Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 20
Utdráttur úr skýrslu Amnesty International:
Um síðastliðin mánaðamót
birtu fjölmiðlar hér frásagnir af
nýjustu úttekt Amnesty Inter-
national á ofsóknum sovéskra
stjórnvalda á hendur andófs-
mönnum hverju nafni sem nefn-
ist, þ.e.a.s. hverjum þeim borg-
ara austur þar sem gerist svo
djarfur að hafa aðrar hugmynd-
ir en flokksvélinni þóknast um
jafn aðskiljanlega hluti og frelsi
og pólitík, vísindi og verka-
lýðsmál — jafnvel um „réttu
stefnuna í hinum ýmsu listgrein-
um. — Morgunblaðið hefur aflað
sér þessarar skýrslu og birtir
hér allrækilegan útdrátt úr
henni mönnum til fróðleiks og
upplýsingar.
Skýrsla þessi er endurskoðuð útgáfa af
skýrslu Amnesty International frá árinu
1975 um samviskufanga í Sovétríkjunum
með nýjustu upplýsingum. I henni er gerð
ítarleg könnun á því, með hvaða lögum og
dómsköpum þeir eru handteknir og dæmdir,
á meðferðinni, er þeir sæta, aðbúnaði í
fangelsum, vinnubúðum og geðsjúkrastofn-
unum þeim, sem þeir eru hnepptir í.
Yfirvöld í Sovétríkjunum höfnuðu niður-
stöðum fyrri skýrslunnar, þar sem tilgangur-
inn með þeim væri „andsovéskur". Á þeim
fjórum árum, sem síðan eru liðin, hefur
misbeitingin, sem sagt er frá í skýrslunni
haldið áfram. Andófsmenn hafa verið fang-
elsaðir, ýmist samkvæmt lögum, sem tak-
marka mannréttindi skýrum orðum, í kjölfar
ákæru um glæpsamlegt athæfi, sem virðist
úr lausu lofti gripin, eða með því að gripið er
til geðlæknisfræðinnar.
Þegar skýrslan var samin, (á miðju ári
1979) hafði Amnesty International vitneskju
um meir en 400 manns, sem hafði verið sótt
til saka og fangelsaö eða orðið að sæta álíka
frelsisskerðingu fyrir að neyta mannréttinda
frá því að lokið var við fyrri skýrsluna í júní
1975. Þegar nýja útgáfan fór í prentun síðla
árs 1979, voru að berast fleiri frásagnir um
handtökur og réttarhöld. Amnesty Internat-
ional telur, að samviskufangar séu mun fleiri
en þeir, sem vitað er um. Opinber ritskoðun
og leynd svo og hættan, sem því fylgir að láta
eitthvað uppi um fangelsun af stjórnmála-
ástæðum, gerir erfitt um vik að meta
heildarfjöldann.
Amnesty International hefur enn sem
komið er ekki heyrt um eitt einasta mál, þar
sem sovéskur réttur hefur sýknað þann, sem
ákærður er um glæp af stjórnmálalegum eða
trúarlegum toga.
Skýrslan er byggð á tvenns konar heimild-
um: efni, sem birst hefur opinberlega, þ.á m.
lagatextum og greinargerðum, svo og frá-
sögnum fanga, ættingja, vina og baráttufólks
fyrir mannréttindum, en þeim er dreift fram
hjá því opinbera eða berast frá fyrrverandi
föngum, sem hafa yfirgefið Sovétríkin.
Dæmdir fangar í Sovétríkjunum eru látnir
sæta því að búa við stöðugt hungur, ónóga
læknisþjónustu og vinnuþrælkun. Þeir, sem
eru á geðsjúkrahúsum eru sviptir svo til
öllum réttindum sem gætu gert þeim kleift
að verjast illri meðferð.
Sovésk lög
og samviskufangar
Stjórnarskrá Sovétríkjanna og lög hafa að
geyma ákvæði um skerðingu málfrelsis,
fundafrelsis, trúarbragðafrelsis og ferða-
frelsis. Samt eru m.a.s. þessi lög iðulega
brotin, þegar um stjórnmálafanga er að
ræða.
