Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1980 Þessi fréttamynd af „Litla stráknum", sem eyddi Hiroshima, vakti óhtig og ugg þegar Kjarnorku- nefnd Bandaríkjanna ákvao birtingu hennar fyrir tveimur áratugum. Þaö er vísast engin tilviljun aö birtingardaginn bar uppá tuttugu ára afmæli árásarinnar á Pearl Harbor. KJARNI IVIMLdlNd Kjarnorku- sprengjan eftir ANTHONY TUCKER Læknastéttin þáöum megin Atlantshafs hefur hafiö krossferö til aö minna almenning á hinar ólýsanlegu hörmungar sem fylgja mundu í kjölfar kjarnorkuárásar Aö gera sér grein fyrir kjarnorku- sprengjunni. Við höfum lifaö svo lengi í skugga kjarnorkustríðs, aö viö sjá- um ekki lengur hörmungarnar sem mundu skella á meö því né óttumst afleiöingarnar sem á eftir fylgja. Sykursætt mál hernaöarsamn- inga, „varnar-" eöa „skammdrægar sprengjur", dylur hinar ægilegu staöreyndir um hvaö gerast mundi ef kjarnorkusprengjum yrði í raun beitt, og oft er í útreikningum á hversu margir kæmust af, gert ráö fyrir aö haldiö sé uppi læknisþjón- ustu sem í rauninni er fáránlegt aö gera ráö fyrir. A meðan hver ófriöarhættan tekur viö af annarri er mesta hættan fólgin í því aö íbúar stór- veldanna dofni fyrir ógnun kjarn- orkunnar, þegar þeir eru fóðraðir á útreikningum sem gefa í skyn aö margir kæmust af og þeim talin trú um að kjarnorkan sé aðeins viöbót viö heföbundinn vopnabúnaö. Þá er hætt við aö þeir geri stjórnvöldum kleift aö líta á kjarnorkustríö sem raunhæfan möguleika. Álit margra líffræöinga og sér- fræðinga í læknavísindum á mati Tæknistofnunar Bandaríkjanna frá í fyrra á afleiöingum kjarnorkustríðs er, að þaö byggi á forsendum sem geri of lítiö úr þeim afleiöingum sem kjarnorkustríð mundi sennilega hafa í för meö sér, og því hafa komiö fram auknar kröfur af hálfu lækna um raunsærra mat á afleiö- ingum margra megatonna kjarn- orkusprengjuárása á mikilvæga iðnaðarmiðstöövar og þéttbýlar borgir. Læknastéttin er þekkt aö ööru en því aö vera fús til aö taka pólitíska afstööu og maöur kynni aö ætla aö í landi eins og Bandaríkjun- um væru „Samtök lækna um fé- lagslega ábyrgð" einkum skipuö ungum, síðhæröum, heldur vinstri- sinnuöum, nýútskrifuöum læknum. Ekkert gæti verið fjær sanni. í hópnum er næsti forseti Læknis- fræðistofnunar ríkisins, Dr. F.C. Robbins, en hann er deildarforseti í Case Western læknaskólanum, sex nóbelsverölaunahafar, Howard Hiatt, deildarforseti heilsugæslu- deildar læknaskólans í Harvard, og um sex hundruö menn aðrir, þar á meðal margir mestu áhrifamenn í læknadeildum og sjúkrahúsum Bandaríkjanna. Þeir hófu baráttu sína meö aö- vörun sem þeir sendu Carter og Brésnev um aö þaö væri þýöingar- laust aö reyna aö skipuleggja fjöldaslysavarnir meö tilliti til lækn- isþjónustu í sambandi við kjarn- orkustríð, aö þaö væri engin leiö aö skapa almennum borgurum raun- hæft öryggi, og aö möguleikar fólks á aö ná sér aftur eftir kjarnorkustríö væru hverfandi litlir. í þá tvo daga sem fundurinn í Harvard stóö, frá honum var greint í tímaritinu „Science", kom fram mat manna á hinum ógnþrungnu afleiöingum sem yrðu ef mörgum megatonnum af kjarnorkusprengj- um yröi varpaö á Bostonsvæðiö. Sams konar ályktanir má draga ef skotmarkið yröi London, Man- chester, Bonn eða París. Sumir kannast viö lýsinguna. En þessir menn telja aö tími sé kominn til aö fá okkur til aö beita ímyndunarafl- inu og reyna aö skilja hvaö felst í kjarnorkuárás, jafnvel takmarkaöri árás eins og þeirri sem skilgreind var og athuguö í Harvard, hverjar afleiðingarnar yröu gagnvart inni- króuöum mannfjöldanum í þéttbýl- um iðnaöarborgum. í raunverulegri kjarnorkuárás yröu helstu þéttbýlissvæðin sennj- lega fyrir yfirþyrmandi sprengju- regní. Aö minnsta kosti er gert ráð fyrir því í herfræöilegum útreikning- um og ef um væri að ræða London, París eða Washington, væri sprengjumagniö um þaö bil 200 megatonn. Ef til vill er ekki hægt aö ímynda sér slíkt, því allar lýsingar sem birtar hafa veriö opinberlega miöast viö takmarkaöa beitingu