Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 51 Margrét Kristinsdóttir bæra fjárfestingu. Öðru máli gegnir á ferðalögum þar sem fólk leitar jafnan áningar á skjólsæl- um stöðum og er búið undir hvaða veður sem er. Þá verður mat- reiðslan og máltíðin eins og við- auki við ferðagleðina — alveg eins og á Útivistarmyndinni sem áður var vitnað til. Margar myndir eru í þessari bók og yfirhöfuð er hún ágæt að frágangi. Vel fer á að hún skuli gefin út á Akureyri — þeim stað landsins sem gefur líkast til flesta heita og sólríka sumardaga, nógu heita til hvers konar útivistar. Og jafnvel líka »heitt myrkur*, stöku sinnum, sem margir minnast með rómantík í sinni frá suðlægari slóðum. Verslanir auglýsa tíðum úti- grill, og víða ber þau fyrir augu í útstillingargluggum ferðaversl- ana. Svo væri varla ef þau væru ekki keypt. Þetta er tíska, og hreint ekki sú fráleitasta sem yfir hefur gengið. Af bók þessari ræð ég þó — að minnsta kosti fljótt á litið — að steiking á útigrilli sé alls ekki vandalaus ef vel á að takast, mér liggur við að segja þvert á móti. Að hafa matgerðarlist að áhuga- máii tekur ekki minni tíma en að ná árangri í tafli eða spili. Binnig þá grein þarf að stúdera ef vel á að takast. Útgefandi er því með bók þessari að svara þörf sem vissu- lega er fyrir hendi. sigurganga. Liðsmenn Dönitz aðmíráls fengu að kenna á meira harðræði en flestir aðrir hermenn og margir enduðu ævi sína á ömurlegan hátt læstir inni í þröngum vistarverum á botni Atl- antshafsins. Hinir svokölluðu úlfahópar, þ.e.a.s. flokkar kafbáta, unnu mest tjón. En að því kom að kafbátarnir gátu ekki athafnað sig frjálst innan um skipalestir. Ratsjáin var eitt þeirra tækja sem dugði Bandamönnum vel til að granda óvininum. Annað var broddgölturinn, marghleypt sprengjuvarpa sem gat skotið tuttugu og fjórum sprengjum í einu. Ekki síst með ágætu myndaefni sínu tekst höfundum Orrustunnar á Atlantshafi að sýna lesanda, skoðanda inn í heim stríðsins þar sem ekki einungis tákn þjóðlanda eigast við heldur menn sem í nafni fáránleikans eru dæmdir til að vega hver annan. Til dæmis sjáum við í nærmynd kvíðafull andlit yfirvélstjóra og aðstoðarmanns hans sem lesa örlög sín í dýptar- mæli við skyndiköfun um borð í U-458 til að forðast djúpsprengj- ur. Á annarri mynd sjáum við menn um borð í U-96 meðan djúpsprengja skekur kafbátinn. Þessi andlit eru ólík sigurglöðum andlitum eiginkvenna banda- rískra iðjuhölda sem brjóta kampavínsflöskur á stefnum nýsmíðaðra Libertyskipa. Banda- ríkjamenn smíðuðu fleiri skip en Þjóðverjum tókst að sökkva. Slíkt var kapp þeirra að árið 1943 var 140 Libertyskipum hleypt af stokkunum mánaðarlega. Þeir smíðuðu eitt skip á áttatíu stund- um. Orrustan á Atlantshafi er fimmta bókin í flokki um heims- styrjöldina 1939—1945. Þessar bækur eru fyrst og fremst læsilegt lestrarefni og athyglisvert mynda- efni handa almenningi. Þýðing Jóns 0. Edwalds er viðunandi. Karlakór Reykjavíkur með þrenna tónleika Karlakór Reykjavíkur með þrenna tónleika í Háskólabíói. Hinir árlegu tónleikar Karlakórs Reykjavíkur fyrir styrktarfélaga og gesti fara fram í Háskólabíói dagana 4., 5. og 6. júní næstkomandi og hefjast kl. 19.00 alla dagana. Að venju syngur kórinn bæði íslenzk og erlend lög. Söngstjóri er Páll Pampichler Pálsson, en einnig mun ungur tónlistarmaður, Björgvin Þ. Valdimarsson, stjórna nokkr- um lögum. Einsöngvarar eru Hreiðar Pálmason, Hilmar Þorleifsson og Snorri Þórðar- son. Hljóðfæraleikarar eru Guðrún A. Kristinsdóttir og Monika Abendroth. (Frétt frá Karla- kór Reykajvíkur). Víð fögnum nýrrí flugvél Boeina727-200 til þjónusfú á Evrópuleiðum Stórum,aflmiklum og glæsilegum faikosti, sem nú bætist! flugflota landsmanna. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.