Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 65 Frásögn fyrstu Mósebókar af Nóaflóðinu. Til vinstri er blaðsíða með nýju setningunni og til hægri úr eldri útgáfunni og má sjá hvernig efninu er skipt i fleiri kafla og tveir dálkar á siðu. þess tíma, er hún kom út, en gerðar eru nokkrar endurbætur og lagfært það sem unnt er tímans vegna að gera „í leið- inni". 2) Hlutar Nýja testament- isins hafa verið þýddir að nýju, en dr. Sigurbjörn Einarsson biskup kvaddi saman þýðingar- nefnd, sem þýtt hefur guðspjöll- in og Postulasöguna. 3) Aðrar bækur Nýja testamentisins hafa verið yfirfarnar af prófessor Jóni Sveinbjörnssyni og er þar um verulegar „viðgerðir" að ræða." Nýtt tilvitnanakerfi „Þetta er eins konar endur- skoðun á textanum frá 1912," sagði Jón Sveinbjörnsson próf. er Mbl. ræddi stuttlega við hann. „Næsta stig, eftir að þessi útgáfa er í höfn, verður að ráðast í nýja þýðingu, sem yrði geysimikið verk og samvinna margra manna. En að þessu sirini höfum við reynt að opna betur texta bréfanna í Nýja testamentinu, sem er illskiljanlegur á köflum. Ég hefi lokið þessari endurskoð- un og fara mínar tillögur um breytingar fyrir stjórn Biblíufé- lagsins áður en setning hand- ritsins hefst, sem ég geri ráð fyrir að verði snemma í sumar. Þá má ekki gleyma að nefna tilvitnanakerfi, sem skráð er neðanmáls við textann, en það hvetur fólk til að velta textanum fyrir sér enn frekar og ég bind miklar vonir við þetta kerfi tilvitnana." Biblíuútgáfan nú er því m.a. tilkomin af framangreindum ástæðum, upplagið er á þrotum og ekki talið rétt að bjóða enn einu sinni upp á útgáfuna frá 1914 með greinamerkjasetningu og réttritun þess tíma. En nauð- synlegt er að nýja prentunin komist fljótlega á markað um leið og upplag gömlu útgáfunnar verður á þrotum. Hefur sem fyrr segir verið endurskoðað og þýtt að nýju mikið af Nýja testa- mentinu, en það gamla aðeins lagfært á stöku stað. En í hverju eru þær lagfæringar fólgnar? Prófessor Þórir Kr. svarar: Nærri 5 þúsund lagfæringar í Gamla testamentinu „Við höfum freistað þess að búa textann betur í hendurnar á lesandanum. Síðurnar í útgáf- unni frá 1912 eru oft svartur massi, óárennilegar, en nú eru sett fleiri greinarskil, köflum skipt og settar millifyrirsagnir. Þetta er geysiþýðingarmikið og verkmikið, þótt einfalt kunni að virðast. Nánast í leiðinni er það í textanum lagfært, sem auðsæi- lega hefur þurft að gera og eru þessar lagfæringar milli 4 og 5 þúsund. Stafsetning er færð til nútímahorfs og að lokum má nefna það sem raunar er merk- asta breytingin eða nýjungin, en það er tilvitnanakerfi neðan- máls. Er það franskt að uppruna og mjög viðamikið. Lykilorð eru þýdd og staðirnir vélritaðir upp, en hér væri um að ræða 100 blaðsíðna bók ef hún væri prent- uð sérstaklega, allt sett neðan- máls við Biblíuna. Þetta tilvitn- anakerfi er til frekari skýringar ef lesendur vilja leggja á sig vinnu við að fletta upp öðrum stöðum í Biblíunni til frekari skilnings þar sem lykilorðin koma fyrir." En hvað er það einkum, sem gerir endurskoðun og breytingu á biblíuútgáfum nauðsynlegar þótt ekki sé um endurskoðaða útgáfu nú að ræða? Túlkunar- og þýðingarfræðin, er í stöðugri þróun, og gerir það nauðsynlegt að endurskoða