Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 Djörf tilraun 17 ára pilts til bjargar heimabyggðinni varð þar forustumaður í verka- lýðsmálum, sem við komum síðar að. Var um haustið fulltrúi hins nýstofnaða verkalýðsfélags á Al- þýðusambandsþingi. En piltinum 17 ára brann í huga að koma sjávarútvegi til meiri vegs í heimabyggð sinni. Hann trúði því að félagslegum samtökum væri þetta framkvæmanlegt og reyndi haustið 1932 að stofna þar sam- vinnufélag um útgerð og fiskverk- un. En það tókst ekki. Látramenn vildu ekki bindast svo vafasömum félagsskap, eins og segir í stutt- orðri frásögn í Hornstrendinga- bók. En þá hófst Gunnar handa einn síns liðs og varð furðanlega ágengt. • Hvert áfallið af öðru — Haustið 1932 byggði ég á Látrum nýtt fiskmóttökuhús, sagði Gunnar. Keypti til þess hús, sem notað hafði verið í sambandi við endurbyggingu Straumnesvita 1930, auk þess sem ég keytpi til viðbótar timbur og járn frá ísa- firði. Yfirsmiður við byggingu hússins var Ólafur Friðbjarnar- son, faðir núverandi aðstoðarfjármálaráðherra Þrast- ar Ólafssonar. Og 1933 keypti ég tvo 9—10 tonna dekk báta. M/b Eli og var formaður á honum fóstbróðir minn Egill Árnason, og m/b Ófeig og var formaður mágur minn Guðmundur Bjarnason. Bát- arnir komu til viðbótar heimabát- unum, sem faðir minn og aðrir gerðu út í Aðalvík, en ég keypti fisk af þeim öllum. Aðalvíkingar höfðu orðið að selja sinn fisk til Isafjarðar eftir að Sameinuðu íslenzku verzlanirnar, sem svo voru nefndar, hættu. Þá varð eyða í fiskverkuninni, sem líka var ástæðan fyrir því að ég réðist í þetta verkefni. Fiskurinn hafði bara verið saltaður, en ég ætlaði að láta þurrka hann heima og útvega þannig atvinnu á staðinn. Einkum veitti það ungl- ingum góða vinnu. Arið 1933 byggði ég svo annað fiskmóttöku- hús á Hesteyri. Þar keypti ég fisk af fjórum mótorbátum, Fönex, Blíðviðri og Sóló, auk annars bátsins míns, Elís, en ætlunin hafði verið að fleiri bátar væru gerðir út þaðan á haustmánuðum, þegar veður versnuðu í Aðalvík. — Ófeigur var gerður út frá Látrum og var þar enn, þegar vestan stórviðri skall á í septem- ber 1934, segir Gunnar, rétt viku áður en við ætluðum að færa hann í murningar inn á Hesteyri, að kröfum vátryggingarfélagsins. Þar strandaði hann í óveðrinu og brotnaði í spón. Báturinn var vátryggður hjá bátaábyrgðarfé- lagi ísfirðinga fyrir sömu upphæð og ég keypti hann fyrir frá Einari Guðfinnssyni í Bolungarvík eða fyrir 8000 kr. Hann lá nú þarna brotinn á kambinum, en vélin, sem var gömul Heinvél, var talin óskemmd. Ég fékk því ekki út nema helming vátryggingarinnar. En vélin er enn á sandinum, þar sem báturinn brotnaði utan af henni. Þar tapaði ég 4 þúsund krónum, sem er líklega um 6 milljónir á verðlagi í dag. í dag er- þó mun auðveldara að ráða við þá upphæð, en þá voru engir pen- ingar til og engin lán að fá. Þetta var geysilegt áfall fyrir mig. — En þetta var ekki eina áfallið, var það? — Ekki aldeilis. Erfiðleikarnir við rekstur þessarar útgerðar minnar hófust fyrir alvöru sumar- ið 1934 með því að fiskmatsmaður- inn, sem var sendur