kjarnorkuvopna og í þeim eru metnar afleiöingar t.d. einnar 20 megatonna sprengjuárásar. Þetta er auöveldara aö skilja vegna þess aö þaö er einfalt, a.m.k. í byrjun. Náðu þér í kort af þínu borgarsvæði og finndu staðinn sem sennilegast er að sprengjan yrði látin falla á. Turn aöalpósthússins, Effelturninn, eða Piccadilly þraut- arstööina, og dragöu í huganum tvo hringi. A svæöi sem markast af 10 km radíus er eyöingin algjör. Innan þess hrings er allt horfið. Þaðan og út aö hring sem markast af 32 km radíus mun helmingur fólksins vera látinn eða slasaður. í London, París, Manchester og flestum öör- um borgum, eins og Hiroshima og Nagasaki, munu aöalsjúkrahúsin og flest sérmenntaö aöstoöarfólk þeirra vera á svæöum þar sem eyöileggingin er alger. í sumum borgum munu nokkur meiriháttar sjúkrahús vera innan síöari hrings- ins, þar sem eyöileggingin verður minni. En þetta er aöeins uþþhafiö. Eldstormurinn og geislavirka skýiö sem fylgja í kjölfariö (ekki er hægt aö segja fyrir um feril þeirra sem ræðst af veðri og landsháttum á hverjum staö) valda vindhraöa allt aö 500 km á klukkustund, ofboðs- legri hitahækkun viö yfirborö jaröar og ófyrirsjáanlegum skemmdum sem bætast viö þær sem veröa viö sjálfa sprenginguna, eldsúluna og upphaflegu geislavirknina. Bjartsýnismenn benda á aö viö árásina á Japan hafi hópur fólks sem var aö vísu nálægt þeim stað sem sprengjan féll á en niðri í bankahvelfingu djúpt undir yfir- boröinu komist lífs af. Þar var um að ræða 15 kíótonna sprengju. Við erum að fjalla um sprengju sem er 1000 sinnum öflugri. Og það er rétt aö minna á reynslu Evrópubúa af eldstormum, þar sem þeir sem virtust öruggir í kjallaraþyrgjum stiknuöu smám saman er byrgi þeirra breyttust í bakaraofna. Þaö er aö vísu rétt aö viö ytri mörk þeirra svæða þar sem áhrifin yrðu mest og fjarri eldstormnum kann fólk aö vera öruggara í byrgjum en í húsum með hvítmál- uöum gluggum, og ef fyrir hendi er talsverö aöstoö og þjónusta neöan- jaröar gætu nokkur þúsund manns lifað af fyrstu áhrifin ef fólkiö væri djúþt í jörðu, t.d. í göngum neöan- jaröarbrautarinnar í London. En þegar í uphafi myndi tala látinna nema milljónum (í London og París t.d.) eða nálgast milljón í borgum eins og Birmingham eöa Manchest- er. Þetta er mynd af ástandinu eins og það yröi þegar eftir aö sprengj- an félli, meöal þess sem síðar kæmi fram, er aö geislavirknin á svæðinu yröi banvæn í a.m.k. hálfan mánuð á eftir. Ef viö sleppum óútreiknanlegum vandamálum vegna dreifingar geisiavirkni, sem gæti náð yfir u.þ.b. 15.000 ferkílómetra svæöi, (myndin á sjötta áratugnum af einnar megatonna sprengju, var af geislavirku skýi aflöngu, 15kmx320 km, en langdrægar sprengjur nú eru miklu stærri) veröum við aö ímynda okkur afarvíölent svæði þar sem gera má ráð fyrir einni milljón látinna, annarri milljón manna sem eru aö dauða komnir af brunasár- um og geislun og ef til vill einni milljón manna sem hugsanlega mætti bjarga frá bana ef læknis- hjálp bærist í tæka tíö. En með mjög fáum undantekn- ingum kæmust hjálparsveitir vegna mikillar geislavirkni alls ekki til þeirra svæöa sem verst yröu úti. Þaö er alvarleg blekking aö láta sem almenn þjónusta, læknishjálp og hjálparsveitir væru til staöar, í nægilegum mæli og nægilega snemma. Þaö væri ekki einu sinni mögulegt aö ráöa viö hiö ömurlega heilbrigöisvandamál aö grafa hina dauðu. Þaö er ekki nóg meö aö geisla- virkni þar sem sprengjan félli yröi lífshættuleg dögum saman, heidur yröi hún 1000 einingar (rads) á klukkustund dögum saman í margra kílómetra fjarlægö og úr henni drægi smám saman meö tímanum og eftir því sem fjær ^, O^ $&& JKAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUNNAR > V^ :^~#r^. Epli rauð, grapealdin, epli gul, sítrónur, epli græn, bananar, appelsínur, perur, vatnsmelónur, nektarínur, ananas, avocado. »•»•• »s«a EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐEVU .Vl'WASIMJA- SÍMIN'N Kli: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.