Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 35
[wr f
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
35
Þessi fer til Finnair og hefur
þegar veriö málaöur í litum
þess flugfélags, þótt viögerö sé
skammt á veg komin aö ööru
leyti. Ljósm. Mbl. Kristján.
Og þau eru mörg smá-
stykkin sem bora þarf til
og slípa.
Þorsteinn Ö. Stephensen:
Avarp á alþjóða-
leikhúsdaginn
Allir menn eru listamenn:
gæddir rökrænni hugsun,
ímyndunarafli og sköpunargáfu
í einni eða annarri mynd. Þess-
ara gáfna neytir svo allur þorri
manna við margvísleg störf, sem
verða hlutskipti þeirra í lífinu,
við það að afla sér meiri þekk-
ingar og fyllri skilnings, og til
þess að njóta sem best þeirra
andlegu verðmæta sem listirnar
hafa skapað og eru að skapa á
hverri tíð. Því nokkrir einstakl-.
ingar kjósa sér þann hlut að
gera sjálfa listina að starfi sínu.
Oft virðist á það skorta að
menn skilji hve listamaðurinn
velur sér erfitt hlutskipti, að
skapa þau verðmæti, þar sem
almenningur getur leitað sér
svölunar ofar striti daganna. En
hver sá er verða vill góður
listamaður finnur fljótt að listin
sjálf gerir til hans strangar
kröfur um þrotlaust starf og
heiðarleika sem ekki verður und-
an vikist.
Nú er dagur leiklistarinnar.
Að mega leiða hugann að
ástandi og þróun leiklistar í
okkar landi er að flestu leyti
ánægjulegt. Er fyrst að nefna
þann mikla leiklistaráhuga sem
á undanförnum árum og áratug-
um hefur farið sívaxandi um alla
landsins byggð. Nú má svo heita
að leiklist sé orðin aðaltóm-
stundastarf fjölda félaga og
skóla um land allt að ógleymdum
gömlum og grónum áhugaleikfé-
lögum í bæjum og þorpum.
Þessu vaxandi leiklistarstarfi al-
mennings er ástæða til að fagna.
Leiklistin er samstarf. Hún sam-
stillir hugina, er gjöful og frjó og
stuggar burt þreytu hversdags-
leikans.
En leiðum nú hugann að þeim
stofnunum, þar sem leiklistin er
orðin starf. Einnig þar er vissu-
lega margt sem til framfara
horfir. Fyrir nokkrum árum hóf
leikfélag Akureyrar að breyta
leikhúsi sínu í atvinnuleikhús, og
mun því marki nú vera náð.
Þeirri þróun ber að fagna.
Og ef við lítum til tveggja
aðalleikhúsa landsins verður það
ljósast, þegar best lætur, að
leikhús okkar hefur víkkað og
stækkað. Auk þeirra tveggja l
stétta leikhússins sem ávallt
verða grundvöllur þess, höfunda
og leikara, eru nú komnir til
sögunnar nýir og snjallir lista-
menn á hinum ýmsu sviðum
leiklistarinnar. Við samverkan
allra þessara aðila fá mörg
mikilsháttar verkefni leikhúss-
ins fjölbreyttan búnað og stórt
yfirbragð. Og þegar rætt er um
það sem til heilla horfir má ekki
gleyma þeim ört vaxandi áhuga
sem innlendir höfundar eru
farnir að sýna leikhúsinu.
Þá er enn ótalið það sem öllu
öðru fremur vitnar um gott
gengi leikhúss okkar, en það er
hin mikla aðsókn almennings að
leiksýningum.
Það er því ástæða til að flytja
hinu unga leikhúsi okkar árnað-
aróskir á hátíðisdegi.
Þó verður ekki hjá því komist
að lata fylgja þeim nokkur
varnaðarorð.
Ungri listgrein er háski búinn
af því tæknivædda kaldlyndi
sem nú læsir klóm sínum í flesta
þætti þjóðlífsins. Öll gildi rask-
ast. Magn er tekið fram yfir
gæði. Enginn þorir lengur að
láta sjást að hann finni til. Þeir
kostir sem áður voru nefndir í
sambandi við iðkun leiklistar
sem tómstundastarfs mega ekki
fara forgörðum þó leikhúsið
verði atvinnuleikhús. Að blanda
geði, bæði í starfi okkar innan
leikhússins og við áhorfendur, er
sjálft hið mikla ætlunarverk
leiklistarinnar. Og ef þetta tekst
mun hún magna okkur þeim
krafti sem við þurfum svo mjög
á að halda til að sigrast á þeim
óhugnaði sem nú leitast við að
gera okkur öll að gerfimönnum.
Innsta kvika leiklistarinnar er
samkenndin með manneskjunni.
Henni má ekki glata.
Athugasemd
um raf geyma
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
Viðvíkjandi frétt yðar, í Morg-
unblaðinu þ. 29.3. 1980 á bls. 16,
um „viðhaldslausa" rafgeyma.
(Viðskiptasíða)
Við undirritáðir viljum leiðrétta
þá frétt yðar — að antimoniausir
rafgeymar séu .orkumeiri en aðrir
rafgeymar. Að okkar áliti byggist
orka rafgeymis á plötugerð og
plötufjölda í sellum rafgeymis.
Við undirritaðir getum allir
boðið þessa tegund rafgeyma og
eru skiptar skoðanir um hver hafi
boðið þann fyrsta til sölu, sem er
nú ekki mikið atriði í okkar
augum, þar sem við erum allir
sammála um, að hér er ekki um
stórvægilega byltingu að ræða í
rafgeymaframleiðslu.
Við óskum eftir, að þér birtið
ofangreindar leiðréttingar eins
fljótt og unnt er.
Virðingarfyllst,
fh. Rafgeymaverksmiðj-
unnar Pólar hf.
Grímur Valdimarsson
fh. Rafgeymaverksmiðj-
unnar Rafgeymir hf.
Jón Magnússon
fh. Lucas Rafgeymar,
Blossi s/f.
Runólfur Sæmundsson
fh. Bilanaust hf.
Matthías Helgason
Afkvæmarannsókn
ir á stóðhestum
í VETUR hafa verið framkvæmdar
afkvæmarannsóknir á 5 stóðhest-
um á vegum Búnaðarfélags
ísiands, sem veitir framlög til
tamninga á afkvæmum stóðhest-
anna. A næstunni fer fram úttekt
á þcssum hópum, að lokinni 8—12
vikna tamningu. Þeir, sem hafa
áhuga á að kynna sér stöðuna hjá
umræddum stóðhestum, geta kom-
ið á tamningastöðvarnar þá daga,
sem hér eru tilgreindir, en ekki
fyrr en eftir kl. 17 dag hvern, en
þá verða trippin sýnd í reið.
Afkvæmi Dyns 893 frá Hólum,
Hjaltadal, að Steinum, A-Eyja-
fjallahr., 23. apríl 1980.
Afkvæmi Fáfnis 847 frá Svigna-
skarði, Borgarhr. að Tungulæk og
Skáney 29. apríl 1980.
Afkvæmi Glanna 917 frá Skáney,
Reykholtsdal, að Tungulæk, Borg-
arhr., 30. apríl 1980.