Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 21
69
Antonia Agapova stendur á Rauða
torginu i Moskvu og hefur brugðið á
loft spjaldi sem á er letrað: „Brezhnev,
leyfðu fjölskyldu minni að fara“. Fáein-
um andartökum síðar ræðst lögreglu-
þjónn að henni og þá kemur óeinkenn-
isklæddur KGB maður til skjalanna og
lætur það að sögn ljósmyndarans verða
sitt fyrsta verk að kefla gömlu konuna.
— Óþarft er væntanlega að taka fram
að myndirnar eru teknar i heimildar-
leysi og að myndatakan hefði getað
kostað ljósmyndarann frelsið.
Dæmi um opinberar sjúkdómsgreiningar
andófsmanna hafa meðal annars að geyma
eftirfarandi lýsingar á svokölluðum sjúk-
dómum þeirra: „andleg örþreyta, sem orsak-
ast af leit hennar eftir réttlætinu", „geðklofi
með trúaróra", „endurbótablekkingar",
„geðsýki með tilhneigingu til málavafsturs",
„þráhyggja til þjóðfélagsumbóta".
Haft er eftir geðlækni, sem skipaður var af
hinu opinbera, er réttað var í máli konu, sem
ákærð var um „and-sovéskan áróður": „Þótt
engin sjúkdómseinkenni séu fyrir hendi, er
ekki þar með sannað, að ákærð sé ekki sjúk“.
Annar geðlæknir lýsti andófsmanni þann-
ig, að hann væri haldinn „órum“ vegna þess
að „hegðun hans bar vott um and-sovéskar
skoðanir". Er hann var spurður af verjanda:
„Hvernig birtust þessir órar?“, svaraði
geðiæknirinn: „Hann tók engri betrun."
Þeir, sem eru úrskurðaðir geðveikir, eru
ýmist lokaðir inni á sérstökum geðsjúkra-
húsum eða almennum. Slæm meðferð er
venjulega þungbærari á sérstöku sjúkrahús-
unum, sem meiri leynd er yfir. Það fólk, sem
er þvingað til vistar þar, er þar venjulega í
nokkur ár, í sumum tilfellum fimmtán eða
tuttugu ár.
Hin sérstöku geðsjúkrahús heyra beint
undir innanríkisráðuneytið en ekki heil-
brigðisyfirvöld. Þau starfa sem fangelsi og
nokkur þeirra eru til húsa í fyrrverandi
fangelsisbyggingum. Sychyovka-sérgeð-
sjúkrahúsið, sem er í námunda við betrun-
arvinnubúðir, sker sig úr öllum öðrum
fangelsisstofnunum í Sovétríkjunum vegna
þess, hversu andófsmenn og samviskufangar
líta þangað með miklum hryllingi.
Öryggi og agi sitja í fyrirrúmi læknisþjón-
ustu á sérlegum geðsjúkrahúsum. Starfsliðið
er frá MVD, og afbrotafangar eru fengnir til
að starfa sem gæzlumenn. Hvað eftir annað
hafa borist frásagnir um að fangar hafi verið
barðir af handahófi, af kvalalosta og á
stundum með banvænum afleiðingum.
Margir samviskufangar hafa fengið
handahófskennda lyfjameðferð meðan þeir
voru á geðsjúkrahúsi. Algengast er að nota
sterk róandi lyf, þar á meðal aminazin
(þekkt á Vesturlöndum sem klorpromazin),
haloperidol (haldol eða serenace), triftazin
(trifluoperazin), insulin og sulfazin.
Samkvæmt viðurkenndum læknisaðferð-
um er notkun þeirra stýrt af kostgæfni. Þau
geta verið skaðleg, þegar þau eru notuð
ranglega og geta haft í för með sér
alvarlegar aukaverkanir. Á sovéskum geð-
sjúkrahúsum eru þau notuð af handahófi og
gerð að fastri venju. Venjan er að nota þau í
refsingarskyni og til að þrýsta á andófsmenn
að afneita skoðunum sínum og láta af
framferði sínu. Þegar eiginkona Leonids
Plyushch heimsótti hann, eftir að hann hafði
sætt meðferð með haloperidol í tvo mánuði,
var hann orðinn óþekkjanlegur. Hann átti
erfitt um mál og gat ekki haldið uppi
samræðum.
Greint er frá, að insulin-lost séu einnig
refsingaraðferð á sjúkrahúsum þessum.
