Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 33 Sigurjón Sjöín Pétursson Sigurbjörnsdóttir Davíð Markús örn Oddsson Antonsson Kristján Magnús L. Benediktsson Sveinsson Óiaíur B. Thors (S). Hann gat þess að sveitar- stjórnarmenn væru hæfari til að meta fjárþörf sveitarfélag- anna heldur en Alþingismenn. Hann tók undir þau sjónarmið að færa þyrfti fleiri verkefni til sveitarfélaganna. Hann taldi það óhjákvæmilegt að þegar sveitarstjórnir legðu skatta á sveitungana þá yrði að hafa heildarmyndina í huga. Hann lagði áherslu á að sveitarstjórn- ir, í þessu tilfelli Reykjavík, gætu ekki óháðar aukið gjalda- þyrðina í sveitarfélögunum. Markús sagði að eðlilegt væri með flutningi verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna, þá flyttust jafnframt tekjustofn- arnir yfir til sveitarfélaganna, frá ríkisvaldinu. Hann sagði það eðli málsins samkvæmt að þegar verkefnin flyttust yfir til sveit- arfélaganna, þá hlyti ríkið að draga úr tekjuöflun sinni, en gæfi sveitarstjórnunum þess í stað aukið svigrúm. Markús sagði það skoðun sína að borgarfulltrúar yrðu að spyrna við fótum hvað útsvars- álagningu varðaði, þó svo að það gæti skaðað borgarsjóð, og skor- aði hann á borgarfulltrúa að hafna þeirri stefnu að ríkið og sveitarstjórnir innheimtu gjöld sín óháð hvort öðru í auknum mæli. Hluti Sjálfstæðis- flokksins styður stjórnina Þá tók til máls Kristján Benediktsson (F). Hann sagði það ekki liggja fyrir hvort borg- in hefði einhverja valkosti í þessu máli, ekki hefði enn verið ákveðið hvórt þetta aukna álag yrði heimilað. Síðan rakti hann sögu síðustu ára og afstöðu meirihluta og minnihluta til tekjuöflunar sveitarfélaga síðastliðin fimm ár. Kristján lýsti sig sammála ræðu Markús- ar Arnar að ýmsu leyti. Hann sagði það brýnt fyrir sveitarfé- lögin að fá fram breytingu á verkaskiptingu þeirri sem ríkir á milli ríkis og sveitarfélaga. Síðan benti Kristján á það að honum fyndist að Davíð hefði gleymt grundvallarpunkti í ræðu sinni, þ.e. að hluti Sjálf- stæðisflokksins ætti aðild að ríkisstjórninni og mikill hluti af sjálfstæðismönnum um land allt styddu þessa stjórn. Þá sagði Kristján hvað persónuafsláttinn varðaði, að hækkun hans kæmi hinum lægstlaunuðu til góða. Meirihlutinn dæmir sjálfan sig Næstur talaði Magnús L. Sveinsson (S). Hann sagði að sér fyndist kyndugt að þeir sem teldu sig málsvara launþega ætluðu nú að krefjast aukinna skatta hjá þessum sömu laun- þegum. Núverandi meirihluti legði stöðugt nýja skatta á borgarbúa, það væru nánast nýir skattar á hverjum degi. Magnús benti á að kaupmáttur færi lækkandi og væri hann nú kominn niður fyrir það sem hann var á fyrsta ársfjórðungi ársins 1978. Þegar svona stend- ur á ganga vinstrimenn hvað harðast fram í því að hækka skatta og knýja fram hækkun útsvars um 10%. Magnús kvað ljóst að vinstri meirihlutinn teldi ekki eðlilegt að ríkið myndi lækka sínar tekjur til móts við auknar tekjur sveitarfélaganna. Hann sagði þróunina í skatt- heimtunni þá að ríkið tæki sífellt stærri hlut af vergri þjóðarframleiðslu í. skatta, og nefndi hann dæmi, máli sínu til stuðnings. Ríkið sagði Magnús ganga lengra og lengra í vasa skattborgaranna og þegar svo væri þá gerðu sveitarfélögin kröfu um rýmkaða tekjustofna. Magnús sagði að Kristján Bene- diktsson borgarfulltrúi hefði komið í ræðustól á þingi Sam- bands ísl. sveitarfélaga og sagt að ef farið yrði að tillögum Sjálfstæðisflokksins hvað skatt- lagningu varðaði þá yrðu engar verklegar framkvæmdir í borg inni á árinu. Magnús benti á að þessir tekjustofnar hefðu dugað sjálfstæðismönnum í þeirra stjórnartíð. Hins