Morgunblaðið - 05.06.1980, Side 1
40 SÍÐUR
124. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kennedy vann
í 5 af 8 ríkjum
— en Carter hefur fengið tilskilinn fjölda
kjörmanna til að fá útnefningu demókrata
Ronald Reagan frambjóðandi repúblikana
WashinKton. Los Angeles. 4. júní. AP.
JIMMY Carter, forseti Bandaríkj-
anna lýsti í dag yfir sinri sínum í
baráttunni um útnefningu demó-
krataflokksins til forsetafram-
boðs. Bann varð þó að sætta sig við
ósigur i fimm af átta prófkjörum í
gær. Þar á meðal i Kaliforníu.
fjölmennasta riki Bandarikjanna.
Það kemur þó ekki að sök, því
hann hefur fengið tilskilinn fjölda
Tekjuskattstillagan
í Kaliforníu:
.„Nei“ við
lækkun
Los Angeles, 4. júní. AP.
ÍBÚAR Kaliforniu höfnuðu i
þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu
um að lækka tekjuskatt.
Þegar talsvert var liðið á
talningu atkvæða lá ljóst fyrir
að tillagan næði ekki fram að
ganga, 67% voru andvígir til-
lögunni en 37% voru fylgjandi.
Ef tillagan hefði náð fram að
ganga, hefði tekjuskattur verið
lækkaður um 4 milljarða doll-
ara, eða sem nemur 1800 millj-
örðum króna á ári. Þá höfnuðu
íbúar Kaliforníu tillögu um
afnám núgildandi verðlagseft-
irlits með húsaleigu.
kjörmanna til að hljóta útnefn-
ingu i fyrstu umferð á flokksþingi
demókrata. Ilann hvatti Edward
Kennedy. öldungadeildarþing-
mann til að hætta baráttu sinni
fyrir útnefningu.
Edward Kennedy sagðist þó ekki
gefa árar í bát. „Baráttan er rétt að
byrja,“ sagði Kennedy. Hann von-
ast til þess, að leysa kjörmenn frá
þeirri skyldu sinni að kjósa „sinn“
frambjóðanda í fyrstu umferð.
Hann hefur boðið Carter í kapp-
ræður og að þeim loknum verði
kjörmönnum frjálst að kjósa þann
frambjóðanda, sem þeir sjálfir
vilja.
Samkvæmt útreikningum AP-
fréttastofunnar, þá hefur Carter
stuðning 1924 fulltrúa á flokksþing-
inu, Kennedy 1211. Carter sigraði í
24 ríkjum í forkosningunum en
Kennedy í 10, þeirra á meðal í
ýmsum fjölmennustu ríkjunum. í
prófkjörunum í gær sigraði Kenne-
dy í Kaliforníu, New Jersey, Rhode
Island, Nýju-Mexikó og Suður-
Dakota. Carter hins vegar bar
sigurorð af Kennedy í Ohio, Mont-
ana og Vestur-Virginíu.
Ronald Reagan hafði engan virk-
an mótframbjóðanda í prófkjörun-
um. Helsti keppinautur hans,
George Bush, hafði lýst yfir stuðn-
ingi við Reagan. Það er því ljóst, að
Ronald Reagan verður frambjóð-
andi repúblikana.
Sjá nánar frétt frá Önnu Bjarna-
dóttur, sem stödd er í Los Angel-
es, á bls. 23.
Sargaði kirt-
ilinn í sundur
Sheffield, 4. júní. AP.
MAÐUR nokkur liggur nú á
sjúkrahúsi í Sheffield í Eng-
landi. Það i sjálfu sér er ekki i
frásögur færandi en það sem er
óvenjulegt við sjúkrahúslegu
hans nú er, að hann fékk félaga
sinn til að taka úr sér hálskirtl-
ana - öllu heldur, taka átti
kirtlana úr með eldhúshníf og
skærum, án nokkurrar deyfing-
ar eða að áhöldin væru sótt-
hreinsuð.
Félaginn tók til við að sarga í
sundur kirtla mannsins og tókst
að sarga í sundur helming annars
kirtilsins. Þá blæddi svo heiftar-
lega að þeim félögum leist ekki á
blikuna og því var farið á sjúkra-
hús.
„Þetta er líkast hryllingssögu
frá miðöldum. Það er greinilegt
að maðurinn treystir ekki lækn-
um,“ sagði einn læknanna, sem
stundar manninn nú. Læknar
vildu ekki gefa upp nafn manns-
ins, né „skurðlæknisins" en sögðu
þá frá Mið-Austurlöndum. Lækn-
ar segja manninn lukkunnar
pamfíl því hann hefði allt eins
getað látist af blóðeitrun eða
aðgerðin hefði getað valdið óbæt-
anlegu tjóni á talfærum hans.
Maðurinn liggur nú á sjúkrahús-
inu í Sheffield með einn og hálfan
kirtil.
Jimmy Carter ásamt konu sinni, Rosalynn, veifar til stuðningsmanna
eftir að ljóst var, að Carter hafði fengið nægilegan fjölda kjörmanna
til að verða útnefndur forsetaframbjóðandi demókrata. simam.vnd ap.
jr
Ottast að
35 hafi
farist
— mannskæðir felli-
byljir i Nebraska
Grand Island. Nebraska 4. júní. AP
ÓTTAST er að 35 manns hafi
farist þegar sjö fellibyljir. hver
á eftir öðrum, skullu á borginni
Grand Island i Nebraska i dag.
