Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 25
fr)lk
II iw
* m
WLfSL
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980
SENN fara ferðamenn aö leggja leiö sína inn í óbyggöir á þessu
sumri. í sumar munu um 20 manns starfa á vegum Náttúruverndar-
ráös og Feröafélags íslands í þjóögöröum og á fjölsóttum
feröamannastööum viö vörslu lands og sæluhúsa Feröafélagsins.
Fyrir nokkru efndi Náttúruverndarráö til námskeiðs fyrir þetta fólk til
að búa þaö undir störfin. Meöal annars var á þessu námskeiöi
fjallaö um öryggismál í samvinnu viö Slysavarnarfélag íslands og
fjallaö var sérstaklega um erlenda feröamenn og þá einkum þá, sem
feröast hér um á eigin vegum. í skýrslum landvaröa á undanförnum
árum hefur þaö komiö fram aö umgengni þessa fólks er oft á tíöum
mjög ábótavant, og aö kanna þurfi, hvort fariö sé aö lögum viö
innflutning bifreiöa og farangurs.
Landveröirnir, sem eru á förum í sæluhúsin á hálendinu sjást á
meöfylgjandi mynd, taliö frá vinstri: Sigurlaug Kristmannsd. í
Þórsmörk, Steina Ólafsdóttir í Landamannalaugar, Gísli Gíslason í
Skaftafell, Sveinn Aöalsteinsson og Helga Jóna Pálmadóttir t
Nýjadal, Sólveig Jónsdóttir í Mývatnssveit, Ágústa Guömarsdóttir í
Skaftafell, Guörún Þorbjörg Björnsdóttir í Landmannalaugar,
Svandís Þorláksdóttir í Mývatnssveit, Anna Elísabet Ólafsdóttir í
Heröubreiöarlindir, Auöur Guöný Ingvadóttir í Jökulsárgljúfur,
Reynir Arngrímsson í Heröubreiðarlindir, Ágúst Gylfason á
Hveravelli, Magnús Ásgeirsson í Jökulsárgljúfur og Sigríöur
Ingólfsdóttir í Landamannalaugar. Á myndina vantar Snorra
Baldursson, Guðrúnu Nafnadóttur og Þóru Guöm. Gísladóttur sem
fara í Skaftafell, Ástrúnu Láru Jóhannsdóttur í Jökulsárgljúfur,
Þorgeröi Einarsdóttur í Þórsmörk, Óskar Valdimarsson í Þórisdal,
Einar Guömundsson í Vatnsfjörö, Jósef Vernharösson á Horn-
strandir og Kristínu Sverrisdóttur í Mývatnssveit.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
hjá Viðskipti
og verslun
Hinn 1. júní n.k. tekur
Jónína Michaelsdóttir viö
starfi framkvæmdastjóra
samtakanna Viöskipti og
verzlun af Pétri Svein-
bjarnarsyni. Jónína hefur
starfaö sem blaöamaöur á
Vísi um tveggja ára skeið.
Viskipti og verzlun voru
stofnuö fyrir tæpu ári og
eru samtök hagsmunaað-
ila innan verzlunarinnar,
en megintilgangur þeirra
er aö kynna mikilvægi
frjálsrar verzlunar fyrir
þjóöfélagið og tengja aðila
viöskiptalífsins sterkari
böndum.
Impressionistunum, Sociéte
des Artlstes Independants.
En í því felst m.a. aö hún
getur sýnt þar til æviloka, án
þess að dómefnd þurfi um
verkin að fjalla. Samtökin
eftia árlega til sýningar í
Parfe, í Grand Palais. Síðasta
sýning var sú 91. og áttu
3000 listamenn verk þar. For-
seti er Jean Monneret.
Blaka hefur lengi starfað á
sendiráöum íslands erlendis,
var lengi í Parfe og er nú í
Bonn fram aö næstu áramót-
um, þegar hún kemur alflutt
heim tll Islands. Nú er hún hér
í sumarleyfi. Vatnslitamyndir
hennar eru ávallt til staöar í
sýningarsal Cercle St. Louis i
Parfe og þar voru þær á
þremur sýningum á sl. ári.
