna til að skipta
milli 6 kirkjubygginga er nú
stæðu yfir í Reykjavík.
Að lokum sagði Hermann
Þorsteinsson að þótt ekki væri
hægt að gera nákvæmar áætlan-
ir um hvenær kirkjusmíðinni
lyki, þá stæðu vonir manna til
þess að hún þyrfti ekki að taka
lengri tíma en eyðimerkurganga
Móse forðum eða um 40 ár, en til
þess að svo mætti verða þyrfti að
halda vel á málum og kirkjan
yrði áfram að njóta velvildar og
stuðnings sem flestra lands-
manna.
ísafjörður:
Er steinsteypa æskilegri
valkostur í vegagerð?
IsafirAi 7. apríl.
FORRÁÐAMENN steypustöðvar-
innar á ísafirði efndu sl. laugar-
dag, 29. mars til ráðstefnu með
vestfirskum sveitarstjórnar-
mönnum um notkun steinsteypu
við varanlega gatnagerð.
Tæknilegir ráðunautar fyrir-
tækisins, þeir Gunnar Torfason
verkfræðingur og dr. óttar P.
Halldórsson prófessor, kynntu
nýja gerð steinsteypu svokallaða
flotsteypu íblandaða með efninu
Melment. Var lagt til grundvallar
tilboð steypustöðvarinnar í lagn-
ingu efnisins á Djúpveg 2,3 km af
7 m breiðum vegi. Liggur fyrir
fast tilboð frá steypustöðinni um
sölu á niðurlögðu efninu upp á 137
milljónir króna. Er þar um að
ræða tvöfalt verð miðað við olíu-
malbik í stofnkostnaði, en verður
verulega ódýrara ef miðað er við
endingartima. Gert er ráð fyrir
a.m.k. 30 ára endingu á steypunni
á móti u.þ.b. 6 ára endingu
oliumalbiks.
Gunnar Torfason verkfræðingur
kynnti þessa nýju gerð steinsteypu
fyrir fundarmönnum sem voru m.a.
sveitastjórnarmenn frá ísafirði,
Bolungarvík, Súðavík, Flateyri og
Þingeyri.
Meginkostnaðurinn við steypuna
er sá, að ekki þarf nein sérhönnuð
tæki við útlagningu, og er því hægt
að leggja í götur fyrirvaralítið og
án tillits til stofnkostnaðar, sem
alltaf er mikill við notkun t.d.
færanlegra olíumalarstöðva. I til-
boðinu er gert ráð fyrir 18 cm lagi
af steypu en til viðmiðunar en
notað 6 cm lag af olíumalbiki.
Helsti ókosturinn við steypuna er
sá að erfitt getur verið að leggja
hana ef halli fer yfir 3%, sem að
vísu kemur ekki til á þessum kafla
Djúpvegar. Gott samstarf hefur
verið milli steypustöðvarinnar og
Vegagerðar ríkisins í Reykjavík við
þessa samanburðarkönnun og hef-
ur m.a. verið notað tölvuforrit
Vegagerðarinnar við arðsemisút-
Frá ráðstefnunni i fundarsal steypustöðvarinnar Grænagarðs h.f.
reikninga. Einn meginkosturinn að
sögn efnissala er sá að Steypustöð-
in Grænigarður h.f. er fjárhagslega
og tæknilega öruggt fyrirtæki, sem
getur án fyrirvara selt það magn af
efni sem óskað er eftir, en valkost-
irnir um olíumalbik byggist á
framtíð félagsins Olíumalar h.f.
sem nú rambar á gjaldþrotsbarmi
og á nú allt sitt undir pólitískum
ákvörðunum, sem nú þegar hefur
dregist mánuðum saman að taka.
Dragist ákvarðanatakan enn um
sinn er fullvíst að ekki verður hægt
að senda hingað færanlega blönd-
unarstöð á þessu ári, vegna þess
tíma sem í það fer auk þess sem
það bíða fjölmörg önnur byggðar
lög annars staðar á landinu eftir
þessari þjónustu. Önnur atriði sem
efnissalar bentu á eru, að arðsemi
I.jásm. (Ilfar.
fjárfestingarinnar er meiri, 30—40
ára líftími án viðhalds, ódýr til-
raunaframkvæmd fyrir Vegagerð-
ina og deiling verkefnisins í
smærri framkvæmdaáfanga.
Enginn fulltrúi Vegagerðarinnar
á ísafirði mætti á fundinn, en
fulltrúar sveitarfélaganna ræddu
um málefnið með tilliti til notkun-
ar steinsteypu í bæjum. Virtist
vera mikill áhugi meðal þeirra með
að reyna þessa nýjung, m.a. við
gangstéttalagnir. A fundinn mætti
m.a. Kristinn Jón Jónsson rekstr-
arstjóri Vegagerðarinnar á Vest-
fjörðum, sem fulltrúi bæjarstjórn-
ar ísafjarðar. Hann sagði frétta-
manni aðspurður, að umferðin um
Djúpveg á þessum kafla væri
komin langt upp fyrir það sem
malarslitlag þyldi, eða 2200 bílar á
dag á síðastliðnu sumri. Gera
Vegagerðarmenn sér ljósa grein
fyrir því, að ef ekki fæst bundið
slitlag á veginn í sumar verði að
gera ráð fyrir að hann lokist að
einhverju leyti í meiriháttar rign-
ingum. Að öðru leyti vildi hann
ekki tjá sig um þessi mál enda ekki
fulltrúi Vegagerðarinnar á fundin-
um, en hann gat þess þó, að það
væri álit allra vegagerðarmanna,
að besta lausnin væri að nota
steypta þekju, en peningarnir
segðu vanalega síðasta orðið í þeim
málum. Það er athyglisverð stað-
reynd engu að síður, að samkvæmt
þeim upplýsingum, sem þarna lágu
fyrir, er steinsteypa þriðjungi
ódýrari en olíumalbik pr. rúm-
metra, auk þess sem hún er svo til
eingöngu unnin úr innlendum
hráefnum, en öll olía til malbiks-
gerðar er hins vegar flutt inn.