Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980
77
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
árið 100, önnur öld byrjaði 1. jan.
árið 101 endar 31. des. 200.
Hver tugur byrjar á einum (og
endar í lok 0-ársins).
Jesús fæddist árið eitt, sem
okkar tímatal miðast við — varð
eins árs árið tvö 10 ára árið 11.
Þetta lærði ég í vetur.
Kærar kveðjur,
Svala Valdimarsdóttir,
Kleppsveg 50, R.
• Legg eld þeim
í hjörtu
Ég vil með þessum fáu línum
þakka Sigrúnu Sigurðardóttur
fyrir barnatíma hennar í útvarp-
inu 8 apríl sl. Það var eins og
blíður vorblær að heyra þar talað
um Guð við börnin. Ég hefi oft
haft orð á því að meira ætti að
gera að því að fara í sunnudaga-
skóla og aðrar kristilegar æsku-
lýðssamkomur og afla þar efnis
fyrir barnatíma útvarps og sjón-
varps. Það væri ekki síður við hæfi
barna, það þekki ég af sunnudag-
askólastarfi um mörg ár, og upp-
byggilegra væri það, en margt af
því sem hrúgað er þarna upp fyrir
börnin. Útyfir tekur þó um jólin
t.d. Þar fer lítið fyrir Jesú-barn-
inu, sem jólin eru haldin til
minningar um. Það sem yfir
gnæfir eru jólasveinar, grýla og
leppalúði, púkar og aðrar forynjur
og fleiri slíkar lygasögur, og þetta
er leikið og gert lifandi fyrir þeim.
Það má líka skjóta því hér inn í
hversu verslanir æsa börnin upp í
þessum heiðindómi, einmitt um
hina helgustu hátíð kristninnar.
Og hvernig er það með sögurn-
ar. Af hverju er ekki lesið meira af
kristilegum sögum fyrir börnin?
Því hefir oft verið svarað svo til,
að þessir fjölmiðlar séu svo „hlut-
lausir" og reki ekki áróður fyrir
kristinni trú. Þó er hún með
landslögum viðurkennd, sem
ríkistrú innan hinnar evangelisk
Lúthersku þjóðkirkju, þó þar
þróist að vísu ýmsar villukenning-
ar og siðvenjur, sem ganga í
berhögg við kenningu Lúthers og
heilagrar ritningar.
Og hví er þá svo sterkum áróðri
haldið uppi í þessum fjölmiðlum
fyrir andkristilegri lífsskoðun, svo
sem raun ber vitni um. Og hvað
með allar glæpa-kvikmyndirnar,
sem troðið er inn á hvert sjón-
varps-heimili? Það er að vísu
stundum sagt í dagskrárkynningu
að „myndin sé alls ekki við hæfi
barna“ En ef fólki fyrir .ofan t.d.
16 ára aldur er ætlað að horfa á
þessar myndir. Hvað á þá að gera
við öll börnin og unglingana á
meðan? Spyr sá er ekki veit. Og
hver er tilgangurinn með þessu?
Ég þakka þér Sigrún fyrir þetta
efni, sem þú sóttir í sumarbúðirn-
ar. Ég vona og hvet enn einu sinni
til þess að meira af kristilegu efni
komi í barnatímum þessara fjöl-
miðla en hingað til. Það er orð
Guðs, sem er og varir, og verður
til blessunar æskulýð og öldnum
þessa lands. Hver man nú leiðtog-
ann mikla sr. Friðrik Friðriksson,
sem orti m.a. hvatningarsöng
fyrir íslenskan æskulýð? „Ó, kall-
aðu á æskuna, kærleikans andi, að
koma nú skjótt. Til Jesú, að
frelsist hér lýður í landi, og lifni
við drótt. Legg eld þeim í hjörtu,
og heilaga glóð. Af fjöri og funa,
svo fram meigi bruna, úr þokunni
þjóð“
Þegar ég afhendi Nýjatesta-
menti til. 11 ára barna í skólum
hér um slóðir, þá bendi ég þeim
m.a. ávalt á og þau lesa það með
mér, sem stendur í 119 sálmi
Davíðs 9 og 89 og 105 versi. Það er
einn stuttur kór, sem er vel
þekktur og elskaður af börnum í
sunnudagaskólum landsins. Hann
hljóðar þannig: B.I.B.L.I.A. er
bókin bókanna. Á orði Guðs er allt
mitt traust B.I.B.L.I.A.
Sigfús B. Valdimarsson.
• Eru hundar
ekki bannaðir?
Jakob hringdi:
Hundar og kettir eru hrein
plága um alla borgina að mínu
áliti. Þetta dreifir úrgangi um allt
og síðan fær maður þetta neðan á
skótauið og ber inn í íbúðarhúsin.