Hegningarlög allra hinna fimmtán lýð-
velda, sem mynda Sovétríkin, takmarka
frelsi með því að leggja hann við tali eða
athöfnum, sem teljast „and-sovéskar“ eða
„and-félagslegar“. Hegningarlög rússneska
sovétlýðveldisins frá 1960, sem eru áþekk
lögum allra annarra lýðvelda, endurspegla
viðbrögðin í kjölfar dauða Stalíns árið 1953
gegn þeirri handahófskenndu ógnarstjórn,
sem ríkt hafði um hans daga, þegar hægt var
að dæma fólk til refsingar lögum samkvæmt,
Samviskufangar
í Sovétríkjunum
Meðferð þeirra og aðbúnaður
jafnvel þótt enginn grunur lægi fyrir um, að
það hefði framið nokkurn glæp. Nýja lög-
gjöfin kvað svo á, að einungis væri hægt að
dæma fólk til refsingar, sem hafði komið
fyrir rétt og verið dæmt sekt um ákveðna
glæpi; og jafnframt veitti hún Réttarum-
sjónarskrifstofunni, en það er dómsmála-
stofnun, sem er eingöngu ábyrg fyrir Efsta
sovétinu (þinginu), viðtæk völd til að hafa
umsjón með og tryggja að löglega sé staðið
að framkvæmd réttarkerfisins.
Hvað, sem því líður, eru skráð sovésk lög
og framkvæmd þeirra ennþá háð sjónarmið-
um um það, hvað sé stjórnmálalega „hent-
ugt“ og oft verða þau þess valdandi að
grundvallarreglum laga og stjórnarskrár er
fórnað fyrir stundarmarkmið stjórnmál-
anna.
Eitt meginákvæðið, sem takmarkar tján-
ingarfrelsi (ákvæði nr. 70 í hegningarlögum
rússneska lýðveldisins), leggur bann við
„fortölum og áróðri" og „uppspunnum rógi“,
sem ætlað er að veikja sovéska stjórnkerfið
eða hefur þann tilgang að fremja „sérstak-
lega hættulega glæpi gegn ríkinu". Hin
opinbera greinargerð með lögunum tekur
skýrt fram að því aðeins sé hægt að sakfella
fólk, ef sannað þyki, að það hafi verið
ásetningur þess að veikja ríkið, eða að það
hafi vitað, að rógurinn var ósannur. í reynd
er það þó þannig, að sovéskir dómstólar
hundsa þessi fyrirmæli, þegar þeir dæma
menn seka um „and-sovéskan áróður". Sak-
felling hefur í för með sér refsingu, sem er
allt að tólf ára fangelsi og innanlands útlegð
við fyrsta brot, og allt að fimmtán árum
fyrir annað brot.
Ákvæði nr. 190-1 bannar á svipaðan hátt
dreifingu á „uppspuna, sem vitað er, að sé
ósannur, og ófrægir sovéska ríkið og þjóðfé-
lagskerfið". Hámarksrefsing við þessu er
þriggja ára dómur.
Amnesty International er kunnugt um
rúmlega 100 manns, sem hafa verið sakfelld-
ir í samræmi við annað hvort þessara
ákvæða á þeim fjórum árum, sem liðin eru
síðan í júní 1975. Þeir, sem dreifa upplýsing-
um um brot á mannréttindum, eiga sérstak-
lega á hættu að vera kærðir um þessi afbrot,
því að slíkar upplýsingar eru af opinberri
hálfu taldar fela í sér róg. Þeir, sem berjast
fyrir auknum réttindum þjóðernishópa hafa
líka verið ákærðir fyrir róg og „and-sovéskan
ásetning". Meðal þeirra, sem hafa hlotið dóm
á þessum forsendum undanfarin ár eru
Litháar, Lettar, Eistlendingar, Georgíu-
menn, Armeníumenn, Moldavíumenn, Rúss-
ar, sígaunar frá Krímskaga og Úkraínu-
menn.
Eitt þeirra ákvæða, er takmarka félaga-
frelsi er ákvæði nr. 72, en samkvæmt því er
bannað „að starfa í félagsskap, sem beinist
að því að fremja sérstaklega hættulega glæpi
gegn ríkinu" og „að taka þátt í and-sovéskum
félagsskap". Enda þótt þessu hafi verið beitt
gegn sumum andófsmönnum, eru meðlimir
ólöglegra hópa oftast ákærðir með stoð í
öðrum ákvæðum. Meðal þeirra, er hefur
verið refsað fyrir að vera í þess háttar
hópum, eru meðlimir í þeim hópum, sem
hefur verið komið á laggirnar til að hafa
eftirlit með framkvæmd Sovétmanna á
samþykktum um mannréttindi, er náðust á
Helsinki-ráðstefnunni árið 1975 um öryggi
Evrópu og samvinnu, svo og þátttakendur í
málstofum um trúarleg efni, og meðlimir
óopinberra stéttarfélaga.
