Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 48
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
r
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Skattstiginn:
50% markið
við 7 millj.
FJÁRHAGS- og viðskipta-
nefndir Alþingis fjalla á fund-
um árdegis í dag um tillögur
að tekjuskattstigum, sem fela
í sér 25% skatt af fyrstu 3
milljónunum, 35% skatt af
næstu 4 milljónum og 50%
skatt af skattgjaldstekjum
yfir 7 milljónir. Tillögurnar
hljóða upp á 515 þúsund króna
persónuafslátt og 150 þúsund
krónur í barnabætur með
fyrsta barni hjóna og 220
þúsund með öðru barni og
fleirum, en barnabætur með
börnum einstæðra foreldra
verði 270 þúsund krónur.
Hertir þorsk-
hausar þykja
herramannsmat-
ur í Nígeríu
Margir voru á ferð og flugi um landið á páskunum og m.a. voru notaðar þotur Flugleiða í innanlandsflugið, en þessa sérkennilegu mynd tók
einn af ljósmyndurum Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, úr flugvél yfir Reykjavík af flugvél frá Leiguflugi Sverris.
Sveitarfélög undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna:
Hækka ekki útsvör
FYRIR nokkru voru gerðir
samningar um sölu á 20 þús-
und pokkum af hertum þorsk-
hausum héðan til Nígeríu.
Verðmætið cr um 650 milljónir
króna og þess má geta. að
þorskhausarnir þykja hcrra-
mannsmatur í Nígeríu. Mikill
munur er á því verði, sem fæst
fyrir þorskhausana, eftir því
hvort þeir fara í bræðslu eða
herzlu og lætur nærri að 16
sinnum meira fáist fyrir
þorskhausana herta og er þá
miðað við rýrnun vegna þessar-
ar vinnsluaðferðar.
Þá var fyrir nokkru gengið frá
samningum um sölu á 10 þúsund
pökkum af smáfiski til Nígeríu,
þ.e. loðnu, spærlingi og kol-
munna. Liðlega 620 milljónir
króna fást fyrir þessar afurðir
samkvæmt þessum samningi, en
í samningagerðinni var Þör-
ungaverksmiðjan á Reykhólum
sérstaklega höfð í huga og þar
hefur þurrkun á loðnu undan-
farið verið í fullum gangi. Það
eru Sjávarafurðadeild Sam-
bandsins og Samlag skreiðar-
framleiðenda, sem standa að
þessum samningum.
Óákveðið hvort Reykjavíkurborg hækkar útsvarið,
segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi
„í ÞEIM bæjarfélögum, þar sem
sjálfstæðismenn hafa hreinan
meirihluta, mun að óbreyttu
ástandi efnahagsmála hvergi
verða nýtt hámark nýleyfðra
útsvarshækkana,“ segir Magnús
Erlendsson forseti bæjarstjórnar
Seltjarnarness í grein sem birtist
í Morgunblaðinu í dag.
I greininni segir Magnús, að í
þessu máli megi sjá, að nú séu að
verða afar skörp skil á milli
vinstri manna annars vegar og
sjálfstæðismanna hins vegar. A
sama tíma og yfir þjóðina dynji
nýir skattar næstum daglega vilji
sjálfstæðismenn fara aðrar leiðir
og sýni það í verki í þeim
sveitarfélögum þar sem þeir hafa
meirihluta. Þau sveitarfélög, sem
Magnús á hér við, eru Mosfells-
sveit, Garðabær og Seltjarnarnes,
en í þeim öllum hafa sjálfstæð-
ismenn hreinan meirihluta.
Morgunblaðið sneri sér í gær til
Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, borg-
arfulltrúa Alþýðuflokksins í
Reykjavík, og spurði hana hvort
hún teldi Reykjavíkurborg þurfa
að hækka útsvarið í 12,1% úr 11%.
Sjöfn kvaðst ekkert geta um það
sagt fyrr en liði að helgi og búið
væri að vinna fjárhagsáætlun
borgarinnar endanlega. Enn væri
hins vegar ekki búið að taka neina
ákvörðun um það hvort útsvarið
yrði hækkað og of snemmt að
segja af eða á um það nú.
