Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980
79
„Eg er
með yður
alla daga“
Þrenningarhátíð
Matt. 28:18-20.
Á þrenningarhátíð er gott
að horfa um öxl yfir há-
tíðartímabil kirkjuársins og
gleðjast yfir öllum þrem
stórhátíðum kristninnar, jól-
um, páskum og hvítasunnu.
Allar þessar hátíðir flytja
okkur kröftugan boðskap um
grundvallarsannindi krist-
innar trúar, þær boða trú á
þrí-einan Guð sem opinber-
ast okkur sem Guð faðir,
skaparinn, Guðssonur, frels-
arinn og heilagur andi, hugg-
arinn.
Á jólum fögnum við komu
frelsarans, á páskum sigri
hans yfir dauðanum og á
hvítasunnu, afmælisdegi
kirkjunnar, minnumst við
þess að Kristur kom í heilög-
um anda til lærisveina sinna
til þess að gefa þeim kraft og
djörfung til að fara af stað
með þetta blessaða fagnaðar-
erindi.
Boðskapur þessara þriggja
hátíða tengist sterkt saman,
og þegar þær eru skoðaðar
hver fyrir sig verður það
mjög ljóst að vægi þeirra er
jafn mikið. Við getum ekki
sleppt því að halda eina
hátíðina, — ekki sagt að ein
sé þýðingarmeiri en önnur og
þá á ég við þann boðskap sem
þessar hátíðir flytja.
Eitt guðspjallið á þrenn-
ingarhátíð er skírnarskipun
og kristniboðsskipun Jesú,
sem er á þessa leið: „Allt
vald er mér gefið á himni og
jörðu. Farið því og kristnið
allar þjóðir, skírið þá til
nafns föðurins og sonarins
og hins heilaga anda og
kennið þeim að halda allt
það sem ég hefi boðið yður.
Og sjá, ég er með yður alla
daga, allt til enda veraldar-
innar.“
Þessu skýra boði Jesú hef-
ur kristin kirkja reynt að
hlýða á öllum öldum og
reynir enn.
Á þrenningarhátíð er gott
að minnast þessara sterku
orða því þau ber að skilja
sem niðurstöðu þess hjálp-
ræðis sem Jesús kom til að
veita okkur mönnunum, þess
hjálpræðis sem hvað skýrast
birtist í boðskap stórhátíð-
anna þriggja. Það er á
grundvelli þessa boðskapar
sem lærisveinar Krists eiga
að fara út um allan heiminn
og ávinna menn fyrir Krist
og skíra þá í nafni heilagrar
þrenningar.
Þetta stóra hlutverk var
ekki árennilegt fyrir 11 læri-
sveina, en á orðunum hér að
framan sjáum við að þeir
voru ekki einir, þeir máttu
leggja af stað í krafti fyrir-
heitisins. „Ég er með yður
alla daga“ — þetta fengu
lærisveinarnir ómælt að
reyna og allar kynslóðir
síðan, því þetta fyrirheit er í
fullu gildi.
Allt kristniboð og allt
kristilegt starf væri í raun-
inni alveg vonlaust ef þetta
fyrirheit væri ekki fyrir
hendi. Kristin trú væri eins
og hver önnur kraftlaus
stefna ef kristnir menn
reyndu það ekki dag frá degi
að Jesús Kristur er lifandi,
upprisinn, nálægur frelsari
sem stendur við fyrirheit sín
og gefur raunverulegan styrk
og kraft til að berjast trúar-
innar góðu baráttu.
„Ég er með yður alla
daga.“ — Þetta er ekki að-
eins ætlað postulum og
kennimönnum heldur öllum
kristnum mönnum, öllum
sem skírðir eru til nafns Jesú
og vilja lifa í skírnarnáðinni.
Leyfum guðspjalli þessar-
ar hátíðar að minna okkur á
nærveru hins upprisna og
náð hans, því hún er ný með
hverjum degi.
Þrenning
Þrenningarhátíðin minnir á kenning-
una um hinn þríeina Guð. Sjálf er
hátíðin ekki forn, heldur ákveðin af
Jóhannesi páfa 22. snemma á 14. öld.
Hátíðin er einstæð meðal hátíða kirkju-
ársins, þar sem hún minnist ekki atburð-
ar úr lífi Drottins eða postulanna, heldur
trúfræðikenningar. Þótt Þrenn-
ingarhátíð sé ekki forn þá er þrenning-
arkenningin jafngömul kristinni trú.
Orðið þrenning kemur ekki fyrir í
Biblíunni en hugsunin er þar og talað um
hinar þrjár persónur guðdómsins. Kenn-
ingin um hinn þríeina Guð er ekki
niðurstaða mannlegra vangaveltna, held-
ur miklu heldur reynsluþekking, sprottin
af reynslu okkar af samfélaginu við Guð.
Guð birtist mönnum á þrennskonar hátt.
Hann birtist sem hinn himneski faðir,
sem Jesús talaði svo mikið um. Hann
birtist sem Jesús Kristur, Guðs sonur,
sem sagði um sjálfan sig. „Ég og faðirinn
erum eitt!“ Og hann birtist sem heilagur
andi, sem starfar í kirkju Krists. Guð er
einn, en við mætum honum sem föðurn-
um í sköpuninni, syninum í Jesú Kristi,
heilögum anda í kirkju Krists.