Stjórnarskrá Sovétríkjanna tryggir rétt-
indi til „trúartilbeiðslu og áróðurs fyrir
guðleysi". Skýrslan bendir á, að sleppt er
réttinum til að hafa í frammi áróður fyrir
trú sinni eða „það, sem trúaðir kaila að boða
og kenna trúna — en slíkt er aðalkrafa
margra trúarbragða." Alla trúarsöfnuði
verður að skrásetja hjá Trúarbragðaráðinu;
þeir verða að fá leyfi til afnota af bæna- og
Hin svokallaða
endurhæfing fanga
Samkvæmt kenningunni er „endurhæfing"
markmið fangameðferðarinnar (hins kerfis-
bundna hungurs þar með talið), vinnunnar,
stjórnmálafræðslu og starfsþjálfunar. Lög-
um samkvæmt er þess krafist að allir fangar
vinni. Dregið er af launum þeirra til að hafa
upp í kostnað að fangavist þeirra. Föngunum
er einungis tryggð 10% af laununum í eigin
vasa. Afkastastaðlar eru háir til að vinna
fanganna verði eins arðbær og kostur er.
Föngum er refsað fyrir að standast ekki
kröfur afkastastaðalsins „með vilja“ eða „af
illkvittni". Fangarnir gefa lýsingar á erfið-
um og stundum hættulegum vinnuskilyrðum.
Skógarhögg, trésmíðar, saumaskapur og
framleiðsla vélahluta fyrir verksmiðjur eru
algeng störf. í byggingariðnaði er talið, að
fangavinna sé algeng. Læknaráð skoða
fangana á hverju ári til að ákveða starfs-
hæfni þeirra, en fáir hafa verið undanþegnir
að sögn fanganna.
Kennslustundir í stjórnmálafræðslu, sem
er þannig lýst, að þær hafi lítið fræðilegt
innihald, eru haldnar a.m.k. einu sinni í viku.
Ef fangi mætir ekki, á hann refsingu yfir
höfði sér. Fangar sem eru í haldi fyrir
stjórnmálaskoðanir’éða trúarbrögð sín, sæta
refsingu fyrir að tjá skoðanir sínar, og verða
Gyðingar og trúarbragðafangar sérstaklega
fyrir barðinu á þessu.
Þeir fangar, sem þegar hafa hlotið æðri
starfsmenntun, fá ekkert tækifæri til að
læra og þeim hættir til að missa niður hæfni
sína meðan á fangavistinni stendur. Sam-
viskufangar verða fyrir gróflegri mismunun
á vinnumarkaði, þegar þeir eru látnir lausir.
Samband fanga og
stjórnsýslunnar
Starfsliðið frá MVD notfærir sér það
svigrúm, sem lögin leyfa til að gera fanga-
vistina þungbærari en hin harðneskjulega
löggjöf ætlast til. Lögum samkvæmt hafa
Réttarumsjónarskrifstofan og opinberar
stofnanir, sem kallast Eftirlitsnefndir, vald
til að rannsaka meðferð fanga og vinna gegn
misbeitingu; í reyndinni virðast þessar
stofnanir þó hafa lítið vald yfir stjórn MVD.
Betrunarvinnukerfið virkar í raun og veru
sem lokað kerfi, með næstum algerri leynd,
fyrir utan þær frásagnir, sem smyglað er út
á áhættu samviskufanganna.
Föngum leyfist að hafa fátt eigna; meðal
þess, sem bannað er að eiga, eru sjónvarps-
tæki, útvörp, ritvélar og listamannaáhöld.
Ótakmarkarkaður réttur til að leita hjá
föngum er oft notaður í því skyni að gera
upptæka persónulega hluti, þar á meðal eigin
skriftir og trúartákn.
Hægt er að gera bréf fanganna upptæk, ef
þau hafa að geyma „ríkisleyndarmál", en til
þeirra teljast upplýsingar um búðirnar eða
„and-sovésk umrnæli" eða hafi þau „grun-
samlegt innihald". Mörg bréf sem telja
verður alger einkabréf, eru tekin. Fangar
eiga rétt á tilteknum fjölda gjafapakka á ári
hverju, en títt er að sá réttur sé afnuminn í
refsingarskyni.
Ennfremur er tiltekinn fjöldi heimsókna,
stuttra eða langra eftir flokkum, heimilaður
lögum samkvæmt, en það fer eftir því, hvers
konar meðferð fanginn er dæmdur til að
sæta á refsitimanum. Allt of oft eru þessar
heimildir felldar niður til að refsa fanga eða
undir einhverju öðru yfirskyni. Afleiðingin
er sú, að fangi fær jafnvel ekki heimsókn svo
árum skiptir.
