Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980
Þjóðminjasafn:
Áframhaldandi rann-
sóknir á Stóru-Borg
„STÓRA-Borjí undir Eyjafjóllum
verður eina stórvirkið á okkar
dagskrá í sumar,“ sagði Þór
Magnússon þjóðminjavörður, er
Mbl. spurði hann, hvaða forn-
leifarannsóknir yrðu á vegum
Dauði prinsessu:
Starfsfólk
Flugleiða með
undirskriftir
gegn sýningu
STARFSFÓLK Flugleiða hefur
safnað undirskriftum undir
áskoranir um að sýningu sjón-
varpsmyndarinnar Dauði prins-
essu verði frestað eða hún felld
niður. Sveinn Sæmundsson blaða-
fulltrúi Flugleiða sagði í samtali
við Mbl. í gær, að þessi undir-
skriftasOfnun væri framtak
starfsfólksins, en engan veginn á
vegum félagsins. „Ég veit að það
er mikill uggur i starfsfólkinu
vegna þessarar myndar,“ sagði
Sveinn. „Við vitum öll, hvernig
Saudi-Arabar hafa brugðizt við
henni og þótt sýning hennar
kæmi ekki í veg fyrir pílagríma-
flug Flugleiða, þá óttast menn að
félagið og starfsfólk þess verði
fyrir fjandskap hennar vegna.“
safnsins í sumar. „Það hefur
verið unnið við þennan uppgröft
i tvö sumur og við munum leggja
allt kapp á að koma verkinu eins
langt og hægt er i sumar, þótt
ekki búumst við við þvi að ljúka
því,“ sagði Þór.
„Stóra-Borg er mikil forngripa-
náma. Þar hafa varðveitzt vel
ýmsir hlutir, sem annars staðar
hafa rotnað og þessi staður var í
byggð allt frá miðöldum fram til
1840, en þá var bærinn fluttur
vegna sjávarágangs," sagði Þór.
„Þarna hafa líka verið kirkja og
kirkjugarður, sem hægt hefur
verið að rannsaka."
Þór sagði, að bæjarhóllinn, sem
unnið er í, stæði nú í fjöruborðinu
og hefði Þórður Tómasson safn-
vörður í Skógum bjargað mörgum
forngripum undan sjó áður en
fornleifarannsóknirnar hófust. „I
fornum heimildum er talað um
stöðuvatn fyrir framan bæinn og
drjúga leið til sjávar, þannig að
þarna hefur mikil landeyðing orð-
ið,“ sagði Þór.
Þjóðminjavörður kvaðst ekki
geta sagt til um að svo komnu
máli, hversu miklu fé yrði varið til
rannsóknanna í sumar eða hversu
mikill hluti af ráðstöfunarfé
safnsins færi til þeirra. „Þetta er
eina verkefnið af rannsóknataginu
og það er dýrt,“ sagði hann.
„Önnur meginverkefni verða við-
gerðastörfin við gömlu bygg-
ingarnar, sem stöðugt þarf að
vinna að og endurnýja."
Listahátíð:
„MIÐASALAN gengur svona sæmi-
lega. Þetta er þó heldur minna en
oft áður,“ sagði Guðriður Þórhalls-
dóttir í miðasölu Listahátiðar í
samtali við Mbl. í gær.
Guðríður sagði uppselt á tvær af
þremur sýningum Leikfélags Akur-
eyrar í Iðnó á Beðið eftir Godot,
einnig seldist vel á Els Comediants í
Þjóðleikhúsinu á föstudag, Min Tan-
aka í Laugardalshöll á laugardaginn
og tónleika Pavarottis í lok Lista-
hátíðar. „Það er einnig talsverður
áhugi á dagskránni um Jóhann
Sigurjónsson þann nítjánda, en ann-
ars er það oftast svo, að hreyfingin
er mest tvo síðustu dagana fyrir
sýningu," sagði Guðríður. Á Lista-
hátíð í dag eru síðari sýning f
Þjóðleikhúsinu á leikriti Kjartans
Ragnarssonar, Snjó, og gítartónleik-
ar Göran Söllscher í Háskólabíói.
Mbl. spurði Guðríði, hvað það
kostaði að sækja alla viðburði Lista-
hátíðar og sagði hún þá upphæð vera
á bilinu 80—90.000 krónur. Dýrastir
eru aðgöngumiðar að tónleikum Pav-
arottis; kosta 10.000 krónur, miða-
verð á tónleika í Háskólabíói er frá
3.500—5.000 krónur, leikhúsmiðar
kosta 3.600 og 4.000 krónur, en 5.000
á listdanssýningu og finnska sýn-
ingu á Þremur systrum, 3000 krónur
kostar á tónleika í Bústaðakirkju og
á atriði í Laugardalshöll kosta miðar
4.000—6.000 krónur, sem er miða-
verðið á tónleika Stan Getz Quintet,
en á tónleika Pavarottis kostar
10.000 krónur sem fyrr segir.
, tfcyJtej. ■» - , «<S.