norður til að meta fullþurrkaðan fiskinn, úr- skurðaði all mörg skippund í annan og þriðja verðflokk. Þar með var sýnt að ég varð fyrir umtalsverðu tapi af fiskverkun- inni. Þetta orsakaðist af of mikl- um sólarhita við þurrkunina á reitunum. Fiskurinn brann. — Of mikill hiti þarna norður á Hornströndum með opna víkina út til hafsins? — Já, þetta er einstakt svona norðarlega. En víkin er svo stutt og fjöllin það há, að hafgolan nær ekki inn í hana. Þarna eru hvítar sandfjörur og þetta verður eins og í suðupotti á heitum sumardögum. Ég varaði mig ekki á þessu. — Þriðja áfallið, heldur Gunnar áfram, var að þriðji báturinn sem ég hafði pantað frá Noregi í byrjun árs 1934 og kom til Isa- fjarðar með Nóvu í nóvember 1934, reyndist ekki í gangfæru standi. Vélin sem var 15 ha. Union, skemmdist í prufukeyrslu, þannig að strokkfóðringin rifnaði og stimpillinn skemmdist einnig. Það varð því að taka vélina úr bá'.num, með þeim afleiðingum og þessi nýi bátur, sem kostaði með vél norskar krónur 10 þúsund stóð upp á kambi allan veturinn 1935 og neyddist ég því til að selja hann. Og það er báturinn, sem Jens í Kaldalóni var að tala um. — Þess má geta, hélt Gunnar áfram, að þennan nýja bát hafði ég keypt frá skipasmíðastöð í Fana við Bergen. Og svo skemmti- lega vildi til að sonur eiganda stöðvarinnar, sem þá var 13 ára, flutti bátinn frá Fana til Bergen, þaðan sem hann var fluttur með Nóvu til Isafjarðar. Þennan mann hitti ég svo aftur í janúar 1959 og síðan höfum við átt ánægjulega samvinnu um byggingu fiskiskipa. Við höfum átt sartistarf um smíði 47 fiskiskipa fyrir Island. — Þetta hefur verið mikið áfall fyrir þig? — Já, þessi þrjú áföll dugðu til þess að lama framkvæmdavilja minn. Útgerðarsaga mín þarna fyrir norðan varð því ekki lengri. Ég hafði nú aðeins einn bát í stað þriggja og engin útleið lengur, enda svartnætti í öllum fjármál- um þjóðarinnar. Gamalgrónir út- gerðarmenn og miklir athafna- menn eins og Valdimar Þorvarð- arson í Búð í Hnífsdal og Grímur Jónsson í Súðavík, áttu mjög í vök að verjast. Og þá voru engin tök á að leita til opinberra aðila. Sá sem ekki bjargaði sér sjálfur, varð að gefast upp. Sumarið 1935 var tilraun mín til að reisa við atvinnulíf í þessari afskekktu byggð lokið. Þriggja ára athafna- tímabili var lokið þar. — Raunar er merkilegt að þú skildir yfirleitt komast af stað, peningalaus strákurinn? — Faðir minn hafði verið út- gerðarmaður og bátseigandi frá því fyrir aldamót. Hann var oft búinn að takast á við erfiðleikana, raunar sá eini heima, sem hafði áhuga á þessum athöfnum mínum. Hann setti eignir sínar að veði og varð fyrir skakkaföllum. Ég fór með miklar skuldir til Reykja- víkur, ákveðinn í að borga þær og það tókst. Einnig tókst mér að borga Hesteyringum, sem höfðu látið spariféð sitt í að byggja fiskverkunarhúsið. Því þótt bæði húsin væru seld og flutt burtu, dugði það ekki til. Tilraunin, sem ég gerði þarna, var gerð í trú á það að þetta mundi lyfta staðnum, svo að fólkið gæti haldið áfram að lifa þar eins og það hafði gert svo lengi. Mig dreymdi um að geta