Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 55 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Kjúklingapæi (Handa sex til átta manns) Hvers kyns matarmiklir pæar eru afar hentugir réttir, þegar margt er í mat, þvi þeir eru einkar saðsamir. Auk þess hafa þeir oftast þann kost að þá má útbúa að miklu leyti daginn áður. Það er auðvelt að stækka uppskriftina og ann- aðhvort að bæta í pæann eða hreinlega að baka tvo. Á móti kemur að það er smá umstang að útbúa þennan rétt, en ég held að það sé óhætt að segja að það er býsna skemmtilegt. Þetta er svolitið óvenju- legur pæi þvi að hann er ekki bakaður i formi, heldur beint á ofnplötunni. Deigið er býsna seigt og verður siðan hart þegar það er fullbakað. Það er þvi auðvelt i meðförum. Ofan á deigbotninn eru siðan sett hrisgrjón, og þar ofan á Deig: 200 gr. hveiti 1—1% dl heitt vatn 2 msk olía, þegar deigið er flatt út 1. Hellið 1 di af vatninu yfir hveitið og olíuna og hnoð- ið. Bætið við vatni, ef þarf. Deigið á alls ekki að verða klístrað, heldur mjúkt og teygjanlegt, líkt og laufa- brauðsdeig. Skiptið deiginu í fjóra hluta, setjið það í plast og látið það síðan jafna sig í um 1 klst. í kæliskáp. Hrísgrjónafylling: olía 2laukar an þau eru að soðna. Þessi suða er miðuð við hýðishrís- grjón, en ef þið eruð með aðra gerð þá farið þið eftir viðeig- andi leibeiningum, þar með eru hrísgrjónin í hrís- grjónabotninn tilbúin. Annað: Smjör 8 kjúklingavængir 4 dl vatn 1 tsk timjan 1 tsk oregano 1 knippi af steinselju, eða 2 msk þurrkuð 2 msk þurrt vermút smjör KJUKLINGAPÆI kemur svo afgangurinn af fyllingunni. Ofan á kemur svo deiglok, sem lokar allt lostæt- ið inni. Hrísgrjónin gegna þvi hlutverki að draga í sig safa úr fyllingunni, svo a hún bleyti ekki deigbotninn upp of, og safinn renni e.t.v. út. Hrisgrjónin og deigið eru þvi aðalatriði, en sjálfri fyll- ingunni getið þið breytt og betrumbætt hana eftir þvi sem ykkur lízt og eftir þvi hvað þið hafið við hendina. Þið getið notað t.d. þurrt hvitvin i stað vermúts eða sleppt vini og notað svolitinn sitrónusafa í staðinn. Góða skemmtun 2% dl hrísgrjón, helzt hýð- ishrísgrjón 4 dl vatn % kjúklingasoðteningur, sem er ætlaður í % 1 vatns (2 msk þurrt vermút, gjarnan franskt) Annað: Smjör 8 kjúklingavængir. 2. Setjið svolitla olíu í pott og hitið. Sneiðið laukana í þunnar sneiðar og látið þá mýkj- ast þar í. Þeir eiga alls ekki að brúnast, því þá er hætt við að það komi rammt bragð af þeim. 3. Bætið nú hrísgrjónunum út í og blandið þessu vel saman. Hellið vatninu yfir og bætið muldum soðteningnum í, ásamt víni eða sítrónusafa. Látið nú suðuna koma upp, lækkið þá strauminn og setjið lok á pottinn. Nú eiga hrís- grjónin að malla við hægan hita, þar til vatnið hefur gufað upp og þau eru orðin sæmilega þurr. Hrærið ekki í þeim með- 1 græn paprika 1 rauð paprika 4 sellerístönglar 200 gr sveppir 1 dós sýrður rjómi 1 egg 2 dl kjúklingasoð 4. Bræðið smjör í potti og brúnið kjúklingabitana þar í. Hellið síðan vatninu yfir, til- teknu kryddi og víni eða sítr- ónusafa, eftir því sem ykkur sýnist. Látið nú kjúklingana malla í um 30 mín., eða þar til þið náið þeim léttilega af beinunum. Takið kjötið upp úr pottinum, látið mesta hit- ann rjúka úr því og skerið kjötið utan af beinunum. Látið soðið sjóða áfram, þar til um 2 dl eru eftir. Allt þetta getið þið gert daginn áður og geymt í kæliskáp. Enn fremur getið þið þá hreinsað grænmetið. 