Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1980 61 156 nemendur við Stýrimanna- skólann í Reykjavík í vetur Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið í 89. sinn 23. maí. I skólanum voru 156 nemend- ur þegar flestir yoru. Auk þess var 1. stigs deild á Isafirði í tengslum við Iðnskólann þar. Utan venjulegrar stundaskrár voru haldin nokkur námskeið við skólann svo sem brunavarnar- námskeið á vegum Slökkvi- stöðvarinnar og verkstjórnarnám- skeið á vegum Iðntæknistofnunar íslands. Auk heilsufræðikennsl- unnar í skólanum fengu nemendur að fylgjast með aðgerðum á slysa- deild Borgarspítalans. Ennfremur fóru nemendur 2. og 3. stigs æfingaferðir með varðskipum ríkisins. Prófi 1. stigs luku samtals 60 nemendur auk 8 á ísafirði. Prófi 2. stigs luku 62 og prófi 3. stigs 28. Efstur a prófi 3. stigs var Valur Símonarson, 9,57 og hlaut hann yerðlaunabikar Eimskipafélags íslands, farmannabikarinn. Efstir á prófi 2. stigs voru Hólmsteinn Björnsson og Viðar Ásmundsson Ólsen með 9.88 og báru þeir brott á milli sín verðlaunabikar Öld- unnar, Öldubikarinn. Lands- samband íslenskra útvegsmanna veitti verðlaun fyrir hæstu einkun í siglingafræði, fiskimanni á 2. stigi og hlaut þau Páll Ægir Pétursson, klukku með loftvog. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nem- endur. Á 3. stigi: Halldór Benóný Nellet, Tryggvi Gunnar Guð- mundsson og Valur Símonarson. Á 2. stigi: Aðalsteinn Arnar Hall- dórsson, Ágúst Aðalsteinn Ragn- arsson, Barði Ingibjartsson, Frið- rik Jón Arngrímsson, Guðlaugur Ágústsson, Hólmsteinn Björnsson, Páll Ægir Pétursson, Sigtryggur Gíslason, Sigurður Vilhjálmsson Sverrir Hans Konráðsson og Viðar Asmundsson Ólsen. Bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu í dönsku veitti danska sendiráðið þeim Val Símonarsyni á 3. stigi og Pétri Daníel Vilbergssyni og Viðari Ásmundssyni Olsen á 2. stigi. Eftir afhendingu skírteina ávarpaði skólastjóri nemendur og brýndi fyrir þeim að gæta þeirrar ábyrgðar sem fylgir því að taka að sér stjórn á skipi. Viðstaddir skólaslit voru margir eldri nemendur skólans og færðu honum gjafir. Af hálfu 50 ára nemenda talaði Sigurður Guð- jónsson. Þeir gáfu fjárhæð í Styrktarsjóð nemenda til minn- ingar um látna skólabræður og kennara. Af hálfu 30 ára nemenda talaði Sigurður Óskarsson. Gáfu þeir fjárhæð i Minningarsjóð Friðriks Ólafssonar skólastjóra. Orð fyrir 25 ára nemendum hafði Guðjón Reynisson. Þeir gáfu skól- „Gengið út f yrir ramma velsæmis" Blaðinu hefur borist eftirfar- andi ályktun frá Félagi bifvéla- virkja: I tilefni uppsagna Kaupfélags Árnesinga vegna þriggja bifvéla- virkja, tveggja járniðnaðarmanna og eins verkamanns, álykta stjórn og trúnaðarmannaráð Félags bif- vélavirkja eftirfarandi: Þrátt fyrir ákvæði í lögum og kjarasamningum varðandi gagn- kvæma uppsagnarmöguleika, lítur Félag bifvélavirkja þannig á að kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ár- nesinga, fyrir hönd kaupfélagsins, hafi gengið út fyrir ramma vel- sæmis í uppsögnum starfsmanna. Félag bifvélavirkja telur það vera ógnun við mannréttindi að svipta fullorðið fólk möguleikum til að afla sér lífsviðurværis og út frá siðferðislegu sjónarmiði er það lágkúra af hendi Samvinnuhreyf- ingarinnar að segja þeim starfs- mönnum fyrstum upp störfum sem lengstan hafa starfstíma hjá sama fyrirtæki. Þá telur Félag bifvélavirkja það lágkúru af hendi Samvinnuhreyfingarinnar að segja upp starfsmönnum, án þess að gera fyrst hina minnstu tilraun með útvegun annarrar vinnu hjá fyrirtækinu. Félag bifvélavirkja harmar það dugleysi stjórnar Kaupfélags Árnesinga að þora ekki upp á sitt eindæmi að taka af skarið og afturkalla uppsagnirnar. Svo er að sjá að einstaklingar í valdastólum Samvinnuhreyf- ingarinnar, séu einráðir í þeim málum sem þeir sjálfir æskja. Félag bifvélavirkja bendir á að sá árstími sem starfsmönnum Kaupfélags Árnesinga er skipað í atvinnuleysi, er