Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1980 55 ^Allir voru þeir settir í þrælkunarbúðir og er talið að helmingurinn hafi látist á næstu tíu árum" PLAGUR LÆKNISRAD ¦ f Brennivins- þorsti magnast um víða veröld Alþjóðaheilbrigðismálasam- tökin ætla nú að leggja til atlögu gegn drykkjusýki, sem orðin er plága um heim allan. Viða um lönd má rekja allt að helming glæpaverka til áfengisneyzlu og virðist ekki skipta máli, hvort i hlut á rikt fólk eða fátækt. Um það bil helming umferðarslysa má einnig rekja til neyzlu á áfengi eða fíkniefnum. Það er vilji samtakanna að ríkisstjórnir geri stórátök til að vinna gegn drykkjusýki t.d. með því að auka fræðslu og fjárveit- ingar í þessu skyni og sníða nýja löggjöf. M.a. er gert ráð fyrir, að drykkjumenn verði skyldaðir til þess að koma á endurhæfinga- heimili, að öðrum kosti missi þeir atvinnu sína. Einnig á að fylgjast betur með því en áður að menn aki ekki undir áhrifum áfengis. Nú er svo ástatt á Englandi og „Eitt stærsta vandamálið í heilbrigðismál- um heims- ins..." Wales, að eiiin maður af hverjum 10 á það á hættu að verða áfengissjúklingur. 7% fullorðinna Bandaríkjamanna og 17% banda- rískra unglinga á aldrinum 14—17 ára eiga við alvarleg áfengis- vandamál að stríða. Árlega fara forgörðum í Bandaríkjunum verð- mæti sem nema 43 milljörðum dollara beinlínis vegna áfengis- neyzlu og er þar átt við fram- leiðslutap, slys og kostnað við læknismeðferð. Allar þjóðir, jafnvel í ríkjum Múhameðstrúarmanna hafa átt við aukin áfengisvandamál að stríða á síðustu árum. Helztu ástæðurnar eru örar þjóðfélags- breytingar um heim allan. Þar sem fólk býr við mikil þrengsli, fátækt og vanhirðu er hætt við, að áfengissýki geti leitt til varanlegs heilsutjóns. Fái fólk ónóga næringu, en stundi áfeng- isneyzlu, minnkar mótstöðuafl þess gegn hvers kyns sjúkdómum. Áfengisneyzla barnshafandi kvenna getur valdið því, að börnin fæðast vangefin, og tíðni sjálfs- morða eykst af völdum mikils drykkjuskapar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in er uggandi um, að áfengisneyzla muni stuðla að enn frekari upp- lausn fjölskyldna, en það vanda- mál er þegar mjög mikið, m.a. vegna þess að fátækt, uppflosnað sveitafólk í Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku hefur flykkzt inn í fátækrahverfi stórborganna. Tölfræðiskýrslur sýna, að fram- leiðsla og dreifing á áfengi hefur stóraukizt, og afleiðingin að mati samtakanna er „eitt stærsta vandamálið í heilbrigðismálum heimsins, og hætt er við að valdi efnalegri stöðnun svo og ótæm- andi verkefnum í heilbrigðismál- um margra ríkja". Alþjóðaheilbrigðismálasamtök- in gera ráð fyrir, að framleiðendur áfengra drykkja taki ekki með þegjandi þögninni þeim ráðstöf- unum, sem þau vilja beita sér fyrir, en segja þó: „Engin atvinnu- grein getur barizt fyrir rétti sínum til þess að skaða heilsu manna í ábataskyni." -THOMAS LAND hugmyndafræði, leggjum rækt við hugsjónir öreiganna. Ég þarf að fá tekna af mér mynd." Li: „Vinnum bug á eiginhyggju og göngumst upp í félagshyggju. Hvaða stærð?" Jiang: „Byltingin er vammlaus. Þrjá þumlunga." Sjálfir segjast þeir Li og Jiang hafa menningarbyltinguna í huga, árið 1966—76, en slagorðaglamrið tíðkast enn og fer það ekki fram hjá neinum. Ma Ji heitir maður, lágur vexti og þrekinn. Hann var „uppgötv- aður" á ameríska vísu árið 1956 en hafði áður verið afgreiðslumaður í bókabúð. Hann tók þátt í „Xiangsheng"-keppni og bar þar sigur úr býtum og frægasti háð- fuglinn í Kína á