Er ekki hundahald bannað í borg-
inni? Er ekki einhver sem á að sjá
um það að því banni sé framfylgt?
Ég bara spyr ...
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Lone
Pine í marz kom þessi staða upp í
skák þeirra Grefe, Bandaríkjun-
um, og Miles, Englandi, sem hafði
svart og átti leik. Grefe lék síðast
36. Hel - dl?, en sá leikur
reyndist byggður á misskilningi:
36 . . . Bxf2+, 37. Kh2 (37. Rxf2
valdaði hrókinn á dl, en leyfir
aftur á móti mát á g2) Dxdl, 38.
Bxf2 - IIa8, 39. Rg5 - Hf8, 40.
Bc5 — Dd8!, 41. Dxf8+ — Dxf8,
42. Bxf8 - Kxf8, 43. Rxh7+ -
Ke7 og Miles vann um síðir.
Frá sumarbúðunum Ölver
Nokkur pláss laus í stúlknaflokki í júlí og ágúst.
Upplýsingar á skrifstofu K.F.U.M. og K. sími 17536
og á Akranesi símar 93-1745 og 93-2045.
íþróttaskóli
Sigurðar R. Guðmundssonar
Námskeið fyrir fatlaöa hefjast 1. og 8. júní. Almenn
námskeiö veröa 18. og 24 júní.
íþróttir — hestamennska — félagsstörf.
Upplýsingar í síma 93-21.11.
Skólastjóri.
Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði,
handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki,
enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð
til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu
markaða veraldar.
Volund ^
danskar þvottavélar
,f hæsta gæðaflokki.
Frjálst val hitastigs með hvaða
kerfl sem er veltlr fleiri mögu-
ieika en almennt eru notaðir, en
þannig er komið til móts við
séróskir og hugsanlegar kröfur
framtíðarinnar.
Sparnaðarstilling tryggir
góðan þvott á litlu magnl
og sparar tíma, sápu
og rafmagn.
Fjaðurmagnaðir demparar
í stað gormaupphengju
tryggja þýðan gang.
Fullkominn öryggisbúnaður
hindrar skyssur og óhöpp.
Hæg kæling hreinþvottarvatns
og forvinding ( stigmögnuðum
lotum koma í veg fyrir
krumpur og leyfa vindingu á
straufríu taui.
En valið er þó frjálst:
flotstöðvun, væg eða kröftug
vinding.
Trefjasían er ( sjálfu
vatnskerinu. Par er hún
virkari og handhægari,
varin fyrir barnafikti
og sápusparandi svo um
munar.
Traust fellilok, sem lokað er
til prýði, en opið myndar bakka
úr ryðfrfu stáli til þæginda
við fyllingu og losun.
Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt.
3ja hólfa sápuskúffa
og aisjálfvirk sápu-
og skolefnisgjöf.
Tromla og vatnsker
úr ekta 18/8 króm-
nikkelstáli, því
besta sem völ er á.
Lúgan er á sjálfu
vatnskerinu, fylgir
þv( hreyfingum þess
og hefur varanlega
pakkningu.
Lúguramminn
er úr ryðfríum
málmi og
rúðan úr
hertu pyrex-
gleri.
Annað eftlr
því.
Strax við fyrstu sýn vekur glæsilelki Völund athygli þfna.
En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stllllngar,
möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu
hvers vegna sala é vönduðum vélum hefur é ný stóraukist
I négrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ flelri að
raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en
verði og gera sér IJóst, að gæðln borga sig: strax vegna
meira notaglldis, siðar vegna færri bilana, loks vegna lengri
endingar.
Volund ^
þvottavélar-þurrkarar-strauvélar
FYRSTA FLOKKS FRÁ
Traust þjónusta
Afborgunarskilmélar
/rO nix
HATÚNl 6A • SÍMI 24420
A bk'i TFk" rAD
FL Ifxixl (S/ rl Eix V' l/\f\
U 1 Á \GI iCKl NIN* lív | 3A-
w A/ ib|N lOR V AR/ \R fj
Kynr HÖG íum me ANÁS ðíerð og 1 flísa í Byg( agningu jingaþjó n-
UStUf VIKL Fyrir "ni, Hal DAG 2 estur n Iveigarstíc !8. maí kl. leð litskyg 1, MIÐ- 20.00. gnum o( 3
sýnih Notfí Tilky onnslu sarið yk rinió þá kur þetta t tt:öku í sír ækifæri. na 2426 D.
;s hí 7ÉLAVER! ■E)IN 5L JN — SELJi N = LVEGI 2