Morgunblaðið - 05.06.1980, Síða 7

Morgunblaðið - 05.06.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 7 Morgunblaöiö og forseti Skák- sambandsins Dr. Ingimar Jónsson var um síóustu helgi kjör- inn forseti Skáksam- bands islands. Hann er kunnur af þátttöku sinni í margvíslegu félagsstarfi og þá ekki síst á þeim vettvangi, sem tengist alls kyns vináttustarfi við kommúnistaríkin í Austur-Evrópu. En dr. Ingimar er menntaður í Austur-Þýskalandi. Eitt af mörgum trúnaö- arstörfum dr. Ingimars er það, að hann er formaður Islensku friðarnefndar- innar svonefndu, sem lík- lega starfar í tengslum við svonefnt Heimsfriðar- ráð, en það er stofnun, sem telur heimsfriðnum best borgið með því, að sovéska hervélin mylji undir sig sem stærstan hluta veraldar og svarar spurningum um Afgan- istan á svipaðan hátt og Jón Múli, útvarpsþulur, sem sagði í Morgunblað- inu 10. janúar sl., þegar hann var spurður um innrás Sovétríkjanna í Af- ganístan: „Mér er ekki kunnugt um að Sovét- stjórnin hafi hernumið Afganistan og ég tel mig tala af reynslu af hernámi þar sem Bandaríkjamenn hafa nú í mörg ár her- numiö ísland.“l! Einmitt þegar Jón Múli veitti ofangreint svar sneri Morgunblaöiö sér einnig til dr. Ingimars Jónssonar formanns ís- lensku friðarnefndarinn- ar og spurði hann um innrásina í Afganistan. i blaðinu stendur um við- brögð Ingimars: „... sagði, að nefndin hefði ekki rætt máliö, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það þar sem Mbl. hefði einhverju sinni haft rangt eftir honum þegar leitaö var til hans og hann myndi sjálfur koma skoðun sinni á framfæri, sæi hann ástæðu til þess.“ Þótt bráðum sé liðið hálft ár frá innrásinni í Afganistan og þar hafi síðan verið háðir blóðugir bardagar hefur hvorki dr. Ingimar né friöarnefnd hans séð ástæðu til að segja álit sitt á þessum stríösaðgerðum, enda hlutverkið að syngja Sov- étmönnum lof. Hins veg- ar sá dr. Ingimar ástæðu til að segja blaöamanni Morgunblaðsins frá því, að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Einari S. Einarssyni innan Skák- sambandsins og virtist hann þá ekkert óttast, að rangt yrði eftir sér haft, þegar blaðið leitaði til hans. Selluforinginn Borgþór Kjærnested er maður nefndur og hefur hann tekið sér á herðar að vera fréttaritari fyrir fjölmarga aðila á Noröur- löndum og skýra þeim frá því helsta sem fréttnæmt er frá íslandi. Vegna Norðurlandaráösfundar- ins hér á landi sl. vetur komast Borgþór sjálfur svo í fréttirnar vegna fréttaskeyta, sem hann sendi, um vændi og full- trúa á Noröurlandaráös- þingi. Enn er Borgþór kominn í fréttirnar í þetta sinn er frá því skýrt á baksíöu Þjóðviljans, að hann hafi verið kjörinn til að vera hverfisstjóri hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík, en áður fyrr nefndu kommúnistar slíka menn selluforingja. Þaö þarf ekki að taka fram, að Borgþór telur það einhverja ómakleg- ustu árás á sig, ef hann er vændur um afskipti af stjórnmálum. Þó er ekki að efa, að hann hafi sent viðskiptavinum sínum á Norðurlöndunum frétt um pólitískan frama sinn. Ný heimild Eins og þeir vita sem hafa lagt það á sig að fylgjast með skrifum Þjóðviljans um alþjóða- mál, þá hengir blaöið jafnan hatt sinn á ein- hvern fjölmiðil eða stofn- I un fyrir vestan járntjald í i heimildaöflun sinni og leitar að sjálfsögðu uppi | þann aðila, sem það telur , best hæfa málstaðnum: > ísland úr NATO — Herinn I burt. Nú hefur blaðið tekiö I stofnunina Center for i Defense Information í ' hóp átrúnaðargoöanna, | en hún telur sem kunn- . ugt er nauðsynlegt, að I hér á landi séu kjarn- I orkuvopn miðað við skynsamlega hernaöar- | lega áætlanagerö. Verður ■ fróölegt að fylgjast með ' baráttu Þjóöviljans fyrir | þessu markmiði. Og . sama dag og blaðið held- I ur sjónarmiöum stofnun- | arinnar og forstjóra hennar á loft í forystu- | grein (sjá Þjóðviljann í , gær) birtir það grein um ' samskipti austurs og I vesturs að sjálfsögöu úr sinni gömlu heimild In- I formation í Danmörku. i En meginuppistaðan er 1 tilvitnun í grein, sem það | blað birti eftir Herbert . Scoville og Þjóðviljinn > kynnir hann með þessum I hætti: „Hann hefur þá reynslu aö baki oröum I sínum, að hafa veriö > varaforstjóri bandarísku ' Inyniþjónustunnar CIA | sem og ACDA, banda- . rískrar stjórnarskrifstofu I sem hefur eftirlit með | vígbúnaði á sinni könnu.“ Hvers vegna lætur | Þjóðviljinn þess ekki get- , ið aö Scoville er í ráð- ' gjafaráði Center for De- I fense Information? Einu sinni var... ... þvottaherbergi í hverju húsi. Þar voru þvottabalar, bretti og snúrur. En nú er öldin önnur, skot í horni eldhúss eða baðs gegnir sama hlutverki. Þar hefur þú bæði þvottavél og þurrkara, sem taka ekki meira rými en eitt tæki. Þetta er PHILCO samstæðan. Gólfplássið, sem PHILCO samstæðan tekur er 61x55 cm (hxd). Milli þvottavélar og þurrkara er handhægt útdregið vinnuborð, sem eykur enn á þægindin. PHILCO þjónustu getur þú treyst. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu Knattspyrnudeild Vals óskar eftir 3ja—4ra herb. íbúö til leigu í Reykjavík, helzt í Hlíöunum, þó ekki skilyrði. Góöri umgengni og skilvísum greiöslum heitiö. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Valur — 6145“ sem fyrst. S'*'**ifc«*í**!*****>fc**®'*****s*æ*aj*88i«æ>«*8Rææ*w***æ88*æa8w*****ík***8t'.#*æaB88****af Jektorar Suction^ Driving liquid Fyrlr lensingu I bátum og fiskvinnslustöðvum. SöyoUmogjyir ©® ESTABLISHED 1V25 - TELEX; 20S7STURLA-!S — TELEPHONES 14610 & 1)210 masmm. w«ww*W***WW*****'»r' Aðaiskrifstofa Brautarhoiti 2, (áður Hús- gagnaverslun Reykjavíkur). Símar: 39830,39831 og 22900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.