Sumir fangar hafa verið á sérstökum
geðsjúkrahúsum svo áratugum skiptir. Vas-
ily Shipilov var fyrst tekinn fastur árið 1939,
er hann stundaði trúarbragðanám í mál-
stofu; hann var dæmdur fyrir „gagnbylt-
ingarstarfsemi" og tíu árum síðar var hann
úrskurðaður geðveikur. Mál hans var svo
gott sem óþekkt, þar til hin óopinbera
„Starfsnefnd fyrir rannsóknir á beitingu
geðlækninga í stjórnmálum" greindi frá máli
hans í Moskvu 1978. Hún sagði svo frá, að
hann hefði byrjað að fá köst sem afleiðing af
barsmíðum og insulin-meðferð. Nefndin
bætti við: „Frá því 1960 hefur Shipilov verið
í haldi í Sychyovkva-sérgeðsjúkrahúsinu og
þar hefur stjórnandi 9. deildar, Elena
Leonievna Maximova sagt við hann hvað
eftir annað: „Þú verður hér þar til þú
afneitar trú þinni, nema þú verðir drepinn."
Eftir þrjátíu ár við þessar aðstæður var
hann látinn laus árið 1979.
fundahúsnæði; og þeir verða að sæta ýmsum
öðrum takmörkunum. Samkvæmt lögum er
hægt að sækja til saka þá klerka eða
safnaðarmeðlimi, sem hvetja menn til að
neita að gegna herþjónustu af trúarástæðum
eða til annars konar andstöðu við þjóðfélags-
legar skyldur.
Áætlað er að minnsta kosti nokkur
hundruð þúsund baptistar, pentekostalistar
og (sjöunda-dags) aðventistar séu meðlimir í
óskrásettum söfnuðum. Margir af leiðtogum
þessara hópa eru í fangelsi.
Baptistar hafa meðal annarra verið
dæmdir fyrir að skipuleggja sunnudagaskóla
fyrir börn og leyfa börnum að vera viðstödd
trúarathafnir. Áð svipta foreldra réttinum
yfir börnum sínum er meðal þess, sem sovésk
lög heimila gegn trúarlegum afbrotum.
Ferðafrelsi er takmarkað í Sovétríkjunum
bæði með lögum, er leggja bann við því að
fara úr landi án leyfÍ3, og með skráningar-
kerfi um búsetu innanlands. Um það bil
130.000 Gyðingum og 40.000 Þjóðverjum var
leyft að flytjast úr landi á árunum 1972—
1977. Ennfremur hefur verið útflytjenda-
hreyfing meðal trúaðra; samkvæmt óopin-
berum tölum munu allt að því 20.000
pentekostalistar hafa sótt um leyfi til að
flytjast á brott árið 1977. Fjöldi manns hefur
verið hnepptur í fangelsi fyrir ítrekaðar
umsóknir um leyfi til brottflutnings, bæði
sem stoð í stjórnmálalegum ákvæðum laga
sem öðrum, svo og á þeirri forsendu, að
fólkið væri „geðsjúkt".
Margir sígaunar frá Krímskaga hafa verið
handteknir fyrir viðleitni sína til að snúa
aftur til átthaganna. Krímskaga-sígaunarnir
sem nú eru taldir vera um 500.000, voru
fluttir nauðugir frá Krímskaga til annarra
hluta Sovétríkjanna árið 1944, ákærðir fyrir
fjöldasamvinnu við innrásarlið Þjóðverja.
Þeir voru „endurreistir" með úrskurði árið
1967, en þeim hefur ekki verið leyft að
flytjast aftur til Krímskaga í stórum stíl.
Margir andófsmenn hafa verið fangelsaðir
fyrir meint afbrot, sem oft eiga ekkert skylt
við andóf þeirra og eru greinilega ósönn. Ein
ákæra af þessu tagi er „skrílslæti", en þau
eru skilgreind sem „aðgerðir af ásetningi,
sem trufla reglu á almannafæri gróflega og
gefa til kynna greinilega óvirðingu við
samfélagið". Önnur nefnist „sníkjulíf" — að
forðast vinnu sem er „þjóðfélaginu að gagni"
í einhvern tiltekinn tíma. Þessi ákæra er
sérlega hættuleg andófsmönnum, sem hefur
verið vikið úr starfi fyrir að semja sig ekki
að siðum þjóðfélagsins.
Handtökur, réttar-
höld og dómar
Handtaka andófsmanna er oft á tíðum
hámark þeirrar viðleitni hins opinbera að
hræða þá til aðgerðarleysis eða samvinnu
eftir öðrum leiðum, svo sem með lögreglueft-
irliti, húsleitum, yfirheyrslum eða brott-
rekstri úr starfi. Einnig er algengt að
andófsmenn séu fangelsaðir í allt að fimm-
tán daga samkvæmt stjórnunarreglum.