vegar væri þetta þungur áfellisdómur yfir fjármálastjórn núverandi meiri- hluta og þann dóm hefði meiri- hlutinn kveðið upp sjálfur. Síðan sagði Magnús: „Nú eru hinar bláköldu staðreyndir að koma í ljós um fjármálastjórn núverandi meirihluta. Nú dugar ekki lengur hjá meirihlutanum að reyna að blekkja borgarbúa með fjálglegum orðum um góð- an fjárhag borgarinnar, þrátt fyrir stórauknar álögur á borg- arbúa umfram það sem var í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokksins, en álögur þessar námu á síðasta ári urp 2 milljörðum króna og mun á þessu ári nema um 2,6 milljörðum. Nú nægja ekki einu sinni þessir 2,6 milljarðar, sem ákveðið hefur verið að leggja á borgarana umfram það sem væri ef lagt væri á samkvæmt álagningarreglum þeim sem sjálfstæðismenn fóru eftir. Nú á að leggja enn nýja skatta á borgarana með því að hækka útsvarið um 10%, sem flytja mun um 2 milljarða úr vösum borgarbúa til borgarsjóðs. At- kvæðaseðlar þeirra sem réðu úrslitum um það, að vinstri meirihluti tók við stjórn borgar- innar eru að verða borgurunurti mjög dýrir og eiga eftir að verða enn dýrari.“ Hin „breiðu bök“? Næstur talaði Ólafur B. Thors (S). Hann sagði Kristján Bene- diktsson sagnamann mikinn, en benti á að ekki færi alltaf saman frásagnargleði og sagnfræði. Hann sagði Kristján hafa rifjað upp það sem gerst hafi í tekju- öflun borgarinnar síðan árið 1972. Síðan vitnaði Ólafur í orð þáverandi minnihluta frá þeim tíma og benti á að nú væri annað hljóð komið í strokkinn. Hann sagði síðan að menn ættu að hafa söguna í huga þegar málin væru vegin og metin. Stjórnendur Reykjavíkur yrðu að taka til mats og endurmats hverjar tekjur borgin hefði og ættu þeir að vera á varðbergi fyrir auknum sköttum og verja borgarbúa fyrir þeim. Hann tók fram að ef sveitarfélög ætluðu að hækka skatta þá yrði það að haldast í hendur við minnkaða skattlagningu ríkisins. Ólafur sagði það skoðun sína að yfir- gnæfandi líkur væru á því að meirihluti borgarstjórnar myndi nýta þær álagningar- heimildir sem kynnu að fást. Afleiðingu þess sagði Ólafur vera að um 80% gjaldenda í Reykjavík fengju hærri skatta, og ekki væri víst að allir þeirra hefðu hin „breiðu bök“ sem stundum væri talað um. Saga núverandi meirihluta væri þess eðlis, að hann kynni sér ekki hóf í skattlagningu. Meirihlutinn ætlar að leggja á tólfta prósentið Davíð Oddsson talaði næstur. Hann sagði að átt hefðu sér stað gagnlegar umræður og væru þær ágæt æfing fyrir umræður þær sem verða myndu þegar ákvörðun yrði um þetta tekin. Hann kvað ljóst að ríkissjóður hefði ekki farið út í að ræða þessa breytingu nema vegna þrýstings frá sveitarfélögunum. Það væri gott fyrir menn að gera sér grein fyrir því. Davíð minnti á að forseti borgar- stjórnar hefði farið umboðslaus á fund fjármálaráðherra og knúið á um skattahækkun. Davíð fannst það undarleg að staða að Sigurjón skyldi hafa farið á fund flokksbróður síns án heimildar frá meirihluta borgarstjórnar, og knúið þannig umboðslaus á um hækkun út- svara. Davíð sagði feng að þessum upplýsingum. Málum væri örugglega ekki þannig fyrir komið að íhúarnir þyrftu að krefjast þess að á þá yrðu lagðir skattar. Davíð sagðist telja það ljóst að meirihlutinn væri búinn að gera það upp við sig að leggja tólfta prósentið á borgarbúa. Fór án umboðs Síðastur talaði Sigurjón Pét- ursson (Abl). Hann sagðist ætla að leiðrétta örfá atriði. Hann sagði það rétt að hann hefði farið á fund fjármálaráðherra án umboðs frá öðrum borgar- fulltrúum í Reykjavík. Hann sagðist hafa gengið á fund ráðherrans sem borgarfulltrúi Reykjavíkur og sem stjórnar- maður í Sambandi ísl. sveitar- félaga, og lagt þar áherslu á þau atriði sem honum fannst máli skipta. Hann hefði ekki farið í umboði neins, enda þyrfti þess ekki með. rn — frá borgarstjorn — frá borgarstjórn — frá borgarstjórn — frá borgarstjórn Egill Skúli Ingibergsson stofnun verndaðs vinnustaðar á vegum opinberra aðila í Reykjavík. 