Við getum snúið okkur til hvers
einstaks þeirra í bænum okkar. Þeir
birtast okkur allir skírt aðgreindir og
aðskildir. En samtímis er Guð aðeins
einn. Hinn eini, sanni Guð birtist okkur
á þennan hátt. Þegar kirkjan reyndi að
útskýra þessa sameiginlegu reynslu
trúarinnar, þá notaði hún orðið þrenning
(-þrí-eining) og talaði um hinar þrjár
persónur guðdómsins.
Þegar við tölum um hinar þrjár
persónur guðdómsins, þá verðum við að
muna, að hér er ekki átt við persónur í
þeirri merkingu, að þær séu sjálfstæðir,
einangraðir einstaklingar. Við verðum
einnig að muna það sem Lúther sagði, að
okkar mannlega tungumáli er sama veg
farið og skynsemi okkar, að því er um
megn að skilja og útskýra sannleikann
um þrenninguna, en orðin sem við notum
gjöra þó eins góða grein fyrir þessu
atriði og unnt er. Kristnin hefur ávallt
vitað, að hér stöndum við frammi fyrir
leyndardómi, sem við getum aldrei skilið
til fulls.
Breski rithöfundurinn C.S. Lewis ritar
á þessa leið í bók sinni: „Guð og menn“
(þýð. Andrés Björnsson, Rvik. 1947):
„.. .Hvert gagn er að tala um þríeina
veru, ef ekki er unnt að gera sér hana í
hugarlund?" Reyndar er gagnslaust að
tala um hana. Það sem máli skiptir er að
hverfa inn í þetta þríeina líf, og það
getur gerst hvenær sem er, — í kvöld, ef
þú vilt.
Það sem ég á við er þetta: Óbreytt,
hversdagsleg kristin manneskja krýpur
niður til að biðja bænir sínar. Hún er að
reyna að komast í snertingu við Guð. En
hún veit að það er líka Guð, sem laðar
hana til að biðja, ef hún er kristin
manneskja. Guð er í henni, ef svo mætti
segja. En hún veit líka, að öll raunveru-
leg þekking hennar á Guði stafar frá
Kristi, manninum, sem var Guð. Hún
veit að Kristur stendur við hlið henni,
hjálpar henni til að biðja, og biður fyrir
henni. Þú skilur hvað er að gerast. Hún
biður til Guðs. Guð er veran á bak við
alheiminn — takmarkið, sem hún er að
reyna að ná. Guð er líka í sjálfri henni,
knýr hana áfram. Hann er hreyfiaflið.
Guð er líka vegurinn eða brúin, sem hún
er knúin eftir áleiðis að takmarkinu. Svo
að allt hið þrefalda líf hinnar þríeinu
veru er í raun og veru að starfi í þessu
litla, hversdagslega svefnherbergi, þar
sem hversdagsleg manneskja biður bæn-
ir sínar. Þessi manneskja hefur verið
hrifin til æðra lífs, sem ég nefni Zoe eða
andlegt líf. Hún dregst að Guði, Guð
dregur hana, en samt heldur hún per-
sónuleika sínum.
Og svona fór guðfræðin af stað. Menn
höfðu þegar óljósar hugmyndir um Guð.
Þá kom maður sem kvaðst vera Guð, og
hann var ekki þessháttar maður, að hægt
væri að skella skollaeyrum við því sem
hann sagði og telja hann brjálaðan.
Hann fékk menn til að trúa sér. Þeir
hittu hann eftir að þeir höfðu séð hann
líflátinn. Og síðar, er þeir höfðu myndað
dálítinn félagsskap eða samfélag fundu
þeir líka einhvernveginn til Guðs innra
með sér. Hann stjórnaði þeim og gerði þá
færa að gera það, sem þeim hafði áður
verið um megn. Og þeir sáu, er þeir höfðu
rannsakað þetta allt saman, að þeir
höfðu öðlast skilgreiningu kristinna
manna á þríeinum Guði.
Eins og þú sérð þá er þetta enginn
tilbúningur. Guðfræðin er á vissan hátt
reynsluþekking. Einföldu trúarbrögðin
eru hins vegar tilbúningur. Ég segi að
þetta séu raunvísindi í vissum skilningi
... Ef kristindómurinn væri einhver
tilbúningur úr okkur, gætum við auðvit-
að gert hann einfaldari. En það er hann
ekki. Um einfaldleika getum við ekki
keppt við fólk sem er að finna upp
trúarbrögð. Hvernig ættum við að geta
það? Við erum að glíma við staðreyndir.
Þeir sem þurfa ekki að hirða um neinar
staðreyndir, geta auðvitað gert mál sitt
einfalt."
*
A
Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
Séra Kurl Siyvrbjörnsson
Siyuröur Pdlsson
DROTTINSDEGI
BIBLIULESTUR vikuna 1.—7. júní
Sunnudagur 1. júní Matt. 28: 18—20
Mánudagur 2. júnf. V. Móse. 6: 4—13
Þriöjudagur 3. júní Kól. 2: 1—9
Miövikudagur 4. júní Efes. 4: 1—6
Fimmtudagur 5. júní I. Tím. 3: 14—16
Föstudagur 6. júní Efes. 1: 3—14
Laugardagur 7. júní Jóh. 5: 17—23