Árni Grétar Finnsson, einn
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að ekki
væri búið að ákveða hvort 12.
prósentustigið yrði nýtt í Hafnar-
firði, ekki hefði unnist tími til að
fara ofan í þau mál eftir að
fjárlagafrumvarpið var samþykkt
á Alþingi fyrir páska. Árni sagði
hins vegar, að þegar fjárhagsáætl-
unin hefði verið lögð fram á sínum
tíma, hefði aðeins veið gert ráð
fyrir 11% útsvari. Þá sagði Árni,
að minna mætti á að Hafnarfjarð-
arbær hefði á sínum tíma ákveðið
að veita 10% afslátt af fasteigna-
gjöldum og nýtti þann tekjustofn
því ekki til fulls. Meirihluta bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar mynda
sjálfstæðismenn og óháðir borgar-
Rotterdammarkaður:
Enn frekari lækkan-
ir á bensíni og olíu
ENN frekari lækkanir hafa
orðið á skráðu verði á bensíni
og olíu á Rotterdammarkaði
að undanförnu, samkvæmt
þeim upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í
Framleiðsla frystihúsa
SH 18% meiri en í fyrra
Aukning birgða mun meiri en fram-
leiðsluaukningin 3 fyrstu mánuði ársins
VERULEG framleiðsluaukning
varð hjá frystihúsum innan Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna
fyrstu þrjá mánuði þessa árs
miðað við sama tímahil í fyrra.
Aukningin í framleiðslu þorskaf-
urða nam 36% á milli ára.
Frystihúsin liggja nú með um-
talsverðar birgðir og miðað við
þrjá fyrstu mánuði þessa árs og
sama tímabil í fyrra er um 65%
aukningu birgða að ræða hjá
húsunum.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for-
stjóri SH sagði í gær, að fram-
leiðslan þrjá fyrstu mánuði þessa
árs hefði verið 27.300 tonn á móti
23 þúsund tonnum á sama tíma í
fyrra. Er því um 18% framleiðslu-
aukningu að ræða í heild, en að
vísu eru loðnuafurðirnar ekki inni
í þessari mynd. Aukningin í fram-
leiðslu þorskafurða er hins vegar
36% þannig að aukningin er öll í
þorski og rúmlega það.
Birgðir voru um síðustu
mánaðamót 17.700 tonn, en voru
10.700 í lok marzmánaðar í fyrra.
Aðspurður um hverju þessi
birgðaaukning sætti sagði Eyjólf-
ur, að þar væri fyrst og fremst að
nefna framleiðsluaukninguna, en
einnig hefði mikið að segja hvor-
um megin við mánaðamót afskip-
anir lentu. Einnig mætti nefna að
lítið hefði verið selt af frystum
fiski til Englands síðastliðna tvo
mánuði. Fyrst og fremst væri
birgðaaukningin þó vegna þess að
framleiðsluaukningin væri öll í
sömu tegundinni.
Eyjólfur var spurður hvort gætt
hefði söluerfiðleika á Bandaríkja-
markaði.
— í sjálfu sér er ekki hægt að
tala um söluerfiðleika, en hins
vegar hljóta að vera takmörk fyrir
því hve mikla aukningu er hægt að
setja á markaðinn á einu ári án
þess að það hafi áhrif, sagði
Eyjólfur. Þarna er um 36% aukn-
ingu að ræða í þorski og það eru
hvorki meira né minna en 5
þúsund tonn á þremur mánuðum.
Það sem þó skiptir eðlilega mestu
máli í þessu er hver heildarfram-
liðslan verður á árinu, sagði Eyj-
ólfur ísfeld Eyjólfsson.
gær.
Hinn 3. apríl var skráð verð
á bensíni 341 dollar hvert tonn
og hafði lækkað um u.þ.b. 35
dollara á hálfum mánuði. Þeg-
ar bensínverð var hæst í fyrra
fór það í 412,5 dollara.
Skráð verð á gasolíu var 278
dollarar 3. apríl og hafði
lækkað um u.þ.b. 20 dollara á
hálfum mánuði. Þegar gas-
olíuverð var hæst í fyrra fór
það í 395 dollara hvert tonn.
Skráð verð á svartolíu var
145 dollarar 3. apríl sl. og
hafði verið svipað um nokkra
hríð.
Þær bensínbirgðir, sem
fljótlega fara í sölu hér inn-
anlands, eru keyptar á nokkru
hærra verði en nú er gildandi
eða á um 378 dollara hvert
tonn. Þá er þess að geta að
talsvert gengissig hefur verið
að undanförnu en greiðslu-
frestur sem Sovétmenn og
Portúgalir veita vegna olíu-
kaupa eru 105 dagar.