þessum tíma, Hou Baoling, tók hann strax upp á sína arma. Á tímum menningarbylt- ingarinnar sættu þeir Ma og Hou miklu aðkasti og í fimm ár var Ma í nauðungarvinnu í Henan-fylki þar sem hann mokaði skít og ræktaði grænmeti. Hann var lát- inn laus árið 1972 og tveimur árum síðar hafði hann öðlast svo miklar vinsældir, að honum var leyft að taka á móti bandarískum gesti, gamanleikaranum Steve Allan. Ma kunni vel við Allen en hins vegar skildi hann fæsta brandarana hans. Ma og félagi hans, Tang Jiezh- ong, maður grannur vexti og afar strangur á svip, hafa sett saman lítinn leikþátt þar sem sá borgara- legi lífsmáti, sem kínversk æska sækist nú sem mest eftir, er gagnrýndur en — eins og er svo einkennandi fyrir Xiangsheng — réttlættur um leið. Eins og venja er til hjá kínverskum hjónaleysum ætlar stúlkan að fara að spyrja mannsefnið, sem er Ma, spjörun- um úr og Tang ætlar að kenna honum réttu svörin. Ma: „Hvað er þér efst í huga alla daga?" „Á hverjum degi vil ég leggja meira af mörkunum til Endurbót- anna fjögurra," svarar Tang. „Að hverju keppirðu?" „Ég er að reyna að auka tækni- þekkingu mína." „í hverju er þér helst áfátt?" „Mér finnst ég ekki vera nógu upplýstur og menntaður." „Hvað ætlaðu að gera til að bæta úr því?" „Ég ætla að leggja harðar að mér við námið ... Hvað finnst þér annars um svörin?" „Ómöguleg," segir Ma. „Þú ert kolfallin á þessu prófi." „Nú, hvers vegna?" „Þessi svör eru ekki fyrir ást- fangið fólk, eða finnst þér það?" Nú hafa þeir hlutverkaskipti og Tang spyr Ma: „Hvað er þér efst í huga alla daga?" „Ég hugsa aðeins um þig og ást okkar alla daga." „Að hverju keppirðu?" „Að komast yfir sófa og klæða- skáp." „I hverju er þér helst áfátt?" „I því eínu að ég á ekki nóga peninga." „Hvað ætlarðu að gera til að bæta úr því?" „Ég ætla að fá þá lánaða." Oft fjalla brandararnir um upp- risu efnishyggjunnar í kínversku þjóðlífi. Ungfrú Wang hittir vin- konu sína sem spyr hana: „Ég hef heyrt að þú sért alveg hætt við hann Zhang." „Já, tilfinningar mínar í hans garð eru breyttar." „Nú, þú ætlar þá að skila honum aftur úrinu?" „Nei, tilfinningar mínar í þess garð eru óbreyttar." Einn markríll á dag kemur hjartanu í lag — eðahvaö? „Makríllinn er allra meina hot." er niðurstaða rannsókna sem þýsk-~ ir læknar stóðu fyrir. „Farið í makrilkúr og segið „farvel Frans" við hjartasjúkdóma." segja þeir ennfremur. I grein í tímaritinu Fishing News segir Alex Muir, prófessor við há- skólann í Dundee, að hjarta- sjúkdómar séu mesti meinvættur hins vestræna manns og að þrátt fyrir miklar rannsóknir séu aðeins þrjú atriði talin örugg sem ástæða fyrir auknum hjartasjúkdómum. Þau eru sígarettureykingar, offita og of mikil blóðfita. Þegar fólk deyr vegna hjartaáfalls kemur oftast í ljós, að blóðtappi hefur stíflað einhverja þeirra smáu en mikilvægu æða, sem flytja blóð (og súrefni) til hjartavöðvanna. Vísindamönnum leikur því ekki lítill hugur á að fá að vita hvers vegna hjartaáföll eru tíðari með sumum þjóðum en öðrum. Hvers vegna tróna Finnar og Skotar efst á listanum yfir þær þjóðir þar sem hjartasjúkdómar eru algengastir? Hvers vegna eru hjartasjúkdómar jafn fátíðir í Japan og raun ber vitni? Japanir eru mestu fiskætur í heimi og rannsóknir hafa sýnt að í blóði þeirra er miklu minni fita en t.d. gerist og gengur með Evrópu- mönnum. Ef Japanir flytjast bú- ferlum til Bandaríkjanna og tileinka sér ameríska lífshætti (og matar- venjur) sækir hins vegar brátt í sama farið hjá þeim og öðrum Bandaríkj