bibl- íutextann. Hún er hluti af hinum nýju málvísindum og eftir því sem þekking manna hefur aukizt á hebresku og með samanburði við önnur skyld mál og fornleifa- fræði, hafa menn komizt að ýmsu, sem getur haft þýðingu varðandi merkingu stofnana, siða og hugtaka Ritningarinnar. Þessi þróun gerir það nauðsyn- legt að við endurskoðum biblíu- útgáfurnar, og það er of langt síðan það hefur verið gert hjá okkur. En í því sambandi má nefna að mikilvægt er að biblían haldi fersku tungutaki og þegar við t;d. skoðum hómilíubækurn- ar finnum við strax ákveðinn ferskleika, sem Laxness hefur t.d. gefið mikinn gaum, og oft er snilldarlega komist að orði í Guðbrandsbiblíu. Af þessum sökum er einnig mikilvægt fyrir okkur að endurskoða biblíuút- gáfu okkar með það í huga að vinna að ferskri endurnýjun biblíumálsins og kirkjumálsins með því að rannsaka málfar í elztu þýðingum og hjá Svein- birni Egilssyni, svarar prófessor Þórir. Má ekki leiðrétta eins og skólastíl En eru menn ekki að sumu leyti viðkvæmir fyrir miklum texta nokkurra útgáfa Bibl- íunnar, þýðingu Odds Gott- skálkssonar, þýðingunni frá 1912 og endursögn Nvja testamentisins, Lifandi orði, sem út kom á síðasta ári. Þýöing Odds: Lúkas 24, 8—12 Og þær minntust á hans orö. Og þær gengu burt frá gröfinni aftur og kunngjöröu þetta þeim ellifu... Og þeirfa orö virtist þeim sem væri þaö sjónhverf- ingar og trúou eigi. En Pótur stóö upp og hljóp til grafarinnar og laut þar inn og sá línlökin einsöm liggja. Þýöingin frá 1912 Og þasr minntust oröa hans og sneru aftur frá gröfinni og kunngjöröu allt þetta þeim ell- efu... Og orö þessi voru í augum þeirra eins og hégóma- þvaour, og þeir trúöu konunum ekki. En Pétur stóö upþ og hljóp til grafarinnar, og er hann gægöist inn, sá hann líkblæj- urnar einar. Lifandi orö Þá minntust þær orða hans og þær flýttu sér aftur til Jerúsalem til að segja læri- sveinunum ellefu og öllum hin- um hvao gerst haföi. . . En frásögn þeirra var eins og þvaöur í eyrum lærisveinanna — þeir gátu ekki trúao þessu. En samt sem áður hljóþ Pétur út ao gröfinni til ao athuga þetta. Hann nam staðar úti fyrir gröfinni og leit inn, en sá ekkert nema léreftsdúkinn. Hýja útgáfan Og þær minntust orða hans, sneru frá gröfinni og kunn- gjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum... Þær sögðu postulunum frá þessu. En þeir sögöu orö þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. Pétur stóð þó upp og hljóp til grafar- innar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. breytingum, menn þekkja bezt ákveðin vers og frásögur í núver- andi útgáfu og telja bezt að hringla ekki með hana? Og enn hefur Þórir orðið: „Jú, það hefur verið sagt við mig að við ættum ekkert að vera að hringla með biblíutextann og það er alveg rétt. Það verður að fara varlega með Gamla testa- mentið, textinn frá 1912 er ákveðið hugverk, sem við getum ekki leyft okkur að leiðrétta eins og stíl eftir skólastrák. Að þessu sinni látum við allt standa óbreytt nema þar sem talin er þörf á að víkja við orði, en það er gert sem minnst og við gerum okkur far um að nota orðaforð- ann frá 1912 og breyta í anda hans. Mætti eiginlega líkja þessu við viðgerð á málverki, því er ekki breytt, en það lagfært. Varðandi