Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1980 Orösending til þeirra sem hyggja á bygglngarframkvæmdir í austur- borginni á næstunni: byggingarsamvinnuféiag í fullum gangi meö góöa verkaöstööu í Mjóddinni, vill taka aö sér verkefni viö húsbyggingar, á grunndvelli kostnaðarverös eða samkvæmt tilboðum. Þeir sem vilja kynnast starfsemi vorri nánar, með viöskipti í huga, hafi samband við framkvæmdastjóra B.S.A.B. í síma 33699 og 82966 eða komi á skrifstofu vora að Síðumúla 34. Byggingarsamvinnufélagið Aðalból. Fjórðungsmót Fjórðungsmót hestamanna á Vestur- landi veröur aö Kaldármelum á Snæfellsnesi dagana 3.-6. júlí n.k. Kynbótahrossasýning, gæöinga- keppni, unglingakeppni, kappreiöar, kvöldvaka, dansleikir o.fl. Keppt veröur í 250 m unghrossahlaupi, 250 skeiöi, 350 m og 800 m stökki og 800 m brokki. Þátttaka \ kappreiöum tilkynnist fyrir 10. júní nk. í sima 93-8371 eöa 93-8137. Framkvæmdanefndin. t>: Sb Húsnæðismálastofnun nkÍSÍHS Laugavegi77 Utboó Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúöa á Bíldudal óskar eftir tilboðum í byggingu á 3ja íbúða fjölbýlishúsi viö Gilsbakka á Bíldudal. Húsinu skal skila fullbúnu með grófjafnaðri lóð 1. júní 1981. Útboösgögn verða til afhendingar á Hreppsskrifstofunni á Bíldudal og hjá Tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins frá 2. júní 1980 gegn 30.000 kr. skilatryggingu. Tilboöum skal skila til sömu aöila eigi síöar en briðjudaginn 10. júní 1980 kl. 14.00 og verða þau þá opnuö að viöstöddum bjóðendum. Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúða á Bíldudal. Alkali og Frostskemmdir Fundur verður haldinn miðvikudaginn 4. júní n.k. kl. 16.00 aö Hallveigarstíg íhúsakynnum byggingarþjónustu Arkitektafélags íslands — ráöstefnusal. Og eru verkfræöingar, arkitektar, byggingaverktakar og byggingarmenn sérstaklega boðnir á fundinn. Fundarefni: Alkali og frostskemmdavandamálið og glíma THORO verksmiðjanna við það. Aðalefnafræðingur verksmiðj- anna, Mr. M. Kalandiak skýrir frá tilraunum sínum og svarar spurningum fundarmanna. Tekið skal fram að THORO verksmiðjurnar hafa gert ísland að tilraunasvæði fyrir sig. Svæðisstjóri Evrópu frá THORO verksmiðjunum í Belgíu, Mr. G. Van Der Borgh, flytur erindi og sýnir litskyggnur, einnig svarar hann spurningum fundarmanna. STANDARD DRY WALL PRODUCTS Sisteinprýöi I w^ |(XfDRo)| 1 1*^ ^J Ummión: Bmrgljót IngólfmetAttir Blómasúlur teknar í sátt Hvers virði er starf heima- vinnandi kvenna Menn eru ekki sammála um, hvernig meta á starf kvenna, sem hafa það að aðalatvinnu að sinna börnum og heimili — enda kannske óghægt um vik. En í smágrein, þar sem skýrt var frá rannsóknum í Bandaríkj- unum á vegum Sambands Líf- tryggingarfélaga kom eftirfar- andi í ljós: Heimavinnandi kona teur þar að sér starf barnfóstru, matmóður, ræstingartaeknis, þvotta- og straukona, garðyrkju- konu, innkaupastjóra og bílstjóra. En við þessi störf er reiknað með að í fari um 100 klst. á viku og unnið sé 7 daga vikunnar. Síðan er reiknað út hvað þeir tíma myndu skila miklu kaupi og miðað við laun greidd fyrir slík störf í stærri borgum. Utkoman var sú, að árskaupið nam $17,351.88 eða ríflega 8 millj. ísl. miðað við árslok 1978. Hver segir svo, að við heima- vinnandi gerum ekkert gagn? Fyrir nokkrum áratugum voru víðast blómasúlur á heimilum hjá eldra fólki, hjá afa og ömmu, öfum og ömmum. Síðan hurfu þær af vettvangi, nema hjá einstaka fólki, sem kunni að meta hluti úr góðum viði, því blómasúlurnar voru oft hin fallegasta smíði og oft „póler- aðar". I þeim fjölskyldum, þar sem blómasúlurnar voru settar upp á háaloft, í staðinn fyrir að henda þeim á haugana, eru þær sjálfsagt löngu farnar að prýða heimili barnabarna fyrri eigenda. Þau hrósa sjálfsagt happi yfir að fal- legum hlut skuli hafa verið haldið til haga fyrir afkomendur í fjöl- skyldunni í staðinn fyrir að þurfa að leita að slíku í forn- og antikverslunum. En blómasúlur af nýlegri gerðum eru framleiddar nú til dags og á myndunum má sjá nokkur sýnishorn af því, sem á markaði er í Bretlandi, þær erú frábrugðnar þeim, sem áður er á minnst og nýtískulegri. Góða kakan 200 gr. smjörlíki rifinn börkur af einni sítrónu eða einni appelsínu 200 gr. sykur 3 egg 225 gr. hveiti 2 tsk lyftiduft 4 matsk. rjómi 3epli 4 matsk sykur, blandað með 2 tsk af kanil Venjulegt hrært deig, smjörlíki og sykur hrært saman, eggjum bætt í, einu í senn, þá rifinn börkurinn og síðast hveiti með geri, og rjómi. Sett í smurt form, eplasneiðar lagðar yfir og kanil-sykri stráð yfir. Bakað við meðalhita í ca. 45 mín. Breyting til batnaðar Tískan er sífelldum breytingum háð, eins og allir vita, og það virðist algengt að fólk hlaupi eftir öllum duttlungum tískufrömuða. Skynsamlegra virðist að fara sínar eigin leiðir í fatavali, með hliðsjón af tískunni þó, en velja það sem er hentugt, fer vel saman og klæðir viðkomanda. í Bandaríkjunum er því nú spáð í tískuheiminum, að þar muni brátt verða allsráðandi hentugur fatnaður, í likingu við þann „klassiska", sem alltaf hefur verið notaður af skynsömu fólki og forsjálu. Stíllinn er nefndur „skólastúlkustíll", „hentugur stíll", já eða „skynsemisstíll". Myndir þær, sem hér fylgja með, segja meira en mörg orð. En sjá má fellt pils, blaser-jakka, ullarpeysur, kjól, fallegar mokka- sínur og aðra lághælaða skó. Áreiðanlega myndi mörg mamman velja nákvæm- lega svona handa dótturinni, mætti hún ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.