Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980
77
kallast, ég nenni ekki að finna því
nafn.
• I smærri stíl
En það er fleira notað, þótt
það sé ekki eins stórt í sniðum. Eg
hitti til dæmis um daginn gamlan
sveitunga. Hann hafði átt heima í
Reykjavík í fjögur ár og önnur
þrjú á Seltjarnarnesi. En bíllinn
hans bar einkennisstaf gamla
byggðarlagsins. Jú, hann lét skrá
hann á nafn föður síns, því það var
þó nokkur munur á tryggingar-
gjaldi. Hvort honum fyndist þetta
sæmandi? Jú, því ekki það, hvers
vegna að borga meira fyrst hægt
væri að komast hjá því með þessu
móti. Þá hef ég séð bíl vel merktan
sendibílastöð hér í borginni með
utanbæjarnúmeri. Mér er tjáð að
eigandinn hafi stundað þá atvinnu
í nokkur ár og borgi mun minni
tryggingargjöld en vinnufélagar
hans, af bílum með R-númer.
Aðfluttur Reykvíkingur.“
• Aðgerðir á
Lækjartorgi
Þá er hér bréf frá „Miðborgar-
unnanda“, sem lýsir atviki er
gerðist á Lækjartorgi:
„Kæri Velvakandi,
það er heldur leiðinleg sjón, sem
alþýðu manna var boðið upp á í
göngugötunni niðri við Útvegs-
banka síðastliðinn fimmtudag í
góða veðrinu.
Hópur ungmenna hafði safnast
þarna saman að njóta góða veð-
ursins og stemmningar miðborg-
arinnar. 4—5 einkennisklæddir
lögregluþjónar voru að fjarlægja
ölvaða einstaklinga, sem þarna
voru.
Þá bar að ungan mann, óölvað-
an, sem þóttu aðfarir lögreglunn-
ar hálf neikvæðar. Þarna upphófst
orðasenna, sem endaði með því að
sá orðhvati var fjarlægður með
fantatökum burt af vettvanginum.
Á móts við klukkuna á Lækjar-
torgi kom til einhvers mótþróa og
það næsta, sem bar fyrir sjónir
var að 3 lögreglumenn lögðu
manninn á jörðina og einn emb-
ættismannanna sté á höfuð hans.
Það kann að vera að lögum
samkvæmt hafi lögreglan gert
sína skyldu. Ölvun á almannafæri
er hvergi til sóma og bægja á öllu
slíku frá. Spurningin er hins vegar
sú hvort ekki er orðið tímabært að
lögreglan fari að leggja niður
þessi frumstæðu vinnubrögð og
tileinki sér aðferðir, sem byggja á
dýpri þekkingu á mannlegum
samskiptum. Þeim, sem gerst
þekkja framgang lögreglunnar
þarna niðri í miðborginni, finnst
aðstaða hennar heldur klaufaleg.
Með þökk fyrir birtinguna
Miðborgarunnandi“
• Dómharka
Velvakandi hefur oft orðið
var við mikla dómhörku um lög-
regluna, þegar hún hefur verið að
fást við drukkna menn. Án efa eru
lögregluþjónar misjafnir eins og
annað fólk og gengur misjafnlega
vel að tjónka við drukkið fólk. Það
er ekki vandalaust starf, sérstak-
lega þegar kraftarnir eru. eina
málið, sem „viðskiptavinurinn"
skilur. Vissulega væri æskilegast
að „djúp þekking á mannlegum
samskiptum" nægði. Og að sjálf-
sögðu hlýtur það að vera aðall
hvers góðs lögreglumanns að
reyna að beita sálfræðinni í fyrstu
viðskiptum sínum við hvern sem
er.
Hitt vekur aftur á móti furðu að
„óölvaður" aðkomumaður skyldi
valda lögreglunni mestum vanda í
umræddu tilviki. Hans þekking á
mannlegum samskiptum ristir
ekki djúpt, hafi ætlun hans verið
að aðstoða hina drukknu menn.
Þessir hringdu
• Flokkun í
hverfi
Kona hringdi og kvaðst ekki
geta sætt sig: við að nú ætti að fara
að ráðstafa milljónum eða millj-
örðum króna í „verkamanna-
bústaði". Allir töluðu nú um jafn-
rétti, en hvaða réttlæti væri það
eða jafnrétti að ætla að flokka
fólk niður í hverfi eftir atvinnu-
stétt. Það yrði aðeins til þess að
auka á stéttamismuninn. „Verka-
mannabústöðum" ætti ekki að
hrúga á einn stað. Hún kvað
sjálfsagt að láglaunahópum yrði
veitt öll sú aðstoð sem hægt væri
til þess að eignast þak yfir höfuðið
en á annan hátt en hér væri gert
ráð fyrir. Það væri t.d. hægt með
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Lone
Pine í Kaliforníu- í vor kom þessi
staða upp í skák Bandaríkjamann-
anna Bisguier og Kaplan, sem
hafði svart og átti leik.
því að tryggja fólki hagkvæm lán
og svo gæti það byggt eða keypt
þar sem það kysi helst.
Þá sagði konan að sjálfstæðir
byggingaraðilar ættu að hafa
miklu greðari aðgang að lánum en
nú er. Þá myndi skapast meiri
samkeppni á milli þeirra og íbúða-
verð lækka.
• „Vinstri-sinnar“
Þá hringdi maður, sem sagði
að „vinstri-sinnarnir" í umferð-
inni væru farnir að fara mjög í
taugarnar á honum. Hann sagði
að það væri alveg gefið mál, þegar
ekið væri eftir götu með tveimur
akreinum, að einhver silakeppur-
inn sniglaðist áfram á vinstri
akrein og tefði umferð óhóflega.
Hann kvaðst furða sig á því hve
erfiðlega gengi að koma þeim
mönnum í skilning um að þeir
ættu að nota hægri akreinina. Þar
gætu þeir ástundað „öruggan“
akstur með því að fara fetið og
enginn gæti neitt við því sagt.
HÖGNI HREKKVÍSI
NYTT SIMANUMER FRÁ 1. JÚNÍ
83222
GUÐMUNDUR JÓNASSON H/F.
Ferðaskrifstofa
Sérleyfis-og hópferðir
Borgartúni 34 — Reykjavík.
Odýrar
Noróurlandaferðir
Þrándheimur — Osló 17. júní 13 dagar
Verð frá kr.: 168.000.00
Innifalið: Flugferðir , gisting í 2 nætur í Þrándheimi og
lestarferð til Osló, (Flogið heim frá Osló).
Gautaborg 21. júní — 9 dagar
Verð frá kr: 198.000.00
Innifalið: Flugferðir og ódýr gisting í Gautaborg.
Allar nánari upplýsingar veita
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
\ FERDASKRIFSTOFAN
j URVAL ^jUÍF
f Sími 26900 1
Austurstræti 17
Sími 26611
31.... dxe3, 32. Rd3 (Ef 32. Dxb6
þá Hd2 og hvítur er óverjandi
mát) IIxd3, 33. Dxd3 — e2+, og
hvítur gafst upp, enda stutt í
mátið.