sálma Davíðs getum við t.d. nefnt sem dæmi að þar er litlu breytt nema línuskiptingum og textanum á stöku stað, en ekki er hróflað við t.d 23. sálmin- um, Drottinn er minn hirðir, sem allir kunna.." Stendur sú endurskoðun og ný þýðing textans, sem þú telur nauðsynlega, fyrir dyrum? „Vissulega væri æskilegt að geta haldið áfram nú þegar þessari vinnu lýkur, að þýða að nýju Gamla testamentið og það af Nýja testamentinu, sem ekki er endurþýtt nú, en það er mikið verk. I mörgum löndum vinna heilir hópar manna að því að endurskoða biblíutextann og má t.d. nefna að sænska ríkið hefur komið á fót stórri biblíuþýð- ingarstofnun, sem er mönnuð mörgum sérfræðingum, og hefur nú starfað í nokkur ár. Að þýða alla Biblíuna frá grunni er tugmilljónafyrirtæki og tekur mörg ár. Það sem fyrst þyrfti að gera hjá okkur er að inna af hendi frumrannsóknir á íslenzku biblíumáli og kirkjumáli og nán- ast að skrásetja allt kirkjumál okkar að fornu og nýju. Við þurfum að eiga safn orða og orðasambanda, sem koma fyrir í beztu biblíuþýðingum okkar og þýðingarbrotum í fornum ritum, einnig orðfæri bæna og liúrgíu og þegar slíku safni hefur verið komið upp er auðveldara, og fyrst hægt raunar, að hefja sjálfa endurskoðunar- og þýð- ingarvinnuna. Menn þýða þá ekki að geðþótta sínum né á neitt dægurmál heldur með fersku tungutaki í anda íslenzk- unnar, eins og hún getur bezt verið. Ég álít að enduruppgötvun hins forna kirkjumáls og end- urnýjun þess og aðhæfing að nútímanum, sé liður í sjálfstæð- isbaráttu íslenzku þjóðarinnar, sem snýst um varðveizlu tung- unnar, trúarinnar og menning- arinnar." Biblían hluti af bók- menntum og menningu Prófessor Þórir Kr. Þórðarson nefndi líka annað atriði, sem hann taldi hafa verið vanrækt hérlendis, að koma Biblíunni sjálfri meira inn í skólana og er þá átt við fyrir utan það mikla starf, sem Gídeonfélögin inna af hendi þegar þau láta öllum 11 ára skólabörnum í té eintak af Nýja testamentinu og eru þau nú orðin á annað hundrað þúsund: „Við höfum biblíusögurnar og eru þær nauðsynlegar þótt menn deili um réttmæti þeirra. En ég held að við verðum líka að kynna börnunum sýnishorn og valda kafla Biblíunnar sjálfrar. Hún er hluti af bókmehntum okkar og menningu, hún spannar yfir sögu og menningu fornþjóðanna, hefur að geyma perlur heims- bókmenntanna og er síðast en ekki sízt bók um lífsviðhorf og hornsteinn kristindómsins. Við þurfum að kynna börnum og unglingum þessa bók og það gerum við bezt með því að gefa út valda kafla hennar til notkun- ar í skðlum. Væri sjálfsagt hægt að koma út einhverjum völdum köflum eða einstökum ritum Biblíunnar í skólaútgáfum, að- laðandi fyrir nemendur." Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sem er forseti Hins ísl. biblíufélags sagði m.a. er hann var spurður frétta af útgáfunni: Næsta útgáfa um aldamót? „Það þekkist áreiðanlega hvergi nema hér að menn vinni að því í ígripum að undirbúa útgáfu Biblíunnar. Þetta er unn- ið á stopulum stundum og menn leggja mikið á sig við þessa útgáfu fyrir utan að sinna ströngum vinnudögum. En þar sem ekki hefur komið til mikill stuðningur við Biblíufélagið af hálfu hins opinbera verður það að taka þetta verk að sér með fullum þunga og tilheyrandi kostnaði. Útgáfan