Fellibyljirnir lögðu yfir 100
hús í rúst, og á annað hundrað
manns slösuðust. Sjúkrahús
borgarinnar, sem telur um 45
þúsund íbúa, fylltust bæði af
slösuðu fólki. Rafmagnslínur til
borgarinnar slitnuðu, tré lágu
eins og hráviði, einnig glerbrot
og viða streymdi gas úr leiðsl-
um.
Allt símakerfi borgarinnar
var úr lagi. Leitarflokkar fóru í
dag hús úr húsi í leit að fólki,
sem óttast var að lægi í rústum
þeirra.
Maraþonfundur v-þýzku stjórnarinnar:
Deilt um Brtissel-
samkomulagið
Bonn. 4. júni. AP.
RÍKISSTJÓRN Helmut Schmidt.
kanslara V-Þýzkalands, sat í dag
á 10 klukkustunda löngum mara-
þonfundi, þar sem deilt var um
„Brusselsamkomulagið- svo-
nefnda en það er málamiðlun milli
Breta og annarra bandalagsrikja
Efnahagsbandalags Evrópu um
fjárframlög til bandalagsins.
Samkvæmt Brússelsamkomulag-
inu minnka fjárframlög Breta til
EBE verulega og leggjast einkum
á V-Þjóðverja, sem greiða tæplega
V/z milljarð dollara meir en verið
hefur.
Deilur voru innan ríkisstjórnar
Helmut Schmidt. Eftir fundinn,
sem lauk undir kvöldið, neitaði
talsmaður stjórnarinnar að skýra
frá niðurstöðum hans en sagði að
Hans Matthöfer fjármálaráðherra
mundi skýra frá niðurstöðunum á
morgun (fimmtudag).
Fyrir fundinn í dag lýstu þeir
Helmut Schmidt kanslari og Hans
Matthöfer fjármálaráðherra yfir
stuðningi sínum við Brilsselssam-
komulagið. Matthöfer með þeim
fyrirvara þó, að auknum fjárfram-
lögum til EBE yrði mætt með
sparnaði á öðrum liðum fjárlaga en
ekki lántökum eða auknum skött-
um á almenning og fyrirtæki.
Klaus Bölling innanríkisráð-
herra sagði síðdegis á fundi með
fréttamönnum, að í meginatriðum
væri afstaða ráðherranna „já-
kvæð“. Deilur stóðu einkum um
hvernig afla skyldi fjár til að mæta
hinum aukna kostnaði.
Sýning á kínverskum
og vestrænum vopnum
Nýja Dehli, 4. júní. AP.
AÐ SÖGN Kabúlútvarpsins fer
nú fram sýning á bandariskum,
v-þýzkum og kínverskum vopn-
Rauði krossinn um „bátafólkiö“:
Fjórir af hverj-
u m tiu hafa farist
Genf, 4. júní. AP.
FJÓRIR af hverjum tíu Víet-
nömum, sem siglt hafa á haf út i
bátum sínum. hafa farist og
sennilega helmingur „báta-
fólksins“ hefur mátt sæta árás-
um sjóræningja að minnsta
kosti einu sinni, að því er nefnd
á vegum Rauða krossins heldur
fram. „Aðeins rikisstjórnir við-
komandi ríkja geta með sam-
ræmdum aðgerðum komið i veg
fyrir þessa glæpi,“ segir i
fréttabréfi Rauða krossins.
Ekki liggja fyrir neinar áreið-
anlegar tölur um árásir sjóræn-
ingja á „bátafólkið" en í yfirlýs-
ingu nefndarinnar segir: „Það
hefur verið áætlað, af sjónar-
vottum, að einn af hverjum
tveimur Víetnömum verði fyrir
árásum sjóræningja, einu sinni
eða oftar og að 40% nái ekki
lifandi til hafnar." í fréttabréfi
Rauða krossins, þar sem þetta
kemur fram, segir að margir
sjóræningjanna séu fiskimenn,
sem hafi yfir að ráða mun betri
bátum en skip strandgæsluríkj-
anna við Síamsflóa. Rauði kross-
inn hefur lánað thailensku
strandgæslunni hraðbát til að
kljást við sjóræningja. Á Kra-
eyju eru margir flóttamenn og
að sögn, þá er ungum stúlkum
nauðgað reglulega.
um í Kabúl. Vopnin voru tekin af
skæruliðum, sem berjast gegn
innrásarher Sovétmanna og
stjórnarhernum. Þá sagði að
efnavopn hefðu verið' tekin af
skæruliðum. Ferðamaður, sem í
dag kom til Nýju Dehli frá
Kabúl, sagði að þar hefði verið
um að ræða venjulegt táragas,
sem lögregla á Vesturlöndum
notar.
Song Zhiguang, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Kína sagði í dag, að
Kínverjar hefðu hingað til ekki
haft neitt beint samband við
skæruliðahreyfingar í Afganistan.
Hann sagði það sannfæringu sína,
að svo ætti þó að vera. Hann sagði,
að Pakistanir væru undir miklum
þrýstingi frá Sovétríkjunum og ef
útþenslustefna Sovétmanna í Af-
ganistan heppnaðist þá myndu
Sovétmenn næst snúa sér að
Pakistan og Iran. Hann sagði að
vinslit Kínverja og Sovétmanna
hefðu verið vegna þess, að „Sovét-
menn reyndu að ná völdum í Kína.
Á meðan Sovét.uenn halda áfram
útþenslu og árásarstefnu sinni
getur samband ríkjanna ekki
komist í eðlilegt horf,“ sagði
Zhiguang.