Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 19
AUGLYSING
66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
Ása Finnsdóttir:
Hvorki
þann
versta né
næst bezta
Þegar ég er spurð, hvers vegna
ég ætli að kjósa Pétur J. Thor-
steinsson í væntanlegum
forsetakosningum, get ég verið
fáorð. Hann er einfaldlega lang-
hæfastur frambjóðenda og að
öðrum ólöstuðum líklegastur til
að veita þingi og þjóð styrk og
forsjá. Þar ber allt að sama
brunni, gáfur hans, menntun og
glæsileg starfsreynsla, en ekki
sízt festa, hógværð og ljúf-
mennska.
Um þetta eru flestir sammála,
en samt heyrast fáránlegar at-
hugasemdir á borð við það, að
ekki sé nú hyggilegt að styðja
Pétur, því að hann sé ekki nógu
sigurstranglegur samkvæmt
skoðanakönnunum, þótt hæfast-
ur sé. Svo aulalegum hugsunar-
hætti er jafnvel ekki hægt að
líkja við það sem tíðkazt við
veðreiðar, því að þar hika menn
ekki við að veðja á hrossið, sem
þeir telja bezt að atgervi. For-
setakosningarnar eru ekki veð-
reiðar og þær eiga ekki heldur að
vera hápunkturinn á meðal-
mennsku íslendinga. Þær eru
lýðræðislegasta aðferð, sem um
getur til að velja þjóðhöfðingja
og við það val eiga menn engu að
fylgja öðru en eigin sannfær-
ingu. Annars höfum við ekkert
við lýðræði að gera.
Snæfríður Islandssól kvaðst
frekar vilja þann versta en þann
næstbezta. Ég vil, að íslenzka
þjóðin fái aðeins þann bezta. Sá
er munurinn á okkur og Snæfríði
íslandssól, að við eigum kost á
þeim bezta.
Ása Finnsdóttir.
Útgefendur:
Stuöningsmenn
Péturs J. Thorsteins-
sonar
Ritnefnd:
Arnór Hannibals-
son (ábm.)
Guörún Egilson
Hákon Bjarnason
Haraldur Blöndal
og Sveinn Guðjónsson
Fjölsóttir fundir
Þann 9. maí hélt Pétur Thorsteinsson í fundaferöalag um
Noröurland og heimsóttí Dalvík, Ólafsfjörð, Þórshöfn, Raufarhöfn,
Kópasker og Húsavík ó tveim dögum. Á öllum þessum stöðum hétt
Pétur bæði vinnustaöafundi og almenna fundi. Þann 11. maí flaug
Pétur til Grímseyjar og komu 12 atkv»öisb»rir menn á fund
með honum af 38 á eynni. Fundargestir spurðu Pétur margs og
létu í lokin í Ijós þá ósk, að hann yröi hjá þeim tvo daga. Pétur flaug
frá Grímsey til Akureyrar og ók til Skagafjaröar. Hann hélt fundi í
Varmahlíö, á Sauðárkróki, Hofsósi og Siglufirði. Á þessum
fundum voru fjörleg skoðanaskipti og var Pétri hvarvetna vel
tekið.
Myndirnar hér til hliðar og neöst á síöunni eru frá fundi sem
stuöningsmenn Péturs efndu til í Sigtúni í Reykjavík þann 15.
maí. Efst á síðunni og á myndinni hér fyrir neðan til vinstri má sjá
margmenni á fundi meö Pétri og Oddnýju í Laugarásbíói þann 3.
maí. Hér fyrir neöan má sjá Pétur leggja af staö til Þórshafnar
þann 10. maí.
Velium Pétur forseta — Hann er vandanum vaxinn