3. í samráði við atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna verði gerð úttekt á fyrirtækjum og stofnunum í borginni til að kanna möguleika á störfum fyrir öryrkja, aukin verði kynn- ing á mikilvægi þátttöku ör- yrkja á vinnumarkaðinum. Ýmsar fleiri hugmyndir hafa verið til umræðu. Varðandi atvinnumál öryrkja er hins vegar rétt að undirstrika, að stofnun og rekstur verndaðra Guðrún Helgadóttir vinnustaða kostar mikið fé, og er það að sjálfsögðu á valdi borgar- stjórnar að ákveða um slíkt í gerð fjárhagsáætlunar. Varðandi síðasta lið tillögunnar er rétt að taka fram, að forstöðu- menn borgarstofnana hafa sýnt atvinnumálum öryrkja mikinn skilning og margir öryrkjar eru starfandi á vegum borgarfyrir- tækja, þó vera megi, að það gæti verið í ríkara mæli en er og sú hlið þarfnast nánari athugunar.“ Er borgarstjóri hafði lokið máli sínu, tók til máls Guðrún Helga- dóttir (Abl). Hún sagði að mál þetta ætti sér langa sögu. Þá rakti Birgir tsl. Gunnarsson hún sögu þess og sagði síðan að ekkert hefði gerst í máli þessu fyrr en á árinu 1976. Nú væri svo málum komið að rúmt ár væri liðið frá því að maður sá sem ráðinn var hóf störf, en hann ætti að hafa frumkvæði að því að vernduðum vinnustöðum yrði fjölgað. Fráleitt að starfs- maðurinn hafi frumkvæði Næstur talaði Birgir ísl. Gunn- arsson. Hann sagði ástæðuna fyrir fyrirspurn þessari væri sú að honum hefði borist í hendur skýrsla frá öryrkjadeild Reykja- víkurborgar. Hann sagði að miðað við forsögu þessa máls hefði hann haldið að málið myndi lengra á veg komið en raun bæri vitni. Birgir sagði að óskaplegur áhugi og kraftur hafi verið á núverandi meirihluta, þegar hann var minni- hluti. Birgir saði fráleitt að þessi eini starfsmaður ætti að hafa frumkvæði að því að fjölga vernd- uðum vinnustöðum. Þetta væri dæmigert mál sem vinstrimeiri- hlutinn hefði haft áhuga á þegar hann var í minnihluta en síðan misst áhugann þegar hann komst í meirihluta. Ekki glæsileg frammi- staða Sjálfstæðisflokksins Síðan kom Adda Bára Sigfús- dóttir (Abl) í ræðustól. Hún sagði að tillaga sú sem samþykkt hefði verið í borgarstjórn og nú væri verið að ræða um, hefði verið samþykkt til þess að losna við tillögu frá henni á þessum sama fundi. Það væri heldur ekki glæsi- leg frammistaða hjá Sjálfstæðis- flokknum í þessum málum. Adda Bára sagði að þeir sem mest töluðu um atvinnumál öryrkja væru fallnir frá þeirri skoðun að koma beri upp vernduðum vinnu- stöðum, heldur ætti að koma þeim inn á venjulega vinnustaði. Þá sagðist Adda Bára vona að málið færi að þokast áfram og í rétta átt. Ekkert gerst síðan 1978 Síðastur talaði Birgir ísl. Gunn- arsson. Birgir sagði að umræddri deild innan Ráðningarstofunnar hefði verið komið á laggirnar á árunum 1977—78. Hann áréttaði það að ekkert hefði gerst í þeim málum síðan. Birgir sagði starfs- manninn hafa unnið gott starf, eins og fram kæmi í skýrslu þeirri sem hann hefði gert. Birgir sagð- ist telja að borgarfulltrúar vinstri flokkanna gerðu sér óðum grein fyrir því að ekki væri hægt að orna sér við það að þeir hafi verið harðir í stjórnarandstöðu á sínum tíma. Birgir ítrekaði að ekkert hefði verið gert og allt væri við það sama og þegar maðurinn hefði verið ráðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.