í gær millilenti á Reykjavíkurflugvelli gömul orrustuflugvél af gerðinni Sea Fury, sem verið var að ferja
til sölu í Bandaríkjunum. Ljósm. Baldur Sveinsson.
íslenzkir fiskifræðingar um loðnuveiðarnar:
Leggja til að byrjað
verði 15. september
Norðmenn vilja byrja 6. ágúst
Heldur minni miða-
sala en oft áður
80—90 þús. kostar að sækja öll atriðin
„FRÁ lokum vetrarvertíðar til 15.
september 1980 verði loðnuveiðar
hannaðar meðan yngri árgangur-
inn er að taka út sumarvöxt,
loðnan að fitna og átuinnihald er
mest,“ segir í tillögum fiskifræð-
inga um takmarkanir á loðnuveið-
um í ár. Þessa tillögu er að finna i
riti Hafrannsóknastofnunar um
„Ástand nytjastofna á íslandsmið-
um og aflahorfur 1980“ og fiski-
fræðingar hafa ekki breytt þessum
tillögum sinum, að því er Hjálmar
Vilhjálmsson sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær.
Stjórnunarnefnd í fiskveiðum
Norðmanna, sem hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi skipa, hafa hins vegar
gert tillögu um að veiðar á loðnu úr
íslenzka stofninum byrji við Jan
Mayen 6. ágúst. Sömuleiðis reiknar
nefnd þessi með því, að heildarafl-
inn frá því í sumar til loka
vetrarvertíðar 1981 verði 900 þús-
und tonn. íslenzkir fiskifræðingar
hafa hins vegar lagt til, að aflinn
fari ekki yfir 650 þúsund tonn á
þessu tímabili, en um tillögur
byggðar á seiðaleiðangri á sínum
tíma er að ræða og verða þær
endurskoðaðar í haust.
Þegar samningur íslendinga og
Norðmanna um Jan Mayen gengur
formlega í gildi, sem gæti orðið í
lok þessarar viku, verða tilnefndir
fulltrúar í fiskveiðinefnd, sem m.a.
á að fjalla um loðnuveiðarnar við
Jan Mayen. Einn fulltrúi verður í
nefndinni frá hvorri þjóð og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
verður Jón Arnalds, ráðuneytis-
stjóri í Sjávarútvegsráðuneytinu,
fulltrúi íslans í nefndinni. Með
þessari nefnd mun síðan starfshóp-
ur íslenzkra og norskra vísinda-
manna starfa.
Hækkar verð á ull til
iðnaðarins um 25%?
Einkaþota fyrir Pavarotti:
Kostar 6,5 millj. kr
Listahátíðarmenn „afar óánægðir“ með viðskipti við Flugleiðir
„ÞAÐ kostar sex og hálfa milljón
að fá einkaþotu fyrir Pavarotti
hingað og virðist nokkuð sama.
hvort flogið verður frá London
eða New York,“ sagði Örnólfur
Árnason, framkvæmdastjóri
Listahátíðar. er Mbl. spurði
hann um þetta i gær.
Örnólfur sagði listahátíðar-
menn „afar óánægða" með við-
skiptin við Flugleiði í sambandi
við Listahátíð. „Bæði við og um-
boðsmenn Pavarotti vestra fylgd-
umst með þessu flugi til að sjá til
þess, að ekki yrði fullbókað í það
án þess að við fengjum sæti og við
vorum enn að fylgjast með flug-
inu löngu eftir að ákvörðun hafði
verið tekin um að fella það niður,“
sagði Örnólfur. „Okkur er sagt, að
sú ákvörðun hafi verið tekin 19.
maí, en hún hefur ekki borizt til
sölumanna félagsins fyrr en tals-
vert löngu síðar, því eftir þennan
dag var tekið við pöntuii athuga-
semdalaust. Við höfum einnig
farið fram á það við Flugleiðir að
félagið komi til móts við okkur
vegna þess aukakostnaðar, sem
við fáum af komu Pavarottis og
teljum Flugleiðir bera nokkra
siðferðilega ábyrgð á, þótt ekkert
skuli ég segja um lagalegan rétt í
þessu sambandi, en svar félagsins
er þvert nei.
Viðskipti okkar við Flugleiðir
vegna Listahátíðar nema yfir 32
milljónum króna og hefur félagið
neitað okkur um nokkurn afslátt
þar af, en þess skai þó getið að
það hefur boðizt til að flytja frítt
um tonn af farangri vegna
hingaðkomu listamanna á há-
tíðina. Við teljum hins vegar
Listahátíð slíka landkynningu,
sem Flugleiðir meðal annarra
njóti góðs af, að þessi afstaða
félagsins sé ekki rétt, sízt af öllu,
þegar við nú auglýsum félagið
ókeypis í okkar kynningu erlendis.
Ég hef kynnt mér nokkuð lista-
hátíðarekstur erlendis og þar
njóta listahátíðir mjög mikils
afsláttar á fargjöldum, hvort
heldur um er að ræða ríkisrekin
flugfélög eða félög í einkarekstri."