5. Bræðið enn smjör eða olíu í potti. Hreinsið og þerrið paprikuna og selleríið, skerið í bita og látið þetta mýkjast ögn í feitinni. Grænmetið á alls ekki að brúnast eða soðna í gegn. 6. Hreinsið sveppina, sker- ið þá í bita og smjörsjóðið þá svo þeir mýkist. Látið safann, sem kemur af þeim, sjóða niður. 7. Setjið ofninn á 2000 8. Þá er að koma pæanum saman. Hrærið saman soðið, rjómann og eggið. Blandið sam- an grænmetinu, kjúklingunum og þessari sósu. 9. Fletjið 1/4 af deiginu út í stóra, kringlótta köku, ca. 40 cm í þvermál. Mér finnst bezt að fletja fyrst og teygja deigið svo. Athugið að kantarnir þurfa alls ekki að vera hníf- jafnir. Þetta verður alltaf svolít- ið óreglulegí, enda hvers vegna ekki. Setjið deigið á smurða plötu. Dreypið svolitlu af olíu á deigið og strjúkið henni yfir það allt. Fletjið síðan út næsta fjórða part álíka stóran og þann fyrri og leggið yfir. Þar ofan á setjið þið hrísgrjónin. Búið til eins og svolítinn barm úr hrísgrjónunum allt í kring. Setjið síðan afganginn af fyllingunni yfir þau. Fletjið nú þriðja deighlutann út og leggið yfir fyllinguna. Strjúk- ið olíu yfir og leggið síðan síðasta útflatta hlutann yfir. Teygið deigbotninn svolítið yf- ir lokið, þannig að pæinn lokist. Setjið hann síðan inní miðjan ofninn og bakið hann þar í um 35 mín. eða þar til lokið er orðið fallega brúnt og greini- lega bakað. Nú getið þið borið pæann fram heitan, volgan eða kaldan, allt eftir því sem ykkur lízt bezt. Þessi réttur er einkar bragðmildur og grænmetið gefur honum einkar fínt bragð. Þaó er Beta sem leiðir BETA-kerfiö fer betur meö kass- ettuna vegna U-þræöingarkerfisins sem hefur 280° snertiflöt viö tækiö á móti 540° hjá VHS sem hefur M-þræöingarkerfi. Nú eru aö koma á markaöinn tæki sem geta hraðspólað meö mynd (picture search) á allt aö 13-földum hraöa, þetta er einungis hægt á BETA-tækjum. BETA-kassettan passar í öll tæki af BETA-fjölskyldunni. Þegar kvikmyndafyrirtækin MCA og Walt Disney ákváöu aö fara í prófmál viö einhvern hönnuö myndsegulbandstækja, þá varö BETA-framleiöandi fyrir valinu vegna mikillar útbreiöslu BETA- KERFISINS Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr International Business Magazine ACE. . ba6 > yrir'*ki- C6'£nð Í£'"né6°!T«-*er'istr '"'"tón' ep’ '9^. ení' <te"2“ana' sen- >1 ylá„ té ■ ífc6"a kn,te9a >°ssméei ^ár****.*. ’ TOSHIBA SONY C*j*ír-í4m+J •mkvo VIDEO CASSETTE V,DE0 CASSETTE ít i&vnjm wotx> ‘tmo uwd mtmmAue. VtJWQ «ecQ*OM<l &KB (KAVtUU.'K f Kpp&tSTneufuf ti lecvurc vioeo L-750 FISHER VŒO 1-500 L-50Ó KetamXt] Fáeinir stærstu framleiöendur BETA-kerfisins eru TOSHIBA - SONY - SANYO - FISHER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.