Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 1
Laugardagur
24. maí 1980
mfgpntXtfDfrlfe
Bls. 49-80
Elín Pálmadóttir ræðir við Gunnar Friðriksson
Gunnar Friðriksson sat við skrif-
borðið í fyrirtæki sínu Vélasölunni
og var að ræða í síma við útlönd
um komu 126. fiskiskipsins, sem
hann hefur flutt inn til íslands.
lofa sér að gera ekki sjómennsku
að æfistarfi.
— Faðir minn var mikill atgerf-
ismaður, en hann varð líka að
standa af sér mörg örlagaveður,
sagði Gunnar. Þeir urðu fleiri
hinir sviplegu harmadagar í lífi
hans en missir tveggja eigin-
kvenna með stuttu millibili frá
þremur ómálga börnum. Báða syni
sína, Magnús og Brynjólf missti
hann 15. des 1924 á m/b Leifi frá
ísafirði. Ráðgert hafði verið að
m/b Leifur kæmi við á Aðalvík að
lokinni veiðiferð, þar sem bræð-
urnir höfðu ákveðið að vera heima
yfir jólin. Eg man enn hve ég
hlakkaði til jólanna og sat lang-
tímum við gluggann í stofunni
heima og reyndi loppnum höndum
og með andardrættinum að bræða
frostið það mikið af glugganum,
að ég gæti séð út á víkina og komið
auga á bátinn þeirra, sem aldrei
kom. Þennan vetur fórust alls 10
menn úr Aðalvíkinni. Örlagaveðr-
in voru bæði mörg og ströng.
Okkar heimili varð aldrei hið
sama. Svo mjög fékk sonarmissir-
inn á föður minn að hann varð
hvítur á hár.
— Ég var semsagt sendur í
unglingaskólann á Isafirði, segir
Gunnar og var þar veturna
1929—1931. Þó fékk ég að taka
próf fyrir páska báða veturna, þar
sem ég varð að mæta til vorvertíð-
arinnar heima, sem byrjaði fyrsta
virka dag eftir páska. Veturinn
1931—32 var ég svo í þriðja bekk
Gagnfræðaskólans, sem þá var
stofnaður. Ég hafði ætlað að halda
áfram námi og hafði með tveimur
félögum mínum fengið um vetur-
inn aukatíma í þeim fögum, sem
Ljósm. Mbl. Emilía.
Djörf tilraun 17 ára pilts
til bjargar heimabyggðinni
Jens í Kaldalóni skrifaði í vetur eftirfarandi klausu í grein um bátinn Karmoy
og sjóferðir hans í 40 ár: „Við hliðina á bát þeim, er ég var að standsetja, stóð nýr
súðbirðingur, hið fegursta fley, vélarlaus og óinnréttaður. Hafði staðið þarna á
kambinum frá árinu áður (1934), að hann var fluttur nýsmíðaður frá Noregi til
ísafjarðar. Margir litu hýru auga til þessa fallega farkosts, sem reyndar fáir
vissu hver átti, en bátinn átti Gunnar Friðriksson á Látrum í Aðalvík, núv. forseti
Slysavarnarfélags Islands. Að kaupa nýjan bát og eiga eftir að útbúa hann til veiða
var ekki áhlaupaverk í þá tíð. Kreppa í algleymingi og fjármunir manna engir, og
mig grunar að nú sé litlu óhægra að komast yfir togara en þá var að komast yfir
nýjan bát með nýrri vél, með öllu tilheyrandi. Nei, þá urðu menn að sætta sig við að
skoða skipið og segja: hann er fallegur þessi“.
Bak við þessa frásögn er önnur
saga en sú sem Jens var að rekja
og miklu stærri, bæði merkileg
persónusaga og hluti af örlaga-
sögu byggðarlags. Hún segir frá
17 ára piltinum Gunnari Friðriks-
syni, sem gerði djarfa tilraun til
að efla sjávarútveg í Aðalvík,
heimabyggð sinni, réðist í að
kaupa þrjá mótorbáta og koma
upp saltfiskverkun á Látrum og
Hesteyri upp úr 1930, en varð eftir
óhöpp og þriggja ára umbrot að
lúta í lægra haldi með ærnar
skuldir, sem honum tókst raunar
að greiða allar. Og sagan sú segir
frá fjörbrotum þessarar gömlu
verstöðvar í Aðalvík og byggðar
þar og tilraun til að hamla á móti
þungum straumi breyttra
lífshátta og nýrrar tækni, sem var
að færa hana í kaf — sem og varð.
