Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 Er þetta ekki leiðin upp á tindinn? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I fjórða spili lokaumferðar Isiandsmótsins í tvímenning réttu Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson heldur betur úr kútn- um eins og sagt var hér frá í fyrradag. Og í dag ljúkum við hér framhaldssögu þessari. Guðmund- ur Páll Arnarson og Sverrir Ár- mannsson sögðu ekki orð þrátt fyrir slæmt áfall og gáfust ekki aldeilis upp þó síðasta spilið þyldi ekki hátt sagnstig. Suður gaf, n—s á hættu: Norður S. 1062 H. Á10972 T. K82 L. K10 Austur S. DG H. KD63 T. 763 L. 8742 Vestur S. ÁK43 H. G8 T. Á1095 L. D53 COSPER Stórmennskubrjálæði greip hann hreinlega, er honum var sagt að hann væri minnsti dvergur í heimi! Úng stúlka og málið Úngt fólk núna sækir helsti oft í skóla sína áhrif sem verka sljóvgandi á málvitundina. Málsmekkur virðist óþekt hugtak og ekki viðurkent af æðri mál- fræði; þeas fallbyssum skólanna er beint gegn grundvallaratriðum Fjölnis sem fyrir 150 árum og alt frammá mína daga voru talin til fjöreggja íslensks þjóðernis. Nátt- úrlegri málgáfu, sem ekki var í rauninni annað en þáttur í uppeld- inu, virðist nú hafa verið kipt undan túngurótum margra skrif- andi íslendínga. Mart af því máli sem nú er talað og skrifað virðist vera gerilsneytt og náttúrulaust um leið; oft að vísu klæmið meiren þarf, en slíkt túngutak er einn af kvillum náttúrulausra manna. Sumir reyna að hressa uppá ís- lenskuna með slettum úr dönskum klámritum sem þar í landi eru kölluð fjölskyldublöð. Aðrir koma uppfullir með winnipegíslensku, sem reyndar öll enska verður ósjálfrátt og óhjákvæmilega þegar henni er blandað við íslensku, og ættu þeir blaðamenn okkar sem þá iðju stunda að hverfa til Kanada sem skjótast. Sumt mál sem úngt skólafólk skrifar ber þeim sem ábyrgð hafa á uppölslu þess og kenslu ekki of glæsilegt vitni. Ef satt er að þekkíng móðurmálsins hafi ekki verið á lægra stigi hér síðan land bygðist, þá er óhugsandi að þar séu skólarnir án sakar. Að minsta kosti er hver sá sæll sem frelsast af því málfari sem þar virðist vera viðurkent, ef dæma skal af sýnis- hornum. NB Þeir sem skrifa í Velvak- anda, og að mörgu leyti eru mínir eftirlætisdálkar, fá á hverjum degi af mér þakklætisverðlaun án tillits til um hvað þeir skrifa. Núna sé ég að úng stúlka úr skólunum heldur að „drusla" sé komið af drasl, og iángar mig að benda á að það kynni að vera misskilníngur, þó orðin þurfi ekki að vera með öllu óskyld fyrir því. Sá sem er í drasli heitir, ég held áreiðanlega, ekki drusla, heldur draslari. Drusla er afturámóti kvenkynsmynd orðsins drus eða druss (og kynni að sínu leyti vera dregið af þurs) sem ljóst verður af gamalli vísu. A þakkar gestrisni auðsýnda sér og sínum með þess- um orðum: Hafðu þökk fyrir mig og mína mætur hlúnkapus B þakkar á móti: Það var gott fyrir þig og þína, þú ert einginn drus. Ilalldór Laxness. • Álagning á tóbaki Arnór Ragnarsson skrifar. Svo gekk fram af mér nýlega að ég get ekki orða bundist. Mál var það að ég kom í samkomusal sem er í Domus Medica fyrir stuttu og dvaldi þar nokkurn tíma. Varð ég tóbakslaus og fór því í sölulúguna og bað um '/2 pakka af vindlum. Starfsstúlkan setti upp verðið 1250 krónur sem ég greiddi en hafði á orði að mér þætti það dýrt. Ja, þetta er verðið sagði konan. Skömmu síðar fer annar maður í lúguna og kaupir einn pakka af sömu vindlategund. Hann þurfti að borga 1500 krónur fyrir allan pakkann. Ég fór aftur í lúguna og spurði stúlkuna hvort hún hefði ekki skipt um skoðun en hún kvað nei við og við það sat. Sem sagt ef þú átt leið í Domus Medica þá mundu að kaupa