sá tími þegar mest er um vinnu á bifreiðaverk- stæðum og vekur furðu að stjórn Kaupfélags Árnesinga, sem er að mestu skipuð fulltrúum bænda, skuli leggja út í að loka fyrir viðhaldsþjónustu á landbúnaðar- tækjum þegar annatími fer í hönd í sveitum, sem og að bifreiðaskoð- un stendur yfir. Félag bifvélavirkja er ekki grunlaust um að ásetningur kaup- félagsstjóra Kaupfélags Árnes- inga með uppsögnum þessum, sé sá að ná fram hefndum gagnvart þeim starfsmönnum Kaupfélags Árnesinga, sem stóðu í deilunum 1975. Stjórn og trúnaðarmannaráð Félags bifvélavirkja skorar á alla þá sem í Samvinnufélögum eru að gera sitt til að stöðva þessa öfgaþróun og varast jafnframt að fela þeim mönnum framkvæmda- vald innan Samvinnuhreyfingar- innar sem eingöngu hugsa um hámarksgróða hverju sinni, en láta manngildið sigla lönd og leið. Stjórn og trúnaðarmannaráð Félags bifvélavirkja beinir því til verkalýðsfélaga og samtaka þeirra að vera á verði og snúast gegn árásum Kaupfélags Árnesinga og allra annarra atvinnurekenda sem rýra kynnu afkomumöguleika þessa fólks, er einungis hefur vinnuafl sitt að selja. AFGREIÐSLA: 83033 anum fjárhæð til ráðstöfunar af eigin óskum. Fyrir 20 ára nemend- ur talaði Gunnar Arason. Þeir gáfu skólanum málverk eftir Jón E. Gunnarsson til minningar um látinn skólabróður, Pétur Jó- hannsson. Af hálfu 10 ára far- manna talaði Helgi ívarsson. Þeir ásamt þeim sem voru í öldunga- deild skólans fyrir 15 árum gáfu skólanum Loran C staðarlínutæki. Fiskimenn 10 ára gáfu fjárhæð í Tækjasjóð skólans. Orð fyrir þeim hafði Bjarni Sveinsson. Jónas Þorsteinsson frá Akureyri færði skólanum ljósrit af Siglingafræði Einars Ásmundssonar í Nesi frá sér og syni sínum. Siglingafræði þessi er handskrifuð og er önnur elsta siglingafræði sem samin hefur verið á íslensku. Núverandi nemendur færðu Styrktarsjóði fjárhæð, ágóða af skólaverslun. Að lokum þakkaði skólastjóri gestum komuna og gjafir sem skólanum höfðu verið færðar. Lét hann í ljós sérstaka ánægju sína yfir heimsókn eldri nemenda. Þá þakkaði hann kennurum, skóla- nefnd og prófdómendum störf þeirra og góða samvinnu á liðnu skólaári og saði skólanum slitið. Frá sýningu á verkum Saura — m.a. má sjá verk úr fslenzka myndaf lokknum. Mynd Mbi. Emiiia „íslenzki mynda- ílokkurinn" — meðal verka á sýningu á^verkum Antonio Saura í Listasafni íslands „Sýninít Listasafns íslands á verkum Antonio Saura er framlag saínsins til Listahátiðar i ár." sagði dr. Selma Jónsdóttir, forstöðu- maður Listasafns islands, á blaðamannafundi. Meðal verka, sem sýnd verða á sýningunni, er „islenzki myndaflokkurinn", sem Saura nefnir svo. Það eru 13 verk, sem sýnd verða í fyrsta sinn og eru frá fslandsferð listamannsins i fyrrasumar. Sýningin á verkum Antonio Saura verður opnuð í dag kl. 14. Lista- maðurinn sjálfur verður viðstaddur opnunina. Antonio Saura er einn af þekktustu og sérstæðustu myndlist- armönnum nútímans. Hann fer ekki troðnar slóðir til að koma hugmynd- um sínum á framfæri. Iðulega um- myndar hann verk gömlu meistar- anna og setur fram eigin ímynd af þeim, iðulega afskræmda og ofsa- fengna. Saura er Spánverji og í verkum hans má finna djúpstæða ást á landinu og margþættri menn- ingu Spánar. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13.30 til 22. til 21. iúní MYNDARLEGT SUMARFRÍ :*» x^ \^0m ;J3.p|ÁKT»CA PI.C3 PRAKTICA HAGSTÆÐUSTU MYNDA- VÉLAKAUPIN VERÐFRÁKR. 120.975 LINSUR 20-29-35-135-180-300 MM HOYA FILTERAR I GlFURLEGU ÚRVALI GERIR GÓÐARMYNDIR BETRI! Canou VERÐ FRA KR 267.500 AT-1, AV-1, AE-1, A-1 OG F-1 LINSUR: 18-24-28-35-50 MAKRO- 85-100-135-200-300 OG 100-200 OG 70-150 MM ZOOM MYNDAVELA-, TÖSRUR 8GERÐIR FRÁKR 11.960 TIL KR 61.550 , «**_ LANDSINS MESTA ÚRVAL AF LINSUM OG FYLGIHLUTUM Verslið hjá MUNID KÆLIGEYMDU PILMURNAR fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI178 REYKJAVÍK SfMI85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.