Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 21
MirtÉi
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980
69
drægi. Hver senvværi á svæðinu,
hvort sem hann væri slasaður eða
að reyna að bjarga öðrum, myndi á
skömmum tíma verða fyrir ban-
vænni geislun.
Aðrir óbeinir þættir eru einnig
hluti af heildarmyndinni. Skepnur
sem eiga heimkynni sín niðri í
jörðinni, t.d. rottur, hefðu í byrjun
betri möguleika á að lifa af, skor-
kvikindi og sýklar hefðu vegna
erfðaþátta sinna talsvert betri
möguleika á að lifa af. Þær aöstæð-
ur sem valda dauða mikils mann-
fjölda og koma í veg fyrir neyðar-
og hjálparstarf bjóöa upp á nær
kjörið ástand fyrir útbreiöslu sjúk-
dóma.
Þeir sem slyppu meö brunasár
sem ekki drægju þá til dauöa og
heföu ekki oröiö fyrir banvænni
geislun væru mjög næmir fyrir
sýkingu, þar sem þeir hefðu misst
eðlilega ónæmi fyrir sjúkdómum.
Ef aöstæöur eru metnar út frá
afleiöingum einnar sprengju (eða
mesta slysi sem raunhæft er að
gera ráð fyrir í tengslum við einn
kjarnakljúf eins og breska ráðið um
varnir gegn geislavirkni hefur gert)
er hægt að reikna með að fyrir
hendi sé þjónusta á öörum stöðum
og að hægt yrði að flytja fólk frá
hættusvæðinu og sinna þeim sem
lifðu af.
En hve langan tíma tæki það í
raun og veru ef enginn getur verið
á ferli á svæöinu áhættulaust í alit
aö hálfan mánuð og ef engin
þjónusta er fyrir hendi og allt
heilbrigöiskerfið er horfiö?
Hugsaðu stundarkorn um þessa
brennandi eyðimörk og þá sem þar
væru enn á lífi. Faröu inn í þessa
eyðimörk, inn í skrifstofurnar, versl-
anirnar og skólana þar sem fáeinir
samanhnipraöir vesalingar eru enn
á lífi ofurseldir geislun og brennandi
hita.
Það er lítið hægt að gera, jafnvel
í svona einstöku tilviki, þótt viö
gerum ekki ráö fyrir keðjuverkun
sem líkleg væri ef til kjarnorkustríðs
kæmi. Líttu aftur á kortið þitt og
legðu saman tvöföldu hringina sem
yröu til við tíu 20 megatonna
sprengjur á umhverfi þinnar borgar.
Hugleiddu svo geislavirka skýiö og
hvernig önnur geislavirk ský frá
öðrum svæðum sem einnig heföu
orðið fyrir svipaðri árás næðu til
þín. Reyndu að meta hvaöa læknis-
þjónusta og önnur neyðarþjónusta
yrði eftir og hvers konar heimur biöi
þeirra sem skriðu úr þyrgjum sínum
á útjöðrum svæöanna inn í geisla-
virkan öskumökkinn.
Bandaríski hópurinn vill fá al-
menning til að beita ímyndunarafl-
inu á þennan hátt. Ekki er ólíklegt
aö breski hópurinn sem skipulagt
hefur samkomu til að endurvekja
áhuga fólks á þessum málum hafi
eitthvað svipað í hyggju. Það sem
hafa ber í huga, er aö þeir sem
segja að afleiöingar af beitingu
þessara vopna séu slíkar aö engin
heilbrigöisþjónusta eöa almanna-
varnir geti ráöið við þær, eru
reyndir kunnáttumenn á heilbrigð-
issviðinu sem þekkja og skilja þau
vandamál sem eru samfara neyðar-
ástandi og því að halda uppi
nauösynlegustu þjónustu við slíkar
aðstæður.
Hins vegar eru þeir sem í hernaö-
arlegum tilgangi draga upp sams
konar hringi og borgaraleg yfirvöld
verða að hugsa sér um okkar
borgir, en þeir draga sína hringi um
„óvinaskotmörk og erlendar borg-
ir“.
Brjálæðið sem menn sáu og
skildu og sýndu fram á á sjötta
áratugnum er enn fyrir hendi. Við
þurfum aftur að fá almenning til að
beita ímyndunaraflinu til aö halda
brjálæðinu í skefjum, því hver sem
dregur hringinn þá erum við öll
innan hans.
Veiðileyfi í Soginu
Nokkrar ósóttar stangir fyrir landi Alviðru verða
seldar á morgun og þriöjudag.
Upplýsingar í síma 27711 frá 1—5 e.h.
SIEMENS
— vegna gædanna
Stillanlegur sogkrattúr, 1000 watta
mótor, sjálfinndregin snúra. frábærir
fylgihlutir.
Siemens -SUPER
— öflug og fjölhæf.
SMITH & NORLAND HF.,
Nóatúní 4, sími 28300.
Vinyl-varin lyftingatæki
og handlóö til heimilisnota
POSTVERZLUNIN
HEIMAVAL
P0NTUNARSIMI 44440
BOX 39 KÓPAVOGI
Hvers vegna er bensínið
svona dýrt?
Innkaupsverð (sif):......139.02 kr.
Opinber gjöld:...........247.42 kr.
Álagning/dreifing:........25.50 kr.
Verðjöfnunargjald:.........3.87 kr.
Sölulaun:.................14.28 kr.
Á öld sífelldra verðhækkana er
nauðsynlegt að velja bíl sem sam-
einar sparneytni og lítinn viðhalds-
kostnað.
Frammistaða Volvo í sparakstri
hefur sitt að segja, en það er ekki
síður nauðsynlegt að bílinn þinn
geti sameinað sparneytni, gæði og
öryggi. Þar hefur Volvo yfirburði,
sem varla er hægt að líta framhjá!
Líttu á bensínverðið - og talaðu svo
við sölumennina í Volvosalnum.
VELTIR Hr.
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200