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, hafði samband við
Mbl. vegna baksíðufréttar í gær,
þar sem fram kom að Listahátíð
hefði gengið frá því að fá einka-
þotu til að flytja Pavarotti til
Islands, þar sem Flugleiðir hefðu
fellt niður flug þann dag, sem
listamaðurinn ætlaði að koma.
„Þessi ferð var tekin út af dagskrá
í byrjun maí,“ sagði Sveinn.
„Þessi maður var heldur aldrei
bókaður í flugið, sem var fellt
niður vegna þess að enginn var
bókaður í það.“
„MIÐAÐ við þær niðurgreiðslur,
sem þegar hafa verið ákveðnar á
ull, nemur verðhækkun á islenskri
ull til okkar um 25%,“ sagði Pétur
Eiriksson, framkvæmdastjóri Ála-
foss í samtali við blaðið. Við hækk-
un á verði iandbúnaðarvara 1. júni
sl. var ákvaðið að verð á ull hækkaði
til samræmis við hækkun á verði
kindakjöts og að auki, sem næmi
þeirri hækkun, er átti að verða á
gærum. Rikistjórnin samþykkti að
greiða niður þá hækkun, sem flutt
var frá gærunum yfir á ullina og
voru niðurgreiðslur á hverju ull-
arkilói i þeim tilgangi hækkaðar
um 174 krónur. Ákvarðanir um
frekari niðurgreiðslur á ull i kjölfar
siðustu verðhækkunar hafa ekki
verið teknar, en gert er ráð fyrir að
rikisstjórnin fjalli um skipun
starfshóps, sem gera á tillögur i
þessum efnum á fundi sinum á
morgun, fimmtudag.
Ríkisstjórnin hefur, að sögn Pálma
Jónssonar, landbúnaðarráðherra, í
hyggju að setja á stofn starfshóp,
sem ætlað er að taka til athugunar
verðlagningu á ull í framtíðinni.
Jafnframt verður það fyrsta verkefni
starfshópsins að athuga, hvort og
hversu mikið sé nauðsynlegt að
greiða niður af ullarverðshækkun-
inni frá 1. júní sl. Ekki er enn afráðið
hvernig verður háttað skipun þessa
starfshóps, en líklegt er að í honum
eigi sæti fulltrúar frá landbúnarar-
ráðuneytinu, Félagi ísl. iðnrekenda,
Iðnaðardeild Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og sexmannanefnd.
Pétur Eiríksson sagði, að meðal-
verð á hverju kílói af óhreinni ull til
iðnaðarins hefði við verðhækkunina
1. júní sl. hækkað úr 1295 kr. í 1622
kr. Niðurgreiðsla ríkissjóðs á hverju
ullarkílói er nú 863 krónur. „Þessi
verðhækkun er enn eitt dæmið um að
sexmannanefnd ákveði verðhækkun
á ullinni hreinlega út í loftið og þeir
virðast ekki hafa neina viðmiðun við
heimsmarkaðsverð á ull. Eina við-
miðunin, sem þeir virðast hafa er sú
hækkun, sem verður á verðlags-
grundvelli landbúnaðarvara, og þá er
ullin látin taka sömu hækkun,“ sagði
Pétur.
Fram kom hjá Pétri að afkoma
ullariðnaðarins væri mjög óljós með-
an þessi hráefnishækkun væri yfir-
vofandi. „Ástandið skánaði heldur í
apríl og mái vegna þess að þá var
töluvert gengissig. Nú um mánaða-
mótin kom hins vegar nýtt áfall, sem
var launahækkunin og þessi óvissa
hráefnishækkun,“ sagði Pétur og tók
fram að útreikningar varðandi áhrif
þessara hækkana á afkomu ullariðn-
aðarins lægju ekki enn fyrir.
Varafréttastjóri útvarpsins:
----------------------
Astæðan var annir
á fundartímanum
útvarpsráðs klukkan fimm,“ sagði
Sigurður. „Ég taldi það óframkvæm-
anlegt á þessum tíma vegna anna við
undirbúning fréttatíma og Víðsjár.“
Markús Örn sagði í Mbl., að þetta
hefði verið önnur tilraun útvarpsráðs
til að fá fulltrúa fréttastofu útvarps-
ins á sinn fund til viðræðna um
fréttaflutning fréttastofunnar um
kjarnorkuvopn og aðgerðir her-
stöðvaandstæðinga. Sigurður kvaðst
ekkert vita um fyrra tilfellið og Mbl.
tókst ekki að ná tali af Margréti
Indriðadóttur fréttastjóra.
„ÁSTÆÐA þess, að fulltrúi frétta-
stofunnar gat ekki mætt á fund
útvarpsráðs í gær voru annir á
fréttastofunni, þegar fundurinn var
haldinn, og ekkert annað," sagði
Sigurður Sigurðsson varafréttastjóri
útvarpsins, er Mbl. spurði hann um
þetta atriði í framhaldi af ummælum
Markúsar Arnar Antonssonar út-
varpsráðsmanns í Mbl. í gær.
„Fréttastjórinn er í fríi og fram-
kvæmdastjóri útvarpsins kom að
máli við mig í gær og spurði, hvort ég
kæmi því við að mæta á fund