Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 Á myndinni sést fleygatroll í togi i kerjum veiðarfæratilraunastöðvarinnar i Hull og sést alveg afur í poka á trollinu. Þarna var hægt að lengja og stytta vira, slita og kanna hvernig veiðarfærið brást við ýmsum breytingum. Séð í eitt kerið i veiðarfæratil- raunastöðinni. Hægt er að fylgjast með veiðar- færunum frá ýmsum sjónarhorn- „Hægt að spara milljarða króna með aukinni þekkingu á veióarfærum" Rætt við Eyjólf Pétursson skipstjóra í Vestmannaeyjum um tilraunastöð með veiðarfæri af ýmsum gerðum í Hull Eyjólfur Fétursson skipstjóri. Nokkrir islenzkir skipstjórar hafa sótt námskeið í brezkri veiðarfæratilraunastöð sem Breska fiskifélagið starfrækir í Hull og hefur starfsemi stöðvarinnar vakið mikla athygli íslendinganna. I tilraunastöðinni eru m.a. gerðar tilraunir með margs konar veiðarfæri í stórum vatnskerjum og eru þau allt að 15 metra löng, 5 metra breið og 10 metra djúp. Útgerðir viða að úr heiminum hafa sent skipstjóra sína í þessa tilraunastöð til þess að þeir geti kynnst möguleikum veiðarfæranna við ýmsar aðstæður. Þá er stöðin mikið sótt af netagerðarmönnum, því mikið veltur á því að veiðarfærin séu rétt byggð upp og má þar engu muna. Við röbbuðum við einn islenzka skipstjórann sem hefur kynnst starfsemi veiðarfæratilraunastöðvarinnar, Eyjólf Pétursson skip- stjóra frá Vestmannaeyjum, en íslendingarnir sem hann fór með kynntu sér sérstaklega net, troll og linu. Við skoðuðum í kerjunum troll eins og við erum með hér heima, Baltatroll og Grantontroll. Við höfum verið að lengja í trollunum hér heima og ofan þar sem við höfum talið okkur sleppa betur við vondan botn. Við héldum að við værum að hleypa netunum aðeins lausari frá, en bobbingarnir sætu eftir, en þetta virkar þannig í reynd að trollið hoppar bara eftir botninum við þessa aðgerð og það minnkar veiðigetuna til muna á meðan fiskurinn er botnlægur. Við erum búnir að vera að standa í því undanfarin ár að lengja í ölhi netinu, en það er algjör óþarfi, því ef við höfum rétt hlutfall milli höfuðlínu og fótreipis þá getur allt netið verið pinnstíft á öllum línum og bara þess vegna sparað milljón- ir á ári í mun minna garni. í þessari tilraunastöð sjáum við hvernig veiðarfæri virkar, og með því t.d. að lengja í höfuðlínu eða fótreipi sjáum við svart á hvítu Kvað hann stöðina hafa bunka af alls konar veiðarfærum í smækkaðri mynd þannig að í kerjunum er hægt að fylgjast nákvæmlega með hvað toghraði skips þýðir fyrir veiðarfærið, straumur í sjónum og allir mögu- leikar sem um er að ræða. Til dæmis sagði hann að þeim hefðu í verki verið sýndar 7 tegundir af toghlerum. A þessu námskeiði sem Eyjólfur sótti voru 6 íslend- ingar, netagerðarmeistarar frá Hafnarfirði, ísafirði, Vestmanna- eyjum og Reykjavík og skipstjóri úr Reykjavík. „Við fengum meira út úr þessu námskeiði en upphaflega stóð til þar sem 6 Bandaríkjamenn sem höfðu pantað mættu ekki og við gátum notað þeirra tíma með tveimur Skotum sem höfðu pantað um leið og við, en það tíðkast þarna m.a. að menn panti nám- skeið og þá er hægt að velja könnun á þeim veiðarfærum sem hentar fyrir hvern hóp eða ein- stakling. Við prófuðum t.d. ein 15 troll og þá kom margt forvitnilegt og lærdómsríkt í ljós. um. PU — \N "-V TANK <1 n/ j' «. j SIDE EL .VATION TANK OTTOM FEET Lagn nets i sjó á þriggja hnúta toghraða. Efri myndin sýnir trollið ofan frá, en neðri myndin á hlið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.