heilan pakka. • Aldamóta- ruglið Góðan daginn, Velvakandi. í tilefni greinar H.H. í Vel- vakanda í dag, 18. maí, um „alda- mótaruglið" vil ég benda H.H. á, að það er leiðrétt þannig: í einni öld eru 100 ár. Sú fyrsta frá 1. jan. árið eitt til 31. des. kl. 24 Suður S. 9875 H. 52 T. DG4 L. ÁG96 Sverrir var með spil vesturs og opnaði á 1 grandi. Varð það lokasögnin og Guðlaugur spilaði út hjartatíu, sem tekin var heima með gosa og strax svarað uppi með hjartaáttu, norður lagði níuna á og tekið í blindum. Tígli spilað, fjarki, tía, kóngur og norður skipti í spaða. Sverrir tók þá slagi sína á spaða, tígulásinn og síðan aftur tígull. Örn tók sína slagi og varð að spila laufi í þessari stöðu. Vestur Norður S. - H. Á7 T. - L. K10 Austur S. - S. - H. - H. D6 T. 9 T. - L. D53 Suður S. - H. - T. - L. ÁG96 L. 87 Og sjá má, að sama var hvað vörnin gerði. Sverrir hlaut að fá einn slag til viðbótar og í reynd fékkst hann á laufdrottninguna. Yfirslagur mættur og dágóð skor fyrir spilið en þó ekki nægilega góð til að ná íslandstitlinum að þessu sinni. Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Bikarkeppni Bridgesambands íslands Dregið hefur verið í 1. umf. bikarkeppninnar. 29 sveitir til- kynntu þátttöku í keppnina. Eft- irtaldar sveitir spila saman í 1. umf. Fyrrtalda sveitin á heima- leik. Sveitir: Kristjáns Kristjánss. Reyðarf. — Kristmundar Þorsteinss. Hf. Sigurðar B. Þorsteinss. Rvk. — Ármanns H. Lárussonar, Kóp. Þorgeirs Eyjólfss., Rvk. — Ingimundar Árnasonar, Ak. Jóns Stefánssonar Akureyri — Aðalsteins Jörgensen, Hafn- arf. Páls Áskelssonar,ísaf. — Skúla Einarssonar, Rvk. Kristjáns Lilliendahl, Rvk. — Þórarins Sigþórss., Rvk. Ágústar Helgasonar, Rvk. — Þórarins B Jónss., Akureyri Jóns Þorvarðarsonar, Rvk. — Ólafs Lárussonar, Rvk. Arnars Hinrikssonar, ísaf. — Jóhannesar Guðmannss., Hvammstanga. Svavars B. Björnssonar, Rvk. — Hjajta Elíassonar, Rvk. Sigfúsar Árnasonar, Rvk. — Arnars Guðjónssonar, Hvammstanga. Baldurs Ingvarss., Hvamst. — Kristjáns Blöndals, Rvk. Stefáns Vilhjálmss., Ákureyri — Einars Guðmundss., Akran. Eftirtaldar 3 sveitir sitja yfir í 1. umferð: Sveit: Aðalsteins Jónssonar Eskifirði Boga SigurbjörnssonarSiglufirði Sigríðar S. Reykjavík 1. umferð skal ljúka fyrir 16. júní. Keppnisgjald er kr. 30.000,- Fyrirliðar eru áminntir um að koma keppnisgjaldi til stjórnar Bridgesambands íslands fyrir upphaf leiks í 1. umferð. Mótanefnd. Bridgefélag kvenna Félagið lauk vetrarstarfsemi sinni 19. maí sl. með eins kvölds tvímenningi. Spilað var í tveim- ur 16 para riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill: Sigríður Pálsdóttir — Ingibjörg Halldórsdóttir Þóra Ólafsdóttir — Jenný Viðarsdóttir Gunnþórunn Erlingsdóttir — Þorsteinn Erlingsson B-riðill: Elín Jónsdóttir — Sigrún Ólafsdóttir Gróa Eiðsdóttir — Valgerður Eiríksdóttir Aldís Schram — Soffía Theodórsdóttir Laugardaginn 31. maí er ákveðið að fara til Hveragerðis og spila þar sveitakeppni við Hvergerðinga og Selfyssinga. Farið verður frá Domus Medica kl. 12 á hádegi. Þær konur sem hug hafa á þátttöku eru beðnar að tilkynna sig í síðasta lagi miðvikudag 28. maí í síma 15421 eða 17987. Bridgemót HSK 1980 Lokið er Bridgemóti HSK 1980 (sveitakeppni). Átta félög til- kynntu þátttöku á mótinu og var þeim raðað í tvo riðla. Úrslita- spil voru síðan spiluð í Árnesi laugardaginn 12. apríl s.l. Röð félaga varð þessi: Hveragerði og Ölfus, Hrunamenn, Laugdælir, Gnúpverjar, Baldur, Hvolsv., Mimir, Baldur, Hraung., Biskupst. Fyrir Hveragerði og Ölfus spiluðu Haukur Baldvinsson, Svavar Hauksson, Runólfur Jónsson, Einar Sigurðsson og Kjartan Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.