Dómarar geta kveðið upp slíka úrskurði fyrir
afbrot eins og það að „óhlýðnast lögreglu-
þjóni" eða „smávegis skrílshátt“. í þannig
málum er verjandi yfirleitt ekki viðstaddur.
Andófsmönnum er ennfremur oft haldið
föngnum í einn eða tvo daga „fyrir grun“.
Þegar samviskufangar eru ákærðir sam-
kvæmt hegningarlögum, er algengt að þeim
sé haldið í eitt ár eða lengur, áður en
réttarhöld fara fram, enda þótt lög kveði á
um níu mánaða hámarksvarðhald, áður en
mál er tekið fyrir. Þeim er haldið í
fangelsum fyrir „rannsóknareinangrun“. í
klefunum logar ljós 24 tíma á sólarhring;
málað er yfir glugga eða lokað fyrir þá; í
sumum klefum eru vatnsklósett, en í flestum
eru aðeins kamarsfötur. Enda þótt ill
líkamsmeðferð á andófsmönnum sé ekki
venjan, meðan á yfirheyrslum stendur, hefur
fjöldi slíkra tilfella farið ískyggilega vax-
andi. Venjulega eru andófsmönnum ekki
leyfðar heimsóknir á varðhaldstímabilinu.
Yfirleitt á hinn ákærði þá fyrst rétt á að
hitta lögfræðing, þegar undirbúningsrann-
sókn er talin um garð gengin — nokkrum
dögum og í besta falli nokkrum vikum fyrir
réttarhöldin.
Þeir lögfræðingar einir, sem eru skráðir
hjá KGB (Öryggisnefnd ríkisins) og hafa
verið samþykktir þar, geta gerst verjendur í
málum, þar sem ákæran er landráð og
„and-sovéskur áróður". Lögfræðingar, sem
verja skjólstæðinga sína af miklum krafti,
eiga von á því, að nöfn þeirra verði tekin af
skránni. Sumir þeirra hafa verið reknir úr
Lögmannagildinu, sem svarar nokkurn veg-
inn til lögmannafélaga.
Við réttarhöld í málum andófsmanna af
stjórnmála- eða trúarástæðum, gerir réttur-
inn það oftast ómögulegt fyrir verjendur að
byggja upp málflutning sinn af nokkurri
alvöru, og vörnin getur lítil áhrif haft á
niðurstöðuna.
Samviskufangar líta svo á, að sakfelling sé
óhjákvæmileg, þegar mál er á annað borð
komið fyrir rétt. Að nafninu til fara flest
réttarhöld fram fyrir opnum tjöldum, en
venjulega er réttarsalurinn troðfullur af
fólki, sem er sérstaklega boðið, og vinum og
ættingjum hins ákærða er haldið í burtu á
kerfisbundinn hátt.
Hámarksfangelsisvist samkvæmt sovésk-
um lögum er nú fimmtán ár, að viðbættum
fimm árum í útlegð, þótt hægt sé að dæma
menn seka um glæpi, meðan á refsingu
þeirra stendur og láta þá taka út viðbótar-
refsidóma.
Sumir samviskufangar, eins og Úkraínu-
maðurinn Danylo Shumuk, hafa verið í
fangelsi í meir en þrjátíu ár vegna ítrekaðra
dóma.
Flestir fangar eru dæmdir á eina stofnun
af fjórum mismunandi. Strangasta refsingin
er fangelsi: fremur sjaldgæft er að sam-
viskufangar séu sendir í þau. Næsta stig er
betrunarvinnubúðir með sérmeðferð, en
síðan koma vinnubúðir með strangri. hertri
og venjulegri meðferð. Flestir þeir
samviskufangar, sem Amnesty International
er kunnugt um, hafa verið dæmdir í
vinnubúðir með strangri eða venjulegri
meðferð.
I stað fangavistar, er algengt að refsingin
sé fólgin í útiegð til ákveðins staðar í
hámark fimm ár. Oft eru samviskufangar
dæmdir til fangavistar, sem fylgt er eftir
með útlegð um einhvern tíma.
Enn önnur refsiaðferð er að útskúfa hinn
dæmda frá heimkynnum sínum í mest fimm
ár.
Hægt er að kveða upp dóm um betrunar-
vinnu án fangavistar, eða í sumum tilfellum
skilorðsbundinn dóm með vinnuskyldu.
Enda þótt í sovéskum lögum sé gert ráð
fyrir, að hinn dæmdi geti áfrýjað máli sínu
og síðar átt möguleika á endurskoðun
dómsins, kemur þetta samviskuföngum
sjaldnast að gagni. Fáir hafa heldur notið
góðs af því að vera „snemma látnir lausir
gegn skilyrðum", en það svipar til skilorðs-