Blaðið Nouveau Journal tal-
aöi þá í gagnrýnl sinni um
hinar uppljómuöu vatnslita-
myndir Blöku af „Eldfjalli á
íslandi" þar sem blái liturinn
færi svo vel meö guiu og
brúnu, um „Hesta á íslandi"
með draumkenndu tæru
landslagi og Rósir í fallegum
pastellitum. Svo ekki er hún
langt frá íslandi, þótt búsett
sé erlendis. Þá er þaö af
Blöku aö frétta að henni hefur
verið boöið aö sýna í Róm á
sýningu sem nefnist VII
Grand Pris Int. des Sept
Colline de Rome.
Um 20 land-
veröir að
störfum
í óbyggðun-
um í sumar
Fundarhlé
til aö
þingmenn
gætu horft
á sjónvarp
OFT höfum viö heyrt
talað um þrengslin á Al-
þingi. Þaö er þó ekki svo aö
þingmenn hafi fundið
lausn á húsnæöisvanda
Alþingis meö því að nota
stiga hússins sem sæti.
Ekki eru þeir heldur aö
mótmæla, eins og ungt
fólk hefur stundum gert
meö þessum hætti, þegar
þaö hefur sest á ganga
opinberra stofnana. Nei,
þingmenn og starfsfólk Al-
þingis er bara aö horfa á
sjónvarpið.
í fyrsta sinn í þingsög-
unni var síöast liðiö miö-
vikudagskvöld gert hlé á
Blaka
félagi
hjá hinum
sjálfstæðu
+ Listakonan Blaka, fullu
nafnl Guörún Jónsdóttir, hef-
ur sex sinnum sýnt sem
gestur á sýningu Artistes
Independant í Grand Palais í
París. Henni hefur nú veriö
boöið aö veröa félagi í þess-
um gömlu, viröulegu samtök-
um sem stofnuö voru 1874 af
ingfundum til þess aö
þingmenn gætu fylgst
meö, en Gunnar Thorodd-
sen, forsætisráöherra, sat
fyrir svörum í sjón-
varpssal. Ekki þurftu
þingmenn aö bregöa sér
heim til aö horfa á sjón-
varpið heldur var komiö
fyrir sjónvarpstæki í
kringlu Alþingishússins.
Þaö var upphaflega Sig-
hvatur Björgvinsson sem l
óskaöi eftir því aö gert
yröi hlé á fundunum, en
Sverrir Hermannsson, for-
seti neöri deildar, beitti
sér fyrir því aö sjón-
varpstæki væri komið fyrir
íþinghúsinu. Munu ýmsir
þingmenn hafa áhuga fyrir
aö sjónvarpstæki veröi
framvegis staösett í Al-
þingishúsinu.
Flýgur nýju
þotunni heim
NÝ þota bætist sem kunnugt er í
flugflota íslendinga um næstu
mánaöamót og er hún af gerö-
inni Boeing 727-200 en þetta er
þriöja Boeingþotan, sem Flug-
leiðir h.f. eignast. Áætlaö er aö
þotan komi hingaö til lands
laugardaginn 31. maí n.k. flug-
stjóri í förinni heim veröur Jó-
hannes R. Snorrason, yfirflug-
stjóri Flugleiöa. Þess má geta að
Jóhannes kom einnig sem flug-
stjóri meö fyrstu þotuna, sem
íslendingar eignuöust 1967 og
var hún einnig af Boeinggerö.
+ Þaö eru liöin rúm 20
ár síðan þau hittust fyrst
á ROYAL ACADEMY of
DRAMATIC ART, LONDON. Þá var prófessor John Fernald (til vinstri á myndinni) skólastjóri
Konunglegu Akademíunnar, Kristín Magnús stundaði þar nám og Peter Barkworth var einn
af aöalkennurunum, en nú er hann fyrir löngu kominn í tölu þekktustu leikara Breta. Myndin
var tekin fyrir nokkrum dögum í ARTS THEATRE, London, í boöi íslenska sendiráösins, er
Halla Bergs sendiráösfulltrúi, sá um vegna leiksýninga Ferðaleikhússins á barnaleikritinu THE
STORYLAND eftir Kristínu Magnús og var sýnt á vegum hins fræga barnaleikhúss THE
UNICORN THEATRE FOR CHILDREN.
Hittust fyrst
fyrir 20 árum
í Konunglegu
Akademíunni
í London