gert þetta og lagði mig allan fram. Þetta var mér raunar á við besta háskólanám. Reynslan af því að takast á við lífið og raunveruleik- ann í Aðalvík, hefur orðið mér að miklu gagni í lífinu. • Ekki til sjós — Hvað tókstu til bragðs? — Ég fór í verzlunarstörf og vann á sumrin á Djúpuvík á árunum 1936 til 1939 eða þar til ég stofnaði Vélasöluna og tók að flytja inn vélar og síðan skip. Og hefi ekki lent í teljandi erfiðleik- um síðan. — Þetta er alltof fljótt farið yfir sögu. Ekki hefur þetta verið svona auðvelt? — Nei, raunar ekki. Ég hafði lofað föður mínum að fara ekki til sjós. Þetta loforð gat ég ekki haldið eftir ófarirnar í Aðal- víkinni, því ég fór á síld haustið 1935. En það gerði ég heldur ekki oftar, því strax sumarið eftir réðist ég í síldarverksmiðjuna á Djúpuvík. Haustið 1934 var ég á Alþýðusambandsþingi. Ég var enn í stjórn verkalýðsfélagsins á Hest- eyri og reyndi að vinna að málefn- um félaga minna. — Já, hvernig stóð á því að þú, sem varst atvinnurekandi orðinn, varst líka fulltrúi verkalýðsins? — Sumarið eftir að ég lauk gagnfræðaprófi, vann ég á Síldarstöðinni á Hesteyri. Þá stofnuðum við verkalýðsfélag og ég var kosinn í stjórn þess. Um haustiö 1932 var ég fulltrúi félags- ins á Alþýðusambandsþingi. Það var í fyrsta skiptið sem ég kom til Reykjavíkur. Kom þangað 8. nóv- Báturinn sem Gunnar fékk frá Noregi í ársbyrj- un 1934 og reyndist vera meö ónýta vél. Stóö þessi bátur sem kostaöi 10 þús. n. krónur uppi á kambi allan veturinn og hann neyddist svo til aö selja hann. Þaö var síöasta áfalliö af þremur, sem dugöu til aö Ijúka tilrauninni til aö reisa viö atvinnulífiö í hinni af- skekktu byggö. ember og var komið fyrir hjá gömlum hjónum, sem bjuggu í Verkamannabústöðunum við Hringbraut. Þau voru ættuð að vestan og Svava dóttir þeirra vann hjá Alþýðusambandinu. Daginn eftir komu mína til Reykjavíkur, gekk ég niður í miðbæ. Þar var þá mikið um að vera og ég furðaði mig á þeim mikla mannfjölda, sem var fyrir utan Góðtemplarahúsið. Þar stóð þá yfir fundur í borgar- stjórn Reykjavíkur. Þarna hafði ég lent á Gúttóslagnum mikla. Til að sjá betur hvað um var að vera, fór ég upp á steinvegginn við Guttó, og meðal þeirra sem næstir voru dyrunum, kom ég auga á pilt sem verið hafði sundfélagi minn úr Reykjanesi við Djúp. Þóroddur hét hann og var sá eini af nemendunum á sundnámskeiðinu 1926, sem ekki komst á flot. Hann var svo vatnshræddur að hann sleppti sér aldrei frá sundlaugar- bakkanum. En hér var hann nú kominn með lurk í hendi, til að berja á borgarstjórninni og lét dólgslega. Þetta þótti mér, strákn- um að vestan furðulegt. Þegar Hermann Jónasson lögreglustjóri gaf lögreglunni skipun um að fjarlægja óróaseggina, kom til blóðugra átaka og nokkrir slösuð- ust það mikið að þeir náðu sér aldrei. • Yngsti fulltrúi á Alþýðu- sambandsþingi — Daginn eftir var svo alþýðu- sambandsþingið sett. Héðinn Valdimarsson kom með eina kylf- una, sem lögreglan hafði notað og sýndi fundarmönnum. Á þessu þingi kynntist ég Jóni Baldvins- syni, formanni Alþýðuflokksins. Hann var ættaður frá ísafjarðar- djúpi