amönnum. í grein, sem birtist í enska lækna- blaðinu The Lancet, kemur fram, að Fisksýran eyðir blóðfitunni. í blóði Eskimóa í Grænlandi er lit.il fita og hjartasjúkdómar því sjald- gæfir þrátt fyrir það, að Eskimóar éta mikla dýrafitu. Hugsanleg skýr- ing á þessari þversögn er sú, að sýra, sem mikið er af í sumum sjávarfisk- um, vegi hér upp á móti og eyði blóðíitunni. Rannsóknaskýrsla þýsku vísindamannanna sem vitnað var til hér í upphafi, fjallar um þessa tilgátu, þ.e. að minnka megi blóðfituna með því að taka upp mataræði Eskimóa. Makríllinn varð fyrir valinu vegna þess, að í honum er mikið af þessari sýru og auk þess var mönnum það kunnugt að mikil breyting verður á blóðfitunni við makrílát. Við rannsóknirnar voru sjö Evr- ópubúar látnir nærast eingöngu á makríl í heila viku og að þeim tíma liðnum höfðu átt sér stað breytingar á blóðfitunni sem virtust renna stoðum undir kenninguna. The Lanc- et, læknablaðið enska, varar þó við of mikilli bjartsýni og telur að frekari rannsóknir þurfi að fara fram á öðrum fisktegundum og í lengri tíma áður en endanlegur dómur verður felldur í þessum efn- um. FJOLDAMORÐ Minnismerki veldur úlfa- þyt í Moskvu Sú ákvörðun bresku ríkisstjórn- arinnar að lcyfa að reistur verði í Englandi minnisvarði um þá sov- éska borgara, sem fluttir voru nauðungarflutningi til Sovétrikj- anna eftir síðari hcimsstyrjöld. hefur verið ákaflega fordæmd í Pravda, sem er málgagn soveska kommúnistaflokksins. bar segir að ákvörðun frú Thatcher sé „stórkostlegt hneyksli". Bautasteininum verður komið fyrir í landi krúnunnar í Kensing- ton, gegnt Victoria and Albert- safninu. Utanríkisráðuneytið breska hafði reyndar uppi einhver mótmæli gegn steininum en frú Thatcher kvað allt slíkt í kútinn og lagði blessun sína yfir áletrunina sem er svohljóðandi: „Þennan bautastein reistu þingmenn úr öll- um flokkum og aðrir til að minnast þeirra þúsund saklausra manna, kvenna og barna frá Rússlandi og öðrum A-Evrópuþjóðum sem voru fangelsuð og létu lífið fyrir hendi kommúnískra ríkisstjórna eftir að hafa verið flutt nauðungarflutningi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari." I Pravda segir, að með minnis- varðanum sé verið að heiðra minn- ingu manna sem hafi barist með nasistum gegn Rauða hernum. Þrjár milljónir manna voru sendar aftur austur á árunum 1945—47 í samræmi við samkomu- lag sem gert var á Yalta-ráðstefn- unni árið 1944. Allir voru þeir settir í þrælkunarbúðir og er talið Þrjár milljónir á tvcimur árum að helmingurinn hafi látist á næstu tíu árunum. Sumir höfðu vissulega barist með Þjóðverjum, einkum Úkraínu- menn og Hvít-Rússar, sem gerðust liðsmenn hins svokallaða Vlasov- hers, en Bethell lávarður, sem er mjög fróður um Yalta-samkomu- lagið og einn af hvatamönnum þess, að steinninn var reistur, segir hins vegar: „Langmest af þessu fólki voru saklausir menn, konur og börn, sem Þjóðverjar fluttu vestur á bóginn sem ódýrt vinnuafl. Rúss- ar komu fram við allt þetta fólk á sama hátt — eins og það væri óhreint. Allir voru sendir í þrælk- unarbúðir þ'ar sem farið var verr með þá en verið hafði í Þýskalandi. Ég vil leggja áherslu á, að í áletruninni á steininum kemur vel i ljós, að verið er að heiðra minningu saklauss fólks. Hins veg- ar kann það að vera rétt af rússneskum stjórnvöldum að velta því fyrir sér hvers vegna svo margir þegna þeirra voru reiðu- búnir að taka sér vopn í hönd og berjast gegn þeim." -MALCOLM STUART

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.