Samviskuföngum, sem mótmæla eða reyna
að opinbera illa meðferð eða hafna samvinnu
við yfirvöld, er oftlega refsað og iðulega
undir öðru yfirskyni. Refsingin getur verið í
ýmsu formi, t.d. minnkaður matur og
einangrun í refsiklefa. Þeir, sem afplána
fangavist í vinnubúðum með sérmeðferð geta
verið fluttir í einangrun í allt að eitt ár. Með
réttarúrskurði er hægt að flytja fanga í
búðir með strangari meðferð eða í fangelsi.
Fjöldi samviskufanga hefur verið barinn eða
látinn sæta annars konar misþyrmingum á
líkama sínum; en almennt má segja, að þeir
hafi sloppið við alverstu hrottaverkin, sem
venjulegir afbrotafangar verða að þola, oft
frá öðrum föngum.
Þvingunarvist á
geðsjúkrahúsum
Amnesty International er kunnugt um
meir en eitt hundrað manns, sem nauðugir
voru lokaðir inni á geðsjúkrahúsum fyrir þá
sök að fylgja eftir mannréttindum sínum á
tímabilinu frá 1. júní 1975 til 31. maí 1979,
auk margra annarra, sem voru innilokaðir
fyrir þann tíma. Víðtæk sönnunargögn hafa
komið fram frá því fyrri útgáfa þessarar
skýrslu (1975) birtist. Upplýsingar hafa
borist frá fórnardýrum, frá geðlæknum og
það, sem mestu skiptir, frá þeim, sem berjast
fyrir mannréttindum innan Sovétríkjanna.
Flestir samviskufangar í þessum flokki
hafa nauðugir verið lagðir inn á sjúkrahús,
ýmist samkvæmt meðferð einkamála, þegar
um er að ræða þá, er ekki hafa verið ákærðir
um neitt afbrot, eða samkvæmt meðferð
opinberra mála, þegar um ákærða aðila
ræðir.
í meðferð einkamála kemur málið ekki í
hendur dómstóla; einstaklingurinn er
lokaður inni með heimild geðlæknis, en síðan
fylgir í kjölfarið samþykki þriggja manna
nefndar geðlækna.
Bæði í meðferð einkamála sem opinberra
mála mæla lög svo fyrir, að jafnvel þótt
einstaklingar teljist geðsjúkir, megi því
aðeins loka þá inni á geðsjúkrahúsi, að sýnt
þyki, að þeir séu sér eða öðrum hættulegir. í
mörg hundruð tilfellum, þar sem um nauð-
ungarinnilokun ræðir, hefur samt ekkert
bent til, að fórnardýrin væru ofstopafull eða
hættuleg. Meðal ástæðna fyrir innilokun af
þessu tagi hefur verið gagnrýni á ríkisstjórn-
ina eða tilraunir til að koma kvörtunum til
yfirvalda, tilraunir til að flytjast úr landi,
dreifing flugrita, sem sögð eru innihalda
„and-sovéskan róg“ og tilraunir til að eiga
fund við erlendan fréttamann.
Fólk, sem ákært er fyrir glæpi, má senda í
geðrannsókn; ef sérfræðinganefnd ályktar,
að það sé „ekki ábyrgt" fyrir afbroti og ef
rétturinn samþykkir það, er hægt að skipa
svo fyrir, að það skuli á geðsjúkrahús.
Rétturinn er látinn um að ákveða, hvort
leyfa skuli hinum ákærða að vera viðstaddur
umfjöllun málsins; flestum samviskuföngum
hefur ekki verið leyft að vera viðstaddir próf
í máli sínu, en þau fara oft fram með hjálp
sjónvarps.
Andófsmenn, sem ekki eru ákærðir fyrir
neitt afbrot, hafa verið teknir og fluttir beint
á geðsjúkrahús án þess að geðlæknir hafi
fyrst fengið þá til viðtals. Fólk hefur verið
þrifið í móttökuherbergjum stjórnarskrif-
stofa, þar sem það hefur verið komið til að
leggja inn kvartanir, og flutt rakleiðis á
geðsjúkrahús.
Þegar sjúkdómsgreina á andófsmenn, hafa
geðlæknar hins opinbera oft farið eftir
einhverri óljósri skilgreiningu geðklofa, sem
gerir ráð fyrir, að enginn ytri einkenni þurfi
að vera um sjúkdóminn.
Dæmigert fyrir þannig opinberar sjúk-
dómsgreiningar er kenning, sem hópur
virtra sovéskra geðlækna setti fram árið
1973, um að fólk, er fremji „and-félagslegan“
verknað geti þurft að loka inni til geðlækn-
inga, jafnvel þótt það „virðist heilbrigt".