Og mannlíf hvarf af þessum slóð-
um. i
Með þetta í huga herjaði undir-
ritaður blaðamaður Mbl. á Gunn-
ar Friðriksson, að hann rifjaði
með okkur upp þessa atburði sem
sárafáir þekkja. Hann sat í
skrifstofunni í fyrirtæki sínu
Vélasölunni og var að tala í síma
til útlanda um heimkomu nýjasta
togarans, sem hann hefir flutt til
landsins, 126 skipið sem hann sér
um innflutning á fyrir íslendinga.
Meðan hann var að ljúka samtal-
inu, varð mér hugsað til þessarar
miklu andstæðu, unga piltinn sem
hóf útgerð í einangrun norður á
Hornströndum og þann sem þarna
sat og talaði í síma út um heim, til
að panta nýtísku togara.
Sjálfur sagði Gunnar, að langt
væri síðan hann hefði rifjað upp
þessa sögu, sem við vorum að
sækjast eftir. En áður en við
vindum okkur í hana, verðum við
að teygja ræturnar svolítið lengra
aftur og setja hana í samhengi.
— Frá Látrum í Aðalvík voru
forfeður mínir svo langt sem
sögur herma, hóf Gunnar útskýr-
ingar á uppruna sínum. Þar
bjuggu þeir á sömu jörðinni og
höfðu búskap og útgerð. Halldór
Bjarnason, langa-langafi minn,
fæddur 1763, var bóndi og hrepps-
stjóri á Látrum og sagður vel
fjáður. Hann hafði mikið umleikis
og svo var einnig um syni hans.
Undir aldamótin 1900 voru erfið-
leikar um allt land og hart í ári og
það kom þarna niður líka. Faðir
minn, Friðrik Magnússon útvegs-
bóndi, var mjög duglegur formað-
ur og oftast fyrstur eða með þeim
fyrstu á sjóinn. Á fyrstu formanns
árum hans réri hann á árabáti,
sexæringi, svo sem forfeður hans
höfðu gert um aldir. En árið 1906
keypti hann danska Möllerup, 4ra
hesta og setti í bát sinn Hlöðver,
og upp úr því hófst mótorbátaút-
vegur í Aðalvík. Á bernskuárum
mínum var þarna blómleg byggð,
11 bátar gerðir út úr víkinni, og
hefði engum dottið í hug að hún
ætti eftir að fara í eyði. Þar var
gott mannlíf og gott fólk og við
höfðum mikla öryggiskennd, nema
ísaveturna 1918, og 19, þegar
árferði var erfitt.
• Örlagaveðrin
löng og ströng
Á þessum stað var Gunnar
Friðriksson fæddur 1913, og átti
þar sín æskuár, nema hvað hann
var einn vetur með foreldrum
sínum á ísafirði þegar hann var 9
ára og gekk þar í skóla. Hann átti
tvo hálfbræður og tvær hálfsyst-
ur, því faðir hans hafði misst tvær
eiginkonur eftir stutta sambúð
áður en hann giftist móður Gunn-
ars, Rannveigu Ásgeirsdóttur.
Þessa tvo syni missti hann báða í
sjóinn, sem var ein ástæðan til
þess að hann vildi setja einkason
sinn Gunnar til náms, og lét hann
leggja þurfti áherzlu á vegna
inntökuprófs í 4. bekk Mennta-
skólans. En nú hafði ég orðið fyrir
áhrifum, sem leiddu til annars.
Lúðvík Guðmundsson, sem var
skólastjóri gagnfræðaskólans, hélt
yfir okkur langar ræður um að við,
sem kæmum frá sjávarplássunum
ættum ekki að fara í langskóla-
nám. íslenzk þjóð þyrfti meira á
að halda fólki, sem tæki þátt í
atvinnulífinu. Hún þarfnaðist for-
ustumanna í hagnýtum fræðum,
ekki háskólamenn. Við skildum
ekki fara sömu leið og hann, sem
hafði byrjað í læknisfræði, efna-
fræði og verið í guðfræði. Einnig
var ég þennan vetur mikið hjá
Guðmundi Hagalín í bókasafninu.
Guðmundur ræddi stjórnmál oft
við mig. Hann beitti miklum
áróðri fyrir því að við, sem værum
frá vaxandi sjávarþorpum, tækj-
um að okkur atvinnuforustu
heima fyrir, og hann sýndi fram á
með mörgum fögrum orðum og
litríkum lýsingum, hversu ákjós-
anlegra það væri að verða fyrsti
maður í sinni heimabyggð, heldur
en einn af fjöldanum í mann-
mergðinni. Og þetta hafði áhrif.
Ég gat ekki beðið eftir að taka til
hendi.
Um sumarið vann Gunnar við
Síldarverksmiðjuna á Hesteyri og