nú er nauðsynleg af mörgum ástæðum ekki sízt hvað varðar endurskoðun textans sjálfs. En við vonumst til að geta haldið áfram þessu verki, kannski ekki alveg strax, en að nokkrum tíma liðnum og þá hafa menn rætt það að næsta útgáfa líti dagsins ljós kringum alda- mótin." Hér að framan hefur einkum verið fjallað um hina fyrirhug- uðu útgáfu Biblíunnar. I leiðinni verður minnzt á útgáfu á Nýja testamentinu er út kom í marz á síðasta ári undir nafninu Lifandi orð og var gefin út með tilstyrk Svía. Þar er um að ræða endur- sögn Nýja testamentisins, end- ursögn sem miðar að því að gera efni Biblíunnar skiljanlegra. Friðrik Schram vann þetta verk og með honum sem ráðgjafar og endurskoðendur sr. Karl Sigur- björnsson, sr. Lárus Halldórs- son, Andrés Kristjánsson og Eysteinn Sigurðsson. Friðrik sagði m.a. um þessa útgáfu, en hér á síðunum má einnig sjá sýnishorn textans: „Upphaf útgáfu af þessu tagi er í Bandaríkjunum hjá manni að nafni Kenneth N. Taylor. Hann las jafnan úr Biblíunni fyrir fjölskyldu sína og komst hann að raun um að börnin hans skildu lítið af efni hennar. Hóf hann þá að endursegja það, sem varð til þess að börnin skildu og féll endursögnin í góðan jarðveg. Vinir hans fréttu af þessu og hvöttu hann til að gefa endur- sögnina út, sem þá náði til Nýja testamentisins, en hann aftók það með öllu. Honum snerist þó hugur og stóð hann sjálfur að allri undirbúningsvinnu og út- gáfu, en fyrst voru aðeins bréfin gefin út og bókin kölluð Living Letters, Lifandi bréf. Billy Gra- ham notaði þessi rit nokkuð á samkomuherferðum sínum og urðu þau brátt vinsæl og þegar Nýja testamentið kom út og síðar Biblían í heild varð hún söluhæsta bókin í Bandaríkjun- um í tvö ár." Biblían á „daglegu máli" Geturðu lýst útgáfunni í stuttu máli? „Við gerð íslenzku útgáfunnar eru höfð í huga sömu sjónarmið og við útgáfu þessarar endur- sagnar Nýja testamentisins í öðrum löndum, að einfalda mál Biblíunnar, gera það lifandi og spennandi, sem líkast venju- legum dagblaðafregnum. Boð- skap og guðfræði Biblíunnar er á engan hátt breytt, en reynt að nota orðfæri og tungutak dag- legs máls þannig að fólk skilji betur efnið, frásagnirnar endur- sagðar, og neðanmáls eru skýr- ingar og stundum vitnað til hins hefðbundna orðfæris. Ég held að margir, sem lesa þessa útgáfu Nýja testamentisins, fái við það áhuga á efninu og vilja þeir þá oft kynna sér það frekar með því að lesa okkar venjulegu biblíuút- gáfu. Það er reynslan erlendis og hefur sú einnig orðið raunin hérlendis." Prófessor Þórir Kr. Þórðarson var einnig spurður álits á þess- ari útgáfu Nýja testamentisins og hvort hann héldi að menn litu á hana sem einverja annars flokks útgáfu Biblíunnar: „Það held ég ékki og endur- sögn á efni Biblíunnar með þessum hætti á fullan rétt á sér. Með öðrum þjóðum eiga slíkar útgáfur vinsældum að fagna og greiða þær fólki aðganginn að Biblíunni. Þær koma þó aldrei í stað raunverulegrar þýðingar, en þær eru líklegar til þess að vekja forvitni lesandans á því að vita hvað í hinum raunverulega texta stendur. Og öfugt, þá geta slíkar endursagnir varpað ljósi á það, sem lesandanum kann að virðast torskilið í biblíutextan- um." j.t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.