og þar sem ég var yngsti fulltrúinn, sem mætti á þinginu, aðeins 17 ára, þá fékk ég að fylgja honum og vera með í þeim viðræð- um, sem hann átti við hina ýmsu fulltrúa. Kynnin við hann og fleiri framámenn áttu eftir að koma mér að gagni, því ég gat þá leitað til þeirra þegar ég fór að brjótast í framkvæmdum. Eg man til dæmis eftir því að karlarnir í Aðalvíkinni höfðu einu sinni gengið marga daga um á ísafirði til að fá 500 kr. víxil, svo þeir kæmust á sjó, en árangurslaust — engin peningar til. Ég hringdi þá fyrir þá suður til Jóns Baldvinssonar, sem gat bjargað því. — Þú hefur ekki sagt mér hvernig þér kom þetta allt fyrir sjónir? — Þegar ég fór að heiman þá hafði ég ímyndað mér að á slíkri samkomu ríkti bróðurkærleikur. Aljir væru sem einn maður að vinna að hugsjónum jafnaðar- stefnunnar. Raunin varð þó önnur. Framapot fjölda manna var svo yfirþyrmandi, að ég var bæði sár og vonsvikinn. Sumir gengu svo langt að þeir töluðu ekki tungum tveim, heldur öllu frekar tungum tíu, til að koma sjálfum sér áfram. Þessu var ég óvanur. Fundirnir voru haldnir í Iðnó og ég tók aðeins einu sinni þátt í umræðum. Alþýðusambandið hefði getað orð- ið heilsteypt og öflug samtök, ef inná við átök hefðu ekki veikt það. Á þessu tímabili var ég einnig margsinnis fulltrúi míns hrepps á þing- og héraðsmálafundum Norður-ísafjarðarsýslu. Var í hópi Vilmundarmanna, en þar vorum við í minnihluta. Einn af forustu- mönnum í sýslunni og traustur sjálfstæðismaður tilkynnti mér þá, að ef mitt atkvæði kæmi til að ráða úrslitum, þá yrði það dæmt ógilt, þar sem ég hefði ekki kosningarétt vegna aldurs. Þetta var auðvitað rétt. Ég var á þessum þing- og héraðsmálafundum 17— 20 ára að aldri, en hættur afskipt- um af þeim áður en ég fékk kosningarétt. Enda hafði áhugi minn dvínað við að kynnast þeim mönnum, sem aðallega beittu sér á þeim vettvangi. Ég var svo aftur kosinn af félögum mínum fyrir vestan til að mæta á Alþýðusam- bandsþinginu 1934. Á þessu þingi lenti ég í fylkingu með Héðni Valdimarssyni. Hann var sá leið- togi, sem best hafði stutt okkur í baráttunni við Kveldúlf á Hest- eyri og var að mínu mati sá forustumaður, sem við gátum mest treyst á. Þetta alþýðusam- bandsþing var sögulegt, átök mikil og óvægin. Það sem kom upp á yfirborðið var ekki það versta, heldur allt baktjaldamakkið. Á þessu þingi hét ég því að láta „pólitík" mest afskiptalausa. Kynni mín af hugsjónum vinstri manna, voru svo langt frá því, sem ég hafði gert ráð fyrir. Vissulega voru þeir Jón og Héðinn miklir sómamenn að mínu mati, hreinskiptir og trausts verðir, en á bak við þá var stór hópur manna, sem börðust hatrammri baráttu. — Hefurðu staðið við það að hafa ekki afskipti af pólitík? — Já, að mestu, enda snúið mér að öðru. Hefi verið í hugsjóna- starfi á borð við Slysavarnafélagið og reynt að gera eitthvað nytsam- legt þar. • Óviðráðanleg þróun En snúum okkur aftur að Aðal- víkinni og útgerðarsögu fólksins þar. Þessi hressilega tilraun Gunnars Friðrikssonar til að snúa Sjá niðurlag a bls. 52

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.